Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 2
m TfM^N-N^fímmtudaginn 18. maM96jjj Setjast herforingjarnir í ráðherrastóla S-Kóreu? NB—Seoul, 17. maí. Sí'öan byltingarráð nokkurra hers- höfðingja undir forystu Dos Yongs Changs, herráðsfor- ingja, sem var náinn sam- starfsmaður Syngmans Rhsss fyrrverandi einræðisherra í S. Kóreu, hrifsaði völdin í sínar hendur og steypti af stóli hinni löglegu stjórn dr. Johns Myuns Changs forsætisráð- herra, hefur herforingjaklíkan gert allt, sem í hennar valdi sfendur til þess að styrkja að- stöðu sína í landinu. Ástand er þó enn mjög óljóst í Suður-Kóreu, og ekki á hreinu, hverjir fara með völdm né hvort mynduð verði ný stjórn undir for ystu Dos Yongs Changs. Almenn- ingur í landinu virðist ekki al- memit styðja herforingjaklíkuna, og eru uppreisnarmenn nú mjög uggandi um hag sinn ,og loft allt lævi blandið í Suður-Kóreu. Ráðherrar teknir höndum Fyrri »;art dags í dag voru sex rðherrar úr ráðuneyti dr. Changs, forsætisráðherra, teknir höndum, en sjálfur fer forsætisráðherrann enn hundu höfði. Þessir sex ráð- herrar, sem hermenn herforingja klíkunnar handtóku, höfðu verið þvingaðir til þess að sækja fund í þinghúsinu í Seoul, en jafnskjótt og þeir birtust þar, voru þeir handteknir. Reyndust því fyrri loforð herforingjaráðsins um, að þeir myndu ekki teknir höndum, ef þeir gæfu sig fram til við- ræðna, svikin ein. Dr. Chang lét ekki blekkjast, en herráðið held- ur áfram að útvarpa áskorunum til hans um að gefa sig fram. Hinir sex ráðherrar sem voru handteknir eru: innanríkisráðherr i ann, samgöngumálaráðherrann, flutningamálaráðherrann, mennta- málaráðherrann og varnarmálaráð herrann. Byltingarstjórn Samkvæmt stjórnlögum Suður- Kóreu getur forsætisráðherra einn slitig þrnginu og sent þingmenn heim, þess vegna er byltingarráð- inu mikið í mun að ná forsætis- ráðherranum á sitt vald, því að þá gæti Kim Do Yun, forseti S- Kóreu, útnefnt nýjan forsætisráð- herra í stað dr. Changs og veitt stjóm byltingarráðsins brautar- gengi, en allt virðist benda til þess, að herforingjaklíkan viður- kenni Yun sem forseta landsins. Byltingarráðið hefur þegar skip að 12 háttsetta herforingja í ráðu neytisstjórastöður og sem deildar stjóra, til viðbótar þeim, sem áður höfðu verið settir svipaðar stöð- ur. Virðist því allt benda til þess, að þessir nienn eigi að v/í stofn inn í nýrri stjórn herforingjaklik unnar, svo framarlega sem hún fær ekki stuðning pólitskra leið- tbga í landinu. En ekki hefur enn þá verið skipað í þær sex ráð- Ferð á Snæfellsjökul Ferð um Snæfellsnes og á Snæ- fellsjökul verður farin um hvíta- sunnuna á vegum Ferðaklúbbs F.U.F. Eins og áður hefur fram komið mun farið frá Reykjavík eftir hádegi á laugar'dag og komið í bæinn aftur á mánudagskröld. Bæði sunnudags- og mánudags- nætur verður gist í Ólafsvík én gengið á Snæfellsjökul á sunnu- dag, hvítasunnudag. Einnig vei-ð- ur ferðazt um Nesið og skoðaðir merkustu staðir þar. Nú þegar er þátttaka orðin mikil og ættu menn því ekki að draga að panta miða í síma 12942 í Framsóknarhúsinu kl. 5—7 eftir hádegi. Þátttaka er öllum heimil. Farmiðar kosta að- eins kr. 390,00 og eru þrjár mál- tíðir innifaldar í verðinu. herrastöður, sem nú hafa losnað, og er sagt, að því valdi m.a. af- staða Bandaríkjamanna til ur>~- reisnarinnar, skortur á stuðningi hinna almennu borgara og síðast en ekki sízt sundurlyndi meðal herforingjanna sjálfra. Óánægja fólksins Á meðan örlög herforingjanna í Suður-Kóreu virðast þannig mjög tvíræð, fara menn í engar grafgötur með það, að óánægja fólksins í landinu fer stöðugt vax andi, svo að ómögulegt er að segja um, hvenær sjóði upp úr. Verð- lag hefur allt hækkað í landinu og skortur er á nauðsynjum, og mikil ólga er í fólki vegna þeirr- ar