Tíminn - 02.07.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1961, Blaðsíða 8
8 T í M IN N, sunnudaginn 2. júlí 1961 U47? ------^CL-----_ <5? IM7? a - ■ . Við hliðina á glæsilegu húsi með stórum gluggum og skraútlegu anddyri stóð ræksnislegt hús með mjóum stigagangi og fjöldann allan af yfirfullum leiguíbúðum. í skrauthýsinu ólu fínar fjöl- skyldur aldur sinn, en hitt var eins og rottuhreiður, yfirfullt ungum, sem öskruðu frá morgni til kvölds. Tveir ólikir heimar hlið við hlið. Adam litli kynntist báðum þessum heimum náið. Hann var nýfluttur í stórhýsið með foreldrum sínum og systkin- um og með hverjum degi sem leið dróst athygli hans að hinu undarlega húsi við hlið- ina. í öllum stórborgum er fjöldi slíkra leiguhúsa, svo af þeim orsökum var ekkert und- arlegt við húsið, en það var einkennilegt, að það skyldi vera á þessum stað, — við hlið skrauthýsis. í daglegu tali kölluðu börn- in í götunni þetta hrörlega hús aldrei annað en rónahús- ið, og börnin í húsinu voru þess vegna kölluð rónabörnin: Róna-Anna, róna-Kalli, róna Eiríkur, — Þannig heiti báru öll börnin í húsinu. Slíkar nafngiftir verða oft til í hug- arhelmi barna, án þess að til komi hugsun eða yfirvegun. Að minnsta kosti vakti það aldrei umhugsun Adams, þeg- ar hann notaði orð eins og róna-Kalli, því að hann vissi | einfaldlega ekki hvað róni var. Það leið þó ekki langur tími, áður en hann lagði sérstaka merkingu í orðið róni, sem verkaði þannig á hann, að hann fylltist ótta og .langaði til að taka til íótanna, þegar hann gekk fram hjá rónahús- inu. Hann gekk alltaf þeim megin á götunni, sem húsið var ekki og svaraði ekki, þeg- ar skammaryrðin dundu á honum. Skammaryrðin beind- ust alltaf að fötum hans, en hann gerði engan greinarmun á klæðnaði fólks, svo að hann skildi ekki, hvað rónabörnin áttu við, þegar þau hrópuðu á eftir honum, og hélt helzt, að hann væri ekki nógu vel til fara. Hann veitti enga at- hygli fötunum, sem rónabörn- in klæddust. Þau hrópuðu alltaf, að hann væri fínn, en það var eitthvað í tóninum, sem gerði það að verkum, að hann grunaði þau um græsku og fannst þau ekki meina það sem þessi orð þýddu venju- lega. Þetta gerði hann hrædd- an við þau og honum fannst eins og þau væru af öðrum kynstofni en hann og mál þeirra og venjur tilheyrðu ekki hans heimi. Það fór hrollur um hann við það eitt að horfa á þau. Þó féll honum vel að leika sér við sum þeirra, því að þó þau væru alveg eins skítug og hin böi'n- in, var eitthvað í augum þeirra og fasi, sem vakti -tiltrú hans. Þau horfðu ekki á fötin hans og þau voru ekki full af hatri á börnum „fína fólksins“, heldur litu á hann sem einn af sínum. Þau voru aðeins börn eins .og hann sjálfur. Einn drengjanna hét Árni og þótt undarlegt megi virðast, hvarflaði það aldrei að Adam að skeyta orðinu róni framan við nafn hans. Hann var að- ' \ *c-* *■*«<>**> •. I ; I I I í f * % líll % \ . . >, i. ■, * • ■ ■ ■ - .. ■■ MUNNHARPAN Smásaga eftir Mogens Linck Tréskurðarmynd eftir Karen Westman eins Árni, og hann vissi um Árni litli hrukkaði ennið: svo marga felustaði í nýbygg- Áður en hann bað kvöldbæn- ingunni í nágrenninu og leyni ina, hvað skyldi það nú vera? göng milli timburstaflanna í En hann fékk ekki langan garði smiðsins á horninu. Og. tíma til að hugsa sig um eða svo var það líka það, að hann spyrja, því að Adam lét dæl- skyldi óska sér munnhörpu í una ganga um allar þær óskir, afmælisgjöf, munnhörpu. sem hann alltaf fékk upp- Adam fékk að vita það viku fylltar. Árni hlustaði og augu fyrir afmælisdaginn, þegar hans tindruðu af gleði. Hann þeir sátu í rennusteininum íann ekki til öfundar og hann öðrum megin götunnar og hafði aldrei hrópað á eftir voru að róta í aurnum með Adam, vegna fínu fatanna spýtum, sem þeir sjálfir höfðu hans. Adam hélt stöðugt tálgað og líkust skóflum. áfram að telja upp allar þær Adam hafði strax sagt hon- Sjafir, sem hann hafði fengið um, hvers systkini hans ósk- a afmælisdögiim sínum, og uðu sér í afmælisgjöf og þau síðan kom röðin að systkinum fengju alltaf það, sem þau hans- ^ann taldi upp allt, sem óskuðu sér og hann líka.! Þau höfðu fengið í afmælis- Sjálfur átti hann afmæli eft- I gjöf- svo langtaftur i tímann ir seytján daga og nú skyldi!sert^ hann fundi. Ef til vill Árni bara hlusta