Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 13
HÍMINN, laugardaginn 12. ágúst 1961. 13 Oríið er frjálst (Framhalc) ai 7 síðu) «m starfsfús og ber ágaetur hagur Rafveitunnar vott um það. Lang- aði hann mikið til að taka af mér allar fjárreiður en það befð'i haft það í för með sér, að mér hefði verið ókleift að sinna stöðu minni. Um þetta leyti var skotið á skyndi fundi í æðsta ráði Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík og hvatti Al- freð liðsmenn sína til að ganga vel fram. Daginn eftir þennan klíkufund tók Kári Þórðarson peninga þá sem Keflavikurbær hefur fallizt á að greiða safninu mánaðarlega inn á reikning þess í Sparisjóð Keflavikur. Var slíkt gerræði í fullri andstöðu við á- kvarðanir stjórnarinnar. Á stjórn- arf.undi 13. júní í bókasafninu var þetta mál tekið fyrir og sá Kári sér þann kost vænstan að afhenda peningana þegar í stað. Var þá staðfes.t sú tilhögun, sem verið hefur á fjárreiðum safnsins eins og fram kemur í yfirlýsingunni frá meirihluta bókasafnsstjórnarinnar hér á eftir. Sat Kári hjá rið at- kvæðagreiðsluna. Er hann þar með úr sögunni og tillag hans til menningar í Keflavík tekið út af dagskrá. Hin ljósprentaða yfirlýs ing frá meirihluta bókasafnsstjórn arinnar fer hér á eftir: Út'af skrifum Alfreðs Gíslason ar, bæjarstjóra, í Morgunblaðinu 2. ágúst sl. varðandi afstöðu meiri hluta stjórnar Héraðs- og bæjar- bókasafns Keflavíkur til þess í hvers höndum fjárreiður og bók- hald safnsins skyldi vera, óskar meirihlutinn að taka fram eftir- farandi: í lögum og reglugerg um' héraðsbókasöfn er gert ráð fyrir að stjórnir safna skipti með sér verkum og kjósi úr sínum hópi, formann, ritara og gjaldkera. Þar . sem um lítil söfn er að ræða, sem 1 ekki hafá fásta starfsmenn, eða jafnvel aðeins að hluta, verða þessir menn að taka að sér all- verulegt starf við söfnin og þá hver eftir því, sem hann er kosinn til. — Þar sem hins vegar svo er, að söfnin hafa fastráðinn starfsmann, gera lög og reglugerðir ráð fyrir a5 hann sjá um fjárreiður safns- ins, enda segir svo í reglugerð um almenningsbókasöfn 20 gr. fyrstu málsgrein um skyldur bókavarð- ar: „Hann skal annast fjárreiður safnsins og reikningshald, nema bókasafnsstjórn hafi það sjálf á hendi eða feli það öðrum.“ Sam- kvæmt þessu var eftirfarandi til- laga samþykkt í stjórn bókasafns- ins 13.6. síðastliðinn: „Stjórn héraðs- og bæjarbóka- safns Keflavíkur samþykkir, að sú skipan, sem verið hefur á fjárreiðum og bókhaldi safns- ins undanfarið, að bókavörður- inn hafi hvort tveggja með hönd um, skuli áfram gilda. Skal bóka vörðurinn samkvæmt því taka á móti framlögum frá þeim aðil um, sem þau veita og geyma ó- ráðstafað fé safnsins á hverjum tíma í sparisjóði eða banka. Hann skal greiða reikninga vegna safnsins og færa bækur þess.“ Þessi tillaga var samþykkt með þremur 3 atkvæðum gegn einu 1 og einn sat hjá. Eins og fram kem ur í tillögunni var hér um að ræða staðfestingu á því fyrir- komulagi á fjárreiðum og bók- haldi safnsins, sem fyrri stjóm safnsins’ hafði ákveðið og gerð var í samráði við fyrrverandi bæj- arstjóra S'ggert Jónsson. En fyrstu 2 árin, ^em safnið stárfaði, var bókhald og fjárreiður þess á skrif stofu Keflavíkurbæjar. Á fyrsta fundi stjórnarinnar í febrúar sl. lá fyrir reikningsyfirlit fyrir