Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 9
T f MIN N, laugardaginn 12. ágúst 196, 9 Fatnaðarkaup eru drjúg- ur liður í útgjöldum hvers heimilis qg því ekki þýð- ingarlaust, hvort á markað koma slíkar vörur á sann- gjörnu verði. Fataverksmiðjan Últúna er með þekktustu fyrirtækjum, sem framleiða karlmannaföt. Hin síðustu ár hefur fram- leiðsla fyriitækisins aukizt að fjölbreytni, enda er forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, Kristján Friðriksson, mikill áhugamaður um aukningu iðn- aðar hérlendis og hefur flutt útvarpserindi og ritað blaða- greinar um þau mál. Fyrir nokkru reisti hann verzlunar- húsið Kjörgarð við Laugaveg í félagi við aði'a, og þar hefur hann skrifstofu sína og sauma- stofu Últímu. f bjartri skrif- stofu á þriðju hæð hússins hitti ég Kristján að máli. Þar hanga á veggjum olíumálverk eftir sjálfan hann og penslar og lita- Kristján Friðriksson á skrifstofu sinnl. Að vefa dúka og sauma flík r / c* '\ TL 1 • \• rrn oignður Ihorlacius ræou' við Kristján Friðriksson forstj. Últímu — Hann verður að sumu leyti betri, því að það er miklu auðveldai'a að þjálfa fólk til þess að vinna einn þátt starfs- ins verulega vel heldur en allt verkið. — Hver hefur svo orðið reynslan, að því er verðlag snertir? — Karlmannaföt hafa lækk- að í verði við hagnýtingu þess- arar starfsaðferðar. Þegar ég var við nám, þá kostaði t. d. einn frakki meira en svaraði mánaðarkaupi mínu í verka- mannavinnu. Nú er hægt að kaupa sér 3—4 frakka fyrir til- svarandi laun. Það sýnir sig líka, að síðan innflutningur á kar'lmannafatnaði frá jafnkeyp islöndunum varð frjáls, þá hef- ur innfluttur fatnaður frá þeim löndum verið sára lítill. — Er álagning á karlmanna- föt bundin af verðlagsákvæð- um? — Þegar hér var skömmtun og mestur hörgull á fatnaði, þá gerðu framleiðendur samkiomu- lag við yfirvöld þau, sem um verðlag fjölluðu, að þeir skuld- bundu sig til að lækka fatnað- arverð gegn auknum innflutn- ingi á hráefni. Það grundvallar- verð, sem fólst í þessu tilboði, hefur staðið síðan, þrátt fyrir að miðað var við að öll fram- leiðsla seldist upp og ekki þyrfti að leggja í neinn kosthað við að hafa birgðir fyrirliggjandi. Nú er sú breyting. á orðin, að markaðinum er fullnægt og mikill aukakostnaður er af því að liggja alltaf með nægilegt vel — það eru mest sauðalitir — en mynztur verða misjafn- lega vinsæl. — Er ekki búið að flytja eitt- hvað út af þeim efnum? — Ekki er orð á því gerandi. Við höfum fengið allstóra pönt- un frá Bandaríkjunum, en hún er enn ekki farin. En útlend- ingar, sem hér hafa verið á ferð, hafa keypt furðu mikið af gluggatjaldaefnunum. — Álítið þér ekki, að ullar- iðnaður eigi mikla framtíð hér- lendis? — Ullarmagnið, sem fram- leitt er, er ekki meira en svo, að útflutningurinn verður aldrei í stórum stíl. En ýmis- legt annað veitir góð skilyrði til ullariðnaðar. Vatnið — bæði ■heita og kalda vatnið — er vel fallið til ullarvinnslu og vinnu- aflið hér er gott og í ullariðnað þarf sérhæfða menn, sem kunna vel til verks. Það er nefnilega mjög misjafnt, hve gott hið al- menna vinnuafl er í ýmsum löndum heims og hér höfum við á að skípa fyrsta flokks vinnuafli, þ. e. a. s. hér býr fólk, sem í eðli sínu er sízt minna hæfileikafólk en gerist í löndum þeim, sem hvað mest- um