Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 2
T,í M I N N, migvikudagínn 26. júlí' 1961 2 HiS form hndnám íslsndinqa á Grænlandi er nú mjög á dagskrá. Hér birtum viS mynd af Klakkeyjum og Eiríksvogs, þar sem Eirfkur rauSi leyndist, áSur en hann hóf siglingu til Grænlands. (Ljósm. Ólafur Pálmason). Kúbumenn hyggja á fleiri fluúvélarán — segja lögregluyfirvöldin í New York. — Farþegar flugvélarinnar, sem tekin var í gær, fá aS fara aftur til Bandaríkjanna. NTB-New York, 25. júlí. Bandarískur fréttamaður á Kúbu skýrði svo frá síðast Bretar hyggja á sparsemi NTB-Lundúnum, 25. júlí. Brezka stjórnin hyggst nú gera róttækar ráðstafanir til þess að ráða bót á síhrakandi f járhagsstöðu landsins hin seinni ár. Bar stjórnin fram ákveðnar tillögur í þessu sam- bandi og voru þær ræddar í neðri deild þingsins í dag. Það var Selv/yn Lloyd, fjár- málaráðherra, sem fylgdi hin- um nýju tillögum úr hlaði, sem þegar hafa hlotið varmar móttökur af hálfu stjórnarand ntöðunnar. Helztu atriði hmnar nýju fjár- málastefnu eru: 1. Forvextir verða hækkaðir um 2%, úr 5% í 7%. 2. Söluskattur hækkar um tíu prósent á innlendum vörum, og nær þessi hækkun einpig til t.ó- balcs og áfengis. 3. Dregið verður úr opinberri eyðslu, aðallega með þvi að minnka aðstoð við önnur ríki, draga úr herútgjöldum og minka kostnað' í sambandi vig utanríkis- þjónustuna. Þá hefur stjórnin héitið því, að gera sitt bezta til þess að' koma í veg f.yrir kauphækkanir. Síðustu 3 árin hefur greiðslu- jöfnuðuri’nn í Bretlandi verið mjög óhagstæð'ur. liðna nótt, að 33 farþegar og fimm manna áhöfn af banda- rísku flugvélinni, sem neydd var til lendingar á Kúbu í gær, fái að fara frjálsir ferða sinna til baka til Bandaríkjanna, en hins vegar verði flugvélin kyrrsett. Lögreglan í New York heldur því fram, að nokkrir Kúbubúar, sem styðji | Fidel Castró, hafi í huga að ná á sitt vald fimm bandarísk- um farþegaflugvélum og neyða fluqstjóra þeirra til lendingar á Kúbu. Fréttamaður Havana-útvarpsins hefur skýrt svo fr'á, að Castró, for- sætisráðherra, hafi tekið ákvörðun ina um að neyða hina bandarískuj flu.gvél til að lenda á Kúbu. Fylgir j fréttinni, að Castró sé fús til við-1 ræðna við Bandaríkjamenn um' samninga varðandi flugvélar, sem i.’.yrrsettar hafa verið, eða verða kyr'rsettar í Bandaríkjunum eða á Kúbu. Með þessum ummælum á Castró sennilega við það, að fyrir kömmu var kúbönsk flugvél kyrr sett í Miami, og er álitið, að flug- vólarrán Kúbumanna sé mótleikur við aðgerðirnar í Miami. ■V Fleiri flugvélarán Lögreglan í New York hefur sagt, að Kúbumenn hafi í hyggju að neyða a.m.k. þrjár aðrar1 flug- vélar til að lenda á Kúbu, og verði sömu brögðum beitt og við töku flugvélarinnar í gær. Tveir vopn- aðir Kúbumenn verði látnir leyn- ast meðal farþega og knýja áhöfn- ina til að lenda á Kúbu. Segir lög- reglan, að fyrirætlun Kúbumanna sé að ræna einni flugvél frá hverju hinna þriggja bandarísku flugfélaga, Northeast Airlines, East Airlines og National Airlines. I Enn hefur bandaríska lögreglan ekki handtékið neina menn, en víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir I að slíkiir atburðir endurtaki sig. i 10 í verkfalli - 11 boða verkfall Tíu verkalýðsfélög hafa boðað verkfall vis vegagerð, og á verk-1 fallið að hefjast að kvöldi sið- asta dags mánaðarinS. Verkalýðs félög þessi eru á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, nema tvö, verkalýðs félagið í Presthólahreppi og bíl- stjóraféiagið á Akureyri. Áður var vegavinnuverkfal! hjá tíu félögum, og hófst verkfallið í Eyjafirði í fyrramorgun. Kirkjuvígsla (Framh at l(i síðu) Að guðsþjónustunni lokinni baug kvenfélagið „Fjallkonan,“ öllum viðs.töddum að koma í hér aðsskólann að Ytri-Skógum og fá sér hressingu. Var þar veitt af mikilli rausn og