Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 12
12 TfMINN, fimmtudagmn 18. maí 1981. RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON METAREGN I SUNDHÖLLINNI - Stórglæsilegt Norðurlandamet Karin Grubb í 100 m. skriðsundi og f jögur Islandsmet voru sett í gærkvöldi Það var sannkallað metaregn á sundmeistaramóti Reykja- víkur í Sundhöllinni í gærkvöldi. Hin 15 ára gamla Karin Grubb setti stórglæsilegt Norðurlandamet í 100 m skrið- sundi kvenna, synti á 1:03,6 mín. Guðmundur Gíslason setti bezta met íslendings í 200 m skriðsundi, Ágústa Þorsteins- dóttir bezta met íslenzkrar sundkonu í 100 m skriðsundi, og auk þess íslandsmet í 50 m skriðsundi, og Eina.r Krist- insson setti íslandsmet í 100 m bringuundi og sigraði Sví- ann Roland Sjöberg. Fyrsta greinin á meistaramót- inu í gærkvöldi var 200 m skrið- sund karla, og það var sannar- lega forsmekkur að því, sem á eftir átti að koma. Guðmundur Gíslason, ÍR, sigraði með yfirburð um í sundinu, og synti frábærlega vel. Tími hans var 2:08,6 mín. — og er það bezta íslenzka metið í sundi. Guðmundur átti sjálfur eldra metið 2:10,5 mín. í 100 m bringusundi karla kepptu í sama riðli Sjöberg, Ein- ar, Hörður Finnsson, og Sigurður Sigurðsson, Akranesi, og var hörkukeppni milli þeirra. Einar var þó öruggur sigurvegari og bætti met sitt talsvert, synti á 1:14,1 mín. — en eldra metið var 1:14,6 mín. og átti Einar það met ásamt Þorgeiri Ólafssyni. Roland Sjöberg varð annar í sundinu á 1:14,6 mín., sem er hans lang- bezti tími. Hörður synti á 1:15,4 og Sigurður á 1:16,7 mín. Bezta keppnisgrein kvöldsins var 100 m skriðsundið, en þar kepptu Grubb og Ágústa. Grubb, sem er 15 ára, synti stórglæsi- lega. Hún var þó nokku'ö á eftir Ágústu í viffbragðinu, en vann þann mun vel upp í snúningnum, og eftir 50 m var hún komin að- eins á undan. Keppní þeirra var þó mjög skemmtileg — en sú sænska var lengd sinni á undan í mark. Tíminn á Grubb var 1:03,6 mín. — hálfri sekúndu betra en eldra Norðurlandamet- ið, sem hún átti sjálf. Ágústa synti á 1:05,4 mín. — 1/10 betra en fslandsmetið, sem hún setti í fyrrakvöld. Bezta sundhöllin Báðar sundkonurnar voru mjög ánægðar eftir sundið. Karin Grubb sagði, að sundhöllin hér „væri sú bezta í heimi" og þegar Ágústa frétti tíma sinn, var hún alveg hissa. „Það getur ekki ver- ið" sagði hún, „ég, sem fór alveg upp á bakkann í þriðja snúningn um" — og það var áreiðanlegt, að þar missti Ágústa hátt í hálfa sekúndu. Og þær stöllurnar létu ekki þar viö sitja. í 50 m. skrið'simui nokkru á eftir synti Karin á 28,9 sek. — bezti tfml sænskrar sundkonu, en sænsk met eru ekki skráð á þeirri vcgalcngd. Ágústa synti á 29,3 sek. — sem er nýtt fslandsmet, 1/10 úr sek. betra en eldra met hennar. Þeir Hörður Finnsson og Einar Kristinsson sigruðu Sjöberg í 50 m. bringusundi. Hörður var sjónarmun á undan Einari 'en tími þeirra sá sami, 34,0 sek. — aðeins lakara en íslandsmetið. — Sjöberg synti á 34,2 sek. og Guð mundur Gíslason á 34,4 sek. — mjög skemmtilegt sund. Þessari heimsókn sænska sundfólksins er nú lokið, en hún hefur sannarlega verið viðburð arrík, og óvenju glæsilegur ár- angur náðst í Sundhöllinni. — Norðurlandametið ber þar hæst, en íslenzku metin sex láta held ur" ekki að sér hæða. Fram- kvæmdanefnd mótsins á miklar þakkir skiliö fyrir ánægjulegt