Tíminn - 27.06.1961, Blaðsíða 3
>1901.
H
Hvít jörð
af hagléli
Einkennilegi skýfall á litlu svæði I Dölum
Um miðjan dag í fyrradag en steypiregn tók af snjóinn
igerði stórfellt haglél og síðan aftur.
I úrhellisrigningu um innan- . ,, ........ , ,,
, , , Þetta er mjog ovenjulegt á þess-
j verða Fellsstrond og a nokkr- um ^rstíma. Mestallan daginn var
um bæjum í Hvammssveit í heiðskírt veður, og voru þessi
Dölum, og varð jörðin hálf- veðrabrigði næsta einkennileg.
hvít í rót örstutta stund, áður Pk,i',Var VÍtað Um ndnn Skaða af
' haglelinu.
Á verkfallsverði:
Orðaskak við vöru-
geymslur Sindra
VerkfallsverSir standa í hóp umhverfis Guðmund J. og ráðgast um áframhaldandi vakt á vörugeymslum Slndra
I Borgartúni. Til vinstri á myndinni sést vörubíllinn, sem verfallsveröir hafa lagt fyrlr hliðiS til þess að hindra
útakstur. (Ljósm. Tíminn.)
„reyna sjálfsagt í nótt"
Nú hefst enn á ný orðaskak
milli Sindramanna og Guðmund-
ar J., en Einar í Sindra lætur ekki
sjá sig. Eftir nokkurt þóf snúa
verkfallsverðir á brott, en skilj'a
i eftir nokkra varðmenn, ef gerð
verður önnur tilraun til þess að
koma bílnum út. Vörubfllinn er
kyrr við hliðið og lokar allri um-
ferð þar um. „Þeir reyna sjálf-
sagt í nótt“, segir einn varðanna.
Guðmundur J. jánkar því og seg-
ir að bezt yrði að hafa gát á staðn
um.
Hópurinn dreifist, en eftir
standa nokkrir verkagaliaklæddir
og fá sér í nefið.
í gær reyndi Sindri ennþá
einu sinni verkfallsbrot. í vöru
geymslum fyrirtækisins við
Borgartún var vörubíll hlað-
inn járni, sem átti að senda
út á land. Verkfallsverðir
komu á vettvang og hindruðu
flutninginn með því að leggja
vörubíl fyrir hlið vörugeymsl-
anna.
í gærkvöldi laust fyrir klukkan
sex berst verkfallsvörðum í Al-
þýðuhúsinu njósn af því, að í
vörugeymslum Sindra við Borg-
artún sé verið að ferma vörubíl
með járai. Bregða verkfallsverðir
við skjótt, og er þeir koma á vett
vang, er vörubíllinn í þann veg-
inn að leggja af stað.
Bíllinn skal út
Guðmundur J. er fyrir verk-
fallsvörðum, sem hafa stóran
Scania-Vabis vörubil með í ferð-
um. Lætur Guðmundur leggja hon
um fyrir hliðið, svo hinn bíllinn
kemst ekki út.
Bílstjórinn á verkfallsbrotsbíln
um hleypur inn í geymslurnar og
felur sig, en milli Sindramanna
og Guðmundar J. hefst orðaskak.
Lýkur svo, að Sindramenn aka
bílnum aftur inn í geymslurnar,
en hafa á orði, að bíllinn skuli
út, þótt seinna verði.
„Ég er í Hlíf"
Sindri á geylnslusvæði beggja
vegna Borgartúns og er brotajáras
geymsla norðan götunnar. Notar
Guðmundux J. tækifærið, þegar
búið er að hindra bílinn, að ganga
yfir götuna og áminna ungan
mann, sem þar vinnur við járn-
skurðarvél, hann ynni í óþökk
verkamanna. „Eg er í Hlíf“, segir
járnskurðarmaðurinn kotroskinn,
„Hlíf er ekki lengur í verkfalli".
„Farðu þá til Hafnarfjarðar og
fáðu þér vinnu þar. Hér í Reykja
vík er verkfall", segir Guðmundur. | Hingað til Eyja er komiö
danskt skip frá Stóra norræna
Dalaröst
týndi nót
Norðfjarðarbáturinn Dala-
röst var í fyrradag á leið til
síldarmiðanna fyrir Norður-
landi, en á siglingu \út af
Langanesi varð skipið fyrir
því óláni að missa nótina. Hér
var um að ræða nýlega nót
og lítið notaða. Slys þetta varð
með þeim hætti, að nótabát-
inn fyllti, og týndist nótin úr
honum í sjóinn, en skipverj-
um tókst að bjarga bátnum.
Eyjar tengiliður
milli Englands
og Ameríku —
Danskt skip gengur frá endum sæsímastrengs,
sem þar liggur á land
Vestmannaeyjum, 26. júrií.
stofunni, og eru þeir að mæla
fyrir sæsímastreng milli lands
og eyja.
Sláttur í seinna lagi
Tíðarfar hefur annars verið
fremur kalt undanfarið, og gróðri
fer lítið fram. Ljóst þykir, að
sláttur muni almennt hefjast í
seinna lagi þetta sumarið vegna
kuldanna. Einstaka nýræktarblett-
ur hefur þegar verið sleginn, en
yfirleitt verður ekki farið að slá
á næstunni. E.K.
