Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 29. apríl 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóiri: Egill Bjamason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Gengið eftir svari Það hlýtur aS vekja talsverða athygli, að hvorki Sjálf- stæðisflokkurinn eða Alþýðuflokkurinn hafa enn svarað fyrirspurnum um utanríkismál, sem beint var til þeirra í eldhúsumræðunum, sem fóru fram í þinglokin. í þessum umræðum, beindu talsmenn þeirra fyrir- spurnum um þetta efni til Framsóknarflokksins. Þeim var strax svarað þá af Ólafi Jóhannessyni, sem vitnaði til ályktunar þeirrar, sem samþykkt var á nýloknum að- alfundi miðstjórnar Framsóknarfl., þar sem lögð var á- herzla á það tvennt, að ísland yrði áfram í Atlantshafs- bandalaginu og að herinn færi sem fyrst. Um þetta sagði Ólafur síðan: „Samkvæmt þessari yfirlýsingu er það stefna Fram- sóknarflokksins að ísland starfi áfram í Atlantshafsbanda laginu, enda erum við samningslega skuldbundnir til þess um tiltekið tímabil. Og það er auðvitað stefna Fram- sóknarflokksins, hér eftir sem hingað til, að af íslands hálfu sé staðið við alla löglega gerða milliríkjasamninga, alveg án tillits til þess, hvort Framsóknarflokkurinn hefur átt að þeim aðild eða ekki. Þátttaka íslands í Atlantshafsbandalaginu er ekki samrýmanleg hinni gömlu og að margra dómi úreltu eða jafnvel hættulegu hlutleysisstefnu. Það verða menn að gera sér Ijóst, að þar verður ekki bæði sleppt og haldið. En af þátttðku íslands í Atlantshafsbandalaginu leiðir það engan veginn, að hér skuli eða þurfi ætíð að vera her í landi. Við inngönguna í bandalagið árið 1949 var því yfirlýst, að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar væru á íslandi á friðartímum. Að þess- ari yfirlýsingu stóðu Framsóknarfl. og Sjálfstæðisfl. Á þeirri forsendu var gengið í Nato. Og Bandaríkjastjórn fyrir hönd hinna bandalagsríkjanna lýsti fullum skiln- ingi og samþykki á þessari yfirlýsingu. Þegar varnarliðið var tekið inn í landið 1951 vegna hins sérstaka hættuástands í heiminum, var út frá því gengið, að það yrði hér aðeins um takmarkaðan tíma og að gildistími varnarsamningsins, sem er uppsegjanlegur með tiltölulega skömmum uppsagnarfresti, þyrfti á eng- an hátt að falla saman við gildistíma Natosamningsins. Afstaða Framsóknarflokksins til varnarliðsins hefur ætíð verið í samræmi við stefnuna frá 1949. Hann vill ekki hafa varnarliðið hér á landi degi lengur en nauð- syn krefur. Hann vill ekki hafa her í landi á friðartím- um. Auðvitað er það teygjanlegt, hvenær friðartímar séu. En það verða íslendingar sjálfir að meta.“ Ólafur sýndi þannig fram á, að stefna Framsóknar- flokksins er hin sama í þessum málum og 1949, þ. e. að vera í Nato, en vilja ekki hafa her á friðartímum, en þetta var þá einnig stefna Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins. í framhaldi af því spurði Ólafur: „En nú vil ég spyrja fyrirsvarsmenn Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins: Er stefna þeirra varðandi varnarliðið breytt? Vilja þeir nú hafa her hér á landi á friðartímum? Svari þeir nú þessu jafn skýrt og skorin- ort og ég hef tjáð mig um utanríkisstefnu Framsóknar- flokksins.