Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 7
TfMINN, laugardaginn 12. ágúst 1961. 7 sévssrð Guðmundur Vilhjálmsson, SySra-Lóni Viðauki og leiðréttingar Þegar birt var í Tímanum 8. júlí s. 1. afmáelisgrein um Kaup- félag Langnesinga, hafði greinar- höfundur ekki tiltæka mynd af stofnanda og fyrsta kaupfélags- stjóra þess, Guðmundi Vilhjálms- syni, sem lengst bjó að Syðra-Lóni. Guðmundur var fæddur 1884, að Skálum á Langanesi. Foreldr- ar hans voru Vilhjálmur Guð- mundsson bóndi þar og síðar á Ytri-Brekkum og kona hans Sig- ríður Davíðsdóttir Jónssonar frá Lundarbrekku í Bárðardal. Guð- mundur var kaupfélagsstjóri og lengstum jafnframt formaður fé- lagsins í nl. 20 ár. í fyrrnefndri afmælisgrein var það misnermt, að Vilhjálmur| Davíðsson á Heiði hefði verið meðal stofnenda félagsins, heldur var það Jóhannes Jóhannesson á Ytra-Lóni, en nafn hans hafði fallið niður. Skrifstofur Kaupfélags Langnes- inga hafa þegar verið fluttar í hið nýja verzlunarhús félagsins. Fyrir neðan mynd af einu elzta húsi á Þórshöfn stóð Beykishús, en húsið hét Beykisbúð. Undir mynd af starfsfólki stóð Þórhallur Sigurðsson, en átti að vera Þórhalla Sigurðardóttir. Er það prentviíla, sem að vísu er aug- ljós, þar sem um unga konu er að ræða. Hinar villurnar, sem leið- réttast hér með, eru ekki blaðinu að kenna, heldur vegna ófullkom- inna upplýsinga greinarhöf. PHJ Málflutningsskrifstofa Málflutningsstörf. innheimta fasteignasala skipasala Alþýðublaðið er með harmagrát yfir því, að Magnús Bjarnason náði ekki endurkjöri í stjórn Kaup félags Skagfirðinga, og þykist hneykslast á, að Jóhann Salberg, sýslumaður, skuli nafa verið kos- inn í stað Magnúsar, maður, „ .. sem liggur nú undir kæru fyrir ýmiss konar misferli, eins og kunnugt er“, svo sem blaðið kemst að orði. Segir blaðið, að með þessu sé verið að „ofsækja“ aumingja Magnús. Hörmung er að heyra þetta. Jú, Magnús féll við stjórnarkjörið. En nýlunda er að heyra það, að ef maður fellur í fijálsum kosning- um, þá stafi það af því, að verið sé að „ofsækja" hann. Allir vita, að það á sér stað á hverju ein- asta ári í öllum mögulegum félög- um, að skipt sé um menn í stjórn- um þeirra og mun svo verða áfram, ef þjóðin fær að búa við frjálsar kosningar. (En sennilega yrði ríkisstjórninni nú ekki mikið fyrir því, að afnema stjórnar- skrána með bráðabirgðalögum). Mun næsta fátítt, að talað sé um „ofsóknir" í því sambandi, eða til hvers heldur Alþbl. að frjálsar kosningar séu viðhafðar? Alþýðuflokksmenn hafa rætt um það opinberlega að takmarka málfrelsi á Alþingi og fréttafrelsi í útvarpi. Kannski við megum eiga von á því, að þessi merkilegi málsvari lýðræðisins, Alþýðuflokk urinn, beri. fram frumvarp um það á næsta þingi, að afnema frjálsar kosningar og rökstyðji það þá með því, að koma þurfi í veg fyrir að Alþýðuflokksmenn séu „ofsóttir"? Hvað sýslumann áhrærir, þá er það rétt, að hann var „ákærður“. Skagfirðingar þekkja þá „ákæru“ og tildrög hennar. Það er létt verk að ákæra og laglegur „mór- all“ væri það eða hitt þó heldur, ef svipta ætti þann mann öllum trúnaði, sem yrði fyrir ákæru ein- hvers og einhvers slöttólfs, — án þess að nokkuð liggi fyrir um rétt mæti ákærunnar. Það liggja oft ýmsir undir ákærum og ef fylgja ætti til fullnustu þeirri kenningu, sem ymprað er á í Alþbl.