Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 9
TIMIN N, miðvikudaginn 26. júU 1961. 9 hann annazt garðinn. Sá maður hefur unnið til mikils þakklætis. Ekki hafa bankar landsins séð ástæðu til að setja upp útibú í Neskaupstað. En hér er myndar- legur sparisjóður, sem Bárðdæl- ingurinn Jón Lundi Baldursson stjórnar af mikilli kostgæfni, og innlánsdeild við kaupfélagið Fram. 'fér voru áður bújarðirnar Nes, a og Þiljuvellir. Götur bæjar- heita: Nesgata, Hafnarbraut, rem á að fara að steypa 150 metra kafla af, Strandgata, Hlíðargata, Miðstræti og Þiljuvellir. Verið er að byggja 80 smálesta bát, hinn stærsta af 9 bátum, sem Dráttarbraut Neskaupstaðar hefur byggt. Mikið og mjög sérkennilegt fé- lagsheimili er í byggingu nálægt höfninni. Staðarvalið hlýtur að vera misheppnað. Á einum stað er þvottahús, slökkvistöð og „óinnréttað pláss“ fyrir þá menn, sem yfirvöldin telja heppilegt að hafa undir lás og slá. Sýnist þetta geta farið vel saman. Útisundlaug og knattspyrnuvöll- ur eru kjörstaðir hinna yngri. Nes- kaupstaður hefur mikla vaxtar- möguleika. Ef vel er á málum Réttari frétt Á útsíðu Morgunblaðsins mið- vikudaginn 19. júlí 1961 segir með- al annars í lítilli rannmagrein: „Þá hefur blaðið einnig frétt, að Verkalýðsfélag Austur-Eyja- fjallahi'epps hafi ekki verið spurt, þegar heimildin til verkfallsboð- ] unar var gefin A.S.Í., heldur hafi ^ formaður félagsins gefið heimild- ina án þess að halda fund í félag- inu“. Sannleikurinn er sá, að fimmtu daginn 6. júlí 1961 kom stjórn og trúnaðarmannaráð Vlf. A-Eyja- fjallahrepps saman á fund til að taka ákvörðun um, hvort veita skyldi A.S.Í. umboð til samnings-| gerðar fyrir' hönd félagsins við Vegagerð ríkisins, svo og heimild til verkfallsboðunar. Á nefndum fundi, sem ég ætla að standi fyrir sínu, var hvort tveggja samþykkt einróma. Það er svo von vegavinnumanna í Suðurlandskjördæmi sem og ann arra, að deilan leysist hið fyrsta á viðunandi hátt. Hlíð, 21. 7. 1961. Sigurjón Sigurgeirsson. haldið, ætti kaupstaðurinn að stækka ört í náinni framtið. Nýtt akip í dag kom hingað nýr 100 smá- lesta stálbátur, Kambarost. Eig- andi er Hraðfrystihús Stöðvar- fjarðar. Skipið kom hingað til að taka nót. Skipstjórinn, Karl Krist- jánsson, var svo vinsamlegur að leysa landfestar, svo að ég gæti tekið mynd af hinum nýja farkosti. HroSalegt orSbragð í dag kom líka einn af Ólafs- fjarðarbátunum með 600 tunnur af fárra klukkustunda gamalli síld til söltunar. Kerlingarnar (þær eru nú ekki allar gamlar) voru með fyrstu tunnurnar þegar matsmaður inn fann nokkrar skemmdar síldar. Söltun var stöðvuð. Skipverjar máttu moka síldinni í lestina og halda á miðin á ný. Þeim var þungt í skapi. Orðbragðið á plan- inu varð hið hroðalegasta. Ég gleymdi að spyrja síldar- stelpurnar að því, hvort þær ætl- uðu að verða flugfreyjur, hvenær þær hefðu trúlofazt og hvað þær gerðu á kvöldi (þær ótrúlofuðu). Finnska stúlku hitti ég og átti hún jafnmörg ár að baki og föllin eru í finnsku máli. Hún safnaði stein- um í tómstundum og var búin að eignast marga fallega. Fallegur vitnisburSur Vilhjálmur Sigurbjörnsson ann- ast sáldarradíóið. Þar var auðvelt að afla sér frétta frá síldarmið- unum. Skipin kölluðu látlaust og báðu um löndun í salt eða bræðslu. Flestum varð að hafna. Þegar talið barst að kapphlaupi skipstjóranna um veiðina, fórust honum orð á þessa leið: — Úr landi að heyra er kapphlaupið háð á drengileg- an hátt og hjálpsemi er mikil á miðunum. Oft heyrir mað- ur skipstjórana leiðbeina hver öðrum um síld og vara við smásild, og kolmunna. Oft kemur það líka fyrir, að eitt skip hjálpar öðru við erfið köst, jafnvel þótt hjálpsemin kunni að skei'ða aflahlutinn. Mér finnst mikil breyting á þessu, og nú fréttir maður ekki um, að menn spilli veiði hver fyrir öðr- um. Samtöl skipstjóranna er alltaf kurteisleg og mjög vinsamleg. Neskaupstað, 19. júlí 1961. E.D. ÞriSjungur sildveioiflotans bíður löndunar á Austfjarðahöfnum — þessir bátar bíða á Norðfirðí. (Ljósm,: E.D.) Sildarsöltun í Neskaupstað — hér er síldarmatsmaður (til hægri) búinn að finna skemmda síld og stöðvar söltun þegar í stað. um. Nú er það vitað mál, að stórir kaupstaðir eiga hæg- ast með að reka ágæta skóla og sjá þeim fyrir góðum kennslukröftum, kennslu- tækjum og öðrum aðbúnaði. Orsökin er því alls ekki sú, að