Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 16
Miðvikudaginn 26. júlí 1961. M7. blað. ☆ Á efslu mynd' tnni er hin nýja kirkja í Eyvind- arhólum á vigslu daginn. Næst sést ,er sóknar- nefndarmenn og prestar ganga til kirkju meS helga gripi, og fara fremstir Eyjólfur Þor- steinsson á Hrútafelli og Sig urSur Jónsson i Eyvindarhólum. NeSsta myndin er af skírnar- fonti þeim, sem burtfluttir Eyfell ingar gáfu kirkj unni. (Ljósmynd: Sigurjón Jónss.) ☆ Kirkjuvígsla und- ir Eyjafjöllum Hingað er kominn fransk- ur listmálari til að gleyma öllu, sem hann hefur lært og verða sér úti um nýjabrum í listinni. Hann heitir Claude Blin, þrítugur að aldri, hefur undanfarinn áratug verið bú- settur í París, lokið námi við École Nationale des Beaux Arts og hefur skömm á þeim skóla eins og öllum öðrum skólum. — Annað hvort er maður list- málari eða ekki listmálari, sagði Claude Blin í viðtali við blaða- mann Tímans á Moccakaffi í gær, skólar eru oftast íhaldssamir og sneiða hjá nýjungum. Það getur verið ágætt fyrir gagnrýnendur og listfræðinga að ganga í skóla og raunar geta listmálarar lært tækni og tækjameðferð á skóla- bekk. En uppspretta listarinnar er ekki í púltinu Á reimuðum skóm Það bendir strax til þess að Claude Blin er góðpr listmálari, að hann hefur ekki skegg niðrá bringu eða hár niðrá herðar, hann gengur ekki einu sinni í grodda- peysu eða reimalausum skóm. Hann gæti alveg eins verið starfs- maður á ferðaskrifstofu eða verzl unarmaður í sumarfríi. En klæða- burður manna er enginn lokadóm- ur á list þeirra og því skyldi fólki ráðlagt að leggja leið sína í Mocca þessa dagana og virða fyrir sér vatnslitamyndir Blins, en þær hefur hann allar málað hér á ís- landi. Flestar frá Reykjavík og Mývatni. Endurnýjun — Ég bjó mig lengi undir ís- landsferðina, sagði Claude Blin. í hálft ár málaði ég eingöngu vatnslitamyndir til þess að vera sem bezt undirbúinn, þegar hing- í bollanuiii ?r kaffið hans Guðmundar á Mocca, á veggjunum eru vatnsi litamyndir Claude Blins — og svo er stúlkan aS horfa á Ijósmyndarann IM. Franskur máiari sýnir Reykjavík í nýju ijési Sunnudaginn 23. júlí vígði biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, nýja kirkju að Eyvindarhólum í Austur-Eyja- fjallahreppi að viðstöddu miklu fjölmenni. Austur-Eyfellingar, búsettir í Reykjavík og Vestmannaeyjum, fjölmenntu til vígsluhátíðarinnar. Eftirtaldir prestar aðstoðuðu við vígsluna: Sigurður Einarsson í Holti; Jón M. Guðjónsson á Akranesi; Sigurður Haukdal á Bergþórshvoli; Arngrímur Jónsson í Odda; Sveinn Ögmundsson í þykkvabæ og Hannes Guðmunds- son á Fellsmúla. (Framhald á 2. 'síðu.) að kæmi. Það er óþægilegt að vasast langar leiðir með olíuliti og léreft. Heima í París mála ég aftur á móti jöfnum höndum olíu- og vatnslitamyndir. Ég hef ferð- azt um flest lönd Evrópu, gert mér far um að kynnast fólkinu og atvinnuháttum, landslagi og litum. Þannig hef ég leitazt við að endurnýja list mína og frjóvga hana. Og nú er ég kominn til ís- lands. , — Og ánægður með dvölina — Ég kom hingað snemma 1 júní, ætlaði upphaflega að vera aðeins mánuð, en fer ekki fyrr en um miðjan ágúst, svarar Claude Blin, hér hef ég hitt fyrir vinsam legt fólk og hjálpfúst og dvölin hefur í alla staði orðið árangurs rík. — Kynnzt íslenzkum máluium? — Já, bezt lízt mér á Sverri Haraldsson, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Barböru. Nofar bursta — Og málað mikið? — Vissulega. Ég er ekki lands- lagsmálari, þótt greina megi í myndum mínum landslag, útlit húsa og yfirbragð bæja. Það er nánast tilviijun. Það, sem orkar a mig og vekur myndir mínar, eru litirnir og uppbyggingin. Það. sem er á bak við hlutina. Þú tekur eft ir því að drættirnir í myndunum eru mjög breiðir og bygging': einföld. Það er vegna þess, að éa nota bursta en ekki pensla. ein og flestir vatnslitamálarar. Þetta geri ég ekki vegna fordildar eða til þess að skapa mér persónuleg- ian stíl, heldur til þess að losna tvið öll aukaatriði úr uppbygging- unni og litaspilinu, reyni þannig að sópa burt því, sem glepur fyrir :iarna máisins. Gott fólk hefur stundum verið J vorkenna mér vegna sólarleys- þar sem ég hef staðið og málað. Það er mikill misskilningur, ég er ekki að mála póstkort til land- kynningar, heldur að sækjast eft- ir nýjum og ferskum áhrifum. Og þau koma jafnt í rigningu og dumbungi. Og hér hef ég upplifað margt óvænt og nýstárlegt. Povkjavík í nýju Ijósi Claude Blin hefur í hyggju að íara til Siglufjarðar og kynnast þar iðandi athafnalífinu og hann mun einnig dvelja vikutíma í Land mannalaugum og ganga á vit ís- lenzkrar náttúru. Hann hefur þeg- ar ferðazt til Mývatns og Þing- valla og kynnt sér Reykjavík. Og víst er um það, að Reykvíkingar munu græða á íslandsferð Claudes Blins engu síður en hann sjálfur, því að á myndum hans í Mocca- kaffi birtist höfuðborgin okkar í nýju ljósi, sem enginn innborinn hefur skynjað hana áður. — j. Claude Blin skegglaus aá reimuðum skóm. Ekið á kú Fimmtudaginn 29. júní var ekið á rauðkolótta kú austan til við túnið á Þyrli á Hvalfjarðarströnd, sennilega síðari hluta dags. Eig- andi kýrinnar, Sigurður Helgason, býst við, að hann verði að lóga henni, vegna meiðsla, sem hún hlaut, og óskar hann, að sá, sem ók á kúna, gefi si.g fram við hann 'eða rannsóknarlögregluna í Reykja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.