sundmeistaramót. A sundmeistaramóti Reykja- víkur setti Guðmundur Gísla- son, ÍR, nýtt íslansdmet í 100 m. baksundi, synti vegalendina á 1:07.4 niín., sem er ágætur árangur. Guðmundur átti sjálf- ur eldra metið og var það 1:08.1 mín. — Þetta var þriðja sundið, sem Guðmundur keppti í um kvöldið, Hann hafði áður sigrað í 100 m. og 400 m. skrið- sundi á ágætum tíma. Hann virðist nú í mjög góðri æfingu, og er að ná sér verulega á strik aftur eftir nokkra lægð undan- farna mánuði. Hugleiöin: Með þessari grein vil ég koma að leiðréttingu á frétt, sem var hér í blaðinu, og skýra frá keppninni um leið. í tímanum 9. þ. m. er sagt, að Ármann J. hafi unnið Grettis- beltið í sjöunda sinn í röð, en' 'á að vera ÁTTUNDA; en alls hefur hann unnið beltið níu landsglímuna 1961 smnum. í sömu grein er þess getið, að mótið hafi ekki verið rismikið og áhorfendur mjög fáir, og er þetta rétt. En því miður má bæta við, að á margt annað skorti. T. d. mættu starfsmenn illa, og gögn til keppninnar komu eftir að keppni hófst, og stafaði þetta af slæmum undirbúningi og ónógri auglýsingu. Svo má og geta þess, lað glímudeild Glímufélagsins Ár- R-I-D-G-E Eftir aðra umferð í Firma- keppni Bridgesambands ís- lands, er Trygging h.f. í fyrsta sæti með 225 stig, spilari Ingi björg Halldórsdóttir í öðru sæti Fálkinn h.f. með 216 stig, spilari Aðalheiður Magnús- dóttir og í þriðja sæti Rekord með 214 stig, spilari Hallur Símonarson. Stig 20 efstu fyrirtækjanna fara hér á eftir. Trygging h.f. 225 Fálkinn h.f. 216 Rekord 214 Sparisj. Reykjavíkur og ngr. 213 Ora h.f. 213 Silli og Valdi, verzlun 209 Kr. Kristjánsson h.f. 209 Ölg. Egill Skallagrímsson h.f. 209 S. Árnason og Co. 207 Útvegsbanki íslands 206 Prjónastofan Malín 204 Efnagerðin Valur 204 Flugfélag íslands 204 Leiftur h.f. 204 Kr. Þorvaldsson og Co. 203 Akur h.f. 203 Almennar Tryggingar h.f. 203 Álafoss h.f. klæðaverksm. 202 Árni Jónsson, heildverzlun 202 Búnaðarbanki fslands 201 Síðasta umferðin verður spiluS í kvöld, fimmtudag. manns sá um mótið. Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi var glímustjóri, og hefur honum oft farizt vel að vera það, þótt ekki sé hægt aS segja það sama, þegar hann hefur verið glímudómari. Yfirdómari var nú Ingimudur Guðmundsson og með honum Þor- steinn Kristjánsson og Hjörtur Elíasson. Það kom fram, sem áður hefur sézt, að andlegir hæfileikar sumra dómaranna geta komið fram við vissa keppendur, og mætti nú ætla ,að tímabært væri af aðil- um glímunnar og keppninnar sem íþróttar að gera andlega hreinsun gagnvart slikum dómum. Að lokinni keppni afhenti for- seti Í.S.Í., Ben. G. Waage, verð- laun. Hann sæmdi og Kjartan Bergmann glímukennara þjón- ustumerki Í.S.Í. fyrir störf hans, í tilefni þess, að hann varð fyrir skömmu fimmtíu ára. Þó áhorfendur og keppendur væru fáir, var mótið skemmti- legt og flestar glímurnar með á- gætum. Tólf keppendur voru skráð ir, en sex mættu til keppni. Flest ir þeirra, sem ekki mættu, boð- uðu gild forföll. Úrslit urðu þau, að Ármann J. Lárusson sigraði með fimm vinn- ingum. Annar varð Kristján Heim ir Lárusson með fjóra vinninga. Þrír næstir urðu jafnir með tvo vinninga hver, þeir Svein. Guð- mundsson, Trausti Ólafsson og Hannes Þorkelsso'n. í úrslita- keppni sigraði Sveinn báða, og varð þriðji. Ármann J. Lárusson