Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, miðvikudaginn 26. júlí 1961. Hér eru tvær að salta — vantar sild, kallar sú til vinstri háum rómi. Hin hefur orðið vör vlð Ijósmyndar. hættuna og þegir en gleymir að brosa. Hér nam land Egill rauði og Þar er fjölfarið á sumrin, en löng- má segja, að snemma beygist krók- um teppt á vetrum. urinn, því að hér ráða þeir, sem kenndir eru við rauða litinn. Norðfjörður er fallegur og Nes- Byggð iögS niður kaupstaður skjóllegur og veður- Norðfjarðarhreppur náði áður sæll. Þó kemur fyrir, að gluggar yfjr Sandvík, Viðfjörð og Hellis- verða salthvítir a£ særoki. Hin háu fjöll standa trúan vörð hér, eins og við aðra firði í þessum lands- hluta. Og þau eru fjalla fegurst og gróin svo hátt upp, að undrum sætir. Þar á Austfjarðaþokan mesta þáttinn, hversu hvimleið, sem hún annars kann að þykja. Það er annars skrítið með þessa Austfjarðaþoku og gagnstætt því, sem er á Norðurlandi, að hún leggst oft yfir, þegar líður á dag- inn, en heldur sig víðs fjarri á morgnana. tímum, því að sjómenn ögruðu honum með árum sínum og er til frásögn um það. Bæjarútgerðin og togararnir Fyrsti togarinn var Egill rauði. OG SILD A Minni skip reyndust farsælii Minni fiskiskip reyndust betur. Hér eru nú: Glófaxi, Hafrún, Björg, Hafaldan, Hjálmar, Sæfaxi og Þráinn, allt 60—75 smálesta bátar. Auk þeirra 140 smálesta stálskipið Stefán Ben og 250 lesta austurþýzki togarinn Hafþór. Svo er heill floti af minni þilfars- bátum og trillum og fer ört vax- andi á allra síðustu árum. Smærri bátarnir skila miklum arði vegna lítils tilkostnaðar og úthaldstími þeirra lengist óðum og er allt frá marzlokum til sept- ember ár hvert. Smábátarnir hafa séð frystihúsunum fyrir hráefni. Þegar síldveiðum lýkur, hefja stærri bátarnir róðra og stunda þá fram í desember, en fara síðan á vetrarvertíð sunnan lands. Hér eru tvö hraðfrystihús: SÚN og Frystihús kf. Fram. Atvinnu- leysinu hefur veiið bægt frá síð- ustu árin. Tekjur manna eru yfir- leitt góðar, ekki sízt sjómanna. Mikið um að vera Þorskurinn gengur nær landinu en áður og þakka menn það frið- uninni, og þessa daga er síldin ' skammt undan. Það var gaman að j koma niður að höfninni í dag. Opn- j : ir vélbátar og litlir þilfarsbátar komu að landi með mikinn afla, sem veiddur var á línu og mörg1 sökkhlaðin síldarskip voru að koma eða komin inn í höfnina. Talið var, að 10 þús mál síldar væru í þessum skipum. Það, sem RDFIRD Nípa og Oddsskarð Sunnan við Norðfjörð er Múlinn, milli Norðfjarðar og Mjóafjarðár og Nipan að norðan, en Norðfjar- arhorn sunnan við Norðfjarðar- flóa, allt gamlir kunningjar af afspurn, mikilúðlegir í sjón. Sagnir herma, að áður hafi ver- ið manngengt og gripafært fyrir Nípu. Nú er þar þverhnípt bjarg. Aðrar leiðir eru Miðstrandaskarð og Hólaskarð, báðar illfærar. En gerður hefur verið góður vegur yfir hið fræga Oddsskarð, sem er 660 metra hátt og hrikalegt víða. fjörð, sem nú eru 'allir komnir í eyði. En í dalnuni inn af Neskaup- stað, sem varð löggiltur vervlunar- staður 1883 og fékk kaupstaðar- réttindi 1912, eru 11 bæir, vel hýstir og myndarlegir. Bændurnir selja mjólk og aðrar búvörur til kaupstaðarins og fullnægja nokk- urn veginn mjólkurþörf bæjarbúa. Þeir fengu s.l. ár kr. 4.50 fyrir lítrann. Fyrsti mótorbáturinn gekk illa Hér í Neskaupstað byggist allt á útgerðinni. Hún á merka sögu, sem er ekki rúm til að rekja hér. Fyrsti mótorbáturinn hét Fram, I keyptur 1906 og var eigandinin ;Jón Eiríksson. Ekki mundi hann hafa þótt hraðskreiður á okkar Erlingur Davíðsson, ritstjóri skyggði á gleðina, var löndunar- Dags, helmsækir Neskaupstað í stöðvunin og tunnuleysið. Þó var Austfjarðaför sinni fyrlr TÍMANN enn saltað á tveim síldarsöltunar- og segir frá sildarlífinu þar í þess- stöðvum, sem heita: Sæsilfur, sem arl grein. samnefnt hlutafélag rekur og Drífa h.f., sem 'útgerðarmenn stofnuðu í vor. Ilann var eign bæjarútgerðar og fórst við Vestfirði. Næst kom Goðanes, sem samnefnt hlutafélag átti. Togarinn komst þó fljótlega undir bæjarútgerðina. Goðanes fórst við Færeyjar. Síðan kom hinn glæsilegi Gerpir, sem seldur var í fyrra. Þar með var bæjarút- gerð Neskaupstaðar lokið. 