Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 6
6 r^t DAN ARM I NN ING: Halldór Helgason skáld á Ásbjarnarstöðum „Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga." Mér dettur jafnan í hug þetta kvœði, þegar mér verður hugsað til Borgarfjarðar. En þessar línur eru ekki fyrst og fremst óður til Borðarfjarðarhéraðs, heldur' nokk- ur kveðjuorð í minningu góðs vin- ar og velgjörðamanns, Halldórs Helgasonar, skálds og bónda á Ás- bjarnarstöðum, sem lézt þar þann 7. þ.m. á 87. aldursári. Hann var fæddur þann 19. september 1874 að Ásbjatnarstöðum í Stafholts- tungum og hefur ætt hans búið þar hátt á aðra öld, að ég held. Halldó var mjög þekktur um allan Borgarfjörð og víðar fyrir skáldskap sirm, en um þann þátt í lífi hans brestur mig þekkingu til að skrifa, það gera aðrir mér færari. Aftur á móti eru þetta að- eins kveðjuorð til vinar, sem ég hef dáð og virt alla mína ævi. Fyrstu kynni mín af Halldóri voru þau, er ég kom f jögurra ára að aldri til Asbjamarstaða áiíð 1922, en Halldór var kvæntur raóðursystur minni, Vigdísi Jóns- dóttur frá Fljótstungu, en þau tóku strax á móti mér sem væri ég þeirra sonur. Eftir þetta var ég þar í 9 sumur og tvo vetur að auki, því að ég fékkst ekki til að fara úr sveitinni, og vitnar það út af fyrir sig bezt um viðmót þeirra hjóna við imig. Halldór var bráðgreindur og fróður mjög um sögu lands og þjóðar, ekki hvað sízt um allt er við kom Borgaríirði, sem hann unni heitt. Þau hjón, Halldór og Vigdís áttu tvær dætur, Valdísi, sem gift er séra Gunnari Benediktssyni rit- höfundi og Guðrúnu, gift Kristjáni Guðmundssyni bónda á Ásbjarnar, stöðum. Þau Guðrún og Kristján og Vigdís dóttir þeirra önnuðust Halldór í ellinni af stakri alúð og umhyggju. Mest kom það í hlut Guðrúnar dóttur hans, en það gerði hún af slíkri varfærni, að aðdáunarvert var. Oft hafði hann orð á því við mig, hve mikið hann 75 ára í dag: Jakob Thorgrensen skáld ætti Guðrúnu dóttur sinni að þakka fyrir alla umhyggju hennar. Þá var honum og jafnan mikiji tjl- hlökkun að því, þegar Gunnar tengdasonur hans og Valdís komu í heimsókn, en börn þeirra fajóna hafa verið þar í mörg sumur. Halldór var mikið snyrtimenni í öllum búskap sínum og bjó góðu búi, var gætinn og ráðdeildarsam- ur, og mjög vinsæll af sveitung- um sínum og öllum, sem til hans þekktu. Það var alla tíð mikil vinátta (Framhald á 7. síðu). T:ÍMINN, fimmtudaginn 18. maí 19ffi MINNING: Hólmfríður Jónsdóttir, Dvergasteini, Húsavík Hinn 20. apríl s.l. var til mold- ar borin í Húsavík Hólmfríðurl Jónsdóttir í Dvergasteini. Hún var fædd að Grenjaðarstað j 8. nóv. 1884, en dó 10. apríl s.1.1 og hefði hún því orðið 77 ára á þessu ári. Hún fluttist til Húsavíkur 1904, giftist Benedikt Jóhannssyni 30. maí 1908 og eignuðust þau eina dóttur, Kristjönu. . Þau bjuggu á ýmsum stöðum á Húsavík þar til þau fluttu i Dvergasteini, er Kristjana dóttir | þeirra giftist Sören Einarssyni ogi bjuggu þau þar síðan til dánardæg J urs í sambýli við dóttur sína og tengdason. Benedikt andaðist 28. | júlí 1949. Ekki er ég svo kunnugur ættj Hólmfríðar, að ég geti rakið hana, en föðurætt hennar mun vera úr Mývatnssveit og móðurættin úr Reykjadal, enda skiptir hún ekki| máli í þessu sambandi; hitt er| meira um vert, hvernig fólk reyn- ist þeim, bæði skyldum og óskyld- um, sem það á samleið með á lífs- brautinni. En ég held að Hólm- fríður hafi verið góður samferða- maður. Eftir að ég fluttist til Húsavíkur haustið 1943, kynntist ég Hólm- fríði nokkuð enda átti ég um skeið heima í sama húsi. Það leyndi sér, ekki, að hún var mjög prúð í öllu j húsið, reyndist hún þeim eins og dagfari og glaðlynd. Þegar börn • bezta amma. Og þó við flyttum i mín komu til og foru að rölta um I (Framhald á 7. síðu). Tilefnis þarf ekki að leita þótt tækifærið sé gripið á þessum