-grein- inni, er ekki að vita, nema að- standendum umræddrar ritsmíðar kynni að þykja nærri sér höggvið. Annars hefur mér skilizt, að þeim, sem ekki vildu una áfram- haldandi setu Magnúsar Bjarna- sonar í stjórn K. S., sé engin laun- ung á ástæðunni til þess. Alþýðu- flokkurinn hefur nú um sinn sýnt samvinnufélögunum slíkan fjand- skap, að sjálft íhaldið er yfir sig hrifið. Eðlilegast hefði verið, að Magnús Bjarnason, sem trúnaðar- maður samvinnufélags, hefði and- mælt aðförum samherja sinna. Honum virtist annað. Þar næst | sýndist sjálfsagt, að hann léti vera I að reyna til að réttlæta þær. Einnig það varð Magnúsi ofraun. , 'Á aðalfundi K.S. í fyrra beitti hann sér gegn því, að samþykkt væri tillaga, sem fól í sér vítur á ríkisstjórnina fyrir árásir henn- ar á samvinnufélögin. Enginn ef- ast um að Magnús Bjarnason sé nýtur maður á margan hátt. En þegar svona var komið, þótti ýms- um sýnt, að honum væri annað hentara en gæta hagsmuna sam- vinnumanna. Þess vegna var Magnúsi Bjarnasyni nú veitt lausn frá því starfi, sem hlaut, sam- kvæmt eðli málsins, að vera hon- um nokkur þolraun. — mhg ■ Hilmar Jónsson: Orftift er íriáls* Alfreð Gíslasyni í Keflavík svarað i: Jón Skaftason hrL lón Grótar Sigurðsson. lögfr i Laugaveg) 105 (2 hæði Morgunblaðið birti 2. ágúst all-1 mikla ritsmíð eftir bæjarstjórann I í Keflavík, Alfreð Gíslason. Er | það langt mál, sem einn vinurj hans sagði að hefði mátt orðast í þremur setaingum. Eg mun nú leitast við að draga fram aðalatr- iðin og svara greininni lið fyrir lið, enda er hún mestmegnis árás á undirritaðan. Þeim sem elcki þekkja hæstvirtan 8. landskjörinn þingmann, skal bent á, að maður sá er með afbrigðum lítillátur. Tek ur hann fram í upphafi greinar sinnar, að val flokksmanna hans á sjálfum honum sem bæjarstjóra í Keflavík hafi verið mikið happa verk fyrir byggðarlagið, „þar eð Sjálfstæðisflokkurmn muni af þeim ástæðum halda meiri hluta sínurn við næstu kosningar.“ Litlar þakkir virðist því Eggertj Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri; fá fyrir sitt „fómfúsa“ starf og óvilhalla stuðning við þingmann- inn í erfiðleikum hans. Fullyrðir þingmaðurinn, að hann hafi sagt starfi sínu lausu algerlega „óþving aður af nokkrum". Skýtur það æði skökku við tilkynningu hæst- laus eins og sést bezt á þessum samskiptum hans við lögregluþjón ana. Sem dæmi um miskunnsemi sína segist A.G. hafa haft líf mitt í höndum sér í tvö ár samfleytt. Ástæðan er sú að ég hafi gerzt ■tarlega brotlegur við lögin, en hann af góðmennsku sinni hlíft mér fram á sinn síðasta embætt- isdag. Hið hryllilega glæpamál mitt sem Alfreð verður svo tíð- rætt um, er meiðyrðamál, sem lög reglustjórinn á Keflavíkurflug- velli höfðaði á mig vegna blaða- greinar um smygl og fleira á Keflavíkurflugvelli. Var ég dæmd ur í sekt krónur 600. Var mér aldrei birtur dómur í málinu né krafinn um sektina fyrr en þenn an júnídag, að tveir lögregluþjón- ar komu frá A.G. og höfðu fyrir- mæli um að flytja undirritaðan i fangelsi, ef sektin yrði ekki greidd þegar í stað. Til skamms tíma hefur ekki verið hirt um að innheimta slíkar sektir en nú mun sá háttur vera upptekinn. En mér finnst nú nokk uð djúpt í árinni tekið hjá Alfreð, að segja að hann hafi haf.t l£f mitt Keflavíkur. Þangað var ég ráðinn samkvæmt hollráðum Alfreðs að því er segir í greininni en hon- um láðist að fá umsögn um pilt- inn. „Hefði ég spurzt fyrir um manninn hjá fyrri húsbónda hans, Snorra Hjartarsyni, bæjar- bókaverði í Reykjavík, er ég viss um, að