Tíminn - 22.08.1961, Page 7

Tíminn - 22.08.1961, Page 7
TÍMINN, þriðjudaginn 22. ágúst 1961. 7 Einar Ágústss GENGISIÆKKUNAR EKKI NEIN HIRF VEGNA SfDUSTU KJARASAMNINGA Ríkisstjórnin mun reka sig á það fyrr eða síðar, að á þennan hátt er ekki hægt að stjórna Það eru forn sannindi og löngu kunn úr sögunni, að ekkert þjóð- félag fær staðizt, sem ekki getur boðið öllum þegnum sínum sóma samlegt lífsviðurværi, enginn hús bóndi getur deilt hjúum sínum lakara verði en þeim megi duga sér til framdráttar. Sé þetta reynt hlýtur illa að fara fyrir þeim, sem stjórnar, og eru dæmin um það deginum ljósari. Hér hefur að undanförnu setið rikisstjórn, sem ekki virðist hafa gert sér grein fyrir þessu grund- vallaratriði, heldur staðið í þeirri trú, að unnt væri að skerða kjör hinna vinnandi stétta aftur og aftur, til þess að aðrir þjóðfélags þegnar mættu koma ár sinni enn betur fyrir borð ,og reynt að stjórna landinu í samræmi við þetta. Þegar vinnudeilurnar hófust í vor, var það í upphafi eindreginn ásetningur ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir alla launahækk- un, og byggðist sú afstaða sjálf- sagt á áðurnefndum skilningi kjaramála. Enda var það yfirlýst stefna stjórnarinnar og margtúlkað, sem einn helzti hornsteinn „viðreisn- arinnar“, að aldrei skyldu höfð nein afskipti af kjaramálum, held ur skyldi kaup og kjör jafnan vera samningsatriði milli launþega og atvinnurekenda. Brátt rak að því, að tækifæri gæfist til þess að sanna trú sína í verki, þegar ýmsar stéttir tóku að bera fram kröfur um hækkuð laun, sem eft ir nokkurn aðdraganda urðu til þess að nýir kjarasamningar voru gerðir í mörgum atvinnugreinum. Slíkir samningar hljóta þó að hafa verið frjálsir samningar og tekizt vegna þess, að atvinnuveit- endur treysti sér til að greiða þau laun, sem um var samið, og þurfti þá ekki á neinum stjórnvaldaráð- stöfunum að halda, af því tilefni. Engu að síður er blekið á samn- ingunum tæplega þornað fyrr en skellt er á svo stórfelldri gengis- lækkun, að hún ein gerir senni- lega meira en gleypa þá kjara bót, sem fékkst með nýja samn- ingnum ,og vinnudeiiunum kennt um allt saman. Hér skýtur því eitthvað skökku við, og greinilegt orðið að stjórnin hefur ekki fylgt hér ásetningi sínum um afskipta- leysi af vinnudeilum, það sýna viðbrögð hennar. Þvert á móti hef ur stjórnin nú alveg eins og við undanfamar vinnudeilur. verið einn aðalsamningsaðilinn og raunverulega ráðið þvi, hvaða; samningum var endanlega gengið að. Þegar ríkisstjórnin sá, að ekki yrði hjá því komizt að koma eitt- hvað til móts við kröfur verkalýðs félaganna, voru þeir sérfræðingar. sem fyrir nokkrum dögum höfðu lvst bví vfir. að hagkerfið þyidi enga launahækkun, látnir setjast við að endurreikna og komust brátt að þeirri niðurstöðu, að lík- lega mundi hægt að greiða 6% launauppbót, en alls ekki meira að sinni a.m.k., og a-llt útlit fyrir að frekari samningaumleitanir mundu þýðingarlausar, þar sem verkalýðsfélögin töldu þessa hækk un allsendis ófullnægjandi til að bæta upp þær kjaraskerðingar, sem orðið hafa að undanförnu. Framundan sýndist því vera langvinnt verkfall með öllu því stórkostlegu þjóðfélagstjóni, sem því er óhjákvæmilega samfara. Þannig var málum komið, þeg- ar Vinnumálasamband samvinnu- manna gekk fram fyrir skjöldu og samdi við verkalýðsfélögin um nýjan