Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 11
j*tMI;NSf,, fimmtpdaginn 18. mai 1961. 11 Þegar Leikfélag Reykjavík- ur velur sér framkvstjóra er ekki nóg að athuga hæfi- leika hans, dugnað og reynslu. Þessir eiginleikar eru að vísu bráðnauðsynlegir í starfinu, en hins verður einnig að gæta hvort framkvæmdastjórinn kemst fyrir inn á kontórnum sínum. Guðmundur Pálsson uppfyllir næstum því öll skilyrði sem nauð- synleg eru framkvæmdastjóra Leik félagsins. Getur opnað peninga- skápinn Hann er að vísu ívið langur, þannig að hann getur ekki staðið uppréttur á kontórnum nema sums staðar. En það bætir hann upp með mjódd sinni og sveigjanleik þannig að hann rúmast sæmilega í hanabjálkakompunni í Iðnó og getar meira að segja opnað pen- ingaskápinn án þess að reka aftur- hlutann út á ganginn. Skrifstofa framkvæmdastjórans er sumsé ekki nema 2,5 m. á lengd ( ef lengd skyldi kalla) og 1,5 á breidd. Þó ekki sé kontóiinn meiri um sig hefur byggingarmeisturunum fundizt nauðsynlegt að hafa súlu eina mikla í miðri skonsunni til frekara öryggis. Það fór nefnilega að hrikta óþægilega í gólfbitunum eftir að peningaskápurinn var fluttar upp. Svo reis Guðmundur upp.... Þegar í Ijós kom að auk Guð- mundar mundi vera pláss fyrir meðalblaðamann í skonsunni, brugðum við á það i'áð að heim- sækja stjórann og spyrja hann um rekstur Leikfélagsins. — Það er að ýmsu leyti gott að vera hér uppi, sagði Guðmundur, rukkararnir gefast fljótlega upp á því að kleifa upp þessa þröngu og bröttu stiga, þeim sem tekst að klöngrast alla leið eru venjulega orðnir hógværðin sjálf þegar upp er komið. Það er líka kostur að geta notið útivistar um leið og maður teygir úr sér. Svo reis Guðmundur upp frá skrifborðinu og höfuðið á honum hvarf okkur sjónum út um þak- gluggann. Innan stundar fær hann sér sæti á ný og birtist okkur þá aftur. Skrifborðið er sögufræg og víðreist mubla, hefur farið um land allt sem skrifborð forstjórans í Deleríum búbónis. Jólatré og bingó — Hvað er Leikfélagið búið að leika lengi í Iðnó? — Félagið verður 65 ára næsta vetur, svarar Guðmundur, og hefur leikið allan þann tíma í Iðnó. Við- fangsefnin eru orðin á þriðja hupdrað. — Hvað hefur þú verið lengi í starfinu? — Fjögur ár. — Starfsemin fjörug? — Það geta leikhúsgestir dæmt um manna bezt. Hitt vitum við betur að hún verður erfiðari með hverju ári. Við eigum ekki sjálfir húsnæðið, erum aðeins leigjendur. Borgum ákveðið gjald fyrir hverja leiksýningu, en fáum að æfa frítt. Starfsemin hefur færzt mikið í aukana, þannig að sýningum hefur fjölgað mjög síðustu árin. Þess vegna er orðið erfiðara um vik að athafna sig, þrátt fyrir ágæta sam- vinnu við huseigendur. Það eru ekki aðeins leiksýningar í húsinu, heldur alls konar fundir, spila- kvöld, bingó, jólatré og árshá- tíðir. Við verðum að sitja á hakan- um með æfingar. í fastri vinnu annars staðar — Að öðru leyti? — Starfsemin er orðin miklu dýr ari. Áður fyrr voru nær öll verkin unnin endurgjaldslaust, leikarar VIÐ LIFUM EKKI A TÓMUM ÁHUGA TIL LENGDAR {....................................................................... ■v.vwwww/' wtyyMf* n? og félagsmenn sinntu þessu í tóm- stundum sínum. Þetta var amatör- leikhús. Nú er það orðið hálfgild- ings atvinnuleikhús. Leikarar fá smávegis kaup og annað starfs- fólk. Leiktjöld og búninga verðum við að borga fullu verði og sama er að segja um aðra þjónustu. Það eru aðeins leikararnir sem vinna fyrir launum sem eru langt undir því sem réttmætt væri. Afleiðing- in verður sú að þeir verða allir að vera í fastri vinnu annars stað- ar. Og auðvitað bitnar það á leik- listinni, þeir hafa lítinn tíma af- ð æfa, verða að leika eftir vinnudag annars segir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri Leikfé- lags Reykjavíkur í viðtali um rekstur og starfsemi félagsins. Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur getur ekkl staðið uppréitur á kontórnum sínum nema sums staðar .... lögu til þreyttir staðar. 