Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 1
1-23-23 167. tbl. — 45. árgangur. Miðvikudagur 26. júlí 1961. Unnu hjörtu Islendinga Stúlkan á myndinni leikur á sekkjapipu og gerir það með prýði, þótt hún sé lítil, en hljóðfærið stórt. Hafa þeir unnið við húsamáln- ingar o.fl. að Núpi í Dýrafirði. Á kvöldum skemtu þeir sér og öðr- um með ýmsum íþróttum, söng, dansi og sekkjapípuleik. Má segja, að þeir hafi unnið hjörtu allra, sem þeim kynntust, með Irfsgleði sinni og einlægri framkomu. Sjá grein á bls. 3. Metlöndun á Siglufirði: 40 þús. mál á sóiarhring í gærkveldi var kominn 3— 4 vindstiga kaidi á síldarmið- unum fyrir austan og voru bát ar, sem ekki eru búnir ný- tízku blökkum, farnir að tala um það sín á milli í talstöðvar, að varla væri bátaveður. í aII- an gærdag voru bátarnir að kasta öðru hvoru fyrir austan og fá nokkurn afla. Samfelld löndun var á jSiglufirði í gær, og þann sólarhringinn hafði j verið landað þar 40 þúsund mál- um í verksmiðjurnar, með 8 lönd unarkrönum, og er þetta mesta sólarhringslöndun á Siglufirði, sem sögur fara af síðan öll þessi löndunartæki komu til sögunnar. Lítilsháttar dró úr löndunarhrað- anum síðdegis í gær, en von var með kvöldinu á fyrstu skipunum að austan, eftir veiðina í fyrrinótt. Það er um 20 klukkustunda sigl- ing austan af Seyðisfjarðardjúpi fyrir stærri bátana og miklu meira fyrir marga hina gangminni. Þrjár verksmiðjur til viðbótar voru að fara í gang hjá SR á Siglufirði í gær, og afkasta þær samtals 15— 16 þúsund málum á sólarhring. Mikill fjöldi skipa var í gær á leiðinni til Siglufjarðar að austan, (Framhald á 2. síðu.) Ný Fróðárundur? Vestan af Snæfellsnesi hef- ur borfzt frá mörgum aðilum til blaðsins sú saga, sem hér , segir: Nýi bóndinn á Fróðá í Fróðár- 40 kg. steinn í höfuð konunnar Hópurinn er að klifra í snar- brattri skriðu. Allt í einu losnar ' steinn undan fæti eins göngu- manna. Steinninn er um 40 kíló- grömm og tekur að skoppa niður skriðuna. Kona á fimmtugsaldri, að nafni Aðalbjörg, er stödd stuttu neðar í. skriðunni og stefnir steinninn á hana. Guðmundur Jónasson, fjallabíl- stjóri er nærstaddur, sér steininn á síðustu stundu og kaliar í ofboði til konunnar. Um leið strýkst steinninn við höfuð konunnar, hún steypist um koll, en kemur fyrir sig höndunum vegna aðvör- unarinnar. Menn hlaupa þarna til. Konan iá hreyfingarlaus í skriðunni, en bjargið skoppaði áfram niður hlíð-1 ina. Allir héldu, að hún væri látin eða að minnsta kosti alvarlega slösuð. Mikið blæddi úr höfði hennar. Konan reyndist hins vegar vera með fulla rænu og ekki illa særð, þótt mikið blæddi. Guðmundurl fjallabíJstjóri og hjálparmaður hans bjuggu um sár hennar til bráðabirgða og studdu hana nið- ur jökulinn. Þetta gerðist í síðustu öræfaferð Guðmundar Jónassonar, sem lauk í fyrrakvöid. Leiðangurinn var, er þetta gerðist, að ganga á Kerlingu, hnjúk í vesturrönd Vatnajökuls. Konan fékk dálítið taugaáfall, en stóð sig prýðilega á leiðinni niður í tjaldbúðirnar, var hún hin hressasta og kleif fjöll sem aðrir. Úr þrotabúi viðreisnarinnar" Viðreisnin var flan frá upp- hafi eins og Framsóknarmenn sýndu fram á strax í fyrravet- ur. Áhi'if hennar í fyrstu um- ferð, sem nú er lokið, til hækk- unar á verðlagi og framleiðslu- kostnaði, gátu aldrei orðið und- ir 1,100 millj. til 1,200 millj. kr. miðað við óbreytta við- skiftaveltu. Þetta er byggt á ó- hrekfiandi upplýsingum, sem stjórnarliðið hefur ekki reynt að hrekja. í þjóðarbúi, þar sem allar þjóðartekjur voru taldar 5— 6000 milljónir, hlaut þetta áð leiða til óbotnandi dýrtíðar og taumlausra erfiðleika fyrir at- vinnulíf og framleiðslu. Eftir eitt ár var líkia þannig komið, að kjaraskerðingin var’ orðin 15—20% miðað við okt. 1958, og tekjur bænda og verka manna. Ríkisstjórnin stóð og barði höfðinu við steininn, og vildi í engu breyta til lækkun- ar á verðlagi. Þá hófust víðtæk- ustu verkföll, sem hér hafa þekkzt, enda þá enginn finnan- legur, sem því gat haldið fram, að hægt væri orðið að lifa af verkamannakaupi né tekjum þeim, sem bændum eru ætlað- ar. Tæpast er hægt að hugsa sér aumari niðurstöðu en þetta. j Algjört þrot kr'epustefnunn- i ar. En þetta var einmitt það, 1 sem sagt var fyrir þegar út í þessa glæfra var lagt. hreppi, Jón B. Jónsson, hefur nú í sumar staðið í miklum bygginga framkvæmdum á Fróðá. Hann fékk jarðýtur úr Reykjavík til þess að grafa grunna fyrir íbúðar- húsi, skepnuhúsum og veiðimanna kofa. Fyrir stuttu réð hann til sín smiði til húsagerðar. Segir sagan, að ekjci hafi verið' allt með felldu, meðan á dvöl þeirra smiða stóð. Eiga þeir að hafa séð sauðifé fljúgandi í loftinu um hábjártan dag, og kvörtuðu þeir einnig sáran yfir því að vera klipnir og kvaldir um nætur og héldi það fyrir þeim vöku, ag því er hermt er. Svo er víst, «»j þeir fóru á brott eftir fáeina daga. Ailt frá dögum Eyrbyggjásögu hefur Fróðá verið talin hið mesta draugabæli. Ein svæsnasta drauga saga landsins er í Eyrbyggju, og gerðist á Fróðá. Síðan hafa mynd- azt áframhaldandi þjóðsögur um staðinn. Smiðirnir virðast þó vera konrn- ir yfir mestu draugahræö’sluna, ef satt er frá henni sagt, því að vinna er nú hafin á ný í hús- byggingunni. Verður fróðlegt að vita, hvort meira ónæði verður af völdum dularafianna á Fróðá. Barn hrapar til bana Á sunnudaginn varð sá hörmulegi atburður á Bakka- firði eystra, að barn hrapaði í bakka eða hömrum við sjó og beið bana af. Hér var um ag ræða stúlku- barn á fimmta ári, en ekki hefur blaðinu tekizt að fá örugga vit- neskju úm nafn þess eða for- eldra. Litla telpan féll fyrir háan bakka í sjóinn, og tókst ekki að bjarga lífi henn»-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.