“ Þessari spurningu hafa forsvarsmenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins ekki svarað enn, og blöð þeirra hafa alveg þagað um hana. Hvað veldur? Hafa þessir flokkar breytt 'im stefnu? Vilja þeir orðið varan- lega hersetu? Vilja þeir láta það velta á mati annarra en okkar sjálfra, hvenær her sé í landinu? Er það nú orðið hættulaust að hafa hér her á friðartímum? Von- andi láta stjórnarblöðin þessum spurningum ekki ó- svarað. ERLENT YFIRLiT De Gaulle hefur langan vinnudag Kappsmál hans hefur jafnan veri‘8 aí) vera öllum óháÖur □e Gaulle í embæffisskrifstofu sinni. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ / ( / '/ '/ '/ '/ ) SEINUSTU dagana hefur / ekki verið rætt um annan j mann meira en Charles de / Gaulle, forseta Frakklands, en ) eftir ósigur uppreisnarmanna í / Alsír hefur hann tryggt sér ) traustara fylgi og meiri aðdáun \ frönsku þjóðarinnar en nokk- \ uru sinni fyrr. • Meðal annars hefur talsvert ■ verið skrifað um það undanfar- • ið, hvernig de Gaulle hagaði • daglegum vinnubrögðum sín- • um, enda þykir jafnan nokkur C fróðleikur að kynnast merkum ( mönnum á þann hátt. Hér á ( eftir verða rifjuð upp nokkur ( atriði, sem helzt hafa verið tek- ) in fram í þessum skrifum, og \ helzt þykja bregða upp h“’'lir- \ mynd af vinnuháttum . ..et- \ ans, en áður þykir rétt að geta \ þess, að hann er sagður vel • heilsuhraustur, þótt hann sé • kominn yfir sjötugt. '/ DE GAULLE rís venjulega / úr rekkju um sjöleytið eftir 8 / —9 klst. svefn. Hann hlustar á '/ morgunfréttir í útvarpinu með- / an hann neytir morgunverðar / síns og fer yfir helztu blöðin, / innlend og útlend, er honum / hafa borizt, en hann les bæði ) ensku og þýzku. Um níuleytið ) gengur hann yfir til forseta- ) skrifstofu sinnar, sem er í öðr- ) um enda forsetahallarinnar, og ) þar vinnur hann jafnaðarlega ) allan daginn til kl. 8 að kveldi, ) að tveimur klst. undanskildum, / er hann ver, til hádegisverðar. ) Hádegisverðar neytir de ) ■ Gaulle í íbúð sinni og venju- ) lega hefur hann með sér gesti ^ þrisvar í viku, en aðra daga ) neyta forsetahjónin hádegis- ) verðarins ein. Forseti býður ) aldrei svo kvæntum mönnum, ) að hann bjóði ekki konum ) þeirra með. Venjulega eru gest ) irnir fáir, enda borðstofan í ) forsetaíbúðinni ekki ætluð ) meira en 8—10 manns. Þegar •. gestir eru, hefst hádegisverður- , inn venjulega kl. 1.15 og kl. 2 ) er staðið upp frá borðum og ) gengið í næstu stofu, þar sem / kaffi er drukkið. Kl. 2.30 fara ) gestirnir, og de Gaulle notar '/ næsta hálftímann til hvíldar. ) Kl. 3 er hann aftur mættur á ) forsetaskrifstofunni. • DE GAULLE tekur á móti ) gestum þrisvar í viku á forseta- ( skrifstofunni, en annars fer • mest af tíma hans þar til við- ( ræðna við ráðunauta hans. Oft- Í' ast ræðir hann við einn þeirra í einu. Ráðuneytisfund heldur hann einu sinni í viku, venju- lega á miðvikudögum, og auk þess heldur hann öðru hvoru fundi með svo kölluðum for- ( setanefndum, en de Gaulle hef- ( ur skipað nokkrar slíkar nefnd- ( ir til þess að vera sér til ráðu- ( neytis um viss mál. Áður en ( hann fer af forsetaskrifstof- ( unni á kvöldin ræðir hann jafnan við hina föstu og nán- ustu einkaráðunauta, sem flest- ir eru búnir að vera lengi í þjónustu hans, oftast einn í einu. Hann fer svo að jafnaði um áttaleytið til einkabústaðar síns, þar sem hann neytir kvöld verðar með konu sinni, les síðan blöð og bækur og skrifar alhuganir sínar, unz hann gengur til hvílu. De Gaulle býð- ur yfirleitt aldrei gestum til kvöldverðar. Einkabústaður forsetahjóna er á fyrstu hæð forsetahallar- innar og snýr aðallega út að garði. í honum eru ekki nema 6 herbergi og er ekkert þeirra sérlega stórt. Forsetahjónin