250 krónur eftir tíu ár — Hvað fær leikari í kaup? — Fyrsta árið fær hann 150 krónur fyrir hvert sýningarkvöld, svarar Guðmundur Pálsson, það hækkar um 10 krónur árlega ogi eftir áratug fær hann 250 krónurj fyrir kvöldið. Lög félagsins mæla svo fyrir að leikaralaunin aldrei verða hærri. Það mundi lítið þýða að fara niður í Verka- mannaskýii og leita að leikara þar upp á svona býti. — Og við borg- um ekkert fyrir æfingar. Segjum til dæmis að tveir mánuðir fari í að æfa leikrit, sem svo er sýnt 9 eða 10 sinnum. Eg er hræddur um að leikarinn yrði að segja sig til sveitar, ef hann fær ekki aðra vinnu. Þeir vinna á skrifstofum, afgreiða í búðum, vinna í bönk- um og því um líkt. 80 þús. aS setja upp leikrit — Hvað fá leikarar í Þjóðleik- i húsinu? ! — Þeir eru yfirleitt á föstui Ikaupi. Sumir eru á lausum samn-l ingum og þeir fá að minnsta kosti 300—400 kr. fyrir sýningarkvöldið og 50 krónur fyrir æfingar. — Og hvað kostar að setja upp leikrit? ! — Það er ákaflega misjafnt, fer auðvitað eftir tölu leikenda, hversu oft er skipt um svið og þar fram | eftir götunum. En það kostar j aldrei undir 80 þúsund krónum að I setja upp leikrit með fjórum eða fimm hlutverkum og sama leik- ... en þegar hann teygir úr sér, verSur hann aS reka höfuðið upp um þakgluggann og andar að sér fersku lofti um lelð, líkt og selurinn þegar hann stingur nefinu upp um vökina á ísnum. (Ljósm.: TÍMINN, GE.) í ríkiskassann jafnharðan, skemmtanaskatt og söluskatt. — Þið borgið skemmtanaskatt? — Já, og helmingurinn af hon- ;íum rennur í fjárhirzlur Þjóðleik- hússins. Það finnst okkur nokkuð hart. — Svo gyltan sýgur grísinn? — Okkur finnst það lágmarks- krafa að skemmtanaskatturinn sé felldur niður. Og yfirleitt finnst okkur bæjaryfirvöldin mættu veita okkur meiri eftirtekt. ílsmínkið í kjallaranum, og vatnið úr tjörninni flæddi óhindrað inn. En þrátt fyrir allt hefur verið starfað af fjöri, við lifum ekki á öðiu en áhuganum, annars væri allt farið út um þúfur fyrir löngu. — Þó er svo komið að þetta geng- ur ekki lengur, við verðum að fá sómasamlegt leikhús og betri aðstöðu til að vinna okkar verk, hingað til höfum við lifað á því að enginn fær neitt fyrir vinnu sína. Það gengur ekki til lengdar, þrátt fyrir eldlegan áhuga. Nýtt leikhús Eigiði ekki að fá nýtt leik- í bí- með sviðinu í öllum þáttum. Aðalkostn j hús? ! aðurinn er við leiktj öldin ogj — Það hefur lengi verið smíði þeirra, búningana, þýðingar- gerð. Okkur var afhent lóð laun, höfundarlaun, leikstjórn og pomp og prakt á 60 áia afmælinu. fjölda margt annað. síðan hefur lítið gerzt. En q ,. . . ■ . , ,, gmala leikhúsið í Iðnó er orðið Rikisstyrkurinn fer allur afar lélegt til síns brúks> enda til rikisins komið til ára sinna. Þó hafa farið — Fáiði engan opinberan styrk? ýmsar endurbætur fram á því síð- — Jú, við fáum 100 þúsund frá ustu árin, sæti í áhorfendasal hafa Reykjavíkurbæ, það nægir fyrir verið gerð upp og aðstaða leikara uppsetningu á einu leikriti. Svo að tjaldabaki stórlega bætt. Maður fáum við annað eins frá hinu ís- heyrir eldri leikarana tala um lenzka ríki. En það fer allt aftur gamla daga þegar rotturnar átu Fjölbreytni — Og stefna leikhússins? — Við sýnum það nýjasta og márkverðasta sem er að gerast í leikhúsbókmenntunum, ekki sízt hlustum við eftir íslenzkum leik- ritahöfundum. Við höfum yfirleitt leitazt við að sýna góð leikhús- verk, gömul og ný og reynum að hafa leikritavalið sem fjölbreyti- legast. Við höfum leikið Shake- speare og Samuel Beckett, Hol- berg og Ionesco. Og það ' lætur nærri að við höfum sýnt eitt ís- lenzkt leikrit á hverju leiká’ri. Leikskóli — Og þið rekið leikskóla? — Já, byrjuðum á því í fyrra. Nú eiu 15 nemendur í skólanum, kvenfólk í miklum meirihluta. Gísli Halldórsson veitir skólanum forstöðu og auk hans kenna þar Helgi Skúlason, Bryndís Schram, Ingibjörg Stephensen og fleiri. Skólinn hefur fengið húsnæði í Breiðfirðingabúð. Við vonumst eftir því að skólinn verði Leikfé- laginu mikil stoð og stytta í fram- tíðinni. Nú urðum við að sleppa Guð- mundi lausum, hann þurfti að fara á leikæfingu og var orðinn of seinn. Því auk framkvæmdastjóra- starfans er hann einn helzti leik- ari LR eins og öllum er kunnugt og gegnir ennfremur gjaldkera- embætti í stjórn félagsins. For- maður stjórnarinnar er Þorsteinn Ö. Stephensen en ritari. Helgi Skúlason. í húsbygginganefnd eiga sæti Þorsteinn og Brynjólfur Jóhannesson og Björn Thors, og Leikfélagið hefur ekki fleiri nefnd ir á sínum snæru^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.