Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1961, Blaðsíða 5
'ÍMINN, laugardagimi 12. ágúst 1961. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. -----ERLENT YFIRLIT frystihúsín Adenauer spáð mikfum sigri Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi fer nú óíum harínandi Gengislækkunin og í greinum Eysteins Jónssonar, sem birzt hafa undan- farna daga hér í blaðinu, hefur það verið sannað með glöggum dæmum úr reikningum frystihúsanna, að ekki hafi verið minnsta þörf að fella gengið vegna þeirrar kauphækkunar, sem samvinnufélögin og verkalýðsfélög- in sömdu um. Eins og menn muna, taldi ríkisstjórnin í vor, að at- vinnuvegirnir gætu vel staðið undir 6% kauphækkun strax og 4% til viðbótar á næsta ári. Samvinnufélögin sömdu um 5% meiri kauphækkun en þetta. Hvaða áhrif hefur svo þessi 5% kauphækkun á af- komu frystihúsanna, sem hafa verið talin þau atvinnu- fyrirtæki, er þyldu kauphækkun verst? Þessu hefur Eysteinn Jónsson svarað greinilega: „Eg segi, og byggi á athugun reikninga og verð- og framleiðsluútreikningum frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og útflutningsdeild SÍS, að vinnulaunakostnaður í frystihúsum sé, að meðaltali, fremur undir en yfir 20% af útflutningsverði afurða húsanna. Af þessu er auðvelt að sjá, að 5% hækkun á kaupi samsvarar 1% breytingu á útflutningsverði. Þetta verður ekki hrakið, hvernig sem æpt er í móti því, því að þessi fullyrðing er varleg.“ Mbl. hefur reynt að bera á móti því, að þessir út- reikningar væru réttir og í því sambandi birt tölur, sem Eysteinn hrekur skilmerkilega: „Þeir Mbl.-menn gera sér lítið fyrir og fullyrða, að vinnukostnaður frystihúsanna sé 50% af útflutningsverði afurðanna. Þessa rangfærslu er ekki erfitt að hrekja. Hráefniskostnaður frystihúsanna mun nálægt 50% af útflutningsverði afurða húsanna. Nú segir Mbl., að vinnukostnaðurinn sé 50%. Ef ein- hver heil brú væri í þessu, þá ætti hráefnið og vinnu- laun í húsunum að gleypa allar tekjur frystihúsanna upp 1 topp og ekki vera grænn eyrir eftir til að mæta eftir- töldum útgjöldum: Vöxtum, eins og þeir eru nú léttbær liður, bæði af rekstrarlánum og stofnlánum; umbúðum, útflutnings- gjöldum, bílakostnaði, vátryggingum öllum, opinberum gjöldum, rafmagni og olíum, varahlutum og efni til við- halds vélum og húsum, ammoníaki og öðrum þvílíkum efnum, fyrningum húsa og véla og margs konar öðrum liðum ótöldum, svo sem símakostnaði o. s. frv.“ Þessar staðreyndir, sem Eysteinn rekur, sanna það vissulega ótvírætt, að gengislækkunarinnar var ekki þörf vegna atvinnuveganna, enda hefur Mbl. ekki önnur rök til að réttlæta hana en að birta falskar tölur, eins og að vinnulaun séu 50% af kostnaði frystihúsanna, þeg- ar þau eru sannanlega innan við 20%. Misnotkun útvarpsins Það hefur nú verið afhjúpað til fulls, að stjórnarlið- ar ætla ekki að hika við að misnota útvarpið. Fréttaaukar þeir, sem ráðherrar og embættismenn hafa fengið til að segja hlutlausar fréttir af einstökum atburðum, eru nú notaðir til að koma fram einhliða áróðri um umdeildustu stjórnaraðgerðir, sbr. greinar- gerðir Ólafs Thors og Jóns Maríussonar um gengislækk- unina. Því er hins vegar hafnað, þegar andstæðingarnir vilja fá að svara þbssum áróðri. Betur er ekki hægt að auglýsa misnotkunina. < < / / / / / / r '/ '/ / '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / . / / / / / / / / / / \r. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / ( / / / / / / / ÞANN 17. september næstk. fara fram þingkosningar í Vest- ur-Þýzkalandi og sveita- og bæjarstjórnarkosningar í Aust- ur-Þýzkalandi. í gamni og al- vöru er sagt, að úrslitin séu fyiir fram jafnviss á báðum stöðunum. Ulbricht sé viss um „sigur“ í Austur-Þýzkalandi og Adenauer í Vestur-Þýzkalandi, þótt sigur hans byggist á allt öðrum forsendum. Sam- kvæmt seinustu skoðanakönn- un í Vestur-Þýzkalandi hefur flokkur Adenauers, kristilegir demokratar, stöðugt verið að vinna á undanfarið, og myndi fá um 60% atkvæða, ef kosið væri nú. Adenauer virðist ekki heldur kvíða neinu. Hann dvel- ur nú í sumarbústað sínum suð- ur á Ítalíu og fékk þar fyrir nokkru heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans, sem fór þangað til viðræðna við hann um Berlínarmálið. ÝMSAR ástæður munu valda því, að Adenauer hefur verið að vinna'á undanfarið. Veiga- mesta ástæðan er þó talin Ber- línardeilan. Almenningur virð- ist líta svo á, að ekki sé heppi- legt að skipta um stjórn meðan hún stendur sem hæst. Aden- auer hafi reynzt traustur og farsæll í skiptum sínum við austrið og hann njóti trausts vesturveldanna. Willy Brandt kanzlaraefni jafnaðarmanna og aðalkeppinautur Adenauers, geti ef til vill reynzt