Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 7
TIMINN, laugardagiiin 29. april 1961. MINNING: GUNNAR J. CORTES, LÆKNIR Gunnar Cortes læknir lézt snögg | ingaleyfi 1940 og árin 1942—461 um. Cortesarheimilið var ham- lega úr hjartaslagi laugardags kvöldið 22. þ. m. á leið sinni frá sjúkrahúsi til heimilis. Það sam- hengi, sem ávallt ríkti í lífi hans og athöfnum, entist honum til var hann aðstoðarlæknir við hand | ingjuheimili, þar sem gott var að lækningadeild Landsspítalans. Ár-jkoma og glaðvært og hlýlegt hisp- ið 1947 dvaldi hann um nokkurra ursleysi ríkti. Fagrar listir, menn- mánaða skeið við sérfræðinám í j ing og mannúð áttu þar góða mál- London og aftur 1958, og enn svara, og vinahópur hjónanna hinztu stundar, starf hans og fremur í Svíþjóð nokkurn tíma valdist í samræmi við þann anda. heimili voru þau meginskaut, er 1950. Um haustið 1947 gerðist I Gunnar Cortes var óvenjulegur hann helgaði líf sitt, milli þeirra hann einn aðalskurðlæknir sjúkra- maður með beztu kosti venjulegra féll hans síðasta ferð, brottför húss Hvítabandsins, og starfaði manna. Noiræn og suðræn glæsi- hans var ákveðin, hógvær og æðru þar síðan ásamt almennum heim- mennska blandaðist sérkennilega laus sem önnur dagsverk. j ilislæknisstörfum í Reykjavík. vel í útliti hans og fasi eins og Gunnar var fæddur í Reykjavík Hann var snía11 skurðlæknir, vel báðar áttir hefðu lagt sitt bezta 21. október 1911 og skorti því að- menntaður, öiuggur og áhugasam- fram. Hann var maður fríður sýn- eins fáa mánuði á fimmtugt, er|ur °S verk lek 1 höndum hans. um og bar sig vel, en hógværð Auk læknavísindanna átti Gunn hann lézt. Foreldrar hans voru j hjónin Emanuel Cortes, yfirprent- ar mörg áhugamál og margar hugð ari og Björg Jóhannesdóttir. Hann: ir. Litir og hljómar áttu rík ítök lauk stúdentsprófi með I. eihkunnjí sál hans, skyn hans var næmt, frá Menntaskólanum í Reykjavík j ást hans á fögrum listum fölskva- árið 1931 og kandídatsprófi í lækn laus og einlæg. Hann unni og látleysi var aðall hans, glað- værð suðursins gaf norrænni ein- urð mýkt og sveigju, Ijúfmennska og festa áttu í honum samleið, sem fæstum er gefin og fáir ná án langrar þjálfunar. Gagnrýni isfræði frá Háskóla íslands, einnig lenzkri náttúru, fór. víða um j hans var skörp en aldrei sár, gam með I. einkunn, árið 1937. Síðan landið og þekkti furður þess flest-1an hans markvíst en agnúalaust, stundaði hann framhaldsnám á um mönnum betur. Hann var | vinátta hans trygg og samúð hans ýmsum sjúkrahúsum í Danmörku kvæntur ágætri konu, Kristrúnu, djúp. fram til ársins 1940, er hann kom Þorsteinsdóttur, sem skildi til hlít: Fráfall Gunnars kom vinum heim til íslands í Petsamoförinni, ar hugðir hans og var virkur þátt- hans mjög á óvart og vandamenn sem alkunn var á sínum tíma. takandi í framkvæmd þeirra jafnt hans eiga um sárt að binda meira Honum var veitt almennt lækn- á heimili og í erfiðum öræfaferð- en orð fá lýst. Hann lætur eftir VIM er fljótvirkast við eyðingu fitu og bletta Óhreinir pottar og pönnur. fit- ugir vaskar, óhrein baðker verða gljáandi, þegar hið Bláa Vim kemui til skjalanna Þetta kröftuga hreinsunarefni eyðir fitu á einni sekúndu. inni- heldur efni, sem fjarlægir einnig þraláta bletti. Hið Bláa Vim hefur ferskan ilm. mniheldur einmg gerlaeyði. er drepur ósýnilegar sóttkveikjur Notið Blátt Vim við allar érfiðustu hreingermngar Kaupið stauk í dag Erfið hreinsun þarfnast VIM iilvalið við breinsun potta. panna, eldavela, vaska baðkera. veggflísa og allra hremgernmga i húsinu. sig konu og þrjár dætur. Vinir og félagar hans votta þeim innilega samúð sína, en orð ná skammt, ef tjá skal hug þeirra allan. Gunnar Cortes var einn þeirra manna, er ekki verður