Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1961, Blaðsíða 6
6 Kveðjuorð um Egil Gr. Thorarensen, kaupfélagsstj TÍMINN, migyikudaginn 2G. júlí 1961. Fullorðin kona Enda þótt nokkur tími sé írá liðinn dauðsfalli og greftrun merkismannsins Egils Thoraren- sen, og þrátt fyrir hin mörgu ágætu minningarskrif mætra manna um hinn horfna leiðtoga og garp, læt ég það eftir vilja mínum, að hreyfa penna að blaði og minnast fám orðum þessa míns gengna vinar, og þótt ég viti að ekki verði svo glöggt og sannlýs- andi skrifið hjá mér sem hinum, verður því að taka. Einnig tei ég ekki bundið við dagatal eða dauðastund hvenær mætra manna er minnzt. Það skeði fyrir nærri sex árum síðan, úti í Kaupmannahöfn, er ég þá dvaldi í húsi dóttur minnar og tengdasonar, að þau leiddu til stofu, hvar ég sat fyrir, mann garpslegan, hvassan á brún, með blys, er hann bar, munu lýsa vítt og breitt í nútíð og framtíð með þjóð okkar. Hitt þar'f engan að undra — því það er lífsins saga — þótt slíkum mönnum sem Egill var, er sækja á brattgengið til efstu brúna, hrynji steinar úr sporum er lenda kunna á tám þeirra, er siðar fara og treggengir eru til samfylgdar og átaka. Egill gat verið, stundum, orðsnarpur og utanhrjúfur, og svalur súgur undan vængjatökum hans. En sú er mín lífskynning af mörgum ágætismönnum. er þann- ig eru geði farnir sem hann var, og eru því ekki, — sem fjöldinn kýs helzt, — símjúkir og voðfelld- ir viðkomu, — að þeir eiga venju- lega handvarmann og hjartahlýj- una, eru drengir góðir í allri raun — þannig var Egill. Að vonum, hefur mest á því bor- ið í skrifum manna um hann, hve glöggskyggn, öruggur og bjartsýnn brautryðjandi hann var, — hve ógjarnt honum var til misstigs og misgripa í hinum stórbrotnu átök- um til félagsmálaframtaks. Því fer þó fjær að Egill væri þar allur, því fám hef ég kynnzt svo listelskum og listnæmum, sem honum. Það virtist sama hvar um var! skyggnzt í heimi eða á himni iista j og fegurðar, hvort það var fegurð | lags og hljóms, ljóðiistar og ann- j arra fagurra bókmennta, litauðga samræmissköpun pensilsnilldar eða hin margbreytilegu blæbrigði ; íslenzkrar náttúrufegurðar, til iiafs og háfjalla. allt þetta var hon- um hjartfólginn draumur og veru- leiki í senn. j Þegar við hann var rætt um hin ýmsu fegurðarfyrirbæri mannlegs lífs, léku honum orð á tungu ljósra gáfna og listskilnings. Það þarf ekki langt til að skyggnast í leit að uppsprettu þeirrar lindar, er frjóvgað hefur listhneigð hans og skilning á þeim sviðum. Sú lind er til hans runnin frá móðursál og móðurhjarta — frá hinni gáfuðu, listelsku og list- hæfu, hjartahlýju ágætiskonu, Jónínu Egilsdóttur, stórbýlishús- móðurinnar á Kirkjubæ, móður hans. ! Engan hef ég vitað s'krifa slíka móðurlýsingu, svo fagra, svo djúpt (Framhald á 15 síðui 17 kúbikfet. 