Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 14
TÍMINN, miSvikudaginn 2G. júlf 1961. M Og þarna sást kvenmaður konaa arkandi niður hlíðina. Hún hélt á hrífu, eins og það væri miður sláttur. Þetta var Sigríður húsfreyja á Hálsi. Þegar hún kom að nýja bæn um, þurfti hún að líta í kring um sig. Hún ætlaði inn um dyrnar. En hurðin var læst. Þá br'ölti hún upp í bæjar- sundið og skreið á alla glugg ana og horfði inn um þá. Svo hélt hún heim að gamla bæn um. Ásrún hafði frétt um komu grannkonu sinnar, og var komin út á hlað að taka á móti henni. Þær töldust vin- konur. Er þær höfðu heilsazt, spurði Sigríður, hvað þau ætl uðust fyrir með nýja bæinn. — Spurðu Óskar um það, en ekki mig, sagði Ásrún stutt í spuna. — Já, það er þannig, sagði Sigríður, sem lagð'i sinn skiln ing í svar Ásrúnar. — Já, það er nú þannig, Sigríður mín, sagði Ásrún. — En hvað er að sjá þig, með hrífu í hönd. Ekki kemurðu af engjunum. — Jú, einmitt, sagði Sigríð- ur. — Jón minn var að taka upp úr engjunum í dag. Hann heyjar á meðan fært er. Þó að hann verði stundum hey- laus, þá er ekki hægt að segja að hann slái slöku við eða hætti snemma. Háls er þetta dæmalausa rasskot, sem eng- inn getur lifað á. Það eru ekki hlunnindin á Hálsi eins og hér á Sjávarbakka. Þið hafið fiskinn, rekann, selinn og æðarvarpið. Það er hægra að berjast þegar útvegirnir eru nokkrir. Og Sigríður dræsti máli sínu til árétting- ar. — Öllu má nafn gefa, sagði Ásrún. — Rekinn hefur ekki verið talinn mikill hér á Sjávarbakka. Selveiði og æð- arvarp þekktist hér ekki, fyrr en við komum hingað. Og í mínu. ungdæmi man ég það, að túnið á Hálsi var talið snöggtum betra en túnið hér á Sjávarbakka. Það má svo níða sem prýð'a. — Ertu að skensa okkur á Hálsi? sagði Sigríður og gerð ist þung á brúnina. — Nei, ég var engan að skensa. Eg sagði þetta al- mennt, sagði Ásrún. — Nú| kemur þú í bæinn, Sigríður, mín, og segir fréttirnar. — Já, þakka þér fyrir. Eg kom einmitt af því að ég varj svona nærri. Hér uppi á hálsj inum við merkin, sagði Sigríð; ur. — Þegar við vorum búinj svona á miðjum degi, greip mig löngun til að heimsækja þig. Og sjá driftina hér á Sjávarbakka. En ekki má ég standa lengi við. Nei, það má ég ekki. Þær gengu í bæinn. — Lofaðu mér að koma í búrið til þín, sagði Sigríður, er hún sá, að Ásrún lagði leið til baðstofunnar. — Nei, góða mín. Þú kem- ur í baðstofuna, sagði Ásrún. — Óskar er ekki farinn enn. utan af sér gamla bæinn. Og svo þarf maður að hafa eitthvað fyrir stafni, annars morknar maður nið ur, sagði Óskar. — Því reisir þú þá ekki stór- hýsi, sem rúmaði allan hópinn. Þetta bæjarkríli tekur ekkert, sagði Sigríðúr. — Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti, sagði Óskar. — Eg þen mig aldrei umfram getu. Bærinn ber það með sér, að hér séu að rísa tvö bú. í það minnsta 1 BJARNl ÚR III FIRÐI: ÁST 1 1 MEINUM 16 Hann hefur gaman spjalla við þig. Og Sigríður lét tilleiðast. af að tvö heimili, sagði Sigríður. — Hvað stendur til? Ef þú ekki veizt það, þá Hallfríður sat á rúmi sínu og hefur þú gott af því að geta í eyð bætti flík. Sigríður heilsaði henni og virti hana fyrir