hafa lagt áherzlu á að búa hann heldur íburðarlitlum hús- gögnum og setja eki á hann neinn persónulegan svip, því að það telja þau ekki viðeig- andi. Um flestar helgar fara þau hjónin til einkabústaðar þeirra, sem er í sveitaþorpi, nokkuð utan við París. Þar hlýða þau á messu í þorpskirkjunni á sunnudögum og dvelja svo jafn an góða stund við leiði dóttur þeirra, sem lézt fyrir 12 árum, tvítug að aldri, og lengstum hafði verið sjúklingur. Þegar þau hjón eru um helgar í París, lætur de Gaulle flytja sérstaka messu fyrir þau hjónin í kap- ellu forsetahallarinnar. FLESTUM eða öllum þeim, sem kynnast de Gaulle, kemur yfirleitt saman um, að erfitt sé að ná nokkrum kunningsskap við hann. Það er eins og hann gæti þess jafnan að halda öll- um í hæfilegri fjarlægð frá sér og varast sem mest öll áhrif frá öðrum. Hann hefur líka sagt opinberlega, að bæði eðli ( hans' og reynsla hafi kennt hon- ( um, að maður, sem mikil á- ( byrgð hvíli á, verði að gæta ( þess vel að vera nægilega óháð- ( ur og halda sér. hæfilega langt ( frá öðrum. Margir, sem hafa ( rætt við de Gaulle, kvarta und- ( an því, að erfitt sé að ræða við ( hann. Það hefur reynslan líka ( sannað, að erfitt er að sann- ( færa de Gaulle og fá hann til ( að breyta um skoðun, ef hann / hefur markað sér fyrirfram '/ ákveðna stefnu. Hitt hefur jafn / framt sýnt sig oft, að hann er '/ raunsær og getur ef svo ber '/ undir hliðrað til, án þess þó að '/ missa sjónar á aðalmarkinu. ’/ Því mun veitt mikil athygli, / hvernig viðræðum hans og '/ Kennedy reiðir af, er Kennedy ) heimsækir hann í lok næsta ) mánaðar. Eins og er, ber mikið / á milli þeirr’a. Kennedy vill ) efla Sameinuðu þjóðirnar, en / de Gaulle er vantrúaður á, að ) þeir reynist nokkurntíma starfs ) hæfar án stórbreyzt skipulags. ) Kennedy vill efla Nato, en de ) Gaulle er einnig mjög vantrú- ) aður á Nato í núv. formi sínu / og hefur í reynd látið Frakk- ) land táka lítinn þátt í störfum / þess seinustu misserin. Það, ) sem hann stefnir að, er fyrst ) og fremst náin samvinna allra ) meginlandsþjóða Evrópu og ) hann hefur látið uppi þá skoð- ) un, að sú samvinna ætti með ) tíð og tíma að ná til Úralfjalla, • þ.e. að Rússar yrðu líka með. •. Það, sem de Gaulle mun þá • hafa haft í huga, er að Evrópa • öll verði að sameinast, ef Asíu- • þjóðirnar eiga ekki með tíð og ( tíma að drottna yfir Evrópu, ( jafnt Vestur-Evrópu og Sovét- ( ríkjunum. Þ.Þ. ( Fyrir síðasta búnaðarþingi lágu tillögur frá þeim Haraldi Árnasyni, vélaráðunaut og Öryggi við búvélar Þórði Runólfssyni, öryggis- málastjóra, um öryggisráðstaf anir við notkun búvéla. Voru tillögur þeirra svohljóðandi: „Settar verði reglur um öryggis- ráðstafanir i sambandi við notkun véla í búrekstri, í samræmi við það, sem gerist í öðrum starfs- greinum. í Jafnframt verði tekin upp leið- beiningastarfsemi og eftirlit með öryggisútbúnaði vélanna á vegum öryggiseftirlits ríkisins og þeirri starfsemi hagað á þann veg, sem líklegast kann að verða til árang- urs og ódýrast í framkvæmd. Gert verði að skyldu að þeir, sem aka dráttarvélum, njóti ákveð- innar lágmarksfræðslu í meðferð og akstri dráttarvéla og sanni síð- an hæfni sína með prófi áður en þeir fá heimild til starfsins. Sett verði ákvæði um lágmarks- aldur barna, sem falinn er akstur dráttarvéla". Allsherjarnefnd búnaðarþings fjallaði um málið og varð hún á- sátt um að gera um það svpfellda (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.