2. hólfa. mjög lítið notuð til sölu Góð fvr ir veitingahús eða stórt heimíli — Upplýsingar í síma 37466. •X-X - v. X-. SEXTUGUR: Gunnar Jónatansson ráðunautur gáfnablik i augum. Var þar kom- inn Egill Thorarensen. Sátum við saman lengi dags og spjölluðum, og bar margt til um samræðurnar og víðatil skyggnzt og engin tæpi- tunga né hálfyi'ði við höfð í spjallinu. Þarna hófust okkar Egils fyrstu kynni, er síðan áttu eftir að auk- ast vel, mér til gleði og góðs, því þannig reynist það oft, að allt til lífsleiðar-loka okkar hinna andlega minni máttar og miðlungs manna, er gott að kynnast hinum stór- brotnu hæfileikamönnum. Því hefur verið vel og glögglega lýst, með skrifum þeirra Sunn- lendinganna, hvílíkur átaka-, úr- ræða- og framtaksmaður hann var, sem félagsmálaforingi, og hve fars-æl átök hans reyndust á þeim sviðum. Víst hafa þeir Sunnlendingarnir þar stærsts hlutar notið af hans umsvifamikla umbótastarfi, en enginn skyldi halda, að slíkum mönnum sem Egill Thorarensen var, að viljastyrk, mannviti, þreki og drengskap, sé markaður bás til fyrirmyndar, innan síns héraðs eða næsta umhverfis, — nei, áhrifa hans andlega framtaksmáttar, karl- mennsku, þors og bjartsýnnar trú- ar á sigur góðra stórþaifra mála, nær vítt yfir og til þjóðarinnar allrar, frá yzta nesi til innsta dals. Þeir vitar, er hann kveikti, þau Gunnar Jónatansson, ráðunaut- ur í Stykkishólmi, varð 60 ára 12. þ.m. — Gunnar er fæddur að Litla-Hamri í Eyjafirði 12. júlí 1901. Ólst hann þar upp í föður- garð'i við önn hins daglega lífs í fögru og frjósömu byggðarlagi. Tvítugur að aldri fór hann til náms á Hvanneyrarskóla og lauk ] þaðan námi 1922. Eftir það vann hann að sveitastörfum um nokk- urra ára skeið, en fluttist til Reykjavíkur 1930, og var þar verkamaður þrjú ár. Þá fluttist hann til 'Stykkishólms og réðst þar sem verkstjóri að frystihúsi Kaupfélags Stykkishólms, og jafn framt gerðist hann forystumaður í Ræktunarfélagi Stykkishólms, > sem þá var ný stofnað, og hafði þa^ að markmiði að rækta fúa- mýrarnar í nágrenni bæjarins og gera þær að túnL Tókst það verk með ágætum, fyrir ötula forgöngu Gunnars og fleiri framsýnna manna. Gunnari er gefin mikil trú á gróðurmátt íslenzkrar moldar og ævistarf hans hefur orðið það, að fara með forystu í ræktunar- og búnaðarmálum snæfellskra bænda. Árið 1943 var hann kosinn for-! maður Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsness, og þegar samband- inu var skipt 1945 í tvö sambönd, tók hann við formennsku i Bún- aðarsambandi Snæfelisness- og i Hnappadalssýslu, og jafnframt varð hann formaður og fram- framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bandsins, þegar það var stofnað 1946, og um Leig ræktunarráðu- nautur héraðsins. Hefur hann haft á hendi forystu þessara mála alla tíð síðan. Á því tímabili hefur orðið bylt- ing í búnaði héraðsins. Ræktun hefur margfaldast, byggingar þot- ig upp og bændur skipt um bú- hætti, og nota nú vélar til rækt- unar og heyskaparstarfa, í stað hesta og handverkfæra áður. Rækt unarsambandið er orðið stórfyrir tæki, sem veltir hundruðum þús- unda króna og milljónum árlega. Allt þetta hefur krafizt mikillar vinnu af framkvæmdastjóranum, en forusta hans um fjárútveganir, bæði til rekstursins sjálfs og tili ag hjálpa bændum að koma um-| bótunum áfram. Þessu starfi Gunn ars hefur fylgt það lán, áð hann: nýtur nú almennrar viðurkenn- ingar bænda í héraðinu fyrir dugnað og farsæla forystu í þessu ef.ni, og fágætra vinsælda, sakir mannkosta sinna. Mátti sjá þess glögg merki á afmælisdaginn hans. Bændur fjölmenntu þá til Stykkishóims til að heiðra Gunnar. Var