árið 1960 samþykkt og undirritað af endurskoðendum Keflavíkurbæjar. Aðeins ein atbúgasemd er gerð um formsatriði, en þess skal get- ið að uppgjör fyrir safnig var nú gert í sama formi og gert var með an bókhaldið var haídið á skrif- stofu Keflavíkurbæjar. — Meiri hluti stjórnar safnsins taWi sig ekki hafa neina ástæðu til að breyta því fyrirkomulagi, sem ver ið hafði um fjárreiður og bókhald safnsins og mótmælir því ein- dregið þeim atburði í grein Al- freðs Gíslasonar, að afstaða henn ar til umrædds máls, hafi stafað af „duWum ástæðum". Keflavík, 3.8., 1961 Ásgeir Einarsson, (sign), Guðm. Guðmundsson, (sign), Einar Kr. Einarsson (sign). Ofanritað reikningsyfirlit, (skila grein frá bókaverði) Bæjarbóka- safns Keflavíkur fyrir árið 1960, ásamt- meðfylgjandi fylgiskjölum höfum við endurskoðað og fnndið rétta. Sjóðseign er fyrir hendi. Leyfum okkur enn á ný að benda á, að við álítum, að' bóka- safninu, sem er sjálfstæð stofn- un, beri að hafa aðalbók og efna- hagsbók,, sem eignir bókasafnsins og eignahreyfingar eru færðar í frá ári til árs. Keflavík, 12. apríl 1961, Friðrik Þorsteinsson, Sveinn Jónsson. Hefst nú lokakaflinn í hinni sögulegu sókn bæjarstjórans í Kefiavík gegn „uppvakningnum" Hilmari Jónssyni. Aifreð fullyrðir að mikill hluti safnsins liggi ó- skráður í kössum. Það mætti segja mér að þessi speki væri frá Helga S. Jónssyni ,en hann og Kári eru helztu menningarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins hér. Nú lætur Helgi vin sinn setja á prent í stærsta blaði landsins, fleipur, sem gæti kostað Alfreð drjúgan skiWing, ef ég hirti um að fara í mál við hann. Sannleik- urinn er sá, að ástæðan fyrir því að allmikið af skráðum bókum safnsins eru geymdar í kössum er fjárskortur, sem Alfreð ber höfuðábyrgð á. Vegna féleysis er ekki hægt að binda þær bækur, sem eru óbundnar eða þurfa lag- færingar við. Stjórn safnsins hef- ur verið tilkynnt að á þessu ári verði framlag bæjarins til bóka- safnsins stórlega lækkað vegna þess að 1958 hafi bæjarsjóður greitt til safnsins hærri upphæð en fjárhagsáætlun bæjarins það ár gerði ráð fyrir. En safnið hóf einmitt starfsemi sína það ár og þurfti á allmiklu stofnfé að halda, enda var bókakostur afar lítill, þegar safnið var opnað. Hér er Alfreð að leika sama leikinn og hann gerði við lögregluþjónana í Keflavík. Þegar. hann lét óátalið að flokksblað hans birti árásir á löggæzlumennina en kom sjálfur í veg fyrir að störf þeirra bæru árangur vegna trassaskapar og embættisvanrækslu. — Um skatta málin ætla ég að vera fáorður. Um niðurjöfnun útsvara í Kefla vík í ár eru allir andstæðingar Alfreðs sammála, jafnt Framsókn armenn sem Alþýðuflokksmenn, að þar hafi verið farið inn á mjög hættulega braut. Var Alfreð raun verulega bjargað á síðustu stundu af pólitískum andstæðingi við að niðurjöfnunin öll yrði ekki dæmd ógiW. Daginn sem hann tók við bæjarstjóraembættinu var eitt af fyrstu verkum hans að grennsl- ast um í viðkomandi ráðuneyti hvort hart yrði tekið á yfirsjón- um bæjarstjórnarmeirihlutans í þessu máli. Eitt hefur unnizt með þessari blaðagrein A.G.. Nú ætti hverjum að vera ljóst í landinu, hvaða mann hann hefur að geyma. Hefur hann og látið afskiptalaust að safnað væri undirskrif.tum hér í bæ, þar sem flokksbróðir