ég hefði aldrei hleypt hon um nér að safninu", segir orðrétt í greininni. Þetta ómak hefði ég getað sparað Alfreð, þar eð um- sókn minni fylgdi einmitt með-j mæli frá Snorra Hjartarsyni ogj fara þau hér á eftir: „Hilmar Jónsson hefur unnið við Bæjarbókasafn Reykjavíkur frá 1. júlí 1956. Þennan tíma hefur hann unnið bæði í útlánsdeild safnsins og lesstofu og jafnframt gegnt ýmsum öðrum bókavarðar- störfum. Einnig hefur hann ann- azt eitt af útibúum safnsins um nokkurra mánaða skeið. Hann hef ur því kynnzt og tekið þátt í öll-, um daglegum störfum á bókasafn- inu og er því vel undir það búinn að taka að sér sjálfstæða bóka- varðarstöðu. Samkvæmt þeirri reynslu, sem ég hef fengið af störfum hans, veiti ég honum mín allra beztu meðmæli. i Snorri Hjartarson, bæjar- bókavörður.“ Að Alfreð hafi einhverju ráðið um ráðningu mína, er bezt að, vísa til fundargerðarbókar safns-! stjórnarinnar. Þá mun koma í ljós að Alfreð kom þar hvergi Sími '1380 Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa, | | » ÍFreyiugötu 37, sími 19740 • i i ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 , virts dómsmálaráðherra. Þar seg- ! ir: „að meðferð refsimála hafi reynzt áfátt að því leyti a® mörg um þeirra hafi ekki verið sinnt og með'ferð annarra dregizt leng- ur en skyldi“. Alfreð hefur hins vegar sína snjöllu skýringu á j lausnarbeiðni sinni og hún er sú, ! „að áframhaldandi samstarf við j undirmenn mina í lögregluliðinu hafi verið síður en svo fýsilegt fyrir mig“. Þeir voru hinir seku, enda hvergi liðtækir við lögreglu- störf, en Alfreð saklaus, má lesa út úr greininni. Saklaus maður sagði sem sagt starfi sínu lausu til þess eins að hinir seku gætu haldið áfram sinni fyrri iðju. Sam kvæmt þessu ber yfirmanni að hrökklast frá. ef undirmenn hans sýna honum mótþróa. Nú gáir sá góð'i maður Alfreð Gíslason ekki að því, að í núverandi stöðu sinni sem bæjarstjóri, er hann eftir sem áður yfirboðari hinna ógn- vekjandi lögreglumanna, þar eð þeir eru ,að einum undanskildum, bæjarstarfsmenn. Miskunnsemi A.G. er takmarka- í höndum sér út af sex hundruð krónum. „Bókavörðurinn greiddi dóms- sektina með tékka úr sjóði bóka- safnsins", heldur þingmaðurinn á- fram. Þessi broslega athöfn fór fram að sögn Morgunblaðsins 28. júní og eins og aðrir dauðlegir menn fæ ég í lok hvers mánaðar kaup mitt greitt, séu peningar fyrir hendi í bókasafnssjóðnum. Bað ég annan lögreglumanninn að' skipta tékkanum, sem hljóðaði upp á hina venjúlegu mánaðar- greiðslu. Gerði hann það og bofg-; að'i undirritaður síðan lögreglu- manninum 600 krónur af þeim peningum. Eru þeir vitni að þe.ss- um sögulega atburði. Það getur vel verið eftir annarri þekkingu A.G. að dæma, að hann álíti að það varði við lög, að ég fái kaup mitt greitt á réttum tíma. Og kannski verður' það ein þeirra um bóta sem hinn nýi bæjarstjóri okkar hyggst hrinda í framkvæmd. En smeykur er ég um að það verð’i fjárfrek „umbótastarfsemi". Víkur nú sögunni að Bókasafni nærri. Um störf mín sem bóka- varðar læt ég nægja að birta kafla úr síðustu ársskýrslu bóka-! fulltrúa ríkisins. Þar segir: „í Keflavík var ungur og áhugasam-j ur maður, sem starfað hafði á| Bæjarbókasafni Reykjavíkur, ráð inn til að gera innkaup á bókum til nýs safns og starfrækja það, og á fyrsta ári urðu bókalán safns ins ofan við meðallag bæjar- og héraðsbókasafna hér á landi“. Reykjanesið, málgagn Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík segir enn frem ur um störf mín í leiðara: „Hér- aðsbókásafnið hefur farið mynd- arlega af stað ... “. Þar með er sagan ekki sögð íj sambandi við safnið. Á bókhaldi; þess hefi ég ekki hundsvit enda1 fjárreiður þess í hinni mestu ó- reiðu, segir 8. landskjörinn. Þenn an ósóma þurfti því að lagfæra. Af einskærri tilviljuri varð vinur A.G., Kári Þórðarson, rafveitu- stjóri í Keflavík, fyrir valinu, en hann var kosinn gjaldkeri í stjórn safnsins. Maður sá er með eindæm i (Framhald á 13. síðu). I >* Á víðavangi Lýíræíi í hættu Er þetta lýðræðisskipulag, sem við búurn 'Við? Hvar er lýð ræðið og frelsið? Ætlar núver- andi valdasamsteypa að ganga af lýðræðinu dauðu? Þannig spyrja menn þessa dagana. Og er það nokkur furða? Kosning- ar eru undirstaða lýðræðisþjóð- félagsins og í kosningum velja menn þá stefnu, sem fylgja á í þjóðmálum á hverju kjörtíma bili. Sá þingmeirihluti, sem myndaðist í síðustu kosningum var kjörinn til allt annarra verka, en hann hefur unnið. Þeir, sem kusu Sjálfstæðisflokkinu, kusu leiðina til bættra lífskjara án nýyra skatta, álagna og dýr- tíðar. Þeir kjósendur, sem veittu þingmönnum umboð til að framkvæma þessa stefnu voru sviknir þegar í stað með setn- ingu „viðreisnarlaganna". Þjóð- in reis upp oig mótmælti og laun þegar í landinu fylgdu eftir þeim mótmælum með almenn- um verkföllum, sem nálguðust allshérjarverkfall. Samvinnu- hreyfingin beitti sér fyrir sann gjarnri og hóflegri lausn verk- fallanna og sýndi þá hve já- kvætt, þjóðholt og ábyngt afl hún er í þjóðfélaginu, því að samningarnir voru þannig úr garði gerðír, að þeir áttu að geta tryggt varanlegar kjarabætur og vinnufrið i landinu næstu ár, ef skynsamlega var á málum tekið. Enginn hefur enn treyst sér til að segja að hagkvæmari samningum fyrir atvinnuvegina hafi verið unnt að ná. Ríkis- stjórninni átti þá þegar að verða það Ijóst, að þjóðin sætti sig ekki við þá stefnu, sem ríkis- stjórnin var aí5 framkvæma, enda hafði ríkisstj. ekkert um- boð til að framkvæma hana. f stað þess að bregðast við á lýð- ræðislegan hátt, traðkar ríkis- stjórnin á lýðræði og þingræði og hegðar sér sem einræðis- stjórn. Hún afnemur þingræðið og lætur þingmenn sína sam- þykkja undir hótunum, að taka vald af Alþingi um gengisskrán inguna. Hún framkvæmir stór- fellda gengislækkun — svö stór- fellda, að engin rök er hægt að færa fyrir henni. Hún misnotar rík.isútvarpið á hinn lúalegasta hátt og lætur lesa upp megnan áróður kryddaðan talnafölsunum. Hún neitar afí kalla saman þing. Hún neitar að ræða málið í út- varpsumræðu frammi fyrir þjóðinni. Hún neitar að verða við kröfu Framsóknarmanna um þinigrof og nýjar kosningar. Hún neitar Framsóknarflokkn- um að fá lesin í útvarp sjónar- mið Framsóknarflokksins. Hún framkvæmir þá stefnu, sem er þveröfug við þá stefnu, sem þeir fengu umboð til að framkvæma — og þegar mikill meirihluti þjóðarinnar mótmælir, hundsar hún það og vegur enn í sama knérunninn, þótt lýðræðisleg skylda ríkisstjórnarinnar væri tvímælalaust að leggja málin undir dóm þjóðarinnar fyrst hún vildi ekki framkvæma aðra stefnu. Er unnt að ausa meira vatni á myllu kommóriista en með slikum vinnubröcðum? — Svo er höfuðið bítið af skömm inni með því að saka þá ivðræð- issinna, sem halda vilja grund- vallarreglur lýræðisins í heiðri um kommúnisma og kommún- istadekur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.