Tíminn - 02.07.1961, Blaðsíða 16
Sunnudaginn 2. júlí 1961
147. blað.
Hér á stóru myndinni sést, þegar
féð var reklð til rúnings inn í rétt.
ina í Litla Botni í Botnsdal á fimmtu
daginn var. Féð hleypur sitt á hvað,
og smalarnir baða út höndum, hóa
og berja sig utan. Næst fyrir neðan
sést, hvar bóndasonur úr dalnum, er
að gera að sárum hunds síns, er
lenti í áflogum við minkahund og
skeindist illa. Á neðstu myndinni í
aftara dálkunum eru tveir gildir
bændur, Sigurður Helgason á Þyrll
og Jón Þorkelsson í Stóra-Botni, að
rýja fyrstu ána. Handtökin við kllpp-
inguna eru hröð. Á myndinni neðst
í fremri dálkunum stendur Þorkell
Pétursson, bóndi í Litla-Botni í hálfa
öld, keikur og hvatlegur, þrátt fyrir
aldurinn, og styður fast niður staf.
Hjá honum er sonarsonur hans —
aldursmunurinn er áttatíu ár. (Ljós-
myndir: TÍMINN — GE).
VOKUNÆTUR VIÐ
RÚNING OG MÖRKUN
Bla'ðama'Öur
og
ljósmyndari
frá Tímanum
bregíía sér
í vorsmölun
: . ' ; ■■ : ; '•' ■ ■
. *
Tími -vorsmölunar og rún-
ings stendur nú yfir í sveitum
landsins. FéS er rekið saman
úr öllum áttum á þúsundum
sveitabæja. Það eru lagsíðar
ær, sem bíða þess að losna við
reyfið og geta runnið frjálsar
til fjalla, og lömb, sem í vor
voru lítil og veikburða, en eru
nú orðin hraust og spræk og
komin með dálitla hnýfla á
kollinn. í réttinni leita börnin
eftirvæntingarfull að ánni,
sem þau eiga eða eigna sér, og
lambinu fíennar, sem í vor var
fallegast af öllum lömbum, og
verður þtað Itka núna, hvort
sem það er hvítt, svart, mó-
rautt eða tf lekkótt.
•
Á Litla-Botni í Botnsdal er ver-
ið að reka inn í réttina. Allt er
á ferð og flugi, geltandi hoindar
og jarmandi kindur stökkva fram
og aftur. Blaðamaðiur og ljósmynd
ari Timaíis hoppa líka og hóa og
berja sig alla utan, eins og ann-
að smalafólk. Þó gefur ljósmy.nd-
arinn sér tíma til að’ taka eina
mynd, þegar engin sauðskepnan
gierir sig líklega til að skjótast
fratm hjá honum. Það er að vísu
rigning og ekki sérlega heppileg-
ar aðstæður til myndatöku, en það
verður að hafa það,
Síðustu kindurnar smjúga inn
i réttina og hliðinu er lokað.
Tveir smalahundainna rjúka saman
af mikiili grimmd, og húsbændur
þeirra eiga fullt i fangi með að
skilja þá. Þegar það hefur tekizt,
lagar blóðið úr trýni annars. Hann
er lúpulegur, meðan skolað er af
houm í læknum. Sá, sem áverk-
anum olli, sleikir út um og er enn
blóðþyrstur á syipinn. Hann er
af kyni minkahúnda. Honum er
grimmdin í blóð borin.
Innan við réttarhliðið dreifist
féð um allstóra girðingu, sem er
áföst réttimni. Lömbin jarma sár-
an og mæðurnar svara, dálítið
dimmraddaðar. Það er erfitt að
finna rétta móður í ölluim þessium
hóp, og lömbin snúast og leita.
Smátt og smátt tekst það þó. Jarm
urinn hljóðnar, þau grípa spen-
ann, hnoða móðúr sina, hnykkja
á og heimta volgan mjólkursop-
ann.
Þetta er margt fé, eitthivað
kringum 200 ær, og lömb og geld
fé að auki. Blaðamaðurinn snýr
sér að hvatlegium öldungi með
staf í hendi og tekur að leita upp-
lýsinga. Þetta er Þorkell Péturs
son, sem búið hefur hálfa öld hér
í Litla-Botni. Nú er Pétur sonu.r
lians að mestu tekinn við jörð-
inni, en annar sonur hans, Jón,
býr i Stóra-Botni, sem er hér fyri.r
inaan.
(Framhald á 2. siðui
\ , * y' ?'