50—60 þúsund í sjóinn á dag Síldarbræðslan hefur aðeins um 3 þús. mála afkastagetu og lítið þróarrými. Vegna vöntunar á tækj- um í verksmiðjuna, renna verð- mæt efni daglega í sjóinn, áætluð 50—60 þús. kr. virði. Þriöjungur síldveiðiflotans bíður Síldarskipin fylla sig mjög oft í fyrsta kasti og halda þá til hafnar. Alls staðar er tveggja til fjögurra sólarhringa löndunarbið. Meira en þriðjungur síldveiðiflotans lig: • í höfn og bíður þe?s að losna vi.I aflann. Ég tek fólk tali á söltunarstöðv- unum. Það er misjafn sauður í mörgu fé en ekki í niðrandi yierk- ingu. Lögregluþjónar, blaðamenn, bændur, iðnverkakonur, skrifstofu- stúlkur, heimasætur, frúr og kerl- ingar vinna hlið við hlið og skart- ar allt í slori og síldarhreistri. Skipstjórarnir eru óþolinmóðir og hásetarnir líta kannske í kringum sig. Kaupfélagið Kaupfélagið Fram virðist tölu- vert öflugt og víst hefur það geng- ið af keppinaut sínum, Pöntunar- félagi alþýðu, dauðu. Það mun þó vart æskileg þróun, því að hörð og drengileg samkeppni á hverjum stað er æskileg 'á sviði verzlunar. En nokkrir kaupmenn í bænum bæta úr í þessu efni. Kaupfélags- stjóri er Guðröður Jónsson, bónda- sonur framan úr sveit. Þeir rauðu ráða Eins og áður er að vikið, eru kommúnistar allsráðandi í Nes- kaupstað. Þeir eiga t. d. 5 fulltrúa af 9 í bæjarstjórn og skipa helztu valda- og virðingarstöður bæjarins. Þeir taka ameríska bíla fram yfir rússneska. Bæjarstjórinn er Bjarni Þórðar- son, bæjarfógetinn Ófeigur Ei- ríksson, skólastjóri gagnfræðaskól- ans Þórður Jóhannsson. Nýr gagn- fræðaskóli er í smíðum. Yfirlækn- ir nýs fjórðungs-sjúkrahúss er Elí- as Eyvindsson. Prestur er Ingi Jónsson o'g býr í látlausu húsi, sínu eigin. Hann þjónar einnig Mjóafjarðarkirkju. Hér er Félags- prent h.f„ eina prentsmiðja Aust- urlands og hér' eru blöðin Austri og Austurland gefin út og eru ekki alltaf á sama máli. Prentsmiðju- stjóri.er Haraldur Guðmundsson. í hjáverkum stjórnar hann lúðra- sveit og karlakór. Eitt og annað Bærinn hefur komið upp falleg um skrúðgarði, sem Eyþór Þórðar- son átti hugmyndina að og hefur J6n R. Hjálmarsson, skólastjóri: Hugleiðing um heimavistarskðla Við skipasmlðastöðlna þyklr ungum mönnum gaman að vera — og ekki væri amalegt að fá mynd af sér í blaðl á þessum stað — segir annar. Eitt óskemmtilegasta verk, sem ég geri, er að synja ungl ingum um skólavist í skóla beim, er ég veiti forstöðu. en það er héraðsskólinn að Skógum undir Eyjafjöllum. Frá því í ársbyrjun og fram á vor safnast fyrir hjá mér bunkar af umsóknum, sem ég get ekki svarað fyrr en í fyrsta lagi í júní. Þá loks hafa borizt umsóknir af skólasvæðinu, sem nær yfir Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslur. Ætlazt er til, að unglingar í þessum ■>yggðarlögum sitji að öðru öfnu fyrir um skólavist. Að- óknin úr heimahéruðunum ^efur farið vaxandi undan farin ár og má segia, að nú vanti lítið á, að Rangæingar og Skaftfellingar fylli skól- ann. Afleiðingin af þessari þróun hefur orðið sú, að si- fellt minni hópur utan að komandi nemenda á kost t skólavist og með hverju ár* fjölgar þeim umsækjendun er svara verður neitanr” Skipta þessar synj anir nokb- um hundruðum árlega. Þetta fellur mér þungt og áreiðanlega missir skólinn á þennan hátt margt’ ágætra nemenda, þótt stundum kunni að vera nokkuð blendnir einstaklingar í þess um stóra hópi. En heimavist arskóla eru eðlilega settar þröngar skorður um fjöldo nemenda og verður hann ætíð bundinn við það hús- næði, sem fyrir hendi er — ekki aðeins kennsluhúsnæði. heldur miklu fremur íbúðar- húsnæði nemenda eða heima vist. Oft hef ég velt fyrir mér, hvers vegna aðsókn að heimavistarskóla í sveit væri svo mikil ,eins og raun ber vitni um hér í Skógum og vafalaust á öllum öðrum hér aðsskólum landsins. Ekki er það vegna þess, að ekki séu skólar fyrir hendi annars staðar, nemi í fáum tilfell- um, þvi að stærsti hópur umsækjenda, er synja verð- ur, á heima í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og fleiri kaupstöð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.