Tíminn - 16.05.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1961, Blaðsíða 9
9 ggjEIiNN, þríðjudaginn 16. mal 1&A. í annað sinn hefur Sam- band íslenzkra samvinnu- félaga boðið kaupfélögum víðs vegar af landinu að velja fulltrúa úr hópi hús- maeðra, sem viðskipti eiga við samvinnufélögin, til að dvelja vikutíma að Bifröst í Borgarfirði til fræðslu og skemmtunar. S.l. föstudag var blaðamönnum boðið að Bifröst að hitta húsfreyj- urnar og fylgjast með síð- ustu dagskrárliðum, sem jjeim voru fluttir. Hraunið um Hreðavatn er enn grátt og kjarrið nakið, en hlýja í lofti, og tún tekin að grænka um Borgarfjörð. Inn- an dyra í Bifröst er nánast vor- galsi í gestunum, alls staðar berast ómur af hlátrum og samtölum. Um leið og við snör umst inn úr dyrunum er hringt til kvöldverðar og það er skemmst frá að segja, að hvergi hef ég komið í kvenna- hóp, sem mér hefur virzt gjörvi Iegri við fyrstu sýn, en þessar húsfreyjur, sem eru fulltrúar frá 18 kaupfélögum úr öllum landsfjórðungum. Þótti mér fara saman smekklegur klæða burður, hvort sem var þjóðbún ingur eða tízkuklæðnaður, og frjálsmannleg framkoma, án allrar tilgerðar. ALDREIBORH)SKUGGA Á Eftir að máltíðinni lauk, innti ég nokkrar konur eftir því, hvernig þeim hefði líkað vistin. Hefði ég ekki haft seg- ulband, hefði ég vafalaust ver- ið vænd um að hafa blekking- ar í frammi, svörin voru nefni lega öll á eina leið: Þetta hef- ur verið dásamlegur tími, aldr ei borið skugga á, allir annast okkur af stakri alúð og hvorki sparað tíma, fé né fyrirhöfn til að gera dvölina sem ánægju legasta. Ungfrú Olga Ágústsdóttir, sem starfað hefur undanfarin tvö og hálft ár hjá fræðslu- deild SÍS, skipulagði húsmæðra vikuna og hafði stjórn henn- ar á hendi, með öruggum stuðn ingi þeirra hjóna, séra Guð- mundar Sveinssonar,' skólastj og frú Guðlaugu Einarsdóttur. Alls sóttu húsmæðravikuna 44 konur. Margir ágætir fyrirlesarar voru fengnir til þess að skemmta konunum og fræða um svo ólík efni sem skrúð- garða, trúmál og heimilishætti á Spáni, svo aðeins örfá efni séu nefnd. Dag hvern var viss- um tima varið til útivistar og heyrðist mér að Vilhjálmur Einarsson, i ennari og íþrótta- kappi, myndi á þeim útivistar- stundum hafa gersigrað hin 44 kvennahjörtu, enda var það ein skemmtun á föstudagskvöldið að keppa hver kvæði beztan botn við þenna vísuhelming: 44 húsfreyjur á fræðslu og hvíldarviku í Bifröst Útivist með Vilhjálmi vermdi blóð í æðum. Og botninn sem beztur þótti var svona; Skyldi það enda í algleymi, uppi á Sigurhæðum? Höfundar beggja vísupart- anna voru Skagfirðingar, fyrri helminginn orti kunn skáld- kona, frú Hólmfríður Jónasdótt ir frá Sauðárkróki, en botninn gerði frú Margrét Magnúsdótt- ir á Nautabúi. Fyrriparturinn hafði brenglast lítillega í með- förum, en Hólmfríður sagði þetta vera hina upprunalegu mynd hans. HJÁ BORGFIRÐINGUM Á miðvikudag buðu konur í Kvenfélagi Norðurárdals öllum hópnum til sín í Hreðavatns- skála á kvöldvöku og bazar, á fimmfudag var farið að Reyk holti, hlýtt á messu og þegnar veitingar hjá prestshjónunum og létu konurnar mikið af við- tökum öllum þar. Sýndi prest- ur þeim staðinn og rifjaði upp sögu hans. Á heimleið var staldrað við hjá Barnafossum og húsmæðraskólinn að Varma landi heimsóttur, en þar efndu námsmeyjar í skyndi til sýn- ingar á handavinnu sinni. Á föstudagskvöldið skemmtu húsfreyjurnar sjálfar á kvöld- vöku, blönduðu þar hæfilega gamni og alvöru. Kynnir var frú Margrét Elíasdóttir frá