Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 9
IN NT, langardaginn 29. apríl 196L frvað það nemur miklu og verður ekki fyrr en maður geiír upp í júlí eða síðar. En það er mikið peningaleysi hjá útgerðinni nú til dags. — Hvernig gengur. með kaup- greiðslur? — Landverkafólkið fær uppgert vikulega, en nú er eftir að gera upp við sjómennina á lokunum, og þá fer málið að vandast. — Hvað lögðu margir' bátar upp hjá Fiskiðjunni í vetur? — Fimmtán stórir bátar. Og meðalaflinn er 256 tonn á bát. í fyrra lögðu seytján stórir bátar upp afla, og meðalaflinn þá var 570 tonn, þar í nokkur færafiskur. Hvað eigið þið marga sjálfir? — Við eigum fjóra báta alveg og parta í fimm bátum. Tveir eru komrilr á línu hjá okkur nú og halda því eitthvað framí næsta mánuð. Annars vonumst við eftir að humarinn hjálpi eitthvað í sum- ar. Það var meir en næg atvinna við hann í fyrra sumar — eftir- og næturvinna. — Hvað voru margir frá ykkur á humarveiðum þá? — Þeir voru sex á humar og dragnót en verða fleiri í sumar, sennilega tíu bátar. Okkur hefur alltaf vantað vinnukraft á sumrin, íérstaklega kvenfólk. Hann er vinnufrekur humarinn. Fer allur í smápakningar. — Svo þið eruð ekkert farnir að örvænta? — Ja, við mænum núna á þessa nýju stofnlánadeild. Það verða víst margir, sem þurfa á hjálp að halda. Aflakóngur á vertíðinni í fyrra var Helgi Bergvinsson, skipstjóri á Stíganda. Við hemsóttum hann síðla dags og spurðum hyað hann VERTIÐARLOK I EYJUM Eftir tveggja mánaða róðr- arbann og verkfall var vertíð- in í Vestmannaeyjum sú lé- legasta í manna minnum. Sá afli sem nú hefur borizt á land nemur aðeins tveim fimmtu hlutum magnsins á sama tíma í fyrra en sú vertíð var þó rétt 1 meðallagi. Vest-1 mannaeyingar eru því ekki glaðbeittir nú til dags, og lái þeim hver sem vill. Fréttamaður blaðsins skrapp til Vestmannaeyja á miðvikudaginn þéirra erinda að heyra hljóðið í mönnum eftir þessa misheppnuðu vertíð, og kom fyrst við á pósthús- inu hjá Jóhanni Björnssyni, póst- fulltrúa. Hann hafði þá þegar leyst vanda fréttamanns með því að biðja Einar Sigurfinnsson að veraj honum til halds og trausts á rölt- inu um bæinn. Einar ber út Tím-; ann í Vestmannaeyjum og veitj gjörla hvar hvern er að hitta. Áj betri förunaut varð því ekki kosið. j Við lögðum fyrst leið okkar heim til Jónasar Guðmundssonar í Landakoti. Einar kastaði blöðumj inn til kaupendanna í leiðinni i og við gripum Jón í þann mund hann var að ljúka mat sínum. Hann hefur stundað sjóinn þar til. á vertíð í fyrra að hann yarð að; taka upp aðra vinnu sökum meiðsl is. Síðan hefur hann unnið við flökun í Fiskiðjunni. — Lítið um vinnu, Jónas? — Já, það hefur verið lítið. Þetta frá átta á morgnana til sex hefur þó aftur á móti haft síld og það vegið nokkuð á móti hum- arnum hjá hinum. En vinnustunda fjöldi var svipaður hjá flestum, körlum og konum, þá daga sem unnið var. — Þið voruð að halda lokaball hef ég heyrt. — Við héldum það í gærkvöldi. Aðkomufólkið er farið að tínast burt, landverkafólkið. — Það hefur verið með færra móti í vetur? — Miklu færra. Fjörutíu körl- um og konum færra hjá Fiskiðj- unni en á síðustu vertíð. Við höfð- um þó fullan mannskap í aðgerð og pökkun en flakararnir fóru margir á sjóinn. Það vantaði mann skap á bátana og þeir fengu úr stöðvunum það sem á vantaði. Annars má segja að það hafi rætzt furðanlega úr með mann- skapinn. En útkoman eftir þessa vertíð hlýtur að verða mjög erfið. Tekjurnar frá áramótum til þessa eru svo litlar. — Kannske humarinn geti eitt- hvað bætt um? — Já, hann er okkar eina von fram að næstu veitíð nema ef skaparinn gæfi einhverja síld hér á nærliggjandi slóðum. — 9700 tonn. — Getur útgerðin borið sig með þessu móti? — Þetta er stórokstlegt tap. — Er nokkuð hægt að ætlast á um það? — Það er ekki hægt að segja hefði verið búinn að fiska um þetta leyti þá. — Um þúsund tonn, sagði Helgi. — Og hvað nú? — Um 300 tonn. — Hvað