Tíminn - 27.06.1961, Síða 8

Tíminn - 27.06.1961, Síða 8
8 T í MI N N, þriðjudaginn 27. júní 1961. Stúlka hætt komin í Eyvindar- fjarðará á Ströndum Féll af hesfi og barst meS straumi, en samferSa- manni tókst að bjarga henni. / Bæ, Árneshreppi, 22. júní. S.l. föstudag lá nærri að ung stúlka drukknaði í Eyvindar- fjarðará á Ströndum, en fyrir harðfylgi samferðamanna hennar tókst að bjarga henni. Sú saga er á þessa leið: Upp úr hádegi sl. föstudags (16.6.) hvessti hér skyndilega á norðan og varS versta veður með mikilli úrkomu þegar á daginn leið. — Fýrirhugað var að halda 17. júnímót með íþróttum og balli á eftir á vegum Ungmennafélags- ins Leifur heppni, að Ámesi. — Til þess að ná á þessa skemmtun lögðu fjórir ungir menn og ein ung stúlka af stað frá Dröngum (sem er nyrzti bærinn í Árnes- hreppi) seinni hluta^ föstudagsins og ætluðu að ná að Ófeigsstað um kvöldið eðá nóttina. Það er all löng leið, vondur vegur og stórar ár yfir að fara, allar óbrúaðar nema Hvolá. Var þetta fólk á hestum. Þegar hópurinn kom að Eyvind arfjarðará, sem er um miðja vega milli Dranga og Ófeigsfjarðar, var kominn allmikill vöxtur í ána, en þó fær á hestum. Vöð eru slæm á ánni. Rennur hún þarna í streng j milli kletta og er straumhörð og óhreint undir. Samt lagði hópur- inn ótrauður í ána. Þegar komið var út í miðja ána, hnaut hestur- inn undir stúlkunni svo hún féll af honum í ána. Missti hún af hestinum og barst með straumn- j um niður eftir ánni. Stúlkan er vel synd, en straumurinn var svo, þungur, að það kom henni ekki að gagni. Varð það henni og til traf ala að hún var með pokaskjatta bundinn á bakið. Barst hún hjálp' arvana niður ána, niður undir hyldýpi og straumiðu. Fylgdar- sveinarnir gerðu allt sem _ þeir gátu að koma til hjálpar. Á síð- ustu stundu, áður en stúlkan barst niður í dýpið, tókst einum þeirra, sem hlaupið hafði niður með ánni, að vaða úti í hana svo langt, að hann náði til stúlkunnar og gat bjargað henni til lands. Ef það hefði ekki tekizt að ná henni þarna, telja þau víst að björgun hefði ekki komið til greina. Stúlkan var nokkuð þrekuð og1 illa til reika eftir þetta kalda bað. Hresstist hún þó brátt. Hélt svo ferðafólkið áfram ferð sinni og kom til Ófeigsfjarðar um nóttina. Fékk það þar hinar beztu við- tökur. • Ekki varð stúlkunni meint af þessu volki, enda hraust og tápmikil. Stúlkan heitir Selma Samúels- dóttir og er heimasæta á Dröng- um. Ferðafélagar hennar voru bræður hennar tveir Jón og Sveinn Kristinssynir og Guðmund ar tveir. Er annar þeirra, sá, sem bjargaði stúlkunni, sonur Jakobs Kristjánssonar bónda í Reykjar- íirði nyrðra, nú búsettur á ísa- firði, en hinn einhvers staðar að vestan. Voru þeir staddir'^Reykj- arfirði ásamt öðru fólki að nytja reka og hlunnindi eyðijarðanna á Ströndum, en skruppu þetta sér til skemmtunar. SKEMMTUN FÉLL NIÐUR Veður var slæmt á laugardaginn og féll skemmtun niður þann dag af þeim sökum. Á sunnudag var komið gott veður. Fór þá sú skemmtun fram, sem frestað var á laugardag. Var þá keppt í ýms- um íþróttagreinum og siðan dans að af miklu fjöri frameftir nóttu. Þar voru ferðafélagarnir frá Dröngum mættir ásamt Selmu. Sem geta má nærri fögnuðu pilt arnir í sveitinni vel heimasætunni frá Dröngum og þóttust hafa heimt hana úr helju. Því að hér skall hurð vissulega nærri hælum. Hvolsvelli, 13. júní 1961. Aðalfundur Kaupfélags Rangæ- inga var haldinn í félagheimilinu Hvoli 10. júní sl. Mættir voru 34 fulltrúar auk allmargra annarra félagsmanna. Framkvæmdastjóri las upp reikn inga félagsins fyrir sl. ár og skýrði þá ýtarlega. Sala aðkeyptra vara nam 30.4 milljónum króna