unglingarnir eigi ekki völ á mjög frambærilegri að- stöðu til menntunar í heima högum sínum. Hennar mun að leita á öðrum vettvangi og sennilega er engin ein ástæða fyrir þessari miklu aðsókn í héraðsskólana, held ur fjölmargar. Með því að draga saman upplýsingar úr mörgum um- sóknarbréfum, sem mér hafa borizt frá kaupstöðum og öðrum þéttbýlum stöðum, er hægt að benda á nokkrar ástæður fyrir því, að foreldr ar óska eftir að koma börn- um sínum í héraðsskóla að lokinni barnafræðslu og oft einhverjum hluta gagnfræða náms. 1. Húsnœðisvandrœði Mik il þrengsli á heimili verða þess valdandi, að ekki er að- staða til lesturs og annarra námsiðkana. Þess vegna er bezt að koma unglingunum burt og í héraðsskóla. 2. Stór systkinahópur. Mörg börn á heimili, þótt húsnæði sé gott, er næg ástæða til að ekki skapist næði til heimanáms. Þess vegna er bezt að koma ungl- ingunum burt og í héraðs- skóla. 3. Foreldrarnir vinna úti. Það gerist æ algengara. að báðir foreldrar stundi vinnu utan heimilisins. Ekki er heppilegt að unglingar séu einir heima að loknum skóla tíma og vill verða lítið úr námi. Þess vegna er bezt að koma þeim burt og í héraðs- skóla. 4. Einstœðar mæður. Al- gengt er» að einstæðar mæð ur, ekkjur og fráskildar kon ur, verði að stunda vinnu ut- an heimilisins til að sjá sér og sínum farborða. Þessar konur hafa oft áhyggjur vegna barna sinna, er þau stálpast og hafa lokið barna- skóla. Þær leita því oft eftir að koma þeim burt og í hér- aðsskóla. 5. Félagsskapurinn. All- margir foreldrar kvarta yf- ir félagsskap barna sinna. Ekki er það, að um slæman félagsskap sé að ræða, held- ur það, að vinir og kunningj ar séu of margir, sífellt sé verið að hringja í síma, heim sækja og fara út saman. Vilji því oft verða lítið úr námi. Af þessum sökum sé bezt að koma unglingunum burt og í. héraðsskóla. 6. Litil ástundun við nám. Ýmsir foreldrar kvarta yfir, að börn þeirra stundi nám slælega og hafi á því lítinn áhuga. Á heimilum s'ínum hafi þau ekki það aðhald, sem nauðsynlegt virðist til að fá þau til að lesa lexíur sínar og undirbúa sig fyrir kennslustundirnar í skólan- um. Margt sé einnig til að glepja fyrir auk félagsskapa * kunningianna eins og kvik- myndahús, veitingastofur og margt annað. Öruggasta ráð ið við deyfð og áhugaleysi telja sumir þessara foreldra sé að koma viðkomandi ungl ingum sð heiman í nvtt um- hverfi. Og bezt sé aö komi þeim í héraðsskóla. Miklu fleiri ástæður fyrir því, að fólk vill koma ungl- ingum í héraðsskóla, mætti vitaskuld telja fram, en þess ar ættu að nægja til að vekja athygli á þessu fyrir- bæri skólamála okkar. Hvaða ráð eru til úrbóta í þessum vanda? Eru héraðs skólarnir í landinu of fáir? Hin mikla aðsókn bendir ótvirætt í þá átt. Ekki er hægt að gera ráð fyrir, að aðsókn unglinga í sveitum minnki, heldur mun hún þvert á móti aukast í náinni framtíð. Héraðsskólarnir munu því ekki gera betur innan skamms en fullnægja eftirspurn, hver í sínu byggð arlagi, og r,:irla það. Þarna blasir við vandamál. sem leysa þarf og það sem fyrst. Hvað á að gera við þá fjöl- mörgu unglinga, sem a.f áður nefndum ástæðum og mörg- um öðrum sækja um skóla- vist í héraðsskólum, en fá ekki? Er ekki tímabært. að stærstu kaupstaðir landsins ráðist í að reisa sína eigin heimavistarskóla fyrir ungi- inga á skyldunáms- og eagn fræðastigi? Ekki ætti þeím fremur að verða skotaskuld úr því en fámennum sý-slu- félögum á undanförnum ára tugum. Um það hljóta allir að vera á einu máli. Þessa nýju heimavistar- skóla á vitaskuld að stað- setja á hentugum og fögrum stöðum í sveit svo að ungl- ingum gefist kostur á að þroska hæfileika sína fjarri ys og þys borgarlífsins og geti verið ótruflaðir af utan að komandi áhrifum. í Reykjavík mun þörfin vera mest fyrir slíkan skóla. Vel fer á því, að höfuðborgin ríði á vaðið, iaki þetta vanda- mál föstum tökum og reisti, þótt ekki væri nema einn heimavistarskóla í fyrsta á- fanga fyrir unglinga þá, sém mesta þörf hafa fyrir að stunda nám fjarri heimilum sínum. Vel mætti hugsa sér að staðsetja skólann t. d. á Úlf- ljótsvatni og með tilkomu hans þar eða á öðrum hent- ugum stað væri jafnframt sköpuð ákjósanleg aðstaða fyrir margvíslega sumar- starfseml á vegum bæjarfé- lagsins. Væri eðlilegt að (Framhald á 13. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.