og svo roms- ! vlrtt hann ^ svolítið en ekki aði hann upp úr sér öllu, sem mj°S mikið, því að eins og hann óskaði sér. Móðir hans hann sagði var barnaherberg- hafði skrifað það allt saman ið fullt. af. Jeikföngum, alls niður og það var ekkert lítil- ^ ^ouar leikföngum. ræði. Á hverju kvöldi las hún ! Árni velti dálítið þessu und- fyrir hann óskaseðilinn, áður arlega oröi fyrir sér: Barna- en hann bað kvöldbænina herbergi, en hann sagði ekki sína. Hann var viss um, að neitt. Hann komst heldur hann fengi það allt saman, ekki að, því að Adam talaði j eða að minnsta kosti næstum viðstöðulaust. auk þess lang- | því allt. 1 aði hann til að heyra meira, því að þetta var honum allt nýtt og framandi. Honum hafði aldrei dottið í hug, að hægt væri að fá allt, sem mað- ur óskað sér. Honum opnað- ist sýn í hýjan heim, og hann gat vel unnað Adam að njóta alls þessa, því að Adam var vinur hans. Það var betra að leika við Adam en alla aðra í heimi, því að hann var til í allt og var aldrei hræddur. Hann var aðeins hræddur við hina drengina, en þeir voru bjánar, svo að þag skildi Árni vel. Hann var sjálfur hræddur við suma þeirra, sér- staklega Kalla, því að hann var alltaf að snúa upp á hendurnar á honum og gera sig breiðan. Það var heldur aldrei hægt að ganga fram hjá Eiríki án þess að fá tog- leðursklessu á kinnina. Nei, þá var Adam allt öðruvísi, | bara að hann gæti eignast hann fyrir bróður, sérstaklega vegna þess að hann átti eng- an bróður. Adam átti bæði systur og bræður, og þau voru öll stór, en Árni átti engin systkini, hann var aleinn meö mömmu sinni og hún var svo oft að heiman að þvo fyrir fólk. Þegar hún kom heim á kvöldin, var hún svo þreytt, að hún gat aldrei sagt frá neinu. Nei, það var ekki eins og heima hjá Adam, þar var allt öðruvísi, — stórar og fín- ar stofur og fullt af leikföng- um. Já, það hlaut að vera allt öðruvísi. Það skildist honum líka á móður hans, hún hafði sagt að húsið, sem Adam átti heima í væri yfirstéttarhús. Hann vissi ekki alveg, hvaö það þýddi, en hann fann að það var eitthvað óskaplega fínt. Hann hafði oft velt þessu fyrir sér, en nú gat hann ekki hugsað um annað en allt það dásamlega, sem Adam hafði talað um. En skyndilega þagn- aði Adam og Árna sýndist hann verða eitthvað svo und- arlegur í framan, líkt og hann væri hræddur. — Af hverju segir þú ekk- ert, spurði Árni. Adam horfði einkennilega' á hann og sagði: — Hvað var það aftur, sem þú óskaðir þér í afmælisgjöf? í ákafanum hafði hann alveg gleymt Árna og óskum hans. Árni ætlaði að svara, en Adam stöðvaði hann: í — Bíddu nú við, nú man ég bað. Það var munnharpa. i — Munnharpa, sagði Árni. Þetta eina orð kom róti á huga Adams. Að hugsa sér, að nokkur skyldi láta sér nægja að óska sér eins hlutar, munnhörpu og einskis ann- ars. Það var furðulegt, að það skyldu vera til drengir, sem hlökkuðu til afmælisdagsins síns, bara vegna þess að þá fengu þeir munnhörpu. Það var náttúrlega gaman aö eiga munnhörpu, en að hugsa sér að nokkur skyldi láta sér nægja að óska bara þess. Þetta varð til þess, að Adam bað einnig fyrir Árna í kvöld- bæninni sinni um leið og hann bað fyrir foreldrum sínum, systkinum, frænkum og frændum og kettlingun- um í timburstaflanum í garði smiðsins. Daginn eftir fór Adam að heimsækja frænku sína út á land og kom ekki heim fyrr en á afmælisdaginn sinn sem var haldinn hátíðlegur eftir kúnstarinnar reglum með súkkulaði, sódavatni og ís og fjölda gjafa, þar á meðal var glampandi munnharpa. stór og falleg. Næsta dag gekk Adam á götunni með fínu munnhörp- una sína og beið eftir Árna, loksins kom hann glaður í bragði með munnhörpuna sína í hendinni. Þeir settust á götuna og sýndu hvor öðrum munnhörpurnar. Árna var lítil og ódýr, en Adams stór og margradda. Árni ‘spilaði á munnhörp- una sína og Adam fannst hann aldrei hafa heyrt neitt svo fallegt. Allt í einu stanz- aði Adam hann: — Heyrðu, við skulum skipta, því að ég kann ekkert að spila. Þú átt miklu frekar skilið að eiga fínu munnhörp- una. Árni horfði á hann stórum augum: — Ég vil hafa mina eigin. — En mín er miklu betri en þín, sagði Adam. Árni hristi höfuðið: — Nei, sagði hann, mín er betri, ai því að mamma mín gaf méi hana. (Framhald á 13 síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.