Tíminn - 16.05.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.05.1961, Blaðsíða 1
109. tbl. —'45. árgangur. HúsmæSravTka í Bifrost, bls. Þriðjudagur lft-m'a!P196L ,Ég vil ekki sjá nema skuttogara' — sagði skipstjórinn á vest- ur-þýzka skuttogaranum, sem skreið síðdegis í gær inn í Reykjavíkurhöfn, þegar frétta maður Tímans hitti hann 1 brúnni. — Þetta eru miklu viðráðanlegri togarar, heldur en þessir með gamla laginu. Öll vinna við fiskinn um borð er miklu þægilegri, og öryggi og vinnuaðbúnaður skipverja er ólíkt betri. Ég hef nú í nokkur ár verið með skuttog- ara og vil ekki fyrir nokkurn mun skipta. Marga mun sjálfsagt fýsa þess, að fara og skoða togarann, þar (Framhald á 15. síðu), Skuttogarinn Vikingbank í Reykjavíkurhöfn (Ljósm.: TÍMINN — CE.) »V Hæpið, að handritafrriij varpið gangi fram í vor Veríur því aíí auki skotið til dómstólanna — er þa'ð eignarnámsfrumvarp, sem þriðjungur þingmanna getur fellt? Khöfn, 15. maí — einkaskeyti til Tímans. — Kaupmanna- hafnarblaSið Dagens Nyheter segir í dag, að augljóst sé, að frumvarpði um afhendingu handritanna muni ekki ná samþykki þingsins fyrir hvíta- sunnu og spúrningar þær, sem handritanefnd þingsins vili fá svör við, séu þess eðlis, að vafasamt megi telja, hvort frumvarpið um afhendingu áður en þingið fær sumar- leyfi, er verður um 5. júní. Dönsk blöð flytja margar grein ar um málið, og hefur Viggó: Starcke, fyrrverandi ráðherra, far ið á stúfana í Berlingske Tidende. Annar höfuðandstæðingur afhend ingarinnar, Bröndun-Nielsen próf essor, hefur gefið í skyn, að hann kunni að skjóta málinu til dóm- etólanna, enda þótt þingmeiri- ?-luti samþykki afhendingu. í Politiken var á laugardaginn skýrt frá því, að Poul Andersen, prófessor í stjórnlagafræði, hafi skrifað um málið í vikurit lög- fræðinga og fullyrt þar, að þriðj ungur þingsins gæti stöðvað af- hendingu handritanna með at- kvæðum sínum, þar eð um eign amám sé að ræða. Það sé sam- kvæmt dönsku stjórnarskránni því aðeins heimilt að taka fjár- muni e.>iarnámi, að velferð al- mennings krefjist þess og tveir þriðju þingmanna styðji eignar- námið. — Aðils. Samvaxm íömb Svo bar við fyrir nokkrum dög- um að Unuhóli í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, að þar fædudst tvö lömb samvaxin, eigandi þeirra var Pálmar Jónsson bóndi þar. Tveir hausar vora á lambinu og fjórir framfætur ,en um miðju byrjaði samvöxtur og var aftur- hluti sem á einu lambi og aftur- fætur tveir. Lambið fæddist dautt eða drapst í burðarlið. S.G. Síldin rétt við Gróttu Tómas kva5 foröum um vors- ins undrakraft, sem lætur gamla símastaura syngja í sólskininu og verða græna aftur. Nú hefur vor- koman orkað svo á brennivíns- flöskurnar, að þær birtust prýdd- ar nýjum miðum, teiknuðum af Atla Ma, t áfengisútsölunum í gær. En þótt miðarnir séu svona vorlegir, þá kvað drykkurinn í flöskunum vera jafngöróttur og áður og alirar aðgæzlu verður. Myndin hér á síðunni er af flösk um, sem í er bitterbrennivín og hvannarótarbrennivín, og bráð- um á svarti dauðinn að fá á sig gulan miða. (Ljósmynd: TÍMINN — GE). í gær var síldin komin svo að iegja að bæjardyrum Reyk víkinga. Um hádegisbilið voru bátar farnir að veiða síld rétt út af Gróttu. Síldin gengur nú inn um allan Faxaflóa, og virð ist vera um tálsvert magn að ræða, en hún heldur sig svo grunnt, að bátarnir, sem hafa stórar og djúpar nætur, geta stundum ails ekki kastað á hana á hraununum. Þeir geta trauðla beitt tækjum sínum á minna dýpi en 25—30 föðm- um. Undanfarna daga hefur síldin helzt veiðzt á daginn, en með kvöldinu hefur hún dreifzt og leit- að hotns. Síldveiðibátarnir voru í gær aðallega á tvennum slóðum: rétt út af Gróttu, 4—6 mílur út á Bollasviði fengu sumir þeirra 'síld, og þar var hjálparskipið Fanney um kvöldverðarleytið í gærkvöldi; í öðru lagi voru nokkur skip um 8 mílur frá Akranesi. Jón Einarsson skipstjóri á Fann eyju tjáði blaðinu, að síðdegis í gær hefði komið hálfgerð bræla á sjónum, og hefði aflazt minna af þeim sökum. Eldborgin fékk þó 900 tunnur, Víðir II 600, Sæljón 500 og Sigurður frá Akranesi 300 (Framhald á 2. síðu). Blóðkreppu- sótt í kúm í Húnaþingi í Húnavatnssýslu gengur nú blóðkreppusótt í kúm. Veiki þessi er afar smitandi, og hefur hún stungið sér niður á meira en öðrum hverjum bæ í sumum sveit um. Er kýrnar taka veikina dett- ur svo til alveg úr þeim nytin, en þær græða sig þó nokkuð aft ur, er sóttin hjaðnar að hálfum mánuði til þremur vikum liðnum. Bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni af þessum sökum. G.Ó. Innbrot í skóla í leit að prófverkefni Um hálftólfleytið á laugar- jdagskvöldið var lögreglunni í I Keflavík tilkynnt, að sézt hefði til þriggja pilta fara inn í gagn fræðaskólann við Skólabraut. Lögreglan fór á staðinn, en þá höfðu tveir piltanna náð að forða sér, en lögreglumenn |náðu hinum þriðja. ; Tveir piltanna voru 13 ára gaml ir og einn 15 ára. Við yfirheyrsl- | ur kom í ljós, að piltarnir höfðu farið inn í skólann þeirra erinda að hnupla prófverkefnum, en sá elzti er nemandi í gagnfræðaskól anum. Engin fundu þeir prófverk efnin, en hins vegar 2000 krónur, j sem einn kennaranna geymdi í skólanum. Tóku piltarnir penin^ ana. Mál þetta mun enn í rann- I sókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.