Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvikudaginn 26. júlí 1961. 7 Lárus Jónsson: Hver er nytsemi lusernur, öðru nafni refasmára? Rætt vi<S Sturlu Fritiriksson Ph. D. Þess héfur verið getið í blöð- um nú fyrir skemmstu, að Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur og sérfræðingur við jurtakynbótadeild Atvinnu- deildar háskólans, hafi nýlega komið til landsins vestan um haf eftir að hafa hlotið doktors- nafnbót. Landbúnaður okkar Islend- inga hefur ekki fleiri sérmennt- uðum mönnum á að skipa en svo, að vissulega er ástæða til þess að fagna heils hugar hverjum einum, sem bætir við þekkingu sína. Verkefni Sturlu var lusernur (Medicago) einnig kallað refa- smári. Lusernur eru ættkvísl innan belgjurtaættarinnar, sem er all- mikið ræktuð víða um heim. Af henni eru til allmargar tegund- ir, en aðeins fáar eru ræktaðar. í Flóru íslands er tveggja getið sem slæðinga. Lusernur gera miklar kröfur til jarðvegs, þríf- ast bezt í kalkríkum jarðvegi og þurfa mikinn áburð, en eru lítt uppnæmar fyrir þuirki Vegna þess að mikil búbót væri að því fyrir íslenzka bænd- ur, ef hægt væri að skapa eða finna afbrigði, sem þyldi ís- ledzkar aðstæður, þótti mér við- fangsefni Sturlu hið forvitni- legasta. Hélt ég því á fund hans og fer samtalið hér á eftir. — Hver var tilgangur rann- sókna þinna? — Að auðga hina ræktuðu lusernu að hagnýtum eiginleik- um. Verkefnið, sem var tekið fyrir, var að rannsaka víxlfrjó- semi ýmissa lusernutegunda annars vegar og hins vegar víxl- frjósemi við skyldar tegundir innan ertublómaættarinnar svo sem Melilotus (Steinsmári), | Lotus (Maríuskór) og Trifoli-1 um (smári). Verkið var unnið þannig, að rannsakað var: ’í' . Hvaða tegundir eru svo víxl- frjóar, að þær gefi af sér heil- brigðan og frjóan blending. 2. Ef víxlfrjósemin er það lítii, að blendingurinn verður ekki fullvaxta, heldur deyr á bernskuskeiði, þá að reyna að rækta hið blendna kím í nær- ingarvökva og koma einstak- lingunum þannig á legg, svo að unnt verði að planta honum út og nota hann til frekari rækt- unar. 3. Hvaða orsakir valda því að kírnið deyr á frumstigi. — Hvaða árangur fékkst í þcssu efni? — Allmikill fjöldi tegunda var i'eyndur. Flestar fjarskyld- ar tegundir reyndust ekki víxl- frjóar meðal annarra átti frjóvgun sér oft stað, en kímið dó á fyrsta þroskaskeiði. Or- sakirnar voru oft erfðafræði- legs eðlis, eða misræmi í eðli milli fósturs og móður. T. d. að fóstrið óx hraðar en móðirin | gat flutt því næringu og aðrar svipaðar ástæður. Skyldar teg- undir var oft auðvelt að víxla. Vöxtur kíms þessara blend- inga var borinn saman við normal kímvöxt lusernunnar. — Hvað viltu segja um þá blcndinga, sem þú fékkst fram? Heldurðu, að þar sé vísir gegn- legra tegunda? — Ýmsir þeirra blendinga, sem komu fram, kunna að hafa þýðingu við kynbætur á lus- ernu í framtíðinni. Kannske mætti nefna einn, sem hafði erft stinnan stöngul frá föðurn- um Medieago arborea, sem er eina trjákennda lusernuteg- undin. Annar kom fram, sem hafði vansköpuð krónublöð. Svona gallar á blóminu veikja krón- una, en geta um leið auðveld- að býflugum að annast frjóvg- un, þar sem normal blóm er 1 HVER SVEIK? I Morgunblaðinu í gær (25. júlí) er Samband ísl. samvinnu félaga talið hafa „girt fyrir kjarabætur"------„með svik- um“. Er þar vikið að því, er kaup- félögin á Húsavík og Akureyri og síðan SÍS, leystu fyrir sitt leyti þann harða hnút, sem kaupgjaldsmálin voru komin í og leitt höfðu tii verkfalla snemma í sumar. Þessar ásakanir blaðsins fá sannarlega ekki staðizt. Sam- vinnumenn höfðu ekki fent til uppsagnar kjarasamninga, þótt þeim væri ljóst, að lífskjörin liöfðu verið stórlega skert. Þeir stóðu ekki fyrir verkföll- um. Þeir höfðu ekki ráðið þeim aðgerðum, sem leiddu til þeirra. Lengi hafi verið reynt að semja. Sáttasemjari hafði gert sitt til að leysa málið — allt án árangurs. Verkföllin voru skollin á. Það, sem samvinnumenn nú M gerSu, var ekkert annað en A það, að í stað þess að horfa upp p á margra vikna verkfall, til § stórtjóns fyrir alla, leituðu þeir samninga við lægst laun- || uðu stétt þjóðfélagsins, verka- II menn, á þeim grundvelli, sem f beztur varð fundinn og náðu samningum. ,v Allir vita, að hversu lengi, f sem verkföll hefðu' staðið, myndi aldrei hafa verið samið & upp á tillögu sáttasemjara. * Samningar liefðu að lokum orð ^ ið svipaðii því, sem kaupfélög- Á in og SÍS sömdu um strax og ® sízt af öllu hagstæðari fyrir at- vinnurekendur. Enda kom á f daginn, að alls staðar var sani ® ið um svipuð kjör. gj Það fer því sannarlega fjarri, að samvinnumenn hafi svikið ein neða neinn með þessum samningum. Þeir leituðu úr- ) ræða og fundu þau, þar sem aðrir sáu engin. Það hafa þeir oft gert áður. — PHJ. rammlega lokað. Einnig mætti nefna einn tví- litna, hvítblóma einstakling, sem getur orðið þýðingarmikill við rannsóknir á erfðum blóm- Iitar. Þrílitna einstaklingur, sem kom fram, er þó hvað athyglis- verðastur, því að með endur- vixlun við foreldri koma fram einstaklingar með misjafna tölu litninga. Af samanburði á útliti þeirra er hægt að finna hvaða áhrif einstakir litningar hafa á svipfar plöntunnar, vegna þess, að vanti einn litning eða 1 einum sé ofaukið hefur það I áhrif á hóp eiginleika, sem ' grundvallast á genum, sem sá litningur ber. — Hvers vegna valdir þú lus- ernur fremur en aðrar tegundir belgjurta? — Lusernan er þýðingar- mesta belgjurt á sláttuvöllum Norður-Ameríku og einnig mikið notuð um allan heim. Nú er reyndar einnig farið að rækta hana til beitar, þvi að komið er fram skriðult af- brigði Þegar lusernan kom fyrst til Bandaríkja N.-Ameríku var að- eins hægt að rækta hana um sunnanverða álfuna, en smám saman hefur tekizt að teygja hana norðar og norðar, og nú er hún ræktuð í Kanada og Alaska. Vesturríki Kanada eru mestu fræræktarríki landsins og þar er mest ræktað af lus- ernufræi þeirra. Auk alls þessa bætist við, að í Saskatoon, þar sem ég vann að rannsóknunum, er sérstakt safn lusernutegunda og því mikill efniviður að vinna úr. — Hvað álítur þú um horfur varðandi ræktun lusernu hér á landi? — Með tilliti til þess, sem sagt var um þróun lusernu- ræktunar í N.