myndarskap. Þar tók til máls séra Sigurður Einarsson, og þakkaði hann öll- um, sem að kirkjubyggingu.nni höfðu unnið, og einnig þær miklu gjafir, sem kirkjunni höfðu bor- izt á vígsludegi og áður. Sigurður Jónsson í Eyvindarhól- um og Dýrfinna, kona hans, gáfu kirkjunni tvær ljósakrónur og veggljós, og einnig lóðina undir kirkjuna og bílastæði. Börn hjónanna Hjörleifs Jóns- sonar og Sigríðgr Guðnadóttur í Skarðshlíð; og Eyjólfs Halldórs- sonar og Torfhildar Guðnadóttur í Hvoltungu, gáfu kirkjuklukku til minningar um foreldra sina. — Börn Jó-ns Jónssonar á Seljavöll- um gáfu til minningar um for- eldra sina, kross á turn kirkjunn- ar, smíðaðan úr riðfríu stáli. Guð- jón Jónsson, vélsmíðameistari í Vestmannaeyjuim, sonur Jóns, j s'míðaði krossi'nn. Austur-'Eyfellin.gar búsettir í Reykjavik, Kópavogi og Hafnar- firði, g'áfu skirnarfont, smíðaðan af Bjarna Kjartanssyni trésmíða- meistara, og útskorinn af Ríkarði Jónss.yni myndhöggvara; skírnar- skál, unna úr íslenzkum leir afj Ragnari Kjartanssyni leirkera- j smið, og gólfdregil á kirkjugólfið. Austur-Eyfellingar, búsettir i Vestmannaeyjum gáfu myndarlega fjárhæð. Næstur talaði Gissur Gissurar- son, bóndi í Selkoti, og að lokum talaði herra biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, og þakkaði hinar góðu móttökur. Yfirsmiður kirkjunnar var Þor- stein Jónsson, trésmíðameistari frá Drangshlíðardal. i LífsglatSir Skotar Framhald af 3. siðu. ingi flokksins, en Ronald Beasley er fararstjóri þeirr'a frá Skotlandi. Vinna í sumarleyfinu Þetta eru rúmlega 20 manns, og aldur þeirra er 18—26 ár. Hing að koma þau í sumarleyfi sínu til þess að vinna á vegum kirkljunn- ar. Sjálf verða þau að borga far- gjöldin milli landa, en annar kostn aður er greiddur hér. Þau hafa dvalið á Núpi í Dýrafirði og unn- ið þar mikið starf, málað skólahús, le'Mimissal, sundlaug, heimavist nemenda, prestsetrið og kirkjuna. Auk þess hafa þau sett upp skóg- ræktargirðingu og sitthvað fleira hefur verið gert. Vinnutími var 6 tímar á dag, og hófst hver dagur og endaði með helgistund. Einnig var stund úr degi notuð til biblíulestrar. Sveitirnar tæmdust Á kvöldin var margt sér til gam ans gert, dansað og sungið, keppt í knattspyrnu og synt í sundlaug i staðarins. Skótarnir syntu einnig í firðinum, en íslendingum þótti hann heldur kaldur, Þá var farið í ýmis ferðalög, til Haukadals og Þingeyrar í Dýra; firði, til ísafjarðar og fleira. I Haukadal var farið á dansleik, og bar eklld á öðru en vel gengi að samræma skozkan og íslenzkan dans. Eitt kvöldið héldu Skotarnir samkomu að Núpi. Voru þar ræð- ur haldnar, dansaðir skozkir þjóð- dansar, sungið og leikið á sekkja- pípur. Lá þá við, að sveitir allar tæmdust umhverfis Núp, og komu þangað 200 manns. Sagði séra Ólafur, að skozka j fólkið hefði unnið allra hjörtu þar, vestur frá, og hefði það bezt kom-1 ið í ljós, þegar það kvaddi. Væru, þær gjafir ótaldar, sem því hefðu þá verið færðar, bæði af börnum og fullorðnum. Þessi vinnuflokkur er sá fjórði, sem kemur hingað til lands á veg- um þjóðkirkjunnar. Fyrstur þeirra var sá, sem vann við Langholts- kirkju sumarið 1957. í fyrrasumar var annar við byggingu kirkju í Grafarnesi, og s.l. mánuð vann sá þriðji við Garðakirkju. Enginn J þassara flokka var þó frá Skot-: landi, og sagðist Ólafur vona, að þessi ferð yrði upphaf að nánari samvinnu skozku og íslenzku kirkj unnar. Vonandi færi íslenzkui hópur til Skotlands næsta ár. Efla skilning og samvinnu Fararstjóri Skotanna, Ronald Beasley, talaði fyrir hönd þeirra. Sagði hann, að ferðir sem þessi„ væru mjög heppilegar til þess að! efla skilning og samvinnu milli1 þjóða og færa þær nær hvor ann- ai'ri. Kvaðst hann vona, að íslend- ingar gætu bráðlega komið til. Skotlands, og fleiri tækifæri gæf-' ust til