Tíminn - 27.06.1961, Síða 14

Tíminn - 27.06.1961, Síða 14
14 T í M I N N, þriSjudaginn 27. júní 1961. — Eg verð ekki lengi. Kannski þér vilduð biða mín hér? Hún hringdi og Pierre lauk upp. Hann leit hissa á hana. — Greifynjan er ekki heima. Gaston ók henni til borgarinnar. — Eg ætlaði að hitta greif- ann, sagði Shirley. — Hann er uppi i íbúð sinni. Eg skal tilkynna komu yðar. — Það er óbarfi. Eg fer sjálf upp. Hann hikaði, en yppti svo öxlum. — Eins og þér viljið, ung- frú. Pierre vísaði henni upp og barði að dyrum að bókaher- bergi, þar sem húsgögn öll voru ný og dýr. — Herra Robert er ekki hér, ég skal ná í hann. Þegar hún var orðin ein, gekk hún að stóra skrifborð- inu og lagði töskuna á það. Um leið kom hún auga á nokkrar myndir og bréf, og hún hrökk við, þegar hún leit nánar á þær. Hún beygði sig nær. Á borðinu var mynd af John þar sem hann stóð úti fyrir litlum veiðikofa. Hann var jí reiðfötum og hvítri skyrtu, sem var opin í háls- inn. Hún tók myndina upp og leit aftan á hana. Þar stóðu þessi orð: Kœr kveSja til Aleen. John. Shirley lagði frá sér mynd- ina og starði út um stóra gluggann, sem sneri út að hengifluginu. Robext hafði þá vitað allan tímann að John Brown vax bróðir Ale- enar . En samt hafði hann boðið honum til tedrykkju. Hvers vegna gerði hann það? — Þetta var svei mér skemmtilegt! Dyrnar höfðu opnast hljóð- laust og Robert kom hökt- andl inn á hækjunum. Hann brosti vinalega, en brosið var samt ekki eðlilegt. — Eg er að dást að útsýn- inu, sagði hún óstyrk. — Það er unaðslegt. — Eg hefði átt að bjóða þér hingað upp fyrr, svaraði hann, — en mamma er svo hlægilega gamaldp/js þótt hún hafi verið leikkona. Hún sagði að það væri óviðeigandi að ég byði þér upp til mín. Eg vona að þú hafir ekki þurft að bíða lengi. — Nei, ég er alveg nýkom- in. Eftir að hafa sér myndina Jennifer Ames: rímuklæd hjörtu 22. af John var henni ómögu-j legt að halda uppi samræð-j um við Robert. — Kemur þú til að hittaj mömmu eða mig? spurði- hann. — Eg kom til að skila tösk j unni þinni, sagði hún. — Lög, fræðingurinn vildi ekki takaj við henni. — Neitaði hann að taka við. henni? Ertu viss um að það hafi verið Reni, sem þú hitt ir, Shirley? — Það var að minnsta kosti j nafnið hans á hurðinni. — Hvernig leit hann út? Hún lýsti honum eins ná- kvæmlega og hún gat. — Og allt í einu rak hann upp skellihlátur. — Þetta hefur ekki verið| Reni. Þetta er bjálfi, sem Reni hefur á skrifstofunni. Eg skil ekki hvers vegna Reni rekur hann ekki. Hann hefur vænt anlega ekki gefið sig út fyrir að vera Reni? — Nei, játti hún, — og mér fannst hann líka hegða sér kynlega. — Eg skal tala við Reni, sagði Robert — og ef hann ekki ræður annan skrifstofu mann, þá útvega ég mér ann an lögfræðing. Eg nenni ekki að fara hverja fýluferðina eft ir að'ra. Viltu gera mér þann greiða, Shirley, að taka tösk- una með þér og fá hana geymda í hótelinu, svo hringi ég til Reni og skipa honum að sækja hana þangað. Skjöl in hafa mikla þýðingu fyrir mömmu og mig og fyrst við höfum orðið að fara erindis- leysu, verður hann að hafa eitthvað fyrir líka. Eg hef verið afleitur í nótt, annars hefði ég sjálfur gengið frá þessu. Nennirðu að gera þetta fyrir mig? — Já, auðvitað, sagði húu. — Á ég að biðja Pierre að bera fram te, eða viltu frek ar létt vín? — Nei, þakka þér fyrir, ég verð að fara strax aftur. Vin ur minn ók mér hingað og hann bíður fyrir utan. — Er það John Brown? — Nei, það er ekki John. — O, vissi ég, þú hefur fleiri en einn í takinu í einu, en gleymdu nú ekki að taka Brown með þér á laugardag- inn. Við hlökkum til að sjá ykkur bæði. — Þú þarft ekki að fylgja mér niður, Robert, sagði hún fljótmrrlt. — Þakka þér fyrir hugul- semina, sagði hann, mér geng ur heldur erfiðlega að klöngr ast upp stiga. Hún lokaði á eftir sér og flýtti sér þangað sem hún hafði skilið við Paul. Bíllinn stóð þar, en Paul sá hún ekki. Hún settist inn í bifreiðina og leit í kringum sig. Hún vonaði að hann kæmi fljót- lega, svo að þau gætu lagt af stað héðan. Það var byrjað að rökkva. Skuggamir minntu hana á ketti, sem klifruðu í trjánum og upp eftir hallarveggjun- um. Hún skalf. Hún vildi ekkii hugsa um ketti. — Fyrirgefið, ég ætlaði ekki i að láta yður bíða, sagði PaulJ þegar hann kom aftur. — Eg var bara að skoða mig um. Þér voruð fljótar. Hann settist og startaði bílnum. — En hvað er þetta. Eruð þér enn með töskuna í eftir- dragi — Robert bað mig að koma henni i geymslu