þroska hafa náð í iðnaði — en auðvitað þarf okkar góða starfsfólk að læra — en það á yfirleitt auðvelt með að læra og hér er tiltölulega fleira af traustum og dugmiklum starfs- mönnum en víða erlendis. — Framleiðið þér ekki líka húsgagnaáklæði? — Jú. Satt að segja fór ég að kassi taka eins mikið rúm á skrifborðinu og verzlunarskjöl. — Hafið þér lengi fengizt við að mála? spyr ég. — Já, ég hef dundað við að teikna og mála alltaf öðru hvoru fi'á því ég var smástrák- ur, segir Kristján, — og stund- um fengið mér tilsögn tíma og tíma. Síðan snerum við okkur að því að ræða um fyrirtæki hans og sagði Kristján það, að þegar hann hóf að reka karlmanna- fatasaumastofu, hefði það verið gert í þeim tilgangi, að fram- leiða ódýrari fatnað með því að beita sem fullklomnastri verka- skiptingu. Fram að þeim tíma hafði svo að segja allur karl- mannafatasaumur hérlendis ver ið unninn þannig, að hver ein- staklingur saumaði heila flík, en með því að skipta verkum svo, að hver vinni fá handtök, þá verða í senn efnisnýting betri og vinnuafköst meiri. Þá er einnig hægt að taka í vinnu fólk, sem ekki kann að sauma heila flík. Áður en Últíma tók til starfa, hafði Klæðaverzlun Andrésar Andi'éssonar eitthvað saumað á grundvelli svona verkskipt- ingar, en það mun hafa verið fyrsta tilraun með hraðsaum hér. — Verður fatnaður, sem unn vandaðor og sá, sem saumaður inn er á þennan hátt, jafn er af einstaklingum? Úr verzluninni. AfnfríBur Guðjónsdóttir verzlunarstjóri. Úr vefstofunni. úrval af vörum. Verðið er svo lágt, að mjög hefur dregið úr því að karlmannaföt séu keypt erlendis. Það er blátt áfram enginn hagur í því lengur og er þó tollur hár hér, bæði á fataefnum og garni í dúka. — Hafið þér ekki yðar eigin vefstofu? — Fyrir tíu árum byrjaði ég að vefa dúka, aðallega úr enskri ull. Tweedefni, sem eru prýði- leg í sportfatnað og yfirhafnir, eru ofin úr íslenzkri ull. ís- lenzka ullin hefur vissa kosti fram yfir útlenda ull, en tak- markanir hennar liggja fyrst og fremst í því, að úr henni er ekki hægt að vefa allra fínustu og mýkstu efni. — En gluggatjöldin, sem þér framleiðið — eru þau ekki úr íslenzkri ull? — Jú. Við höfum gert tals- vert víðtækar tilraunir með vefnað á þeim efnum og í þau er íslenzka ullin ágæt, vegna þess hve loftmikil hún er, ef ,svo mætti segja. Það er skammt síðan við byrjuðum á þeirri framleiðslu. Litirnir hafa líkað fást við vefnaðinn mestmegnis vegna þess, að ég hef gaman af að fást við liti og það eru alveg ótrúlega mörg sýnishorn, sem við höfum gert áður en við höfum fundið þær s^msetning- ar mynztra og lita, sem við er- um ánægðir með. Þetta á eink- um við um gluggatjöldin og húsgagnaáklæðið. — Hafið þér fleiri fram- leiðslugreinar? — Ég er ásamt öðrum að byrja með framleiðslu á kven- kjólum, sem á að byggjast á sömu grundvallarreglu og karl- mannafatagerðin, að selja megi vandaða vöru á hóflegu verði. Sú framl.eiðsla verður seld í sérstakri deild í Kjörgarði. — Eruð þér aðaleigandi Kjörgarðs? — Nei, ég er í helmingafé- lagi við aðra aðila um húsbygg inguna. Hugmyndin með bygg- ingunni var að boma á sem fjölbreyttastri deildaverzlun undir sama þaki viðskiptamönn um til hagræðis og nú eru alls um 17 verzlanir í húsinu. Síðar (Framha)d a 13 siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.