hans, Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, er lítilsvirtur. Þá bendi ég almenningi á hið þingmann- lega orðalag, sem er á grein Al- freðs Hann segir að andstæðing- ur sinn sé brjálaður heimskingi sem þurfi ,,að taka i lurginn á“. Fleiri en ég fá sinn skammt. Al- þýðúblaðið er „reifarablað“ og Tíminn er „ætíð reiðubúinn til skítverka". Frá því að kæran á U L T I Hluti af saumastofunnl. Gunnhildur GuSjónsdóttir klæðskeri heldur um sníSahnifinn. Þórhallur FriSfinns- son klæðskerameistari fyrir borSendanum. Collin Porter sér um nýjungar f framleiðslunni, en hann vantar á myndina. salarins' eru hlaðar af garni í ýmsum litum á stórum spólum við hliðina á reikningsvél, sem rekur uppistöðu vefjarins á risa stór kefli. Þá tekur við bóm- ingarvél, sem gengur frá uppi- stöðunni, áður en hún fer í vef- stólana. Af gluggatjaldaefni eru um 650 metrar af uppistöðu á bómu. Of dýrt er að setja upp styttri vefi. Tvenns konar skyttuspóluvélar spóla á skytt- urnar, er önnur algerlega vél- ræn, grípur spólurnar og skilar þeim fullum. í hina eru spólur lagðar með hendinni. Hávaðinn af vefstólunum er mikill, en samt er útvarp í salnum og hef ur vel hátt. 'Framham a) 9 síðu » er fyrirhugað að bæta tveimur hæðum ofan á húsið. — Er öll framleiðsla Últímu hér í húsinu? — Nei, vefstofan er annars staðar. — Hafið þér fleiri útsölu- staði fyrir framleiðslu fyrirtæk isins? — Já, við seljum öðrum verzlunum og látum föt í um- boðssölu og öðru hvoru send- um við bíla með karlmanna- fatnað út um land. Það er mjög vinsælt, menn eiga kost á meira úrvali með því móti, því að verzlanir út um land geta ekki legið með mikið úrval. Sumir halda, að kaupendur til sveita séu ekki eins vandfýsnir og Reykvíkingar, en það er öfugt. Þar vilja menn yfirleitt ekki nema úrvalsvöru. Ég vona, að einnig verði hægt að senda kvenkjóla út um land til sölu með þessum hætti, þegar fram leiðslan er komin á góðan rekispöl. — Hve margt fólk hafið þér í vinnu í Últímu? — Þar vinna að jafnaði tæp- lega fimmtíu manns. Eigum við að líta inn á saumastofuna? Saumastofan er í björtum og s'kemmtilegum sal, en skrifstof ur og efnisgeymslur í aðliggj- andi herbergjum. Á sníðaborði eru sniðin samtímis um tuttugu föt með rafmagnshníf, síðan ganga hin sniðnu efni mann frá manni, hver saumar sína vissu sauma, hratt og örugg- lega, og að lokum er fullgerð flíkin pressuð og tilbúin til sölu. Á annarri hæð hússins er saumastofan fyrir kvenkjóla, henni veitir forstöðu frk. Arn- dís Thomsen, sem lengi kenndi kjólasaum í Kaupmannahöfn. Hún sýnir mér fyrstu framleiðsl una, pils og skóla- eða vinnu- kjóla úr enskum ullarefnum og mjög fallega kjóla úr blend- ingsefnum af ull og silki. Allur er frágangur flíkanna sérlega vandaður, pils öll fóðruð niður úr. Ef það útsöluverð stendur, sem Kristján áætlar, geri ég ráð fyrir, að ég verði með fyrstu viðskiptavinum hinnar nýju kjóladeildar, þegar hún opnar. í söludeild Últímu er mikáð úrval af karlmannafatnaði. Föt eru saumuð í 14 stærðum og kosta allt frá 1850—2600 krón- ur, algengasta verð er um 2300 krónur. Sé saumað eftir máli, eru þau 250 krónum dýrari. En svo eru unglingaföt á lægra verði. Frá Kjörgarði ökum við inn að Elliðaárvogi, þar sem nýtt iðnaðarhverfi er að rísa. Þar er vefstofa Últímu. Sjö vefstól- ar hamast þar að vefa