launagrundvöll, sem gat tryggt launastéttunum mannsæm- andi lífskjör o.g tryggt vinnufrið í landinu um langan aldur, ef ekki yrði unnið gegn því eftir öðrum leiðum. Engin vafi er á því, að með þessu forðuðu samvinnufélögin miklu þjóðfélagslegu tjóni, því að upp úr þeirra samkomulagi komu heildarsamningar í þeim atvinnu- greinum, sem samkomulagið náði til og þar með var verkfalli lokið og vinna gat ha-fizt á ný. Slikt er að sjálfsögðu augljós ávinningur fyrir alla aðila, en ekki víst að hann sé einhlitur. Eftir er að gera sér grein fyrir því, hvort hér hafi verið um nokkra raunhæfa kjara- bót að ræða, eða aðeins stundar- ávinning, sem óhjákvæmileg dýr- tíðaraukning hlyti að gera að engu. En ef svo hlyti að vera má segja, að allt tal um kjarabætur væri einskis virði og ætti engan rétt á sér. Því hafa stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar viljað halda fram og gengislækkunin er með því rökstudd. En við, sem styðjum lausn sam vinnufélaganna, erum þar ekki sömu skoðunar, við teljum að hér hafi ekki verið meira að gert en svo, að fullkomlega óþarft hafi ver ið að gripa til örþrifaráða af þeim sökum, og við teljum okkur geta fært sterk rök að því, að okkar skilningur sé hér réttur, og skulu þau helztu þeirra nú talin Við bendum í fyrsta lagi á það. að þjóðartekjur íslendinga hafa á undanförnum árum vaxið vo hröðum skrefum áð óviða hefur verið um slíkan vöxt að ræða, og við teljum sjálfsagl að hluta af þessari aukningu verði varið' til að bæta upp launin og mæta á þann hátt þeirri geysilegu dýrtíð- araukningu. sem skollið hefur yf- ir á síðustu misserum eins og allir vita og enginn treystir sér leng- ur til að mótmæla Við bendum á það í öðru lagi, að hinar stórstígu framfarir und anfarinna ára samfara gífurlegri uppbygeingu atvinnutækja til Einar Ágústsson lands og sjávar, hafi breytt svo allri aðstöðu hér að örugg vissa sé fyrir því, að þjóðin geti sótt fram til bættra lífskjara, en þurfi ekki að nema staðar eða stíga skref aftur á bak. Hér hefur þeg- ar verið gert ótrúlega mikið á skömmum tíma og sé rétt á haldið á sá grundvöllur, sem þegar er fenginn, að gera þjóðinni auðvelt að auka við, halda uppbygging- unni áfram Þeir menn lifa enn margir, sem muna landið eins og það' var áður en framkvæmdir hófust að marki, þegar hér var allt ógert, naumast t.il svo vegleg bygging, að kallast gæti hús, at- vinnutækin fá og frumstæð. túnin lítil og óslétt. Þessir menn eiga erfitt með að tr'úa því, að ekkert muni um það, sem búið er að gera og nú sé svo komið högum hér að almenningur geti ekki lengur búið við sómasamleg kjör. Og sem betur fer er heldur ekki þannig komið, ef rétt er á litið Við bendum í þriðja lagi á það máli okkar til stuðnings, að aukin tæknileg og verkleg menntun ís- lendinga mu-ni áreiðanlega vísa þjóð'inni á nýjar og áður óþekkt- ar leiðir til tekjuöflunar, jafnvel í miklu stærri stíl en dæmi eru um til þessa hér á landi og einnig á þann hátt muni ekki hvað sízt vera líkindi til að unnt verði að bæta afkomuna. Hér er enn lítt numið land á mörgum sviðum, nýjar atvinnu- greinar bíða á næsta leiti, sumar þeirra hefur þegar verið bent á, svo sem t.d. laxa- og silungsrækt og ýmiss konar stóriðju, og enn aðrar hljóta að vera skammt und- an með þeim byltingum í vísind- um og tækni, sem nú eiga sér stað í heiminum. í fjórða lagi bendum