-Ameríku, verður vafalaust hægt að rækta hana hér. Frærækt þurfum við þó varla að gera ráð fyrir. Efa- laust má telja, að allmikill efni viður sé ennþá fyrir hendi í heimalöndum lusernunnar, Austur-Evrópu og Asíu, til kyn- bóta á henni og vel kunna þar að leynast frostþolin staðbrigði. — Hefur þú unnið að þess- um rannsóknum algjörlega vest ur í Saskatoon? — Heimildum safnaði ég hér heima og gerði fáeinar víxlanir, en að öðru leyti hafa rannsókn- irnar verið gerðar vestan hafs. Ég þakka Sturlu fyrir við- talið. Eins og menn sjá af þessu er hér um giundvallar- rannsóknir í erfðafræði og grasafræði að ræða, en ekki beinar hagnýtar tæktunartil- raunir. Slíkar grundvallarrann- sóknir eru nauðsynlegur undan- fari hinna. Erlenf vfirlit 483 og þjóðernissinna-stjórnin á Formósu fengi 88, þar sem reiknað væri með íbúum alls Kína. Formósa fengi þannig þrisvar sinnum fleiri starfs- menn en t. d. Ítalía. Að baki alls ágreiningsins um skipulag S. Þ. er svo rót- gróin ótrú Sovétríkjanna á hug myndinni um alþjóðlega emb- ættismannanefnd, þar sem ein- stakir' meðlimir væru óbundnir af samiþykktum stjórna landa sinna. Krustjoff hefur sagt, að hann sé þess fullviss, að til séu hlutlaus lönd, en ekki hlutlaus- ir menn. Hann telur því, að framkvæmdastjóri frá kapital- isku landi muni alltaf fylgja stefnu, sem mismuni hinum sósíalistisku löndum. Krustjoff hefur og meðfædda andúð á alþjóðlegu samstarfi, sem grundvallast á vilja meiri hlutans og Sovétríkin yrðu þannig t. d. að beygja sig und- ir meirihlutasamþykktir. í raun og veru hafa Sovétríkin alltaf farið sínar leiðir, hvað sem samþykktum líður og þótt að- ferðir þeirra hafi ekki verið í anda S. Þ. eða samkvæmt meiri hlutavilja þar. Krustjoff sagði og nýverið í ræðu, er hann hélt fyrir Nkrumah, forseta Ghana, í Moskva, að jafnvel þótt öll lönd heims væru í andstöðu við Sovétríkin og ógnuðu öryggi þeirra, munu Sovétríkin ekki láta bugast, heldur halda fast á rétti sínum og treysta á mátt sinn. Og við höfum öll tæki til þess að koma fram áformum okkar. Engum sögum fer af því, hvað Nkrumah hugsaði undir þessum lestri. (Lauslega þýtt úr Aktuelt 17. 7. 1961.). Góð heimsókn í Breiðafjarðareyjar. Margir góðir gestir hafa heim-l sótt okkur í eyjarnar í sumar, þar á meðal þau séra Halldór Kol- beins og frú Lára, kona hans. Séra Halldór hefur nú látið af prest- skap í Vestmannaeyjum, þar sem hann hefui þjónað í 16 ár. Hann var vígður til Flateyjarprestakalls fyrir 40 árum og kom nú til að flytja messu í Flateyjarkirkju 9. júlí að réttum 40 árum liðnum frá því hann sté þar í stólinn í fyrsta sinn. Veður var hið ákjós- anlegasta. logn og sólskin, svo að fjölmennt var mjög til kirkjunnar. Mátti heita, að hvert sæti væri skipað, enda margt sumargesta í eyjunum um þetta leyti. Úr inn- eyjum fór til kirkjunnar hvert mannsbarn af sumum heimilanna. Næsta sunnudag, 16. júlí, mess- aði séra Halldór aftur á annexí- unni, að Múla á Skálmarnesi. Voru þá einnig 40 ár liðin frá því hann kom þar í fyrsta sinn. Á Múla er lítil og snotur kirkja, sem vígð var síðast liðið sumar og var hún einnig fullsetin. Nálega hver mað- ur af nesinu kom til kirkju og auk þess voru margir kirkjugestir úr Hvallátrum og Skáleyjum. Að lok- inni guðsþjónustu þáðu kirkjugest ir myndarlegar veitingar á staðn- um. Ferðazt var um nesið í bílum með heimamönnum og komið á flesta bæi. Var dagurinn allur hinn ánægjulegasti. Skáleyjum, 18. júlí 1961. G. E. Jóh. A