vel, en hann sé miklu óreyndari en Adénauer og samstarfsmenn hans. Þá hefur það vitaniega sitt að segja, að flokkur Adenauers virðist hafa nær ótakmörkuð fjárráð til áróðurs. Gizkað hef- ur verið á, að flokkurinn muni eyða um 400 milljónum króna í kiosningaáróður, og er það að sjálfsögðu margfalt meira en jafnaðarmenn geta lagt af mörkum. NOKKUÐ þykír bera á því, að kristilegir demokratar beiti óvægilegum og svæsnum áróðri. Sumir kosningafundir þeirra eru sagðir minna helzt til mikið á fundi Hitlers. Þessir fundir byrja oft á því, að áður en aðal- ræðumaðurinn talar, hvort held ur sem það er Adenauer, Strauss eða einhver annar, að bornar eru upp áróðursspurn- ingar, sem beint er gegn jafn- aðarmönnum, og mannfjöldinn látinn svara með aðstoð talkórs. Þannig er búið að „hita“ fund- inn upp áður en aðalræðumað- urinn talar og hann fær þá oft engu lakari undirtektir en Hitler for'ðum. Þá gengur persónulegi áróð- urinn gegn Brandt langt úr hófi fram. Hvíslað er um það, að hann sé lausaleiksbarn og því vafasamt siðferði að gera hann að kanzlara Þýzkalands. Þá er honum mjög legið á hálsi fyrir að hafa gerzt norskur ríkisborg- ari og raunverulega barizt gegn Þjóðverjum á stríðsárunum, þótt sú barátta hans beindist gegn Hitler og nazistum. Aden- auer læzt reyna að draga úr þessum áróðri, en læðir jafn- framt fram ýmsum eitruðum setningum, eins og þessari: — Fyrirrennari minn í kanzlara- embættinu (þ. e. Hitler) var Austurríkismaður, gerir það þá nokkuð til, þótt Norðmaður verði eftirmaður minn? Af hálfu jafnaðarmanna er nokikuð reynt að nota þennan áróður gegn Brandt til þess að gera hann að píslarvotti, en það virðist ekki takast vel. AF HÁLFU jafnaðarmanna er lagt kapp á þann áróður, að kristilegir demokratar séu bún- ir að stjórna svo lengi, að rétt sé að skipta um. Þá er aldur Adenauers notraður gegn hon- um, en hann er nú 85 ára og verður því rétt níræður, þegar næst verður kosið. Fylgismenn Adenauers benda á, að Aden- auer beri enn aldurinn vel og dreifa út ýmsum kímnilegum sögum til þess að draga úr þess um áróðri jafnaðarmanna. Ein er t. d. sú, að Adenauer hafi nýlega boðið manni sæti í stjórn sinni með þeim ummæl- um, að hann gæti ef til vill orð- ið eftirmaður sinn, ef honum gengi' vel. Maðurinn svaraði: — Svo lengi get ég ekki beðið. Málefnalegum áróðri beinir Willy Brandt nú fyrst og fremst að utanríkismálunum. Uppistaðan i þeim málflutningi hans er sú, að stjórnin hafi ekki gert nóg til þess að kynna málstað Vestur-Þýzkalands út á við. Áróður Rússa fái því miklu meiri undirtektir út um heim- inn, eínkium í hlutlausum lönd- um, en ella þyrfti að vera. Nógu góður áróður sé ein helzta leiðin til að koma fram sameiningu Þýzkalands. Aden- auer og fylgismenn hans segja hins vegar, að hér þurfi gætni samfara festu. Of mikill áróður geti aðeins hert kalda stríðið og gert illt verra. Samningaleiðum megi ekki loka. Því til sönnun- ar hefur víða verið komið upp áróðursspjaldi af Adenauer, þar sem sýnt er, hvernig hann félck því ágengt með samningum í Moskvu, að Rússar slepptu þýzk um stríðsföngum úr haldi. Ad- enauer lýsir og jafnan þeirri trú sinni, að hægt verði að ná samkomulagi um Berlinarmálið eftir að lokið sé flokksþingi kommúnista í Moskvu í októ- ber. Til þess að svo geti orðið, þurfi vestrið að vísu að vera ákveðið og samstillt, en jafnan reiðubúið til samninga. AF HÁLFU ‘Adenauers og fylgismanna hans er því mjög haldið fram, að jafnaðarmönn- um sé ekki að treysta, því að þeir séu tækifærissinnar, eitt í dag og annað á morgun. Þetta er auðvelt fyrir Adenauer að rökstyðja, því að jafnaðarmenn hafa fyrir kosningarnar breytt verulega um stefnu, bæði í inn anríkismálum og utanríkismál- um. Þeir reyna að gera bilið milli sín og kristilegia demo- krata sem minnst. Þeir fara því ólíkt að og Kennedy, sem reyndi að gera bilið milli sín og Nixons sem mest. Aðalbaráttan í kosnmgunum er nú framundan og má vera, að hún breyti einhverju. Jafn- aðarmenn treysta mjög á glæsi- leika Brandts í lokaþættinum. Auk aðalflokkanna tveggja, ki'istilegra demokrata og jafn- aðarmanna, taka frjálsir demo- kratar þátt í kosningunum, ásamt nokkrum smáflokkum, sem ekki þykja liklegir til að fá þingsæti. Flokk/askiptingin í þinginu er nú þessi: Kristilegir demokratar 289, jafnaðarmenn 181 og frjálsir demokratar 45. Þ. Þ. Brandt og Adenauer á furdi í Berlin. Sagt er, að Brandt sækist nú mjög eftir þvi að fá myndir, þar sem hann sést við hlið Adenauers. / / / / / / / '< / / y / / ; ; ; ; ; ; ; ;. ; ; ; ; ; ; ; ; ; ‘r / '/ / / / / / / / ; / ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; f / / / / / / / ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.