við svo á þá nærtæku staðreynd, að árferði í ár er að mörgu 1-eyti alveg óvenju lega gott, síldaraflinn nálega helm ingi meiri en hann var í fyrra að magni til og sjálfsagt miklu betur að verði, þar eð svo mikið hefur nú verið saitað. og heimsmarkaðs verð á þessum vörum miklu hag stæðara en þá Þá hefur tíðarfarið í sumar víða verið einstaklega hagstætt til heyverkunar og afla- b-ögð vfirleitt góð og í sumum g"einum með afbrigðum Óneitan lega skýtur ekki svo lítið skökku við að heyra því haldið fram, að þessi atriði séu nær einskis verð. nánast fullkomin aukaatriði, þeg- ar ge’-a á sér grein fyrir því. hvað hægt sé að borga í laun. Óhrekjan leg staðreynd er þó, að því meira sem er til skiptanna, því stærri getur hver hlutur orðið. f fimmta lagi bendum við á, að með því að framkvæma í verki þó ekki væri nema einhvern hluta af þeim sparnaði, í opinberum rekstri, sem mikið var gumað af í byrjun, hljóti að vera hægt að ná í fjármagn til að greiða þann útgjaldamismun, s.em stafar af ! lausn samvinnufélaganna umfram t.d. miðlunartillögu sáttasemjara. Öllum er Ijóst, að alls konar opin ber rekstur er hér mjög kostnað- arsamur umfram það, sem vera þyrfti, og fyndist mörgurn það standa ríkisstjórn og öðrum ráða- mönnum nær að leitast við að ráða þar bót á fremur en að velta æfin- lega byrðunum yfir á almenning í landinu í formi aukmnar skatt- heimtu og gengislækkunar til skiptis, ef ekki báðum í senn eins og stundum kemur fyrir. Slíkt væri verðugra viðfangsefni fyrir þá og vænlegra til viðreisnar án gæsalappa. f sjötta lagi bendum við á, að með margvíslegum stjórnvaldaráð stöfunum. sem margsinnis hefur verið gerð grein fyrir, væri hægt að létta svo á framleiðslufyrirtækj unum, að þeim væri þegar af þeirri ástæðu kleift að greiða það kaup. sem samvinnufélögin sömdu um. I 0? síðast en ekki sízt styðjum við lausn samvinnufélaganna vegna þeirrar öruggu vissu og margsönnuðu staðreyndar, að án þess að vinnandi fólk búi við mannsæmandi lífskjör, er ekki hægt að halda uppi sjálfstæðu, lýðræðisleau b.ióðfélagi, en lýð- ræði er það þjóðfélagsform, sem við kió’um ell að búa við og bezt. er að skapi íslenzku þjóðáreðli. Þessi síðasta röksemd er að mín- um dómi ein út af fyrir sig gild ástæða \ fvrir réttmæti þeirra kiarasamninga. sem gerðir voru. þótt ekke’-t annað komi til. Sjálfsagt má ýmsu bæta við þessa upptalningu mína á rök- semdum samvinnumanna fyrir rétt maeti gerða sin*na. en hér skal staðar numið, enda hygg ég að ef rnenn hafa þessi atriði öll í huga, treysti fiestir sér til a* viður- kenna að hér hafi verið á málum haldið á þann veg. að engin þörf hafi verið fvrir þær ólánsráðstaf- anir, sem ríkisstjórnin greip til og kennir kiarasamningunum um Ýmislegt fleira eykur líkurnar fyrir því. að gengislækkunin hafi verið framkvæmd af öðr’um hvöt- um en þeim, sem hafðar eru að vfirvarpi Þan"i'’ er um leið gerð sú grundvalla '."eyting á stjórn- skinulagi landsins, að ríkisstjórn- in hefur vald til þess að breyta genginu án samþykkis Alþingis og verður tiU’angurinn með þeirri breytingu næsta augliós, þegar hann er s'mðaður með hliðsjón af heim vfirlvsingum ráðherranna. að bitrum brandi gengislækkunar svu': iaf"í>n brugðið. ef Ia”nþ'''TaT' dirfisf að hugsa ti! nokkurrar rétt arbóta Þá er ekki síður eftir Tnktarvert að með svoköllnðum hjiðarráðstöfunum er nú