Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, miSvikudaginn 26. júli 1961. 3 Búizt við óeirðum í Suður-Ródesíu í dag fer þar fram þjótJaratkvæcSagreiísIa um nýtt stjórnarskrárfrumvarp, sem svartir menn hafa andúÖ á. — Hafa þeldökkir bo'S- a$ allsherjarverkfall í mótmælaskyni. Hér sést allur skozki hópurinn, aS undanteknum 4 stúlkum, sem seint heimtust úr bænum. Séra Ólafur Skúla- son er líka með á myndinni. Stendur hann lengst til hægri, en Ronald Bearsley lengst til vinstri. Lífsglaðir Skotar í siálfboðavinnu NTB-Salisbury, 25. júlí. Forystumenn afríkanska lýðveldisflokksins (NDP) í Suður-Ródesíu hafa hvatt alla svarta menn í landinu til þess að leggja niður vinnu og halda sig heima á morgun, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um nýja stjórnarskrá fyrir landið fer fram. í áskorunarskjali þessu, sem er undirritað af öllum sex s.tjórnar-| formönnum ílokksins, er skorað á alla Afríkumenn að halda sig heima meðan á atkvæðagreiðsl- unni stendur, leggja niður alla vinnu og iðka þess í stag bæna- hald og annað, sem geti orðið til þess að vinna landinu frelsi á ný. í skjali þessu er sagt, að hið nýja stjórnarskrárfrumvarp hafi veriff kolfellt við óopinbera at- kvæðagreiðslu meðal svartra manna í landinu síðast liðinn, Þann 7. júlí s. I. kom hing- að til lands hópur ungs fólks frá Skotlandi á vegum þjóð- kirkjunnar hér og skozku kirkjunnar. Síðan hafa þessi ungmenni aðallega dvalið á Núpi í Dýrafirði, þar sem þau hafa unnið af kappi við ýmsar lagfæringar á húsum staðar- ins. Nú eru þau komin hingað tiL Reykjavíkur og dvöl þeirra í landinu að Ijúka. Var frétta- mönnum boðið til kaffi- drykkju með þeim í gær. sunnudag, og sýndi sú atkvæða- greiðsla, hver afstaða svartra manna væri til þessa ófrelsis- frumvarps. Þá var og mótmælt hryðjuverk- um þeim, sem unnin voru í High- field síðast liðinn mánudag, er tveir Afríkumenn voru drepnir og fjórir særðir í skotárás, sem lög- reglan gerði á svarta menn, sem voru í mótmæiagöngu. í dag voru miklar ráðstafanir gerðar í landinu til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar óeirðir í sambandi við atkvæðagreiðsl- una. Fjölmennur lögregluvörður, ásamt evrópsku heimavarnarliði, er á verði á öllum helztu vinnu- stöðvum og gætir svo að segja hvers fótmáls verkfallsmanna. — Lögregluyfirvöld hafa lýst því yfir, að sérhver tilraun til ó- spekta eða uppreisnar, verði þeg ar í stað bæld niður með harðri hendi. Sovézkir rithöf- undar á Islandi Tveir Skotanna voru klæddir þjóðbúningi sínum, köflóttu Skotapilsi, og sjást þeir hér á myndinni. Skrautlegum skeiðahníf er stunglð niður í sokk a.m.k. annars þeirra, eins og í slíður. Milli þeirra stendur ein stúlkan, sem lék á sekkjapípurnar. Meðal Skbtanna var glatt á hjalla, þegar við komum á vett-. vang. Menn höfðu verið að skoða! si.g um í bænum og verzla og voru! nú að tínast að með feng sinn.' Mikið hafði verið keypt, þótt dýrt væri, og allir voru ánægðir með sitt. Mest bar á gærum og skinn- skóm. Einhver hafði fengið sér is- lenzka prjónahúfu. Var hún sett upp af ýi'.isum og vakti það mikla kátínu. ! Leikið á sekkjapípur Þetta er Bob, fullu nafni Robin Rot- Þar sem sjálfsagt þótti aðp hnie, sem mesta kátínu vakti, þegar mynda þennan fríða hóp, var hald-j hann setti upp íslenzku prjónahúf- ið út á götu og hópnum stillt þar una. I upp. Allt í einu höfðu sekkjapíp-* urnar verið töfraðar fram. Einn byrjaði að leika dillandi lag, um leið og hann stappaði niður fæt- inum eftir