ákvörðunar herfgringjaráðsins ag loka einkginnistæðum manna í bönkum. Allar helztu flutninga leiðir eru stöðvaðar, og matvæla- skortur er farinn að gera vart við sig. Nýr stuðningur f gærkveldi tilkynnti útvarps- stöð uppreisnarmanna í Seoul, a'ð byltingarráðinu hefði borizt orðsending frá Han Lim Lee, yfirhershöfðimgja hersins í Suð ur-Kóreu, þess efnis, að hann styddi uppreisnarmenn í land- inu. Áður hafði verig tilkynrit, afS her Suður-Kóreu, sem er einn fjölmennasti her í heimi, myndi verða hlutlaus gagnvart atburð- um þeim, sem skeðu í landinu. Byrjað að ýta snjó af veginum á Fjarðarheiði Seyðisfirði 17. maí. — í gær var byrjað að ryðja snjón um af Fjarðarheiði, og verð- ur hún vonandi orðin fær undir mánaðamótin, enda mál til komið. Fjarðarheiði er ó- fær og vegurinn undir vetrar- fargi lengst fram á sumar allra austfirzkra f jallvega. Eru þar enn engar ferðir yfir nema með snjóbíl, sem vissu- lega er enn í fullkominni notk un, enda þótt nú um hríð hafi verið sumarhiti og sólskin dag hvern. Aðalf. Sláturfélags Suðurlands Fulltrúafundur fyrir allar félagsdeildir Sláturfélags Suð- urlands var haldinn í Reykja- vík á mánudaginn. Fundinn sóttu 66 af 71 kjörnum full- trúum frá 42 deildum af fé- lagssvæðinu, en það nær aust- an frá Skeiðarársandi að Hvítá f Borgarfirði. Aðalfundur félagsins var síðan haldinn á þriðjudaginn. Fundar- stjóri var kjörinn Þorsteinn Sig- urðsson, formaður Búnaðarfélags fslands, og fundirritari Páll Björg vinsson, bóndi á Efra-Hvoli. Foi'- stjóri félagsins, Jón H. Bergs, flutti skýrslu um helztu þætti fé- lagsstarfseminnar á liðnu ári. . í fyrra haust var slátrað í 7 sláturhúsum félagsins nærri 122 þúsund fjár, sem er nokkru minna en árið 1959. Má rekja orsakir þess til góðs árferðis í fyrra og mikillar heyöflunar sumarið 1960. Meðalþungi dilka í sláturhúsun- um var um Vz kg hærra en árið 1959. Auk sauðfjárslátrunar var mikil stórgripaslátrun í sláturhús- um félagsins', og hefur svínaslátr- un aldrei verið meiri en í fyrra. Veruleg söluaukning varð í fyrra hjá pylsugerð og niðursuðu verksmiðju S.S Heildarvörusala allra starfs- greina félagsins var á árinu 1960 um 130 milljónir króna og hafði aukizt um 12 milljónir frá árinu 1959. Á aðalfundi áttu að ganga úr stjórn Ellert Eggertsson, bóndi á Meðalfelli og Sigurður Tómasson, bóndi á Barkarstöðum, og voru þeir endurkjörnir. Félagsstjórn- ina skipa: Pétur Ottesen, fyrrver- andi alþingismaður, formaður, Ell ert Eggertsson á Meðalfelli, Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum, Engir kafbátar (Framhald af 1. síðu). lausu lofti gripið, að slíkt værii^tar, sem voru með 59—60 faðma i rá'mim. iiiiMn í;;;;:oí einnig, aðjnætur nágu ekki að kasta að gagni. Þeir voru því að reyna að Sigurður Tómasson á Barkarstöð- um og Siggeir Lárusson á Kirkju- bæjarklaustri. ÍVIikfl síld (FramhrJd af 3. nðu) Höfrungur II með 5—600. Var talið, að ekki væri enn útséð með afla dagsins, því reynsla síðustu daga hefði sýnt, að mesti aflinn )SÍ6\ náðst síðla kvölds, en það var vitanlega komið undir duttl- ungum síldarinnar sjálfrar. Veðrið var indælt, logn og nokkur þoka, en þó ekki til tafa. Það sem einna mest háði veið- um í gær, var það, að síldin var aðeins á 20 faðma dýpi, svo þeir ekki kæmi til mála, að neins kon ar njósnaflug yrðu stunduð frá Keflavíkurflugvelli og ekki yrðu kafbátar hér við land búnir Polaris-eldflaugum. Flotaforinginn var spurður, hvað hann ætlaði að gerast myndi, ef fsland væri hlutlaust og styrj- öld skylli á. Hann svaraði því til, að hann vonaði, að friður héld- ist í heiminum. En kæmi til styrj aldar, kvaðst hann ekki hafa trú á því, að landinu reyndist unnt að vera hlutlaust, og minnti í því Ullarverksmiðjan' sambandi á það, sem gerðist 1941. Framtíðin, sem