sér. Og á svip hennar hefði kunnugur mátt sjá, að hún þurfti ekki fram- ar vitnanna við. Óskar reis úr hvílu sinni, er Sigríður gekk inn í hjóna- herbergið. Hann tók kveðju grannkonu sinnar og bauð henni sæti á móti sér- — Þú ræðir við bónda minn meðan ég hita á katlinum, sagði Ásrún. — Aukakaffi fáum við, fyrst þú komst. Hugsaðu þér, Óskar. Hún kemur af engj- unum.' — Ekki spyr ég að úthald- inu, sagði Óskar. — En segðu mér nú fréttir úr sveitinni. Sigríður taldi nú fram það, sem hún mundi nýjast. Er þau höfðu um stund rætt fréttayfirlit Sigríðar, sagði Óskar: — Þag er gott, að engin stórtíð- indi gerast. Þau eru oftast skugg um vafin. — Helztu stórtíðindin er nýi bærinn hér á Sjávarbakka, sagði Sigríður. — Þú hlýtur að eiga von á húsfólki. Kannski einhverju frændfólki þínu. Það hefur ekki sézt hér um slóðir enn. — Heimili mitt er að sprengja urnar, sagði Óskar. Sigríður þóttist sjá, að ekki yrði lengra komizt. Hana langaði þó til þess að skella einhverju á hann, þennan hrokagikk, er þóttist yfir alla hafinn. En bæði var það, að hún hafði það ekki á hrað- bergi, sem bezt krassaði, og auk þess sýndist henni hann vera eitthvað þreytulegur. Kannski var samvizkan ekki alls kostar róleg. Ekki vildi hún auka á erfiði ann- arra. Nei, hún var ekki þannig gerð. Og Sigríður streittist við að finna nýtt umræðuefni. Og varð þá fyrir henni þetta aldagamla viðræðuform sveitabóndans: Heimt urnar þá um haustið, förgun slát ursfjárins ,enski markaðurinn, vænleiki fjárins og útlitið næsta vetur. Þetta entist. þar til hús- freyja kom með kaffið og lumm- urnar. Óskar brá gjarðir meðan á samtalinu stóð .— Að þú skulir hafa svona mikið fyrir, elsku Ásrún mín. Þetta hefði ég ekki tekið í mál, ef ég hefði vitað, hvað þú aðhafðist. Eg hef enginn orð yfir undrun mína, að slá upp veizlu, þó að ég komi að gamni mínu. — Hafðu hér engin ummæli, Sigríður mín. — Gerðu svo vel, sagði Ásrún. Og Sigríður dró vel á bát- inn og var kát og skrafhreyf-1 in. Enda dró Óskar upp vín- j fleyg og bætti kaffibragðið. með örlitlu tári. Og Sigríður,! sem ætlaði að standa stutti við, dvaldist fram á kvöldið. Þegar birtu tók að bregða, áttaði hún sig fyrst á því, að tímin nvar hlaupinn og bjóst til ferðar. Þó var ekki asinn meiri en svo, að hún beið eft- ir Volgri nýmjólk og þáði mjólkurflösku, því kýrin á Hálsi, sem var aðeins ein, var að verða þurr, þó að hún ætti ekki að bera fyrr en í desem- ber. Loks héldu þær upp túnið, húsfreyjurnar. Síðasta skipun Ásrúnar, áður en hún fór á leið með grannkonu sinni, var sú, að Hallfríður kæmi börn- unum í háttinn og gengi frá öllu. Þær mjök/ðust hægt upp hlíðina. Ásrúnu var orðið stirt um fótinn. Og svo var um- ræðuefnið hugnæmt. Það, hvemig verjast mætti kulda og hungri næsta vetur. Ásrún hafði aldrei haft af( skorti að segja, enda farið velj með efnin. Það átti hún. En Sigríður hafði oft séð hann svartan, aldrei haft mikið handa á milli og þrásinnis komizt í þrot. Enn var útlitið skuggalegt eða að minnsta kosti hæpið, ef á reyndi. Og er hún hafði tjáð hug sinn, hristi hún fram af sér byrð- ina og sagði: — Þetta bjarg- ast allt einhvem