hús- fyllir af fólki á hans indæla heimj iíi. Þar voru margar ræður flutt- ar og Gunnari færðar þakkir hér aðsbúa. Meðal ræðumanna vort/ Gísli Þórðarson, Mýrdal; Svein- björn Jónsson, Snorrastöðum; Finnbogi Lárusson, Laugabrekku; Halldór E. Sigurðsson, alþingis- maður; Leifur Kr. Jóhannesson, ráðunautur; Guðmundur Guðjóns- son, Saurum og Gunnar Guðbjarts son, Hjarðarfelli, sem afhenti Gunnari gjöf frá búnaðarfélögum héraðsins, máiverk úr Eyjafirði, gert af Sveini Þórarinssyni, list- málara. í Allir ræðumenn töldu Gunnar meðal vormanna íslands, sem hefði það að ævistarfi að gera landig betra og byggilegra kom- andi kynslóðum. Gunnar er kvæntur Hildi Vig- fúsdóttur Hjaltalín úr Brokey. — Hefur hún búið manni sínum á- gætt heimili og fætt honum þrjú myndarleg börn. Gunnar er einn af þeim mönn- um, sem ekki miðar dagsverk sitt við ákveðið tímatakmark. Hann ieggur nótt við dag, þegar mikið er að gera, og er alltaf síglaður. Fylgir honum hressandi bjart- sýni, hvar sem hann fer, enda alheimtir hann ekki daglaun að kveldi. Það væri lán íslands, að eiga marga slíka syni. Hjarðarfelli, 15’ júlí 1961. G.G. Chevrolet orginal ’59 keyrður 40 þús. fæst fyrir skulda- bréf. Chevrolet ’59 taxi á góðu verði. Fordar frá ’47—’59. Alls konar skipti Plymouth Dodge Crysler af öllum árgerðum. EFRI BÍLASALINN við Vitatorg, sími 12500. Austurferðir Rvík unr. Selfoss. Skeið. Bisk upstungur til Gullfoss og Geysis þriðiudaga og föstu daga Rvík um Selfoss. Skeið Hreppa Gullfoss og Geysi Grimsnes Til Rvíkur á laugar dögum Til Laugarvatns dag lega Tvær ferðiT laugardaea og sunnudaga Hef tialdstæði olíu o fl fyrir gestl. B.S.Í. Simi 18911 ÓLAFUR KETILSSON. óskar eftir að komast á sveitaheimili í nágrenni Reykiavíkur. Upplýsingar í síma 32756. Önnumst viðgerðir og sprautun á reiðhjólum, hjálparmótorhjólum, barna- vögnum o. fl. Uppgerð reiðhjól og barna- vagnar til sölu. ReiðhjólaverkstæSiS Leiknir Melgerði 29, Sogamýri. Sími 35512. Mercedes Benz diesel ’56 með framdrifi Mercedes Benz ’55 Studebiker ’55 Reo Studebaker diesel 10 hjóla Chevrolet ’55 B. Chevrolet ’55 Austin ’55 fimm tonna Ford ’54 með framhjóladrifi. Mjög góður. G.M.C, ’53 G.M.C. trukkur, 10 hjóla. Mjög traustur bíll, með spili og gálga. Höfum flestar gerðir vörubif- reiða til sölu. EFRI BÍLASALINN við Vilatorg. Sími 12500 Utför mannsins míns, Jóns Steingrímssonar, sýslumanns, hefst með húskveðju á heimili okkar í Borgarnesi föstudaginn 28. þessa mánaðar kt. 1,00 eftir hádegi. Kveðjuathöfn verður f Borgarnesklrkju. Jarðsett verður frá kapellunni í Fossvogi laugardaginn 29. júlí klukkan 10,30. Karítas Guðmundsdóttir. ÞAKKARAVÖRP Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu okkur á 70 og 80 gra afmælunum 13. og 27. júní s.l. Margrét og Eiríkur, Miklholtshelli. Öllum þeim, er sýndu mér hlýhug og vináttu á sextugsafmælinu mínu, sendi ég mínar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Rannveig Bjarnadóttir, Stóru-Sandvík, Flóa. Hjartans þakkir til allra vina minna og ættingja nær og fjær, sem glöddu mig á níræðisafmælinu 13. júlí síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Sigurðardóttir, frá Torfufelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.