Ak- ureyri, en margar konur skemmtu með kvæðalestri, leik þætti, söng, græzkulausu gamni í leik og ræðu og fleiru, sem of langt yrði upp að telja. Frú Hólmfríður Jónasdóttir flutti frumort kvæði og vísur, og frú Bifröst í Borgarfirði. Ásta Sighvatsdóttir frá Akra- r.esi, fyrrum kennari á Blöndu- ósi, lýsti dagskráratriðum þeim sem konumar höfðu hlýtt og þakkaði öllum, sem stuðlað höfðu að því að gera þeim hvern dag ógleymanlegan. Þetta var stíðasta kvöldið, sem konurnar dvöldu í Bifröst og okkur varð skrafdrjúgt yfir góðum veitingum. Einhvern veginn lá í loftinu, að naumast tímdi nokkur að fara að hátta. Þar kom þó að fólk tók að hverfa í herbergi sín. Utan við gluggann minn leiddu þrest irnir blíðutóna úr trillum sín- um í vorhúminu og þreytan togaðist á við löngunina að hafa „aukið degi í æfiþátt, aðrir þegar risu á fætur.“ SÍÐASTA DAGSKRÁIN Á laugardagsmorgun fylgdist ég með dagskránni, scm hafin var með hréssilegum morgun- söng. Baldvin Þ. Kristjánsson spjallaði um tryggingamál, Vil hjálmur Einarsson talaði um líkamsrækt og síðasta erindi vikunnar flutti Helgi Sæmunds son, formaður Menntamála- ráðs, um þær sérstæðu bók- menntir íslenzkar, sem alþýðu menn skapa — stundum í elli eftir erfitt ævistarf, bókmennt ir, sem að stílsnilld og lifandi persónulýsingum standa fylli- lega á sporði ritverkum spreng- lærðra rithöfunda. Gerði hann einkum að umtalsefni bækur Magnúsar Björnssonar frá Syðra-Hóli, en þær hafði hann lesið, er hann sat fjötraður í mjúkum fannafaðmi Norður- lands og hafði lítið Ijós og yl annað en það, sem bækurnar veittu. „Eftir hundrað ár“, sagði Helgi, „er vafasamt að talað verði um Skúla Guð- mundsson eða Jón Pálmason. Það er miklu sennilegra að Húnvetningar verði þá montn astir af honum Magnúsi". Síðdegis var húsmæðravik- unni slitið og stjórnaði skóla- stjórinn þeirri athöfn. Olga Ágústsdóttir kvaddi konurnar. Sagðist hún hafa verið uggandi um að efna til dvalarinnar svo snemma vors, en reynslan hefði orðið sú, að á gönguferð um sinum um nágrennið hefðu konurnar mætt vorinu, séð mosann taka sumarlit og fugl ana hópast til hreiðurgerðar. KVATT OG ÞAKKAÐ Úr hópi gesta þakkaði Sigur laug Sigurðardóttir frá Brim- nesi í Skagafirði. Sagði hún meðal annars, að sízt sæti á þeim að gleyma að þakka þjón .ustufólkinu, — húsfreyjur væru öðru vanari en að ekki þyrfti nema lyfta hendi, þá væri þeim veittur allur beini. Þó taldi hún, að enn væri hið bezta eftir, — að koma heim, hitta heimafólk hraust og glatt og mega lifa á ný þessar ó- gleymanlegu samverustundir á Bifröst í endurminningunni, þegar ferðasagan yrði sögð. Að lokum flutti forstjóri S. Í.S., Erlendur Einarsson ávarp. Taldi hann æskilegt að hér- lendis ætti eftir að þróast svip- uð kvenfélög innan samvinnu- hreyfingarinnar og t.d. í Sví- þjóð. _0— Gjarnan ekki gleymast oss, glaðra vina kynni. Líkt og mjúkur kveðjukoss hvísli úr fjarlægðinni, kvað Hólmfríður Jónasdóttir um dvölina á Bifröst. Kaupfélag Skagfirðinga valdi fimm konur af félagssvæðinu til þáttöku í húsmæðravikunni þær Þóru Þorkelsdóttur, Fjalli Hólmfríði Jónasdóttur, Sauðár króki, Guðrúnu Sveinsdóttur Eyhildarholti, Margréti Magn úsdóttir, Nautabúi og Sigur laugu Sigurðardóttur, Brim nesi. Er dagskráratriðum öll um var lokið, litu þessar kon ur inn á herbergi til mín og báðu mig að koma á framfæri fyrir sína hönd innilegu þakk læti til Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Kaupfélags Skagfirðinga fyrir að gefa þeim tækifæri til að