Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 12. ágúst 1961. 3 Friðarsamningarnir eru Krustjoff metnaðarmál Engu herstöðvalandi hlíft í stríði NTB—Moskva 11. ágúst. — Krústjoff fprsætisráðherra gaf í dag í skyn í fyrsta skipti, að vandamál friðarsamninga við Þýzkaland væru orðin Sov étríkjunum metnaðarmál. Samtímis kvaðst hann reiðubú- inn til viðræðna um sérhverja já kvæða tillögu sem vesturveldi-n kynnu að leggja fram og skoraði á þau að setjast með sér að samn- ingaborðinu. Krustjoff kvaðst fagna mjög þeim orðum Kennedys forseta, að hann vildi friðsamlega lausn Ber- línarvandans, en fyrir slíkri lausn væru friðarsamningar við Þýzka land óhjákvæmileg forsenda. Nýr sparisjóðs- stjóri Friðjón Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Spari sjóðs Mýrasýslu. Fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Halldór Sigurðs- son lézt fyrir nokkru. Friðjón hef- ur undanfarið unnið við sparisjóð- inn sem aðalbókari og gjaldkeri. Hann er ungur maður, sonur Svein björns Jónssonar á Snorrastöðum. Réttarhaldi yfir Menderes Iokið Yassiada, 11. ágúst. — Dómstóllinn sem haft hefur mál Menderes, fyrrum forsætis- ráðherra Tyrkja, og ráðherra úr ríkisstjórn hans til meðfeðar, hef ur lokið störfum, og eru þetta lengstu réttarhöld í sögu Tyrk- lands. Þau hófust 14. okt 1960. Selim Basol, réttarforseti hefur sagt, að rétturinn muni koma sam an einu sinni enn, á mánudaginn kemur, til þess að ákveða hvaða dag dómurinn yfir jieim félögum skuli upp kveðinn. Ákærandi hef ur krafizt dauðarefsingar yfir Menderez og nokkrum öðrum úr hópi hinna ákærðu. I Herstöðvum eytt. Við skulum ekki reyna að skjóta , hvorum öðrum skelk í bringu. i Við skulum setjast við samninga borðið, sagði hann. Krustjoff var mjög harðorður um NATO og sagði meðal annars j að ef heimsvaldasinnuð ríki færu J út í stríð, myndu Sovétríkin gera gereyðandi árásir á herstöðvar NATO-ríkjanna, í hvaða landi sem ■ þær væru. ! Ræðu þessa hélt forsætisráð- herrann á Sovézk-rúmenskum vin ' áttufundi í Moskvu. Hann sagði, 1 að ef heimsvaldasinnar slepptu stríðsófreskjunni lausri, neyddu þeir Sovétríkin til að greiða bana | högg, ekki bara mikilvægustu löndunum, heldur einnig gera ger eyðingarárás á herstöðvar í öðr- um löndum, sem væru aðilar áð NATO. Frakkar aflýsa vopnahléi NTB—Alsír, 11. ágúst. Franska stjórnin hefur aflýst því ein- hliða vopnahléi, sem hún setti herjum sínum í Alsír 20. maí í vor, er samningar hófust í Evian. Segja Frakkar, að vopnahlé þetta hafi ekki borið árangur, upp reisnarmenn hafa ekki farið að dæmi þeirra, og nú hefur yfirfor- ingi' frönsku herjanna aftur fengið heimild til að beita her- styrk sínum eins og hann sjálfur telur bezt fallið í baráttunni við uppreisnarmenn. Bruni í Kamp Knox Laust fyrir klukkan þrjú í gær varð elds vart í bragga C-15 í Kamp Knox. Maður, sem varð eldsins var, kom að lokuðum bragganum, en þar hefur kona búið með fjögur börn á unga aldri. Hún hafði farið að heiman klukkan tvö, en maður- inn braut braggann upp til að full vissa sig um, hvort börnin væru þar inni. Svo var þó ekki. Við athugun kom í Ijós, að gleymzt hafði að slökkva á raf- magnseldavél á einni plötunni, og var mest brunnið kringum vélina. Þó er ekki talið fullsannað, að í- kveikjan hafi stafað af eldavél- inni. Loftið í bragganum og innan- stokksmunir skemmdust mikið af eldi, reyk og vatni, en slökkvilið- inu tókst að ráða niðurlögum elds- ins, áður en hann hafði náð mik- illi útbreiðslu. Innbú var vá- tryggt. Engrar lausnar að vænta f rá de Gaulle — segir Bourgiba NTB—París og