veldur þessu? Helgi hélt áfram: — Það virtist og hálf sjö á daginn. En það er ekki vinna á okkar mælikvarða um þetta leyti. í Fiskiðjunni hafaj fallið úr dagar hjá sumum. Það var betra hiá þeim .scm áítu óunn-j inn humar cíðan í iyr:rB.. Fiskiðjan Við kvöddum Jónas og héldum á skrifstofu Fiskiðjunnar að hitta Ágúst Matthíasson, einn þriggja aðalhluthafa og framkvæmda- stjóra þess fyrirtækis. Hann vísaði okkur inn fyrir. Einar fór að lesa Tímann, sem honum hafði enn ekki gefizt næði til meðan við Ágúst spjölluðum saman: — Hvað er Fiskiðjan búin a* taka við miklu á þessari vertíð? — Það voru 4150 tonn 22. aprí Ó.dægður fiskur með haus. — Og um sama leyti í fyrra? | mikill fiskur á línunni í vetur. Maður hefur ekki fengið eins mik j inn þorsk á síldarbeitu fyrr. En svo fékkst eiginlega ekkert á loðnu j tímanum. Róðrafjöldinn hjá okkur er fjörutíu nú en var áttatíu og fimm á sama tíma í fyrra. — Rán- yrkja, bætir hann við hugsi. — Það hlýtur að vera mikil ástæða. Eg held þó það hafi verið miklu meira æti á ferðinni riú en vanalega. Það getur haft sín áhrif. Loðnan var miklu lengur á miðunum og meiri síldargegnd. Hann lítur ekki við beitunni meðan loðnan er eins og hún var í vetur. — Hallast þú ekki að því að nauðsynlegt sé að takmarka neta veiðarnar? — Ja, þessu er ekki gott að svara. Það er nauðsyn að friða hraunin, en ég er hræddur um að lítið yrði úr veiðiskap hér ef allir ættu að stunda með línu eingöngu. Við höfum ekki sömu aðstöðu og þeir í Faxaflóanum til dæmis. Héil fæst enginn þorskur á línu í köntunum. Annars hef ég ekki trú á að fiskurinn sé búinn að yfirgefa okkur. Ég tel loðnuna og síldina aðalástæðuna fyrir þessu aflaleysi í vetur. Það hefur enginn dagur komið að allur flot inn fengi almennilega fisk. Um friðun á hrygningartíma er það að segja að maður fær þá gotfisk í öll veiðarfæri. Þó tel ég nauðsynlegt að friða hraunin eig inlega á öllum tímum bæði fyrir netum og flotvörpu. Og ég get ekki meint annað en allir sjómenn yrðu sammála um þá nauðsyn að friða einhver svæði. Hitt gæti orð ið deilumál hvaða svæði ætti að friða og hvenær. — Hvað ert þú með stóran bát, Helgi? — Stígandi gr 73 tonn. Byggður í Vestur-Þýzkalandi, nú sex ára gamall. Ég átti þriðja partinn í honum þar til ég keypti hann allan fyrir þessa vertíð. — Hvernig hefur hann gert það á síldinni? — Hann hefur hangið svona í meðallagi. Þó verið með þeim skárri hér en þeir eru nú svo aftarlega á því sviði. — Það er annars skrýtið. Áður en við kveðjum Helga fáum við að líta á gripinn sem hann verður að láta af hendi við Binna í Gröf á sjómannadaginn í vor. Það er víkingaskip úr silfri, farandgripur sem afhendist afla- kóngi á sjómannadaginn. Gripurinn var gefinn sem aldar- minning Hannesar Lóðs Jónsson- ar, af ættingjum hans árið 1952. — Binni hefur haft hann fjór- ar vertíðir í röð, sagði Helgi, — og fær hann nú aftur. Hann er hæstur með fast að 600 tonn. Fiskiver Vestmannaeyja er ný- stofnað fyrirtæki nokkurra smá- bátaeigenda. Hús þeirra hefur ver ið í byggingu síðan haustið 1959 og er ekki ag fullu lokið. Það stendur reisulegt á tveimur hæð- um vestarlega í bænum. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Hrólfur Ingólfsson. Við Einar hittum hann á pósthúsinu og slóg umst í för með honum vesturí Fiskiver. — Þið gerið ykkur að góðu þó ég geti ekki boðið ykkur sæti f hægindastólum, sagði Hrólfur þeg ar við komum inn á skrifstofuna, — maður er ekkert að berast á í kreppunni. — Hvað hafið þið fengig á ver- tíðinni, Hrólfur? — Við erum búnir að taka á móti 1200 tn. af óslægðum fiski með haus síðan vertíð hófst í marz byrjun. Þessi fiskur er af átta bát- um, fjórum með net og línu, tveim ur með handfæri og línu og tveim ur með handfæri eingöngu. — Við erum hér bara með söltun. — Þið byrjuðuð í fyrra — Lítils háttar. En þessi fisk- ur sem við erum búnir að fá nú (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.