hljóðfallinu. Fólk þyi’pt ist brátt að úr næstu húsum til þess að hlýða á þessa nýstárlngu tóna, og horfði það undrandi á ihljóöfawið, sem gekk manna á milli. Virtust stúlkurnar ekki síð- ur kunna með það að fara en pilt- arnir, þótt okkur sýndist það allt annað en auðvelt viðfangs. Áður en setzt var að kaffinu, sagði séra Ólafur Skúlason æsku- lýðsfulltnii þjóðkirkjunnar, okk- ur deili á hópnum og dvöl hans hér. Ólafur er hinn innlendi for- (Framhald á 2. síðu) Þann 5. þessa mánaðar komu hingað til lands í boði félagsins Mál og menning 3 fulltrúar frá Rithöfundasam- bandi Sovétríkjanna. Allir eru þeir þekktir rithöfundar í heimalandi sínu og einn þeirra, frú Valentína Moro- sova, hefur talsvert kynnt sér íslenzkar bókmenntir og þýtt nokkuð af þeim á rússnesku. Rithöfundarnir hafa ferðazt víða um landið og reynt að kynna sér sem bezt land og þjóð. Létu þeir vel af dvölinni, þegar fréttamenn hittu þá að máli nú eitt kvöldið. Rithöfundar þessir eru: Frú Valentína Morosova frá Moskva, Antanas Venclova frá Vilna í Lit- háen og Valentín Ovetshkin frá Kursk. Frú Morosova er bókmennta- fræðingur að menntun og þekktur gagnrýnandi og þýðandi. Er hún einn helzti þýðandi verka Hall- dórs Kiljans Laxness á rússnesku. Meðal þess, sem frúin hefur þýtt, er Salka Valka, Silfurtunglið, Ung frúin góða og húsið og fleiri smá- sögur. Um þessar mundir er hún að þýða Paradísarheimt, sem fljótlega mun verða gefin út í Sovétríkjunum. Einnig hefur frú Morosova þýtt nokkrar smásögur eftir Halldór Stefánsson. Antanas Venclova er rithöfund- ur og skrifar aðallega skáldsögur, auk bókmcnntagagnrýni. Bækur sínar skrifar hann á litháisku, sem er móðurmál hans, en ýmsar þeirra hafa verið þýddar á rúss- nesku. Venclova er einnig þingmaður í Æðstaráði Sovétríkjanna. Sagði hann, að það væri mjög tímafrekt starf, þar sem hann yrði að hlusta á allar beiðnir og kvartanir kjós- enda sinna og sinna þeim eftir beztu getu. Hins vegar taldi hann það mjög gagnlegt fyrir sig sem rithöfund að kynnast þannig fólk inu, aðstöðu þess, erfiðleikum og áhugamálum. Valentín Ovetshkin er einnig rit höfundur. Skrifar hann aðallega ýmsa frásöguþætti, smásögur og' ritgerðir. Auk þess er hann í rit- stjórn nokkurra tímarita. Þegar fulltrúarnir voru spurðir um kjör rússneskra rithöfunda, sögðu þeir, að þeim væri greidd ákveðin upphæð fyrir hverja örk af bókum sínum, þeim er gefnar væru út. Ein örk er talin vera 40 þúsund stafir eða merki. Laun þeirra fyrir örkina eru 150—300 irúblur, og fer upphæðin eftir gæð jum verksins og frægð höfundar- ins. í hverju útgáfufyrirtæki starfar svonefnt listaráð. Ræðir það rit- verkin og ákveður hve háa upp- hæð skuli greiða fyrir þau. Ef verk höfundar eru gefin út í fleiri úpplögum en einu, fær hann ekki full laun fyrir þau, en oftast um 50—60% af upphafleg- um höfundarlaunum. íslenzk náttúra þótti þeim held- ur kaldranaleg og óblíð og menn- ingarstig þjóðarinnar furðulega hátt miðað við hana. Ýmislegt fannst þeim sérkenni- legt við ísland og var ekki laust við, að hent væri gaman að sumu. 1T. d. má nefna það, að á nálega öðrum hverjum bæ, sem þau sáu, bjó skáld eða hafði búið skáld, og annars staðar stóðu minnisvarðar um skáld. Á sunnudaginn munu þau halda heimleiðis og báðu þau blöðin að ^flytja þakkir til allra, sem greitt ; hefðu götu þeirra hér og gert þeim dvölina ánægjulega. Hefðu !þau gjarnan viljað vera lengur n? Ikynnast landinu betur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.