Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 6
6 Trúið mér! Hér er blaöið, sem húöin finnur ekki fyrir Pér- haliÖ aldrei fengið slíkan rakstur sem petta nýja blað gefur yður. Það er ótrúlegt hve skeggið hverfur án pess að pér vitið af. Með pví að nota nýja Bláa Gillette Extra blaðið er sem ekkert blað hafi verið í vélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50 bér verðið að reyna það ! ® Gillette er skrásett vörumerki EINHVER, SEM nefnir sig ÓLAF VANHELGA, sendl mér smábréf í gaer, og seglr þar töluvert merki- lega sögu — ef sönn er — og væri nú þörf frekarl vitneskju af hæstu s+öðum. Bréfið ei svona: „ÉG HITTI KUNNINGJA MINN í gær og hann hafðl ýmislegt undar legt að segja mér, enda er hann kunnugur ( hópi leikara og rekur oft neflð inn I stjórnarráðsskrif- stofur. Og hann sagði: — Nú gengur það glatt, mað- ur. Ég held þeir séu að bilast eitt- hvað þesslr sem undirbúa konungs komuna. — Hvaða konungskomu spurðl ég. — Nú, komu Ólafs Noregskon- ungs. Nú eru þelr byrjaðir að æfa. — Æfa hneigingar eða hvað? — Nel, æfa lelkritið — leikritið han* Nordals um Ólaf hclga Har- aldsson. Það á að færa það upp i Þjóðlelkhúslnu fyrlr Ólaf kóng. — Jæja það verður gaman að sjá það, sagði ég — ég meina, þegar Noregskóngur er búinn að horfa á það og er farlnn. — Nel, það verður nú ekkert af þvl, sagðl hann melnfýsinn. — Og ég fæ llklega ekki að sjá það heldur, þvl að ég hef enga von um að mér verðl boðlð á kon- ungssýnlnguna, enda hef ég ekki verlð tkrossfestu r. — Nú, því ættu þelr að meina okkur að sjá það? spurði ég. — Skllurðu það ekki maður? Það mundi eyðileggja allt gaman- ið fyrir háaðlinum. NÚ NENNTI ég ekki að hlusta á hálfkveðnar vísur hans lengur og krafðist þess með þjósti, að hann segði mér alla söguna skilmerki- lega. — Jæja, taktu þá eftir, sagði hann. — Sigurður Nordal hefur ritað leikrit um nokkra íslenzka menn og Ólaf helga Haraldsson, Noregskonung. Jón Nordal hefur samið tónllst vlð það. Þetta eru vafalaust hln ágætustu verk. Þetta á að sýna I Þjóðleikhúsinu þegar Noregskonungur kemur. Áætlað er, að uppfærslan kosti um 200 þús. kr. en aðeins ein sýning verð- ur á leikritinu, og það verður sannarlega hátíðasýning. Svo verð- ur boðið íslenzkum aðll með kross um á sýninguna og í konungsveizl- una elns og venja er, og þetta fólk getur síðan hreykt sér af því við pöpulinn, að það hafl séð Ieik- rit þetta en ekki aðrir. EN AUMINGJA KÓNGURINN — sýnlng þessi virðist varla gerð fyr ir hann — því að þar skilja fæstir íslenzkt mál og ekki hann, sem varla er von. Auk þess ku honum leiðast óskaplega I lelkhúsi, svo að þetta verður þrautastund fyrir hann — eina bótin, ef leikurinn er ekki mjög langur. Það mun og sannast mála, að þetta er ekki gert fyrir hann, heldur hina fínu ís- lenzku gesti. Ólafur vanhelgi". Þetta er bréfkornið og sel ég það ekki dýrar en ég keypti, og ekki veit ég hvað missagt kann að vera í fræðum þessum, en vænt anlega kemur öll þessi heims- krinla á daginn fyrr en varir. — Hárbarður. (Framhald af 5. síðu.) ályfctun; sem búnaðarþing sam- þykkti einróma: „Búnaðarþing felur stjórn B.í. að beita sér fyrir því við Verk- færanefnd ríkisins, að hún rann- saki orsakir slysa við notkun land- búnaðarvéla og að þeirri rannsókn lokinni semji hún reglugerð um varnir gegn slysum af völdum bú- véla. Sú reglugerð verði lögð fyrir' næsta búnaðarþing". f greinargerð segir: „Háværar raddir eru uppi um nauðsyn þess, að settar verði regl- ur um varnir gegn slysum af völd- um búvéla. Öryggismálastjóri hef- ur gert tillögur um slíkar reglur, sem í ýmsum atriðum eru vafa- TÍMINN, Iaugardaginn 29. april 1961. Minningarorð: Jóhanna Þorvaldsdóttir, á Brúnastöðum f dag verður borm til hinztu hvíldar að sóknarkirkju sinni að Hraungerði Jóhanna Þorvaldsdótt- ir á Brúnastöðum. Hún lézt í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 21. apríl síðastliðinn. Jóhanna Þorvaldsdóttir fæddist á Eyrarbakka 4. apríl 1899. For- eldrar hennar voru hjónin Guðný Jóhannsdóttir og Þorvaldur Björns son, er lengi hjuggu á Austurvelli á Eyrarbakka. Móðir Jóhönnu er af hinni alþekktu Bergsætt, komin af Ingimundi Bergssyni, en faðir hennar var frá Læk í Flóa og af alþekktam bændaættum um Árnes- þing. Óþarfi er að rekja ættir þessar hér, því þær eru svo kunn- ar. Jóhanna fór mjög ung að aldri í fóstur til hjónanna Guðlaugar Sæfúsdóttur og Ketils Arnoddsson- ar á Brúnastöðum. Ólst