Tíminn - 16.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, þrigjndaginn 16. maí 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvœmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson <áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason - 'Skrifstofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — PrentsmiSjan Edda h.f. Þá kom karfinn! Eins og rakiS var í seinasta blaði, hefur ríkisstjórnin haldið sérfræðingum sínum önnum köfnum við að reikna út, hve mikið tjón hafi hlotizt af gæftaleysi og aflaleysi í vissum verstöðvum síðastl. vetur. Allir eru þessir útreikn- ingar miðaðir við mestu aflabrögð og hæsta verð, sem áður hefur þekkzt, en ekki meðaltal. Þannig fást stórum hærri tölur en ella. Tilgangur þessara útreikninga er að reyna að sanna það, að það sé ekki „viðreisninni“ að kenna, heldur óvið- ráðanlegum orsökum, að kjörin eru nú mun lakari en áður. Jafnframt sýni þetta, að ekki sé nú unnt að veita neinar kjarabætur. Þess vegna er alveg sleppt úr þessum útreikningum ekki þýðingarminni atriðum en þessum: Hvað mikið tjón hlauzt af róðrarbanninu, sem stóð í Vestmannaeyjum frá 1. janúar til 10. febrúar í vetur, og var bein afleiðing stjórnarstefnunnar, þar sem það stafaði af deilu útgerðarmanna og vinnslustöðva um fiskverðið? Hvað mikið tjón hlauzt af verkfalli yfirmanna á báta- flotanum suðvestanlands, er fylgismenn stjórnarflokk- anna stóðu fyrir? Hvað mikið tjón hefur hlotizt af því, að mörg skip, þar á meðal nokkrir togarar, hafa verið meira og minna frá veiðum seinustu misserin vegna lánsfjárhafta og vaxtaokurs stjórnarinnar? Þannig mætti halda áfram að telja fjölmörg atriði, sem sérfræðingar stjórnarinnar sleppa úr þessum útreikning- um sínum vegna þess, að þau upplýsa stórfellt tjón, sem hefur hlotizt beint og óbeint af sjálfri stjórnarstefnunni. Og svo er það karfinn. Ríkisstjórnin var byrjuð að láta sérfræðinga sína reikna út, hve mikið tjón hlytist af því, að karfaafli hefði brugðizt togurunum og átti að sjálfsögðu að miða við þau ár, þegar karfaaflinn hafði verið mestur.' En þá tók bannsettur karfinn upp á því að sýna sig á miðunum og það svo rækilega, að togararnir mokuðu upp meiri afla en nokkuru sinni fyrr. Sérfræðingarnir urðu að hætta karfaútreikningum sínum og stjórnin gat ekki lengur skellt skuldum „við- reisnarinnar“ á karfann. Karfinn gerði þó enn meira strik í reikninginn. Það kom nefnilega í ljós, að stjórnin hafði verið svo trúuð á, að hún gæti afsakað strand „viðreisnarinnar“ með því m. a., að karfinn hefði brugðizt, að hún hafði alls ekki látið hefja neinn undirbúning til þess að taka á móti honum, ef hann skyldi taka upp á þeim duttlungum aS sýna sig á miðunum. Ekkert hafði verið gert til að reyna að selja karfann og þegar togararnir komu hlaðnir af honum að landi, stóð stjórnin eins og þvara, og vissi hvorki upp né niður. Þrautalendingin var að biðja Rússa um að kaupa karf- ann! Ef rétt hefði verið, átti að vera búið að vinna að karfa sölunni víða um heim og einbinda sig ekki við markað í einu landi. En stjórnin eða sérfræðingar hennar máttu ekki vera að sinna því. Stritið fór í staðinn í að reikna út væntanlegt tap vegna þess, að karfinn veiddist ekki! Og þá kom karfinn. Nú eru frystihúsin vöruð við því að taka á móti honum, þar sem óvíst sé um söluna, og fleiri og fleiri togarar verða því að halda á aðrar veiði- slóðir, þar sem minna aflast. Gamall skipstjóri skrifar í fyrradag aðvörunargrein í Lesbók Mbl., er hann kallar: Karfastunga er baneitruð. Hann varar menn þar við því að stinga sig á karfabrodd- um. En karfinn getur stungið á fleiri hátt, eins og ríkis- stjórnin fær nú að reyna. / > > > > > > > > > > > > > > .) > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > / > > > > > > > > > > > > > > l / > > > > > / / / / / / / / / / / / / / Merkt enskt blaft segir álit sitt: ” Oraunhæfur andkommúnismi getur reynst hættulegur Lýíjrætiissinnar mega ekki láta vanstillingu ráÖa gerSum sínum ÞAÐ kemur fram á ýmsan hátt, að viðhorf Breta og Bandaríkjamanna til kommún- ismans er nokkuð mismunandi og þó einkum hvað snertir bar- áttuaðferðir gegn honum. Þannig hefur afstaða Breta verið talsvert önnur til Laos- málsins en Bandaríkjamanna og sama gildir um afstöðuna til aðildar Kína að Sameinuðu þjóðunum. Einkum hefur þessi ágreiningur þó verið áberandi í sambandi við Kúbumálið, þar sem mörg brezku blöðin hafa varað Bandaríkjamenn við að ganga of óvarlega til verks. Þetta atriði var m.a. nýlega ýt- arlega rætt í forystugrein „Ob- server", sem er talið eitt bezta og frjálslyndasta blað Breta, fyrir hálfum mánuði síðan, og fer endursögn þeirrar greinar hér á eftir, þar sem hún lýsir allvel meiningarmun Breta og Bandaríkjamanna á þessu sviði: ÞAÐ væri æskilegt að mega telja sér trú um, að kúb- anska ævintýrið á dögunum hefði verið einstök yfirsjón. Það væri þægilegt að ætla, að ekkert benti til hliðstæðna þess annars staðar, og það hefði í raun verið að nokkru leyti arfur frá fyrri stjórn Bandaríkjanna. En orð og at- hafnir Kennedys forseta, eftir þennan atburð sem og við- brögð bandarísku blaðanna gefa til kynna, að ekki sé svo ákjósanlega í pottinn búið. í- hlutunin á Kúbu á rót sína að rekja til sérstakrar skoðunar á heimsmálum. Það er sú skoð- un, sem forsetinn sjálfur tekur undir við, og sem nær allir Bandaríkjaþegnar viðurkenna. En þessi heimsskoðun Banda- ríkjamanna greinir þá frá flest um bandamönnum þeirra og einnig frá hinum hlutlausu ríkjum. Hinir bandarísku vinir okk- ar eru fangar hugmyndakerfis, sem er næstum jafnt komm- únistanna að þröngsýni,’ og þeir trúa jafn staðfastlega á sín fræði og kommúnistar á hugmyndakerfi sitt. Sannleik- urinn er sá, að Bandaríkja- .menn eru meira bundnir af ó- raunhæfum skoðunum sínum en þeim væri ljúft að viður- kenna. Það er t. d. í samræmi við hið kommúnistíska hug- myndakerfi Krútsjoffs, að hann trúir því, að Rockefeller ráði stefnu stjórnar Bandaríkj anna, og að auðvaidsríkin muni um síðir alltaf beita valdi til þess að vernda það, sem þau hafa klófest. Hin bandaríska hugmyndafræði jafnar hins vegar ekki kapítal- ismanum aðeins við frelsi held ur allt að því dyggð. Ef smá- þjóð tekur sig til og þjóðnýtir bandarískt fyrirtæki, er slíkt í augum flestra Bandaríkja- manna stjórnmálalegt afbrot — svo augljóst, að um það þarf ekki frekar vitnanna við. Vel að merkja ber þó að undan skilja forsetann þessu sjónar- miði. í AUGUM fíestra Banda- ríkjamanna er kommúnisminn jafn forkastanleg villibraut og MACMILLAN — hefur hvatt til varfærni í Laos. nazismi eða moið, og hver sá, sem véfengir þetta álit, hefur þegar verið sýktur af komm- únistabakteríunni. Bandaríkja- menn víkja því alveg frá sér að taka eftir nokkrum mun á Rússlandi á dögum Stalíns og svo aftur Rússlandi undir leið- sögn Krútsjoffs. Þeir forsmá algerlega það, sem gerzt hefur í Júgóslavíu, þar sem komm- únistar hafa byggt upp þjóð- félag, sem er óháð Rússlandi, og sem virðist a. m. k. í aug- um þeirra lýðræðissinna, sem ekki eru um of ofstækisfullir, ekki siðferðislega verr á vegi statt en hin kapítalísku þjóð- félög Francos á Spáni, Salazar í Portúgal eða dr. Verwoerds í Suður-Afríku. Þeir Banda- ríkjamenn eru fáir, sem geta skilið það, að bændur í Laos skuli í fullri einlægni taka Pathet Lao fram yfir Boum Oum prins, eða að nokkuð annað en eymd sé ríkjandi í Sovétríkjunum. Við þessa andkommúnistísku blindni, sem virðist alltof alráð í Bandaríkjunum, hafa svo demókratar bætt sérstöku sjónarmiði í utanríkisstefnuna, er þeir