geta þvegið og gengið frá þvotti í fullkomnum og fljótvirkum vél- um ,en sams konar þvottahús hef ur verið rekið hjá Kaupfélaginu á Hvolsvelli um nokkurra ára skeið við miklar vinsældir. Einn- ig var lokið við gagngerðar endur- bætur á vörugeymsluhúsi á Hvols velli og komið þar fyrir trésmíða vélum. Hefur nú trésmíðaverk- Aðalfundur Kaupfélags Rangæinga Vélar og húsnæöi tré- smíðaverkst. stórbætt Heildarvelta félagsins nam 37,1 milljón kr. — endurgreiðsla 218 þúsund krónur og jókst um 940 þúsund frá næsta ári á undan. Heildarvelta félags- ins nam 37.1 milljón króna og jókst um 2.3 milljónir. Samþykkt var að endurgreiða félagsmönnum 218.000 kr. í stofn- sjóð þeirra eða 1% af viðskiptun um. — Lokig var á árinu við bygg ingu starfsmannahúss að Rauða- læk og komið fyrir þvottavélum, þar sem konur á félagssvæðinu Kann ég þá sögu ekki lengri, en af slíkum atburðum hefur oft skapazt nokkur rómantík. G.P.V. stæðið fengið mjög bætta aðstöðu hvag snertir vélakost og vinnu- pláss. Áður var það í sama húsi og bifreiðaverkstæðið, en húsnæð- ið, sem losnaði, er nú notað fyrir vélaverkstæði. Úr stjórn fél. áttu að ganga: Séra Sveinbjöm Högnason, Breiðaból- stað, Ólafur Sveinsson, Stóru- Mörk, og Guðmundur Þorleifs- son, Þverlæk og voru þeir allir endurkjörnir. Fulltrúar á aðalíundi SÍS voru kjörnir, formaður félagsins, Björn Björnsson, alþingismaður og Magn ús Kristjánsson, kaupfélagsstjóri. P.E. y.V,,.WAVAV.V.V.V.,.V.V.V.V.V.,.V/.,.W.V.l.W.V.VAV.,.VV.V/.,.V.,.,.,.V.V.V.V.V.V.V.V.,,.,.V.V.,.V.,.V.V.V.V.,.,.,.VA%VW.V.,AVAW.Ví Stúdentar Menntaskólahs á Akureyri Þetta eru stúdentarnir frá Menntaskólanum á Akureyri. Myndin var tekin daginn, sem skólanum var sagt upp — myndarlegur og lífsglaður hópur. Fremsta röð frá vinstri: Sigfús Guðmundsson, Pétur Einarsson, Ámi Sigurbjörnsson, Hjálmar Jóelsson, Davíð Gíslason, Eysteinn Björnsson, Karl H. Proppé, Páll Helga- son, Magni Steinsson, Snorri Þorgeirsson, Birgir Vigfússon, Jón Sæmundur Signrjónsson, Magnús H. Ólafsson, Reynir Vilhjálmsson. Önnur röð' frá vinstri: Guðmundur Sig- urðsson, Valgarður Egilsson, Rannveig Sigurðardóttir, Jón Þórir Jónsson, Berta Sigtryggsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Hallfríður Kolbeinsdóttir, Steinunn Karlsdóttir, Ólafur Ragnars, Engilráð Sigurðardóttir, Guðmundur Karl Jónsson, Ketill Oddsson, Karl Grönvold, Skúli Johnsen, Stefán Jónasson, Valgerður Franklín, Anna G. Jónas- dóttir, Steinarr Höskuldsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Hörð'ur Ólafsson, Hákon Ólafsson, —Þriðja röð frá vinstri: Atli Dagbjartsson, Baldvin J. Bjarnason, Jóhannes G. Sig- valdason, Ingunn Stefánsdóttir, Hanna Dóra Pétursdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Elías Elíasson, Einar G. Pétursson, Hjörtur Pálsson, Gísli G. Kolbeinsson, Óttar Ein- arsson, Þorvaldur G. Einarsson, Laufey Vilhjálmsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Garðar Gíslason, Ema Jakobsdóttir, Einar Aðalsteinsson. — Fjórða röð frá vinstri: Björg- vin Jónsson, Leifur Símonarson, Jón Erlendsson, Sigurðúr L. Viggósson, Guðni Óskarsson, Þorsteinn Geirsson, Kristinn Arnþórsson, Sigurður Eymundsson, Sigurður Sig- urðsson, Hjalti Þórðarson, Auðunn Sveinbjörnsson, Ketill Hannesson, Óskar Óskarsson, Sighvatur Björgvinsson, Vigfús Aðalsteinsson, Kristinn Ziemsen, Þorbjörn A. Frið- riksson. — Myndin er tekin í lystigarðinum á Akureyri að morgni þjóðhátíðardagsins hinn 17-júní. (Ljósmynd: E. D.). :AV.,.VA,.,.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V,.".V.,.V.V.,.V.V I ■ ■ ■ ■ ■ ■ I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.