njóta þessarar annarrar sæluviku, sem þær nefndu. Skagfirzka sæluvikan fer fyrir ofan garð og neðan hjá sumum okkar, sögðu þær, en þessarar viku höfum við notið, hverrar stundar. — Hvað hefur ykkur þótt skemmtilegast eða hugnæmast af því efni, sem flutt hefur verið? spurði ég. — Þær voru ófúsar að gera upp á milli málefna, en kom- ust þó að þeirri niðurstöðu, að erindi séra Guðmundar Sveinssonar um listir hefði þeim þótt opna fegursta sýn og erindi Óla Vals Hanssonar um garðrækt fjalla um það hagræna atriði, er stæði hjarta þeirra næst, ræktun fagurra jurta og gagnlegra. Ekki voru skoðanir skiptar um það, að betri félagsandi en þróaðist í kvennahópnum í Bifröst þessa viku, fyndist hvergi. Alúð, gestrisni og hjartahlýja hefði umvafig þær hvar sem þær fóru, svo að ó- mögulegt væri að nefna þar einn fremur en annan af starfs liði, fyrirlesurum, eða húsráð- endum heima á staðnum eða annars staðar, sem þær bar að garði. Kynnin við hinar konurnar eiga líka eftir að verða okkur dýr fjársjóður í minningunni, sögðu þær. Við höfum kynnst vandamálum hverrar annarrar og örvast til umhugsunar um fleira en það, sem að okkur sjálfum snýr. —0— Ekki get ég lokið þessum pistli svo, að ég þakki ekki Jóni Arnþórssyni, fulltrúa, fyr ir hve vel hann bjó að okkgr blaðamönnum, sem fórum í heimsókn að Bifröst, og sam- ferðafólkinu fyrir skemmtileg- ar samverustundir. Sigríður Thorlacius. Húsmæðraskólanum að Hall! ormsstað var sagt upp laugar- a’aginn 6. þ. m. að viðstöddum, allmörgum gestum. Athöfninj fór fram með venjulegum hætti. í vetur stunduðu nám í skólan- um 26 nemendur, 15 í eldri deild og 11 í yngri deild. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Sigurlaug Stefánsdóttir frá Mjóanesi, nemandi í eldri deild, ág. eink. 9,20, en hún lauk námi á einum vetri. Hæstu einkunn eftir tveggja vetra nám hlaut Ragnhildur Haraldsdóttir frá Þor- 26 námsmeyjar í Húsmæðra- skðlanum á Hallormstað valdsstöðum á Langanesi, ág. eink. deild kr. 5.725.00. Samanlagður nemanda að jafnaði, og heimilis- 9,03, og í yngri deild Valgerður Vilhjálmsdóttir frá Þórshöfn, I. eink. 8,66. Hæst i verklegum grein um varð Bergljót Stefánsdóttir frá Ártúni, Hjaltastaðaþinghá 9,04. Þess má geta, að meðaleinkunn allra brautskráðra námsmeyja varð 8,04. Meðalkostnaður á nemanda varð í eldri deild kr. 7.050,00 en í yngri kostnaður fyrir báða vetur hefur því orðið rétt um 13.000.00 kr. Dagfæði varð kr. 23.00. Skólinn fékk rafmagn frá Gríms- árvirkjun stuttu eftir áramótin en hafó áður búið við ótryggt dísilrafmagn frá eigin aflstöð. Heilsufar var með ágætum í vetur tæplega 1 veikindadagur á líf ánægjulegt. Þegar hafa borizt margar um- sóknir utn skólavist næsta vetur og horfur á að skólinn verði full- skipaður. Að loknum skólaslitum skoð- uðu gestir sýningar á handavinnu og matreiðsluprófum og nutu veit- inga. Handavinnusýningin var mjög fjölbreytt og margt fagurra muna. Sérstaka athygli vakti sérsýning duglegasta nemandans úr báðum deildum. Við skólann starfa nú auk for- stöðukonu Ásdísar Sveinsdóttur tveir fastir kennarar, handavinnu- kennari Ingunn Björnsdóttir og Ingibjörg Þoreklsdóttir matreiðslu kennari, ennfr. tveir stundakenn- arar, Þórný Friðriksdóttir og Sig- urður Blöndal og Margrét Björns- dóttir, aðstoðarkennari. Sumargistihúsið að Hallorms- stað-hefur ekki starfað tvö undan farin sumur, vegna þrálátra trufl- ana í rafstöð skólans, en verður nú opnað á ný. V.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.