Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 12
12 T í M I N N, laugardagiiui 29. apríl 1961. 1 JArróíUr JJyrótíJr jc/y/vtítír Skíðamót fer fram í Hamragili í dag RITSTJORI HALLUR SÍMONARSON Síðasta skíðamótið hér sirnnan- lands á þessu keppnistimabili verður í Hamragili við Kolviðar- hól í dag og hefst klukkan þrjú. Hér er um að ræða hið svonefnda Steinþórsmót, sem er flokkakeppni í spigi i sex manna sveitum. Margir af beztu skíðamönnum landsins taka þátt í mótinu, því auk sveitá frá Reykjavíkurfél.ög- unum, verður ein sveit skipuð ut- anbæjarmönnum og meðal kepp- enda í þeirri sveit eru til dæmis íslandsmeistarinn í svigi, Krist- inn Benediktsson frá ísafirði, og Steinþór Jakobsson, skíðakennari frá ísafirði. Meðal keppenda Reykjavíkurfé- laganna eru Valdimar Örnólfsson, sem náð hefur beztum árangri sunnlcnzkra skíðamanna í vetur, Stefán Kristjánsson og fleiri kunn ir skíðamenn. Sveitir Reykjavík- urfélaganna eru jafnar og má bú- ast við skemmtilegri keppni. Bankamenn sigruðu bílstjóra í skák Hin árlega skákkeppni' Hreyfilsmanna og Sambands íslenzkra bankamanna fór fram að Hlégarði, þriðjudag- inn 18. apríl síðastliðinn. Fóru leikar svo að bankamenn báru sigur úr býtum og fengu I6V2 vinning en Hreyfilsménn 13x/2. Keppt var í annað sinn um fagran silfurbikar, er Landsbanki íslands gaf til keppninnar og hafa banka- menn unnið hann 1 bæði skipt- in. Alls hafa liðin kepþt sex sinnum og ávallt á þrjátíu borðum. Hafa bankamenn sigrað þrisvar sinnum, Hreyf- ilsmenn tvisvar og í eitt skipti skildu liðin jöfn. Áður en keppnin hófst að Hlé- garði buðu Hreyfilsmenn þátttak- endum og nokkrum gestum til kvöldverðar og vom borð hlaðinj köldum úrvalsmat og á öllu hinn mesti myndarbragur og rausn. Síðar um kvöldið voru kaffiveit-l ingar. Formaður Taflfélags Samvinnu- félagsins Hreyfils, Magnús Einars- son, ávarpaði gesti og þátttakend- ur og formaður Sambands ís- lenzkra bankamanna, Hannes Páls- son, þakkaði frábæran undirbún- ing Hreyfilsmanna og höfðinglegar móttökur. „Hann var ekki rangstæður. Ég var að veifa til kunningja míns." Bjarni G. Magnússon, bankafull- trúi, afhenti fyrir hönd stjórnar Landsbanka íslands fyrirliða sig- urvegaranna, Gunnari Gunnars- syni, hinn fagra bikar Landsbank- ans og voru gefanda færðar þakkir fyrir góðan hug og stuðning við iðkun skákíþróttarinnar. Þá af- henti hann einnig Margréti Þórðar- dóttur, ^ bankaritara í Búnaðar- bánka íslands áletraða silfurskál í minningu þess að hún hefur verið eini kvenmaðurinn, sem hefur tek- j ið þátt í skákkeppninni og verið þátttakandi öll sex ár að undan- förnu og ávallt teflt við góðan orð- stír. Það skal tekið fram að öllum þátttakendum og gestum var ekið að Hlégarði og heim í hinum ágætu Hreyfilsbifreiðum. Handbolti í kvöld í kvöld fer fram að Hálogalandi! fjórða flokks mót í handknattleik. | Keppnin hefst kl. 8.15. Leiktími er tvisvar sinnum 10 mínútur. Það lið, sem tapar leik, er úr keppn- inni. Dregið hefur verið um1 hvaða lig leika saman i fyrstu um- j ferð'inni og verður það þannig: Fram—yíkingur, Haukar—F.H., i Í.B.K.