sigraði á fjölhæfan máta og felldi þessa fimm keppinauta sína á jafnmörg um brögðum og þeir voru. Úr- slitabrögð hans voru fimm: vinstri fótar sniðglíma á lofti, — hæl- krókur hægri á vinstri, — utan- fótarkrókur hægri á vinstri, — mjaðmarhnykkur með hægri, — og ' vinstrifótar klofbragð. i j Kristján Heimir hafði fjóra vinninga og vann á fjórum brögð- um. Úrslitabrögð hans voru fjög- ur: vinstrifótar klofbragð með ut- anfótar hægri á vinstri, — innan- fótar hælkrókur, — vinstrifótar klofbragð, — og hæikrókur hægri á hægri. Sveinn Guðmundsson hafði tvo vinninga í aðalkeppninni og tvo í úrslitum, og sigraði á tveimur brögðum, en þau voru: hægri fót ar klofbragð og vinstrifótar snið- glíma á lofti. Trausti Ólafsson hafði tyo vinn inga í aðalkeppninni og einn í úrslitum, og sigraði á tveimur brögðum. Þau voru: vinstri fót- ar klofbragð, og vinstri fótar hné hnykkur. / Hannes Þorkelsson hafði tvo vinninga og sigraði á einu og sama bragði í bæði sinn, en þau voru: vinstri fótar klofbragð meði utanfótar krók hægri á vinstri. ! Alir þessir menn glímdu að mínu áliti veL Sjötti keppandinn, Hreinn Bjarnason, er lítt reyndur í kapp glímu og mátti sín ekki mikið, i enda var þarna við sérstaka úr-: valsmenn að eiga. En hann stóð vel og lýtalaust að sínum glím- um, þótt engan fengi hann vinn inginn. En eitt er víst, að það hefur skeð að einn maður segði við ann an: „Geturðu sagt mér hvað ég sá?" „Nei, ég sá það ekki," hefur þá hinn svarað. — Það er gerð. krafa til keppenda, og keppend-| ur í hverri íþrótt sem er, verða að leggja mikið á sig til að vera keppnishæfir og fórna mörgum stundum í æfingaskyni. En þess á milli er ekki krafizt, að dóm- arar æfi meira störf sín en að dæma eina til fjórar — að engri — glímu á ári; og samtímis missa þeir viðbragðs- og eftirtökuflýti, og sjón, ef þeir eru þá ekki sjón- ar- og heyrnarsljóir fyrir. — Þeim þykir og sárt, vegna fornrar frægðar, áð vera me^ð gleraugu á dómaraandlitinu, én það er misskilningur, enda myndu þau hylja svipinn. Þ.V.E. Frá Nemendasam- bandi Kvenna- skólans Nemendasamband Kvennaskól- ans í Reykjavík hélt aðalfund sinn 13. marz s. 1. í Tjarnarkaffi. Stjórnin var endurkosin, en hana skipa: Ásta Björnsdóttir formaður. Regína Birkis varaformaður, Guð- rún Þorvaldsdóttir gjaldkeri, Mar- grét Sveinsdóttir ritari og Sigríð- ur Rögnvaldsdóttir meðstjórnandi. Samþykkt var að halda bazar næst komandi haust. Vonar fé- lagið, að sem flestir fyrrverandi nemendur sendi muni á bazarinn. Forstöðu kona kvfcnnaskólans, frú Guðrún P. Helgadóttir, flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um stofnun kvennaskólans og stofnendur hans, þau hjónin frú Þóru og Pál Melsted. Nú hefur verið ákveðið að halda skemmtifund miðvikudaginn 24. maí kl. 7,30 e. h. i Þjóðleikhús- kjallaranum. Til skemmtunar verð ur einsöngur: Kristinn Hallsson óperusöngvari með undirleik Fr. Weisshappel og listdans: Bryndís Schram. Spilað verður bingó. Góð verðlaun verða veitt. Fluttar verða gamlar skólaminningar.— Að- göngumiðar verða afhentir í Kvennaskólanum, þriðjudaginn 23. maí kl. 5—7 e.h. Stjórn Nemendasambandsins vill eindregið hvetja eldri og yngri ár- ganga skólans að fjölmenna á fundinn, til að endurnýja kynni skólaáranna og efla veg sambands- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.