manngjöldum bættur. Karl Strand Er ég lít yfir farinn veg, ungu læknanna 26, sem luku prófi frá Háskóla íslands árin 1937 til 1942, eru 10 þeirra horfnir yfir landa- mæri lífs og dauða. Örlaganornirnar hafa því ekki hlíft íslenzkri læknastétt á undan- förnum árum. Nú síðast slitu þær sviplega æviþráð Gunnars J Cort- es, læknis, á meðan hann var enn þá á bezta starfsaldri og lífið virt- ist brosa við honum. Reykjavík er fátækari en áður, því að hér var starfssvið hans í 20 ár, og nú hefur hún misst einn af sínum beztu læknum. Gunnar J. Cortes var mjög vel til starfs síns búinn. Hann var bæði mjög myndarlegur og aðlað- andi í viðmóti. Hann átti kosti, sem eru fremur fágætir meðal fs- lendinga, bæði óvenjumikla reglu- semi og snyrtimennsku við öll sín störf. Hann var prýðilega að sér í sérgrein sinni, skurðlækningum, sem hann stundaði af miklum myndarskap, fyrst sem aðstoðar- læknir í Landspítalanum og síðan í sjúkrahúsi Hvítabandsins. Eg var svo heppinn að vinna með honum þar um árabil og mat hann og vináttu hans því meira, sem ég kynntist honum betur. f sjúkrahúsi Hvítabandsins stundaði hann sjúklinga sína 200—300 tals- ins árlega og aðstoðaði auk þess aðra lækna eftir því sem þörf krafði. Hann reyndist öruggur og laginn skurðlæknir, var heppinn Iæknir sem kallað er, og naut fyllsta trausts sjúklinganna og allra er stöifuðu með honum. Þetta er ærið starf en sagan er aðeins hálfsögð því þar að auki var hann heimilislæknir fjölda Reykvíkinga, með einn stærsta praxis í bænum og stundaði hann af stakri kostgæfni. í því starfi var hann ekki síður vinsæll en j á spítalanum. Starfsævin var stutt en vinnu- tími langur, oft fram á kvöld og nætur og þó að hann væri alltaf glaður og skemmtilegur og að því er virtist hraustur, veit ég að oft hefur hann verið þreyttur af mikilli og erilsamri vinnu. Gunnar J. Cortes var gæfumað- ur. Hann naut staifs síns og sá það bera ríkan ávöxt. „Sá, sem sífellt gáir að vindinum, sáir ekki og sá, sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki“. Gunnar var ekki í þeirra tölu. Vinnudagar hans voru langir og nóttin oft lögð við, þegar hann þurfti skyndilega að gera skui'ðaðgerðir í sjúkrahúsinu að næturlagi. Hann gat gengið til hvíldar ánægður að loknu vanda- sömu verki, og margir sjúklingar hafa sent honum blessun sdna og þakklæti. Eins og ég hef áður tekið fram var Gunnar J. Cortes gæfumaður, bæði vegna þess að hann var mik- ill læknir og af öllum vel látinn, og ekki síður vegna þess, að hann hafði mikið fjölskyldulán. Hann var kvæntur ágætii konu, Krist- rúnu, sem bjó honum indælt heimili. Þau áttu þrjár myndarleg- ar dætur og hann var mjög góður heimilisfaðir. Fátækleg orð geta ekki tjáð þeim samúð mína. Læknastéttin hefur misst einn af sínum beztu mönnum, en ég vil muna hann sem hinn glaða og elskulega starfsbróður, er gerði lífið ríkara og hamingjusamara. Eggert Steinþórsson. nýtt"blað Framsóknarfélögin á Akranesi eru byrjuð að gefa út nýtt blað og heitir það Magni. Á það einkum að fjalla um bæjarmálefni Akra- ness. í ritstjórn Magna eru: Daníel Ágústínusson, Guðmundur Björns- son og Þorsteinn Ragnarsson. Fyrsta tölublaðið er rösklega skrifað og læsilegt. Akranes var orðinn mikill fram- farabær síðari árin, en á nú við vaxandi örðugleika að stríða, síðan meiri hluti hreppstjórnar þar flæmdi hinn sérstaklega ötula bæj- arstjóra frá störfum, sem hann hafði leyst þar af höndum með mestu prýði. Hið nýja blað er líklegt til þess að verða vorboði fyrir nýju og vax- andi framkvæmdalífi á Akranesi, en til þess að slíkt þrífist þarf fyrst að hreinsa til ýms fúasprek og kal- kvisti, sem tefja fyrir heilbrigðum gróðri. V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.