—Í.R., K.R.—Ármann ,en lið Vals situr yfir. Fram og Vík- ingur sjá um mótið, og er aðgang ur ókeypis. Keppt er um bikar, sem félögin gáfu í fyrra, og er KR handhafi hans. Glímuæfing hjá Ármanni Síðasta glímuæfing innanhúss verður í kvöld í íþróttahúsinu við Lindargötu. Glímumenn, eldri sem yngri, eru beðnir að fjölmenna. Foreldrum og öðrum aðstand- Knattspyrnan hefst á morgun Og þá byrjar knattspyrnan á morgun, sunnudag. Fyrsti’ leikurinn er milli Fram og Þróttar í meistara- flokkskeppni Reykjavikurmótsins. Leikið verður á Melavellinum. í fyrravor' voru það óvæntustu úrslft Reykjavíkurmótsins, þegar Þróttur sigraði Fram með tveimur mörkum g$gp engu, og nú er spurningin hvort Þrótti tekst á morgun, að ná jafn óvæntum leik og þá. Myndin hér að ofan er frá knattspyrnunni i fyrrasumar, úrslitaleik íslandsmótsins, og það er ekki oft, sem maður sér sjö landsliðsmenn á einni og sömu myndinni í keppni félaga, en það er einmitt á þessari mynd. Til vinstri sjást Akurnesingarnir Þórður Jónsson og Ingvar Elísson, og bakvið þá rétt sést í Þórólf Beck, KR. Á miðri myndinni er Þórður Þórðarson að skalla knöttinn, en Hreiðar Ársælsson beygir sig niður. KR-ingarnir Hörður Felixson og EII- ert Schram fylgjast með skallknetti Þórðar. Það verður mikið um að vera í knattspyrnunni hér heima i sumar. Skozka liðið St. Mirren leikur hér 31. mai tllV. júní, landsleikur verður milli íslands og Hollands 19. júní, og síðan leikur hollenzka landsliðið tvo aukaleikl. Hinn 6. júlí leikur hér annað skozkt 1. deildar- lið, Dundee, og í september fer íslenzka landsliðið til Englands. Kennir á Hólmavík Hinn kunni k'nattspyrnumaður, Ellert Sölvason, hélt í gær til Hólmavíkur, þar sem hann mun kenna knalftspyrnu um eins til tveggja mánaða skeið. Þetta er í fyrsta sinn, sem knattspyrnu- þjálfari annast kennslu á staðn- um. Undanfarin sumur hefur Ell- ert — sem er lærður íþróttakenn ari frá Vejle í Danmörku — kennt knttspyrnu víða um land á veg- um Knattspyrnusambands íslands. Rétt áður en Ellert hélt til Hólma víkur kom ósk frá Vestmannaeyj um, að hann kæmi þangað í sum- ar. endum drengjanna, sem tekið hafa þátt í námskeiði glímudeildarinn ar í vetur, er sérstaklega boðið að koma á æfingu þessa sem gest- ir. — Æfingin hefst kl. 7 síðd. Á sunnudag kl. 2 síðd. verður fyrsta útiæfing glímudeildarinnar á íþróttavelli Ármanns við Sam- tún. Húseigendur Geri við up stilb olíukvnd- ingartæKi Viðgt-rðir á 3ils konar ‘leimilistækjum Mý- smiði i.átið fagmann ann ast verkið Sím’ 24912. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA OG BÁTASAIA Tómas Arnason hdl. Vilhjálmur Arnason hdl. Simar 24635 og 16307 Pram'eíðum plasl.:oka í mörgum stærðum — Góð vara. Gott verð PLASTPOKAR S F Mávannð 39 — Sími 18454 "AusísyUi Fyrirligciandi: Miðstöðvarkatlar með og án hitasr>1rals. STÁLSIUTÍMAN h.f. Sími 24400. Bifreiðasala Björgú'fs Sigurðssonar — Hann selur bíiana Sin.or 18085 - 19615

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.