veginn, Ás- rún mín. — Já, Sigríður mín. Þetta bjargast allt með guðs hjálp, sagði Ásrún. — Þú ert þrekkona, Ásrún. Eg dáist að þér, sagði Sigríð- ur. — Eg kvarta, en þó eru mínar erfiðu ástæður óvið- ráðanlegar. En það, sem ég get hugsað, að þyngi þig, er mönnum að kenna. — Við hvað áttu? spurði Ásrún. — Hver á barniö, sem Hall- fríður gengur með? — Er Hallfríður ólétt? sagði Ásrún. — Já. Sérðu það ekki, manneskja? — Nei, ég hef ekki séð það. — Ásrún mín. Hvernig má það vera, að þú hafir ekki séð það, sem allir tala um? Eg hefði ekki átt að nefna þetta, sagði Sigríður. — Eg á bágt með að trúa þessu, sagði Ásrún. — Hver á það barn? Það hlýtur þú aö vita eins og annað. — Nei, það veit ég ekki. Eg heyri það, sem fólkið seg- ir. En hvað er að byggja á því? Það eru getgátur einar. — Jæja, hver segir fólkið að eigi þetta barn? — Eg vil helzt ekki tala um þetta meira, sagði Sigríðúr. — Eg var vitlaus að hafa orð á þessu. — Þú ert búin að segja svo mikið, að þú verður að segja allt, sagði Ásrún æst. — Hver á barnið með Hallfríði? — Eg get ekki sagt, hver á barnið með Hallfríði. Eg get aðeins sagt, hvað fólkið held- ur, sagði Sigríður. — Jæja, út með það þá, Sigríður. Hver heldur fólkið, að eigi barnið með stelpunni? sagði Ásrún. — Óskar bóndi þinn, sagði Sigríður. — Þarna kom það. Þú segir fréttir, sagði Ásrún. — Og ef þessi frétt er rétt, munu fleiti fréttir berast frá Sjávar- bakka. Flest getur skeð. Hall- fríður, þessi stelpa. Getur það verlð, að hún hafi táldregið bónda minn? Eg hefi engin orð yfir undrun mína. — Eða hann táldregið hana, laumaði Sigríður út úr sér. — Segir fólk það líka? — Já, auðvitað. — Auðvitað, auðvitað, end urtók Ásrún. — Auðvitað. Hann ríður UTVARPIÐ Miðvikudagur 26. júlf: < 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Óperettulög. 18.55 Tilkynningar. v 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: Sinfónía um fransk an fjallasöng op. 25 eftir d’Indy. Píanóleikarinn Robert j Cassadesus og fílharmoníska hljómsveitin í New York fiytja undir stjórn Charles Munchs. 20,25 Á förnum vegi í Rangárþingi: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við Pál Sveinsson í Gunnarsholti og Lýð Skúlason á Keldum. 20.55 Einsöngur: Eugenia Zareska syngur lög eftir Chopin. Gior- gio Favaretto leikur með á píanó. 21.20 Tækni og vísindi; IV. Geim farir og gervitungl (Páll Theó- dórsson eðl'isfræðingur) 21,40 Tónleikar: Strengjakvartett op. 8 eftir Paul Creston — Hollywood-kvartettinn leikur, 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Kvöldsagan:' „Ósýnilegi maður inn“ eftir H. G. Wells (Indriði G. Þorsteinsson rithöf.). 22.30 „Stefnumót í Stokkhólmi". Norrænir skemmtik-aftar flytja gömul og ný lög. 23,00 Dagskrárlok. ™íkur VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 3 Axi barg þeim með skotleikni sinni. Ör hans stóð gegnum brjóst stýrimannsins og skipið reikaði frá stefnunni. Þá hófst bardagi, sem fljótlega gekk Eiríki í vil. Maður stökk um borð og Sveinn ætlaði að vinna á honum, en hann baðst griða og Eiríkur kallaði til þeirra að þyrma honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.