heið- ursdegi skáldsins Jakobs Thorar- ensen, til þess að flytja honum þakkir, með fátæklegum hætti þó, fyrir þær gjafir, er hann hefur gefið alþjóð með kvæðum sínum og sögum. Það er um það bil hálf öld síðan að hann kvaddi sér fyrst hljóðs. Æ síðan hefur hann leikið einleik sinn í bókmenntum okkar oieð sín um stöku og sérstæðu einkennum, sem aldrei hafa villt á sér heim- ildir. Kvæði Jakobs eru hrjúfmeitluð, dagsönn, heiðsvöl og tigin, römm af safa aldanna. Þau fela í sér yl manndóms og brigðalausrar karl- mennsku er kaldglettni þeirra f ær | ekki dulið. Eg nefni hér nokkur af kvæðum hans og þó af handahófi: í hákarlalegum, Guðrún Ósvífurs- dóttir, Ásdís á Bjargi, Dagur, Skuldheimtumaðurinn, Vetrarvísa, Kveiktu ljósið, Við þökkum, Undir haust, Til samferðamanna. Þessi kvæði eru hvert öðru merkara, hvert og eitt þeirra er talandi tákn þess andlega atgervis er ís- lenzkast má kalla í sál þeirrar kynslóðar er lifað hefur þau alda- skil, er gagngerðust hafa orðið í sögu lands obkar, frá miðaldalegri einangrun og skorti, í alþjóða- hringiðu og stundarlega velsæld dagsins í dag, — með persónuleg- um einkennum um orðfæri, háttu og lífsviðhorf þess skáids, er séð hefur tvenna heimana í íselnzkri þjóðarsögu. Ekki á þetta síður við um sögur Jakobs. Þar er að finna sömu ein- kennin og í kvæðum hans. Ekki er hann sleppifengur í atburðarás sagnanna, og næsta hnitmiðuð eru tilsvör og viðbrögð mann- skepnunnar, sem skákað er fram á taflborðið hverju sinni, saman- ber t.d. sögurnar: Helfró, Bréfi svarað, Aflandsvindur og For- boðnu eplin. Raunsannari, brellu- lausari og háíslenzkari sögur ortar á okkar tungu í dag, eru fáséðar. Jakob Thorarensen er fulltrúi' hinna fornu dyggða í öllu viðhorfi til sögugerðar og kvæðisefna. Stíll hans og tungutak er allt af þeim toga spunnið, er Egill og Snorri hófu til vegs. Marga unnendur og vildarvini hafa verk hans eignast. — Þakka vil ég margvíslega nautn af lesfcri kvæða hans og sagna, nautn, er hefur dýpkað og glöggv- azt við persónuleg kynni og vin- áttu í hartnær aldarfjórðung. Að lokum örfá orð frá skáldinu sjálfu. Hér er upphafserindi kvæð- isins, Til samferðamanna, síðasta kvæðið í síðustu bók skáldsins: „Samferðamenn, nú sést hvert vörður benda, sígur að aftni, húmi slær á fjöll, fákarnir slæptir, ferð vor senn á enda, fýkur í slóð, unz hverfa sporin öll, oss mun því bezt að láta hér við lenda, leita nú skjóls í blárra drauma höU." Þótt nú sé farið að halla undan fæti, og ferðalok nálgist, er um ekkert að fást. Góð var samfylgdin okkur hinum og varir vonandi enn um stund. En hversu sem um það fer, má fullvíst telja, að niðjar okkar munu um langt skeið njóta sam- fylgdar skáldsins Jakobs Thorar- ensen um sögusvið og Ijóðalendur íslenzkra bókmennta. Indriði Indriðason. 13 ára drengur óskar eftir vinnu í sveit. Vanur sveitastörfum. Uppl. í síma 32602. Bifreiðasaian Frakkastíg 6 Símar 19092 — 18966 og 19168 Höfum ávallt á boð- stólum mikið úrval hvers konar bifreiða. Kynnið yður verðlistana hjá okkuráður en þér kaupið bifreið. Heimilishjálp Tek gardínur og dúka í strekkingu. Upplýsingar í síma 17045. Einbýlishús til leigu, með nokkru af húsgögnum, síma og þvotta vél. Upplýsingar í síma: 24579. ÞAKKARAVÖRP Innilegar þakkir færi ég öllum vinum mínum, sem glöddu mig á 80 ára afmælinu, með héimsóknum, gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur 511. Jónína BöSvarsdóttir, Múlakoti. Eg þakka hjartanlega öllum vinum og vanda- mönnum, er glöddu mig á 70 ára afmæli mínu, 3. maí, s. 1., með gjöfum, skeytum og kveðjum. Sigrún Jóhannesdóttir Surtsstöðum Innllega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúo' og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar, Sigurjóns. \ Ólöf Haraldsdóttir, Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.