stofnað til nýs uppbótakerfis til stuðnings atvinnuvegunum. án þess að frek ari grein sé gerð fyrir formi þess, og verður það þá væntanlega á valdi rívtj=tip’-nar að ákveða nán ari framkvæmd. Þetta verður sérstaklega at- hyglisvert sökum þeirrar höfuðá- herzlu, sem stjórnin hefur lagt á mismun gengislækkunarleiðar og uppbótarkerfis, og hefur henni á- reiðanlega fram að þessu tekizt að blekkja margan manninn til fylgis við stefnu sína út á þetta, en nú þýðir slíkt ekki lengur og má segja, að fátt sé svo með öllu illt að eltki fylgi nokkuð gott. Þá eru nokkur framkvæmdaat- riði, sem greinilega sýna hug þann, sem að baki býr. Afurðir, sem framleiddar voru í landinu fyrir 1. ágúst, eiga ekki að reikn- ' ast á nýja verðinu til framleið- enda, þótt þær verði ekki seldar og fluttar út fyrr en eftir gengis- breytinguna. Hagsmunir ríkissjóðs eru þarna settir ofar hagsmunum framleiðenda, sem auðvitað tor- veldar þeim launagreiðslur. — Engar ívilnanir virðist eiga að veita í formi lækkunar tolla, skatta, álagningar eða neinna þeirra liða, sem bein áhrif hafa á verðlagið, gengislækkun er ,á- kveðin hærri að hundraðshluta en almennasta hækkun launa og kemur vitanlega með margföldum þunga við fjárhag almennings þeg- ar öll aðflutningsgjöld og álagn- ing er reiknuð á hærri grunn án nokkurrar tilslökunar. Þannig mætti lengi telja, þótt ekki verði gert hér að sinni. Allt virðist þetta benda til þess að hér hafi stjórnin notað tæki- færið til að koma þeim áhuga- málum sínum í framkvæmd að rétta við lélegan fjárhag ríkis- sjóðs og sýna almenningi klærn- ar. hverjir það séu sem völdin hafi. vafalaust í þeim tilgangi að hræða launastéttirnar frá því að leita réttar síns. Enginn vafi er á því, að ríkis- stjórn íslands mun reka sig á það fyrr eða síðar, að á þennan hátt er ekki hægt að stjórna, alveg eins og allir þeir, sem það hafa reynt á undan henni. Því fyrr sem fólk áttar sig á því, hvað gerzt hefur í launamálum hér að undanförnu, því meiri vonir stánda til þess að samtök fólksins í landinu beri gæfu til þess að finna sameiginlega lausn á vanda málum sínum á svipaðan hátt og gert var í kjarasamningum í sum ar af samvinnusamtökúnum og verkalýðshreyfingunni og því skemmri verður bið núverandi ríkisstjórnar eftir þeirri lausn, sem henni er fyrir beztu, en þjóð- inni nauðsyn. Grein Bjarna á Laugarvatni Hr. iitstjóri í dagblaðinu „Tíminn" í dag, 11. ágúst, er grein eftir Bjarna Bjarnason, fyrrv. skólastjóra á Laugarvatm, sem ber heitið , íþróttamót—hestamót." í nefndri grein er m.a. eftirfar- andi klausa „Um Vikuna er aftur aðra sögu að segja Blaðið helgaði Laugamótinu 12 bls, undir fyrir- sögninni Æska iandsins að Laug- um. Birtar voru 44 myndir, falleg- ar og vel teknar og hverri mynd fylgdi skýring. Blaðið er að því er virðist, gersamlega uppselt o. s. frv. Hér gætir mjög mikils misskiln- ings í grein Bjarna. Það er Viku- blaðið FÁI.KINN, sem gaf út sér- stakt blað helgað Landsmóti U.M. F.í. að Laugum Kom það út hinn 19. júlí s. t í því blaði var mikill fjöldi mynda frá Landsmótinu, svo og frásagmr frá keppni og ýmsu fleiru í sarnbandi við mótið. Hins vegai er ekki kunnugt um, að Viban hafi birt myndir né annað frá nefndu Landsmóti U M.F.Í. Eteykjavík. 11 ágúst 1961. f. h. Vikubl FÁLKINN, Jón A. Guðmundsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.