víðavangi Skylda ríkisvaldsins Vissulega ber ríkisvaldinu skylda til að tryggja kaupmátt launa og allan hag landsbúa að getu, en því miður benda ýmis skrif stjórnarblaðanna til þess, að ríkisstjórnin liyggi á liefndar- ráðstafanir gegn launþegum og samvinnuhreyfingunni, sem átti drýgstan þátt í lausn vinnudeiln- anna. Hafa stjórnarblöðin þegar hótað gengisfellingu og liækkun óbeinna skatta. Það liggur þó ljóst fyrir, að óverulega hækkun á útflutningsafurðum nægir til að mæta þessum kauphækkun- um. Urn það ræður ríkisstjómin vitanlega engu, en allt bendir til, að framundan séu verulegar verðhækkanir framleiðsluvara okkar. Síldarafurðir hafa stór- hækkað í verði. Stöðug þróun og fjárhagsleg efling helztu við- skiptalanda okkar samhliða aukn um þörfum hinna vanþróuðu ríkja bendir ótvírætt í sömu átt. En ríkisstj. á líka vald á ýmsum aðgerðum til að gera atvinnurek- endurn kleift að mæta kauphækk unununi án þess að velta þeirn á ný yfir á launþega í liækkuðu verðlagi; t. d. að lækka innflutn- ingssöluskatt, losa á lánsfjár- höftum og lækka okurvexti, svo nokkuð sé nefnt. Verður að vænta þess að hún beri gæfu til að velja þær leiðir í stað þess að reisa nýja holskeflu verðlags- hækkana — og gera með því að engu þann grundvöll, sem feng- inn er, og spilla þeim vinnufriði, sem annars hefði verið tryggður næstu tvö ár a. m. k. Fyrr má nú vera .... Leiðari Alþýðublaðsins í gær fjallar um Framsóknarflokkinn og bændur og „faðmlög komm- únista og Framsóknarmanna“. Oft hafa stjórnmálaskrif Alþýðu- blaðsins þótt þunn og fjarstæðu- kennd, en nú fer að kosta tólf- uuum. f Ieiðara þessum segir, að Framsóknannenn stefni nú að því, að lögregluvaldi verði beitt til að neyða bændur í samyrkju- búskap, eins og gert hefur verið í Rússlandi. — Það sé enginn efi á því, að „með faðmlögum sínum við kommúnista éru forystu- menn Framsóknar að ýta undir þessa stefnu í landbúnaðarmál- um, hjálpa því afli, sem stefnir að algerum yfirráðum hér á landi rétt eins og annars staðar. Með samvinnu sinni við konim- únista reka Framsóknarmenn frjálsri, íslenzkri bændastétt hnefahögg“ — eins og segir í leiðara Alþbl. Stefna Framsóknarflokksins í Iandbúnaðarmálum er óbreytt. Framsóknarflokkurinn hefur haft forgöngu um og barizt fyrir þeirri stefnn, sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi. Bænd- ur landsins þekkja þessa stefnu og vita gjörla, að hún hefur síð- ur en svo miðað að því, að hneppa þá í fjötra, rýra kjör þeirra og torvelda aðstöðu. Bændur landsins þckkja stefnu Framsóknarflokksins í landbún- aðarmálum og Framsóknarflokk- urinn mun lialda þeirri stefnu óbreyttri. Stefna Framsóknar- flokksins verður ekki röng við það eitt, að kommúnistar styðja hana nú eins og stendur. Fram- sóknarflokkurinn mun láta stefnumið ráða og mun knýja fram stefnu sína með aðstoð þess flokks, sem vill veita henni lið, óháð því, hver hann er. Bændur Iandsins hafa nú fengið að finna það áþreifanlega, að það hefur verið snúið frá stefnu Framsókn- arflokksins í landbúnaðarmálum — stefnu uppbyggingar og fram- leiðsluaukningar, aukinnar vél- væðingar og jafnvægis í byggð landsins. Kommúnistagrýla og á- (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.