Túnis, 11. ágúst. — Frakkland kallar nú heim eitt fallhlífaherfylki af þeim, sem send voru til Biz- erta að berja á Túnisum, er slagurinn stóð um herstöðina. Franska forsætisráðuneytið sendi út mjög stuttorða til- kynningu um þetta í dag. í Túnis sagði Bourgiba forseti, að það kæmi í ljós á aukafundi Sameinuðu þjóðanna, hvaða ríki það væru, sem raunverulega ynnu Túnis þess ag vera sjálfstætt og fullvalda ríki. Hann bar á móti orðrómi um, að Túnis vænti sér nú helzt stuðnings og vináttu af Sovétríkjunum. Frá de Gaulle Stórgjöf Kona, sem ekki vill Iáta nafns síns getið, lét nýlega afhenda Krabbameinsféiagi Reýkjavíkur 100 þúsund króna peningagjöf. Fé lagið þakkar af alhug þessa höfð- inglegu gjöf, sem ekki á sinn Iíka í sögu félagsins. Nýr bátur Nýr yfirlæknir Halldór Hansen yngri hefur t verið skipaður yfirlæknir barna- ( deildar Helsiuvemdarstijðvarinnar' frá 1. ágúst. Hann tekur við em- bættinu af Katrínu Thoroddsen, sem hefur gegnt embættinu frá upphafi, en hafði sagt því lausu. Halldór er sonur dr. Halldórs Hansens fyrrum yfirlæknis á Landakotsspítala. Nýr skólastjóri Húsmæðrakenn- araskólans Fyrir skömmu setti menntamála ráðherra ungfrú Vigdísi Jónsdótt- ur frá Deildartungu, sem verið hefur skólastjóri húsmæðraskól- ans á Varmalandi, skólastjóra Hús mæðrakennaraskóla íslands í stað Helgu Sigurðardóttur, sem látið hefur af störfum eftir að hafa gegnt skólastjórastarfi frá stofnun skólans. Ólafsfirði 10.8. — Síld til söltunar hefur ekki sézt hér í háa herrans tíð, en í.s.l. viku komu tveir bátar með síld til bræðslu. Róðrar eru hafnir á smærri trillur og afli heldur ag glæðast, þó mun minni en vanalegt er um þetta leyti. Stærri dekkbátar eru sumir á færaveiðum og sumir í landi, en gæftir hafa verið held ur stirðar. Nýr, 20 lesta dekkbátur, Anna, er væntanlegur hingað, á laugar- daginn. Bátujönn er smíðaður á Akureyri og er hlaupinn af stokk unum þar. Eigendur eru Guðm. Ólafsson, Hálfdán Kristinsson og Þorleifur Sigurbjömsson. Anna verður tíundi (Jekkbáturinn hér. Tunnulaust á FáskrúSsfirSi Fáskiúðsfirði, 11.8. — Búið er að salta hér í um 3400 tunnur og bræða um 20.000 mál. f gær og fyrradag var saltað í um 300 tunnur. Stefán Árnason kom hér í dag með 7—800 mál og Farsæll í gær með slatta til söltunar, en nú má heita tunnu- laust hér. Veður er sæmilegt, en lítið um þurrka. Bændur, sem hafa súg- þurrkun, bjargast vel, en aðrir miður. Ágætlega fiskast nú á línu, handfæri og snurvoð. Skemmtun var haldin hér um verzlunar- mannahelgina og var þar fámennt og góðmennt. S.Ó. Spellvirkjar í hálfbyggðu húsi Aðfaranótt s.l. sunnudags var brotizt inn í húsið Sól- heima 25, sem er í smíðum. Þama voru spellvirkjar að, en ekki venjulegir innbrotsþjófar. Höfðu þeir farið inn um glugga á fyrstu hæð á austurhlið húss- ins, náð í spíritus, sem er notaður til að hreinsa rúður, hellt honum í dunk og kveikt í. Eldurinn komst í smíðaborð og gluggakarm og ein rúða sprakk af þeim völdum. Þá höfðu spellvirkjamir gengið um húsið og leikið sér að mölva flest allar Ijósapexur, sem þar voru. Lögreglan leitar nú að piltunum, sem höfðu þetta ónáttúrlega gaman. Þrír í bendu Um klukkan eitt í gær lentu þrír bílar í árekstri á Miklubraut skammt vestan við Háaleiti. 