Mikið af síld,
en mögnr er hún
Ólafsfirði, 26. júní. — Hér
kólnaði mjög snögglega í
veðri í gær, svo gránaði niður
í mið fjöll. Mikið kom að af
síld, en fremur lítið var hægt
að salta vegna þess, hve mis-
jöfn hún var og mögur.
Verkstjórarnir á söltunarstöðv-
unum töldu, að allt að 60% hefðu
gengið úr henni. Þessir bátar
komu hingað í gær: Víðir II með
700 tunnur, Þorleifur Rögnvalds-
son 600, Sigurður Bjarnason 380,
Guðrún Þorkelsdóttir 570, Hilmir,
Keflavík, 300. f nótt kom Guð-
björg hingað með 300 tunnur og
í dag Hólmanes með 300. Bátarnir
fóru út aftur, þótt veður virtist
ekki sem hagstæðast. Helgafell er
hér í dag að lesta síld fyrir Finn-
landsmarkað. B.S.
Fundur norrænna Sam
vinnutryggingafélaga
Nú um miðja vikuna koma
forystumenn samvinnutrygg-
ingafélaganna á Norðurlönd-
unum öllum saman til fundar-
halds í Reykjavík — 20 frá
Svíþjóð, 15 frá Danmörku, 13
frá Finnlandi og 9 frá Noregi,
Von um erlendan
verkfallsstyrk
Alþýðusamband fslands hefur
fyrir nokkru síðan látið báðum
alþjóðasamböndum verkalýðsfélag
anna, ICFTU og WFTU, í té upp-
lýsingar um vinnudeilurnar hér.
A sama hátt hefur það haft sam-
band við verkalýðssamböndin í ná
grannalöndunum.
Nú um helgina, þegar vinustöðv
un verkamanna hér í Reykjavík
hafði staðið í fjórar vikur, sendi
Alþýðusamband íslands þessum
aðilum símskeyti með beiðai um
fjárhagslega aðstoð.
að meðtöldum eiginkonum
sumra fundarmanna, en 10 ís-
lenzkir fulltrúar sækja fund-
inn af hálfu Samvinnutrygg-
inga og Andvöku. Rædd verða
ýms málefni, sem ýmist varða
tryggingar almennt eða Sam-
vinnutryggingar sérstaklega.
Síðan eftir stríð hafa íslending
ar tekið þátt í fundahöldum af
þessu tagi, en fundirnir hafa ver
ið á víxl á hinum Norðurlöndun-
um á þriggja ára fresti síðan 1946.
Stjórn samtakanna slcipa jafnan
einn fultrúi frá hverju viðkom-
andi landa og er Ásgeir Magnús-
son, framkvstj. Samvinnutrygg-
inga, nú formaður stjórnarinnar.
Er þetta í fyrsta skipti, að slíkur
fundur er haldinn hérlendis, en
hann er sá 7. í röðinni. Telja for-
göngumenn þessa þáttar samvinnu
starfseminnar á Norðurlöndum
fundina hina nytsömustu bæði til
málefnalegra og persónulegra
kynna.
ritsímafélaginu, Eduard Seun-
son, með fjörutíu manna á-
höfn, og er erindið að ganga
frá endum á sæsímastreng, er
leggja á hingað frá Englandi
og síðan héðan aftur til Am-
eríku.
Vestmannaeyjar verða þann'
ig tengiliður fyrir þennan nýja
sæsímastreng yfir Atlants-1
hafið.
Sjómannaverkfallið í
U. S. A. að leysast
Kennedy forseti beitir Taft-Hartley lögunum
Síðast liðna nótt var gengið
frá enda á streng þeim, er
liggja á til Ameríku, og var
honum lagt við bauju 2—4
mílur frá landi. Á sama hátt
á að ganga frá endanum á
strengnum frá Bretlandi nú í
nótt.
í októbermánuði í haust á
svo að koma annað skip
stærra, er lýkur við að leggja
strenginn frá Bretlandi.
Samtímis er hér mælinga-
báturinn Týr með mælinga-
menn frá raforkumálaskrif-
NTB—Washington, 26. júní.
Kennedy, Bandaríkjaforseti
hefur nú hafizt handa um að
freista þess, að binda endi á
sjómannaverkfallið á banda-
ríska kaupskipaflotanum, sem
staðið hefur í ellefu daga.
Koma Taft-Hartley lögin svo-
nefndu nú til framkvæmda, en
samkvæmt þeim má skipa
verkfallsmönnum að hverfa til
vinnu í áttatíu daga, meðan
þrautreyndar séu leiðir til
samkomulags.
Jafnframt hefur Kennedy for-
seti. skiDað brifígia manna nefnd
til þess að kynna sér aðstæður all
ar í sambandi við verkfallið, og
á nefndin að gefa forsetanum
skýrslu fyrir mánaðamót.
Hin opinbera tilkynning um, að
Kennedy forseti hefði ákveðið að
beita Taft-Hartleylögunum, gagn-
vart verkfallsmönnum, var í dag
gefin samtímis út í Hvíta húsinu
og atvinumálaráðuneytinu.
Saimkvæmt lögum þessum er
verkfallsmönnum skylt að hefja
vinnu í 60 daga að minnsta kosti,
og í allt að 80 dögum, ef forseti
krefst þess. Verkfall þetta hefur
nú staðið í ellefu daga, eins og
áður segir, og hefur þegar valdið
tilfinnanlegu tjóni og skert öryggi
hins bandaríska efnahagslifs, og
því var gripið til þessarra róttæku
ráðstafana. segir í fréttinni.