kynningar þjóðanna. Þá lýsti hann ánægju sinni og alls hópsins yfir dvölinni hér. Yfir borðum hófust fjörugar samræður. í hópnum reyndist vera fólk úr ýmsum stéttum þjóðfélags- ins, nemendur, kennarar, bænda- fólk og fleira. Lífsgleðin virtist ráða þarna ríkjum, og mikið var talað og hlegið hátt. Allir voru ánægðir með dvölina og sögðu landið vera dásamlegt, að ýmsu leyti líkt Skotlandi, en þó öðru vísi. En veðrið var alveg eins ogj í heimalandinu, svo að út á það var ekkert að setja. Fólkið fannst þeim líka minna talsvert á Skota, og báru þeir öll- um mjög vel söguna, sem þeir höfðu kynnzt. Var skólastjórinn á Núpi þar sérstaklega tilnefndur, ( sem um margt hafði verið þeim ■ hjálplegur. Einkanlega fannstj þeim þó ánægjulegt, hve stétta-J skiptingar virtist gæta lítið hér, og enginn sýndist vera yfir annan hafinn. Að lokinni kaffidrykkju hurfu Skotarnir út í bæinn á nv. barl Ný aSferS til að breyta sólar- orku í raiorku NTB-Jerúsalem, 25. júlí. Israeiskir vísindamenn hafa fundiS upp nýja aSferS fil þess aS breyfa sólarorkunni í raforku. MeS þessari nýju aS- j ferS er hægf aS ná þrePalt • sferkari rafstraum en mögu- legt hefur veriS meS fyrri aS- ferSum. | Samkvæmt upplýsingum ísra- ; elska vísindaráðsins mun hentug- ast að nota þessa nýju aðferð við rafmagnsleiðslu á afskekktum stöðum, þar sem skortur er á venjulegum brennsluefnum, sem hingað til hafa verið notuð til framleiðslu rafmagns. Bygging rafstöðvar, sem notar sólarorkuna til rafmagnsframleiðslu með þess- um hætti, mun kosta milli 15 til 70 þúsund norskar krónur, allt eftir því hve margir straumvakar eru notaðir. 40 þús. mál (Framhald af 1. síðu.) og voru mörg þeirra sneisafull, með sjóinn upp að efsta bor'ði að utan, enda hjálpaðist að góð veiði og gott og blítt sjólag, svo að hægt var að sigla þannig. 40 þúsund mál Allsæmileg síldveiði var í fyrri- nótt á veiðisvæðinu fyrir austan, og voru skipin að veiðum á mörg- um stöðum á stóru svæði allt frá Norðfjarðarhorni og norður um Digranessflak. Fengu allmargir bátar góðan afla. Það var mest vaðandi síld, sem kastað var á, og er mál sjómanna, að komið sé' óhemju síldarmagn á miðin. Var vitað um afla 50 skipa með sam- tals um 40 þús. mál. Bátarnir voru að kasta allan daginn í gær, en veður fór þá heldur versnandi. Það var kom- in gola eða golukaldi á miðunum og fór vindurinn heldur versn- andi. Veðurspáin var norðaustan kaldi eða stinningskaldi. Veiði- veður var þó ennþá sæmilegt um fjögurleytið í gærdag. Á Raufarhöfn var löng löndunar bið, og skip bættust í röðina jafn- óðum og einhver losnuðu undan krönunum. Fólkið var farið að flykkjast þaðan burtu. í gær og fyrradag fóru að minnsta kosti 100 manns, enda er nú ekki um s'öltun að ræða lengur. Á Aust- fjarðahöfnunum var alls staðar löng löndunarbið. í Neskaupstað biðu síðdegis 11 skip löndunar með samtals 10 þús. mál. Síðasta sólarhringinn höfðu þá eftirtalin skip tilkynnt komu sína þangað með afla: Hannes lóðs 800 mál, Björg NK 650, Draupnir 950, Hafaldan NK 1100, Arnkell 1000, Guðbjörg GK 850. Á Vopnafirði biðu 5000 mál í skipum i höfninni, en samtals var verksmiðjan búin að fá um 60 þús. tunnur. Búið er að salta þar í 11 þúsund tunnur. Söltun er þar ekki alveg lokið, því að eftir er að salta eitthvað af sérverkaðri sild, en það er ekki mikið magn. Höfr- ungur frá Akranesi losaði í fyrri- nótt góðan afla, og síðdegis í gær var hann aftur kominn í biðröðina með 800 mál. Þar voru þá 7 skip. sem þeir hugðust sjá sig um og verzla meira, ef pyngjan leyfði. í dag er ferðinni heitið austur yfir fjall, og verða þar heimsóttir þeir staðir, sem venja er að sýna fer'ðafólki. Á fimmtudag heldur hópurinn heim til Skotlands, þar sem vinnan bíður að loknu sumar- leyfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.