byggja á eigin reynslu. Það kom í hlut stjórnar demó- krata að leiða land sitt í bar- áttunni gegn Hitler og þola síðar sár vonbrigði í viðskipt- unum við Stalín. Demókratar eru enn sannfærðir um, að þeir standi andspænis „þrot- lausri baráttu í hverju heims- horni, og sú barátta nær langt út yfir svið hernaðar og kjarn orkubúnaðar", svo að notuð séu orð Kennedys forseta. Báðir aðilar eru í vígahug. Það eru orð Kennedys, að bylt ing, íhlutun og fjöldi annaxra syipaðra aðgerða fari stöðugj; í vöxt, og valdir til þess þeir hálfvörðu staðir, einn af öðr- um, þar sem við getum ekki leyft okkur hernaðarlega íhlut un. Kennedy, forseti, virðist stundum ætla, að örlögin hafi valið hann til þess að stjórna friðarliðum í örvæntingar- fullri tilraun til þess að brjóta á bak aftur þessa uppdráttar- sýki með hennar eigin aðferð- um, og að hver sá, sem ekki vill styðja hann í þessu, sé annað hvort huglaus eða ró- lyndur um of. ÞESSI heinisskoðun er hættulega einhliða. Krútsjoff fer ekki leynt með þá sannfær ingu sína, að kommúnisminn muni drottna um síðir, og að hann muni gera sitt bezta til þess að flýta komu þessa. Eng- inn mun heldur neita, að bar- dagaaðferðir kommúnista eru hættulegar og erfitt að finna svar við þeim. En Krútsjoff veit, að bardagatækni er ekki nægileg ein saman. Hann skil- ur, að utan þeirra svæða, þar sem Rússar og Kinverjar eru ráðandi, getur kommúnisminn aðeins náð fótfestu að ytri skilyrði séu fyrir hendi. Helztu þessara skilyrða eru vel þekkt: fátækt, sljóleiki, lénsskipulag og kúgun, en það eru einnig aðrir mikilvægir ytri þættir. f Austur-Evrópu er t. d. ótt- inn við Þýzkaland dyggasti bandamaður kommúnista. > f Miðausturlöndum, Afríku, As- íu og hinni rómönsku Amer- íku notar kommúnisminn bar- áttuna gegn nýlenduskipulag- inu sér til framdráttar. Með beinni íhlutun vestrænna ríkja um málefni ríkja, sem vilja vera óháð, særa þau sig sjálf fyrst og fremst. Það skal játað, að það þarf á tíðum sterkar taugar til þess að hefj ast ekki handa, þegar ein- hverju landi er ógnað af komm únistískri byltingu, en það kann engu að síður að vera hin rétta stefna. Ef Bretland hefði t. d. hlutazt til um mál- efni fraks eftir byltingu Kass- ems hershöfðingja, væri írak nú kommúnistaríki. KOMMÚNISTAR munu standa töluvert betur að vígi allt þar til nýlendustefnan í þessum heimshlutum hefur verið grafin og gleymd fyrir fullt og allt. Kennedy, forseti, hefur í nokkrum af ræðum sín um látið í ljós skilning á þessu atriði og þá um leið á nauð- syn þess að fagna og styðja þær þjóðernishreyfingar, sem vilja gera lönd sín frjáls og óháð í átökum stórveldanna. Við verðum að vona, að enn sé stefna forsetans grundvöll- uð á þessu, en ekki kemur það þó með góðu móti heim og saman við íhlutun í hverju því smáríki, er eitthvað virðist daðra við kommúnista, né held ur margendurteknar yfirlýs- ingar um, að Monroe-kenningin skuli blífa í hinni rómönsku Ameríku. Það gerist ekki fyrr en ó- háðu þjóðimar hafa sannfærzt um, að vestræn ríki eru reiðu- búin að virða sjálfstæði þeirra og munu ekki hlutast til um innanlandsmál þeirra, að þau munu þekkja í raun hinar miklu ávirðingar Sovét- ríkjanna, sem bundin af hug- myndafræði sinni meina þjóð- um sínum eins vel og annarra að hafa frelsi til þess að velja og hafna. Það myndu verða heimskulegar og óraunhæfar afleiðingar óraunhæfs and- kommúnisma, ef vestræn ríki, sem eiga að vera/ öðrum um- burðalyndari, yrðu staðin að því að vera jafn óumburðalynd og vanstillt og andstæðingar þeirra. / / / / j / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > / / / / / / / / / / / / / / / / / / > > t > > > > > > > > > > > > > > > ■‘V*X-V>V.\..\OV.-V.X'-S..XtV\,'X'X'-V**

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.