er eign S.S., starf; í för sinni hingað til lands, aði líkt og áður, aðallega að fram-: sagðist flotaforinginn hafa átt við leiðslu prjónavara, og bandfram-j ræður við forseta landsins; Guð- leiðsla til gólfteppa hefur'aukizt. mund í. Guðmundsson, utanríkis- Félagið á 8 sölubúðir í Reykja- ráðherra og Bjarna Benediktsson vík og 1 á Akranesi. ' dómsmálaráðherra. Skröksaga (Framhald ai 1. síðu). urinn hélt sínu máli fast fram og taldi útilokað að sér hefði missýnzt. Lögreglan fékk þá froskmann á staðinn. Kaf- aði hann og leitaði lengi án árangurs. Ætlaði að hræða manninn Þegar ekkert fannst, þrátt fyrir mikla leit, þótti Íögreglumönnum einsýnt, að hér væri ekki allt með felldu. Drengurinn var síðan tekinn til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni, og hélt hann í fyrstu fast við sögu sína, en þar kom, að hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt. Sagðist hann hafa ætlað að narra mann þann, sem hann í fyrstu sagði söguna um slysið. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við höfnina á meðan froskmaðurinn leitaði þar og má heita, að vinna hafi legið niðri hjá hafnarverkamönn- um- á aðra klukkustund. Fjöldi lögreglumanna var og á staðnum, og má því telja víst, að skrök- saga drengsins hafi kostað drjúgan skilding, auk þess að valda mönnum miklum áhyggjum. snurpa hana og hálfsnurpa, en það mun ekki vænleg veiðiaðferð. Rússneskir letingjar (Framhald af 16. síðu). annast uppeldi þeirra. Karlmennirnir, Alexander Snork in og Peter Tsarev, voru báðir kærðir fyrir iðjuleysi. Snorkih hafði starfað á fimm stöðum á tveimur árum, en hvergi tollað, og síðustu tvo mánuði hafði hann alls ekkert starfað. Hann lifði á ellilaunum gamallar móður sinnar, og kona hans hafði farið frá hon- um vegna óreglu hans og drykkju- skapar. Tsarev ¦ kvaðst vera óvinnufær, en læknar höfðu hvað eftir annað lýst hann fullfæran til vinnu. Hann á sjálfur hús, en vitnin sögðu, að hann hefði ekki annað fyrir stafni en drekka vodka og berja konu sína. Þess er getið, að hann hafi hagað sér ruddalega fyrir réttinum og enga iðrun látið í Ijós. Rússnesk blöð geta þess, að á- heyreridur hafi verði hneykslaðir á ósvífinni framkomu sökudólg- anna bg segja, að þessir dómar hafi verið réttlátir. Þeir ættu að verða lærdómsríkir fyrir þá, sem ástunda vinnusvik, segja blöðin. Norskur styrkur (Fraimhald af 16. síðu). fræði, dýra-, grasa og jarðfræði Noregs, kynna sér norskt atvÍQnu líf o.s.frv. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sendi umsóknir til menntamálaráðu- neytisins fyrir 15. júní næstkom- a.ndi, ásamt afriti af prófskírtein- um og meðmælum, ef til eru. Um sóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu og hjá sendiráðum fslands erlendis. Fundur K og K (Framhald af 3. síðu). ríkisleiðtoga vestrænna stórvelda verði haldinn strax að afloknum fundinum í Vínarborg. Ráðgert er, að forystumenn Frakka, Breta og Bandaríkjamanna taki þátt í þessum fundi, sem yrði þá haldinn annað hvort í London eða París. Þá segir og, að vel geti svo farið, ag Konrad Adenauer, kanzl ara Vestur-Þýzkalands, verði boð ið að taka þátt í þessum funda- höldum, þar sem hlutverk þessa fundar verði að kryfja til mergj ar niðurstöður þær, sem fengust á fundi þeirra Krustjoffs og Kennedys í Vín. Um þennan fund hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin, en sagt er, að hann verði haldinn, ef viðræður þeirra Kennedys og Krustjoffs gefi tilefni til hans. Bæjarkeppni í kvöld, fimmtudag kl. 8,30, keppa á Melavelli úrvalslið REYKJAVÍK - AKRANES Dómari: Haukur Óskarsson Línuverðri: Baldur Þórðarson og Einar Hjartarson Verð: Stúka kr. 35,00, sæti kr. 25,00, stæði kr. 20,00, börn kr. 5,00. ^•-^••^ ^,*'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.