hún þar upp og átti heima alla ævi. Eftir að fósturforeldrar hennar hættu búskap, var Jóhanna um skeið bú- stýra hjá bróður sínum, Ágústi. En eftir að hann kvæntist var hún áfram á Brúnastöðum og vann búi bróður síns, eftir því sem heilsa leyfði. Samsöngur KR Karlakór Reykjavíkur er þekkt- asti kór okkar og söngur hans hef- ur heyrzt víðar í heiminum en annar kórsöngur íslenzkur. Hann hefur seilzt út fyrir raðir karla- kórslaga með val viðfangsefna og reynt þannig að færa út söngríki sitt. Að vísu verður að telja það hæpinn ávinning fyrir báða aðilja að syngja verk eins og Hnetubrjót- inn í karlakórs-raddfærslu, því að öllu eru nokkur takmörk sett og það á einnig við um raddsvið karla- kóranna. Að þessu sinni var efnisskráin að mestu leyti gamlir húsgangar, vinsælir eins og gestir, sem koma mátulega oft til að fá sér kvöld- kaffi. Mörg þessara laga voru piýðilega sungin, enda er kórinn enn sem fyrr mjög vel æfður og hefur ágætu söngliði á að skipa. Það var t. d. virkileg unun að hlusta á lag Björgvins Guðmunds- sonar Villtir í hafi, svo að eitt- hvert dæmi sé nefnt. Hins vegar er vafasamt, að Hándel græði telj- andi á því, að karlakórar fari að syngja Hallelúja-kórinn úr Messí- asi. Guðmundur Guðjónsson og Guð- mundur Jónsson sungu einsöng og tvísöng með kórnum og Fritz Weisshappel annaðist undirleik. Kórinn hefur nú starfað í 35 ár og Sigurzður Þórðarson hefur stjórn- að honum i öll þessi ár nema eitt. Aðsóknin sýnir, að hann hefur áreiðanlega unnið sér hlýhug margra með starfi sínu, enda komu gömlu félagarnir upp á sviðið í lokin og sungu með hinum nokkur lög við mikinn fögnuð áheyrenda og lauk samsöngnum með dunandi lófataki og blómaregni. A. samar. Ekki er hægt að neita því, að nauðsynlegt sé að settar verði reglur um þessi efni, en gerð þeirra þarf að vanda vel, svo að gagni verði. Og ekki þýðir að setja reglur, sem ekki njóta velvildar og stuðnings þeirra, sem eiga að búa við þær og af þeim sökum er erfitt að framkvæma og tor- velda nýtingu véla. Höfuðuatriðið er að þeim, sem með vélar fara, verði kennt að fara með vélarnar og kennt að var ast hætturnar. Til þess þarf að koma á námskeiðum í sveitunum. Búnaðarþing telur eðlilegast, að Verkfæranefnd geri uppkast að reglum um þotta efni, sem fjallað verði um á næsta búnaðarþingi.“ Jóhanna á Brúnastöðum var vel látin. Hún varð þekk öllum, sem kynntust henni. Hún var hæglát að gerð og vel greind. Hún var lítið fyrir að trana sér fram eða hafa sig í frammi í fjölmenni, en samt félagslynd og kunni vel að taka þátt í félagsskap ungs fólks. Hún starfaði talsvert í ungmennafélagi sveitar sinnar og var þar góður félagi. Jóhanna var fyrst og fremst alþýðukona, sem vann störf sín í kyrrþey, af trúmennsku og holl- ustu. Hún fánn ánægju af starfi sínu, sem falið var í ánægjunni af að starfa, ánægju af starfinu sjálfu. Spor hennar á genginni ævi verða ekki rakin í verkum, sem snerta fjöldann. Mér detta í hug orð skáldsins: Og sleitulaus elja hins einfalda manns í annríki fábreyttra daga, hinn græðandi varmi í handtökum hans, jafn heilnæmur afdal sem skaga, hið þögula lífsstríð án frægðar og fjár í forsælu réttar og laga, hin dauðtrygga varðstaða ár eftir ár — er ókunna hermannsins saga. Jóhanna á Brúnastöðum ólst upp, eins og ég hef áður getið hjá Katli og Guðlaugu á Brúnastöðum. Ketill var ömmubróðir minn. Kom ég því oft, þegar ég var barn, að Brúnastöðum. Er mér minnisstætt, hve alltaf var tekið vel á móti mér þar, og ekki sízt, hvað Jóhanna átti mörg ráð og kunni vel að skemmta mér og systkinum mínum, þegar við komum þar. Hún var sérstak- lega barngóð og kunni öðrum fremur að hæna að sér börn og unglinga. Eg veit að systkini mín muna hana lengi og minnast henn- ar af þakklæti. Sama veit ég, að margir munu gera, sem ólust upp í sveitinni á sama tíma. Og einmitt sakir bernskuminninga minna um hana set ég þessi fátæklegu orð hér til minningar um hana eftir liðinn dag. Jóhanna var lengi heilsulítil og gekk ekki heil ti skógar. Vanheils- an óx eftir því sem á ævina leið. Síðustu árin var hún algjörlega óvinnufær. En þrátt fyrir van- heilsu og langvarandi sjúkdóm, bar hún töfra hins alþýðlega ein- faldleika, sem þeir einir eiga, sem lifa í samræmi við uppruna sinn, við óbrotin störf. Minning hennar er hugþekk og gott að minnast hennar eftir gengin spor að leiðar- lokum. Jón Gíslason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.