1 Vömbíll var á leið vestur Miklubrautina og jeppi í þann . veginn ag komast fram úr honum, þegar þriðji bíllinn var að snúa og bakkaði fyrir vinstri hlið vöru bílsins og rann fram fyrir hann. Jeppinn var þá kominn á hlið við vörubílinn og lenti á bílnum, sem j stóð þvert fyrir framan, og bíl- arnir fóru í eina bendu. Ökumað ur jeppans skaddaðist nokkuð í andliti og bílarnir skemmdust all i ir meira og minna. Byggbgarfélag verkamanna ASalfundur Byggingafélags verkamanna í Reykjavík var haldinn 9. ágúst 1961 í Tjarn- arkaffi. Fundarstjóri var kosinn Helgi Hannesson og fundarritari Sigur- oddur Magnússon. Formaðar félagsins, Tómas Vig- fússon, flutti skýrslu stjórnarinn- ar, og skrifstofustjóri þess, Sigurð ur Kristinsson, las reikninga og skýrði þá. Meðal annars kom fram í skýrslu stjórnarinnar, að í maí s.l. hefði verið lokið byggingu 10. flokks, sem eru 32 íbúðir við Stigahlíð. En nú stendur yfir bygg ing 11. flokks, sem einnig eru 32 íbúðir, og þegar honum er lokið, hefur félagið byggt alls 390 íbúðir. Að auki hefur félagið byggt skrif- stofu- og verzlunarhús að Stórholti 116 og hefur félagið þar aðsetur ; sitt. ! Svæði það, er félagið fékk út- hlutað við Stigahlíð, er nú full- byggt. Félagið hefur nú sótt um lóðir fyrir fjölbýlishús við Ból- staðahlíð. Þá kom fram tillaga um að ' skoia á bæjarstjórn Reykjavíkur, J að haldið verði fast við fyrirfram- gerða áætlun um lögn hitaveitu í Rauðarárholtið, áður en ráðizt verður i hitaveituframkvæmdir í nýrri bæjarhverfum. — Tillagan var samþykkt samhljóða. í stjórn félagsins vóru endur- kjörnir: Magnús Þorsteinsson, Alfreð Guðmundsson, Bjarni Stefánsson, Jóhann Eiríksson. sagði hann, að engrar lausnar væri að vænta. Hann héldi áfram að hika án þess að vita, hvernig hann ætti að snúa sér. Frakkar munu skoða sérhverja samþykkt um Bizertemálið á auka þingi Sameinuðu þjóffanna sem lögleysu, segir í frétt frá París í dag. Mótmæla stengis- lækkuninni Á fundi stjórnar Félags járn- iffnaðarmanna, sem haldinn var þann 10. ágúst sl., voru samþykkt eftirfarandi mótmæli gegn gengis Iækkun: Stjórn Fél. járniðnaðarmanna mótmælir har§lega þeim aðgerð- um íslenzkra stjórnarvalda að fella gengi krónunnar. Með þeirri ráðstöf.un hlýtur allt vöruverð að hækka stórlega og kaupgeta launþega að minnka að sama skapi. Stjórn félagsins lítur mjög al- varlegum augum á það, að slíkar ráðstafanir skuli gerðar að ný- afstöðnum samningum launþega- samtakanna við atvinnurekendur og telur, að þær geti til einskis annars leitt en frekari deilna milli launþega og atvinnurekenda um kaupgjaldið. Nýr héraSs- dýralæknir Jóni Guðbrandssyni dýralækni' var 1. ágúst veitt héraðsdýralæknis embættið í Selfossumdæmi. Hann tekur við af Jóni Pálssyni, sem nú lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Jón Guðbrandsson hefur undanfarið fengizt við rannsóknir á vegum Mjólkursamsölunnar. — Umsækjendur um embættið voru sex. Utan úr heimi Gideon Hausner, saksóknari við Eich mannsréttarhöldin í Jerúsalem, lauk í fyrradag lokaræðu ákær- anda, og hafði hún tekið þrjá daga. Krafðist hann „réttláts dóms“, ekki nánar tiltekins, og endaði ræðu sína með orðunum: „Ég bið ykkur, dómarar ísraels, að kveða upp réttlátan dóm“, 56 þeldökkir voru dregnLr fyrir rétt í Port Elisabeth í Suður-Afríku, ákærðir fyrir morð á lög.reglu- þjóni, sem stunginn var til bana með hnífi í júní, er hann reyndi að dreifa æstum múgi í útjaðri bæjarins. Bandariska landvarnaráðuneytið til- kynnti í fyrradag, að 25 þúsund varaliðar yrðu kallaðir til vopna í landhernum í september. Er þetta hæsta tala innkallaðra síð an í Kóreustyrjöldinni. Tilkynn ing þessi er fyrsta ytra merki her væðingar þeirrar, sem Banda- ríkjastjórn hefur boðað vegna Berlínardeilunnar. ! Formaður er Tómas Vigfússon, skipaffúr af félagsmálaráðherra Endurskoðandi var endurkjörinn: 'Jón Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.