karl- mannafataefni, gluggatjöld og húsgagnaáklæði. í öðrum enda Verið er að grafa grunn fyrir nýrri byggingu við hliðina á þessu húsi og hefur Kristján hug á að fá þar enn meira hús- næði fyrir vefstofuna. Ætlar hann greinilega ekbi að láta staðar numið, þó að — eins og hann segir — bankarnir hafi litla peninga til þess að lána iðnaðarfyrirtækjum og sjálfum sé þeim með skattalöggjöfinni og verðlagsákvæðum meinað að afla sér varasjóða. En hann hefur bjargfasta trú á framtíð íslenzks iðnaðar, einkum vegna þess, hve fólk hér sé vel verki farið. Neytendur hafa áreiðan- lega ekkert á móti því, að hann haldi áfram að leita leiða til að veita þeim betri og ódýr- ari vörur en þeir hafa áður átt völ á. Sigríður Thorlacius. 70 ára: Framhald af 6 .síðu) gæti hann synt Skjálfandafljót í vorvöxtum, eins og í gamla daga | A.G. var lögð fram hefur bæjar- bragur breytzt hér mjög. Afbrot- um hefur stórlega fækkað og nú er mjög sjaldgæft að unglingar komizt undir manna hendur. Áð'ur fyrr var það svo til daglegt brauð að Morgunblaðið birti frétt ir af afbrotum unglinga í Kefla- vík. Þetta sér Alfreð. Hann gerir, sé grein fyrir að valdaklíka hans j hefur verið brotin á bak aftur.: Þess vegna á hann engin rök held | ur eintóm gífuryrði. Og þess vegna leggur hann ofurkapp á aðl flæma þá úr starfi sem hér hafa lagt hönd á plóginn. En minn grunur er sá. að segja megi um Alfreð eins og Daniel spámaðim sagði við vaWsmann: ,.Þú ert veg inn og léttvægur fundinn." (Grein þessi verður send Morg- unblaðinu til birtingar) Hilmar Jónsson. — að manni sýnist, eftir hvatleik mannsins. Eg þakka Marteini allar þær mörgu og hlýju stundir, er við höf um verið saman að leik og störf- um, og ég þakka honum fyrstu köldu stundirnar líka. Þær voru verulega kaldar, alveg járnkaldar. Þá var hann að kenna okkur sund, nokkrum strákum á köldu vori, í jökullæk. Hann keyrði okkur i sundið. þrisvar á dag í norðan gjósti. eins og sólskin væn Þá var hann miskunnarlaus og þá var honum bölvað — í hljóði. Þessi harðýðgi hans gaf honum lika eignarréttinn á líftórunni í, a.- m. k. tveimur af okkur, síðar á æfinni og áreiðanlega ekki synd samlegt orðbragð í hans garð þeg- ar þá var skriðið að landi. í gamla daga var þessi vísa kveðin um Hál= í Kinn: Háls er frjáls á hæðunum. hlíðar framari blána Fallegt er í Fætinum fyrir handan ána. Þá var bara fallegt í Fætinum. Það var áður en Marteinn fluttist að Hálsi. Háls stendur hátt í brekkunni ofan vegarins. Þar sem áður voru kolgrá hálfdeigjuhöll, þegar vísan var kveðin, erj nú samfelld tún, akrar og veitur. niður að Rangá. Hlíðin er núna fögur. Auga Mar- teins getur, með verðugu stolti sjötugs manns, litið mynd hinnar gömlu vísu nú í dag. eins og áð- ur. en til viðbótar og fegrunar á myndinni. blasa við augum. hans eigin handaverk — „bleikir akrar og slegin tún.“ Eg þakka Marteini langa og góða samfylgd og óska þess, að hann gangi sem lengst heill til skógar, vafinn þeim vinsældum granna sinna, sem hann hefur ávallt notið. Á laugardaginn hafði Marteinn fjölmennt boð innJ að Hálsi Hon- um bárust mörg heillaskeyt og gjafir Skemmtu menn sér við ræðuhöld söng og dans fram á rauða nótt, þar sem hinn sjötugi tugþrautamaður var virkur þátt- takandi. Baldu Baldvinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.