hótelsins. Lögfræðingurinn á að sækja hana þangað — Já. en var það ekki ein- mitt lögfræðingurinn, sem ekki vildi taka við henni? — Nei, Robert segir að það hafi verið skrifstofumaður, sem ég talaði við — Fannst yður að maður- inn væri bara skrifstofublók? — Eg hélt hann væri Reni, þótt ég furðaði mig á að Rob ert skyldi hafa svona skuggá legan mann sem lögfræðing. Eg held meira að segja, að hann hafi eldað í herberginu. Það er frekar óvenjulegt, er það ekki? — Ja, ef hann hefur ekki þorað að fara út úr húsinu þá .... — En hví skyldi hann ekki þora það? — Eins og ég sagði yður, er ég sannfærður um, að lög- regluvörður var um húsið. Og ég skal segja yður það, Shir ley, að ég hef ekki misst á- hugann á Trione, þvert á móti. — Hvers vegna spurði hún. — Vegna þess, að ég hef skoðað mig um og fór að lita á stíginn, sem liggur niður með gjánni. Stígurinn er mjög mjór og brattur og minni" mig á stíg, sem ég gekk þeg ar ég var í Arisona. — Er hann hættulegur? Það þarf ekki mikið til þess, að fólki verður fótaskortur, á ég við, sagði Shirley fljót mælt. — Eg held ekki að hann sé sérstaklega hættulegur. Væri hann það, myndu miklu fleiri hafa hrapað. — Þér elgið við að hann sé samt hættulegur? — Sá spölur, sem ég fór, var það ekki. En það sem mér fannst merkilegra er, að stíg urinn liggur meðfram hallar- múrnum nokkra tugl metra. Eg gægðist inn um einn kjall aragluggann og þó að þeir séu skítugir, sá ég ýmislegt harla fróðlegt. í einu herbergjanna var feit matreiðslukona í skít ugu eldhúsi og í öðru var gam all þjónn eitthvað að væflast. Og þegar ég gekk lengra, sá ée: inn í miðstöðvarherbergi og ....... hann þagnaði, — Og hvað? smn-ði hún. — Inni í miðstöðvarherberg inu var náunai. sem var að brenna einhverju. sagði hann. Hánn rejt h,'sv f s’vðt.ætlur og {set.t.i bað f p^inn E<r iá dá- llitla ptnnd o<r bertði á hann, 1 bvj að n-ár fe.nnst h^tta kyn- - 1ogar aðtnrir . ... Paul gerði I hlé á nvVii s'nu. — Hvers Tr^ena skvldi nokk jur maður hrpnni kiötkveðju h<s .tifSn.orrfmu j — Var henn að brenna "hmr'’ TTv'v.s konar grímu? ! snurði Bhiriov 0rr hfartað barð i-=t éirqtf ,• bvfóst.i hennar. — F" hori «'kki að fullyrða hað. sasrði Paul seinlega, — hnð var bvriað nð dimma. svo ng sá óglögat Fn mér sýnd- ist það vera kattef"gríma .... 13. kafli. Sagan um næturgest Shir- levar var forsíðufrétt í blaði - Pa.uls. Dailv Age. Allt, sem I hi'm hafði sagt honum stóð í blaðinu og auk þess prýddi mynd af henni fréttina. Gim steinaþiófnaðurinn var bara j nefndur lauslega. enda hafði 1 bað verið forsíðufrétt daginn - áður. Shirley nennti varla að lesa greinina. Hún hafði legið and vaka lengst af um nóttina. Það kætti hana ekki lengur að huasa um viðbrögð Walt- ers eða Johns. Hann hafði komið fram eins og bjáni og hún hataði hann. Um nóttina UTVARPIÐ Þriðjudagur 27. júní: 8.00 Morgunútvaíp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónl'eika.r: Þjóðlög frá ýms- um löndum. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleiikar. 20.20 Erla skáldkona: Jóhannes úr Kötlum talar um skáldkonuna og verk hennar, — og lesið verður úr verkum Erlu. 20.50 Á Danag.rund: Danskir lista- menn leika og syngja lög eftir Weyse. 21.10 Leikhúspistill (Sveinn Einars- son fil. kand.). 21.30 Tónleikar. 21.45 fþróttir (Sigurður SigurSsson). 22.10 Lög unga fólksins (Guðrún Ásmundsdóttir). ETRÍKUR VÍÐFFÖRLI Hvíti hrafninn 122 Eiríkur reis hægt upp. Hann sá á augabragði, að tækifæri hans til að sleppa voru engin. — Komið með mér, urraði hermaðurinn, og hann og félagar hans hrintu Eiríki á undan sér eftir slóðinni, þar til við Seathwyn. Höfðinginn gamli hann stóð á ný augliti til auglitis leit á hann með innbyrgðu hatri: — Þú ert svikari, sagði hann lágt. — Svikari, sem hefur valið þá leið að berjast með syni tmínum, mann- inum, sem kallar sig Jwíta hrafn- inn. Ég hef aldrei borið traust til þín. Þú hjálpaðir syni mínum burt frá eyjunni, þar sem hann var vel geymdur, og nú skal ég ekki unna mér hvíldar, fyrr en ég hef upp- rætt allan þinn bófaflokk! En fyrst ætla ég að gera Morkar að engu og alla hans Saxa og Breta. Þessi síðustu orð Seathwyns full- vissuðu E:Æ um það, að höfðing- inn vissi enn þá ekkert um bar- dagann, sem geisaði í kastala Morkars. — þeir sluppu frá okkur, herra, hrópaði nú aðkomumaður, — þeir flýðu yfir hæðirnar í átt til kastala Morkars, og það var Ragnar rauði og menn hans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.