Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 16
Laugardaginn 12. ágúst 1961. 181. blað. Grettir f I iótvirk- ur á Þórshöfn Þórshöfn, 10.8. — Heyskap ur gengur mjög erfiðlega, en enginn verulega góður þurrk- dagur hefur komið hér á öll-, um slættinum. Þurrkflæsur undanfarna daga. hafa þó bætt úr skák, en sumir hafa þó fengið rigningu ofan í flatt. Þeh’, sem hafa súgþurrkun, eru búnir að hirða talsvert, en aðrir lítið. Spretta er aftur á móti góð, en ílla lítur út um seinni slátt, ef þessu fer fram. Hér hefur verið saltað í tæpar 300 tunnur og er söltun lokið. Grettir var að grafa hér í höfninni um daginn og lauk verkinu hálf- um mánuði á undan áætlun. Hann gróf 100 m radíus út frá gömlu bryggjunni fyrir tveimur kerum. Annað er búið að steypa hér og hitt verður steypt næsta sumar. Trillur i'óa héðan með línu og stærri bátar með færi. Afli hefur verið sæmilegur. Engin samkoma var hér um verzlunarmannahelg- ina, en leikflokkur Lárusar Páls- sonar hafði Kiljanskvöld hér á mánudaginn, og var það ein bezta skemmtun, sem fólk hér um slóðir hefur sótt, að flestra dómi. Sjómarkiö og Bretland í tiýhundrað ár á havinum hevði Bretland eitt harðræðisveldi rændi, og sakleys verjuleys lond hertók í blóði og eldi. Men málleys, tannleys og klóleys nú hin bretska ljónin er vorðin, lamin hon liggur við rivnum skinni, men muran er enn sum í forðum: Tá keisrakrúna Indialands av hennara hþvdi fall, hon hertók ístaðin við buldur og brak, Rock all, ein lomvig^pall. Hitt sjómark teir settu í hvþnnsmanns dyr, mót smálondum enn teir verja, at fjálga um sinar veiðutjóvar, teir royndu á ísland herja. Men ísland vann sigur í toskastríðnum, rak veiðutjóvar frá landi, tá hildu teir fram í Fþroyum, tí her var verjuleyst, ongin vandi. Vit kunnu ei lata bretar longur i oss matin úr munninum ræna, | og grunnsópa hjallin, vit eiga i á sjónum. 'Nú ræður um mannsevni dana. Standa vit fþroyinga allir sum ein, og danir ei okkum svíkja. Skal bretska ljónin í Fþroyum við sum um allan heimin víkja. Pól F. Úr færeyska blaðinu „Dag- blaðið. ilím i l.w\\ Regn Eitthvað spillist veðrið í dag, ef trúa á þessum sjálf virka á veðurstofunni. Nú fáum við rigningu öðru hvoru ofan í kaldann. Geimskotakapphlaupið Uppdráttur þessi gerir saman burð á geimskotum Bandaríkja- manna og Rússa. Innri hringur- inn á að tákma yfirborð jarðar- innar. Ofarlega til vinstri er sýnt geimskot bandaríska geim- farans, Grissom, en það var tæp ir 400 kílómetraf\ Ytri hringur- inn sýnir hins vegar geimskot Rússa, þegar Títoff fór 17 hringi umhverfis jörðina. Greinilegt er, að Bandaríkja- menn eiga mjög langt í land, ef þeir ætla að ná Rússum á sviði geimferða, munurinn á þessum tveimur geimskotum er svo gífurlegur. Bandaríkja- menn hafa samt ekki hug á að vera eftirbátar Rússa. Hefur þing þeirra nýlega samþykkt stóraukna fjárveitingu til geim rannsókna. Mörgum mun sjálfsagt finn- ast þetta kapphlaup stórþjóð- anna heldur tilgangslítið, þar sem vísindalegur árangur þess- arra geimferða sé tiltölulega lítill, en lilkostnaður ofboðsleg- ur. Finnst sömu mönnum þá um leið, að nær væri, að nota pen- ingana heldur til skóla, sjúkra- húsa og ýmiss konar menning- ar- og vísindastarfsemi. En stað- reynd er, að álit stórþjóðanna út á við fer mjög eftir því, hve yel þær standa sig í kapphlaup inu um stærri og nákvæmari eldflaugar. Heimspólitíkin er grimm og gefur engin grið. Bækur sem vekja eftirtekt I Kvöldvökuútgáfan á Akureyri hefur í undirbúningi útgáfu þriggja bóka, sem án efa munu ' vekja mikla eftirtekt. Bækurnar munu koma út á þessu ári. Hér er um að ræða endurminn- ingar Bernharðs Stefánssonar, fyrrum alþingismanns, ritaðar af honum sjálfum, Huglækningar, eftir Ólaf Tryggvason á Akúreyri, og í þriðja lagi Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjóra. Forstjóri Kvöldvöku- útgáfunnar er Kristján Jónsson fulltrúi. E.D. ©39 Sýning 45 landa í Leipzig í hausí Alþjóðlega kaupstefnan í Leip- zig verður haldin dagana 3.—10. september í haust. Ilafa þegar tilkynnt þar þátttöku sína kaup- sýslufyrirtæki og utanríkis-sölu- miðstöðvar frá 45 löndum. Þýzka alþýðulýðveldið notar stærsta hluta sýningarsvæðisins, en sam- tals er sýningarflöturinn 115 þús. fermetrar. Sýningar frá Vestur-Evrópu eiu miklum mun stærri en áður hefur verið. Er Vestur-Þýzkaland og Berlín þar fremst í flokki, en næststærst er sýning Frakklands. Þá koma Austurríki og Holland, (Framhaid a la s:f»u> Skemmtiferð- in í Borgar- fjörðinn Eins og auglýst hefur verið, verður farið í skemmtiferð frá Framsóknarhúsinu kl. 9 í fyrra- málið. Þátttakendur mæti kl, 8,30. Klukkan 10 mínútur fyrir 9 verða allir að vera komnir í bifreiðarnar. Fyrst verður stanzað á Þing- völlum, svo á Kaldadal og því næst að Húsafelli og Barnafoss- um. Síðar verður ekið um hinn blómlega Borgarfjörð. Þeir, sem eiga ósótta pantaða farmiða, sæki þá fyrir kl. 6 í dag í Framsóknarhúsið, uppi Og þeir, sem hafa orðið síðbún- ir að panta sér farmiða, geta fengið þá til kl. 6 á sama stað. Símar 15564 og 12942. Ferðanefndin. Þetta er Garðhús, eitt elzta húsið í Stokkseyrarkauptúni. Helm að bænum liggja traðir, eins og þær fíðkuðust fyrrum við sveitabæi, ag garðurinn umhverfis blettinn er hlaðinn úr fjörugrjóti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.