Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 11
MINN, Þrflfjudaginn 22. 11 1 ■Ært&ENPAU/ Einn af frægustu og um leið dýrseldustu hárgreiðslumönn- um í London er John French, sem starfrækir tíu sallafínar hángreiðslustofur. Eigihkona hans Monica aðstoðar við rekist- ur einnar stofunnar. Þau hjón eru vellauðug, áttu stórt hús, höfðu margt þjónalið, stóreflis Sögðu þjónustu- liðinu upp bifreið og einkabílstjóra til að snaúst í kring um sig og syni þeirra þrjá. Var þetta mikil breyting frá því er John Freneh flutti sem ungur rakari úr sveitaþorpi og kom sér upp smá snyrtistofu í bakhúsi við smá- götu í London og Monica var hárgreiðslulærlingur á stofu skammt frá. Ekki alls fyrir löngu settust þau hjón á ráðstefnu og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að þau væru ekkert ánægðari í fína húsinu með þjónaliðinu en þau hefðu verið í þröngum húsa- kynnum, önnum kafin. Þau seldu húsið, sögðu upp þjón- ustufólkinu, keyptu sér lítið fimm herbergja hús í Chelsea- hverfinu og vinna nú sjálf heimilisstörfin með aðstoð son- anna. John French hefur ekk- ert á móti því að elda matinn, ekiki sízt, þegar hann má steikja hann á glóð utan við stofudyrn- ar. Fjallkonan í Seattle Skemmtilegir rithöfund- ar — Durrell-bræðurnir Talar við þá á sokkaleistunum Anne Gregg heitir ung stúlka, sem er kynnir, i brezka sjónvarp- inu og nýtur almennra vinsælda. Hún er nokkuð hávaxin og hefur oft gripið til þess ráðs að smeygja sér úr skónum, svo að hún gnæfi ekki yfir þá, sem hún ræðir við, eins og söngvarann, sem hún er að spjalla við á myndinni. Erfið- asta sjónvarpsviðtal sitt segir hún hafa verið það, er dægurlagasöng konan Alma Cogan, sem mörgum er í minni síðan hún kom hingað. og mjólkurbúsdrottning úr ein- hverju landbúnaðarhéraði, komu fram samtímis. Sú frá mjólkurbú- inu hafði með sér dáfallega lamb- gimbur og í hvert sinn, sem Alma ; opnaði munninn til að segja eitt- S hvað, jarmaði gimbrin hátt og snjallt. I Meðal brezkra nútímarithöf- unda ber mikið á Laurence Durrell, sem hefur fengið mik- ið lof fyrir fjórar skáldsögur, sem allar gerast í Alexandríu og hafa verið kallaðar einu nafni „The Alexandria Quart- et“, en bera hver um sig manna- nöfn. Ég hef aðeins lesið eina þeirra, „CIeo“, og þótti efnið leiðinlegt. Persónurnar flestar andlega og líkamlega vankaðar, en stillinn er víða mjög skemmtilegur. Aðra bók eftir hann hef ég lesið um dvöl hans á Kýpur, þar sem hann var bú- settur áður en allt fór að Ioga í óeirðum. Þar lýsir hann mönn um, Iandi og atburðum afar vel og harmi sínum yfir atburðarás inni, sem að hans dómi orsak- aðist af skilningsleysi landa hans. En bróðir þessa rithöfundar, Gerald Durrell, er náttúrufræð ingur og rithöfundur f senn. Hann skrifar skemmtilegustu bækur, sem ég hef lengi lesið og fjalla flestar um það, er hann er að safna dýrum fyrir dýragarða í Afríku og Suður- Ameríku. Eina bók hefur hann skrifað um dvöl sína, móður sinnar og systkina á Korfu, er hann var drengur og heitir sú „My Family and Other Ani- mals“. Þar lýsir hann fjölskyld- unni, vinum og grönnum, dýr- um og gróðri af kímni og ná- kvæmni í senn. f bókinni „The Overioaded Ark“ lýsir hann ferð þeirra tveggja félaga til Cameroon i Afríku og annarri ferð á svip- aðar slóðir Iýsir hann f „The Bafut Beagles". Ferð til Suður- Ameríku lýsir hann f „The Drunken Forest". Síðustu bók hans, „A Zoo in My Luggage", hef ég enn ekki náð í, en hinar hafa allar verið til sölu hér í Penguinútgáfu. AlHr, sem hafa ánægju af dýralífslýsingum, eru ósviknir af bókum Gerald Durrell. — S.Th. Héraösmót i Skagafirði Sauðárkróki: — Héraðsmót Fram sóknarmanna í Skagafirði var hald ið á Sauðárkróki sunnudaginn 13. ágúst. Gísli Magnússon, formaður Framsóknarfélags Skagfirðinga, setti mótið með ávarpi. Ræður fluttu alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Skúli Guð- mundsson. Smárakvartettinn frá Akureyri söng við mikla hrifningu áheyrenda og varð hann að syngja mörg aukalög og endurtaka önnur. 'Þá skemmti Ævar Kvaran leik- ari með upplestri og gamanþátt- um. Að lokum var dansað. og léku Gautar fyrir dansinum. Allt að 400 manns sóttu mótið, og þótti það á allan hátt hið glæsi- legasta. Á samkomu (slendinga í Seattle, Washington, 17. júni s. I. kom frú Guðný Ethel Vatnsdal fram í gerfi fjallkonunnar. Foreldrar frú Guðnýjar eru Friðrik Vatnsdal frá Flatey á Breiðafiði og Anna Jónsdóttir frá Munka- þverá í Eyjafirði. Þær mæðgur komu tll íslands sumarlð 1957. Lestrar- félagið Vestri stóð fyrir samkomunni á þjóðhátíðardaginn, en það félag átti sextugsafmæli um síðustu áramót. Hjúkrunarkonan, sem stundar hjónavígslur Störf hjúkrunarkvenna geta ver- ið æði margvísleg. Konan á mynd- inni hefur lengj starfað í strjál- býlu héraði í Ástralíu og næsta sjúkrahús var áttatíu mílur frá að- setursstað hennar. Þcgar meirihátt ar slys eða sjúkdóma ber að hönd- um, ekur hún sjálf sjúklingunum í sjúkrahúsið, en það getur verið annað en gaman á regntímanum, þegar aka þarf yfir óbrúuð vatns- föll í óðum vexti. En ungfrú Meta Pagdin gerir fleira en hjúkra sjúkum. Hún er eina manneskjan á stóru svæði, sem hefur leyfi yfirvaldanna til þess að framkvæma hjónavígslur. „Ég vígði sex hjón“, sagði hún, er hún kom til Englands að hvíla sig vegna ofþreytu. „En undarleg- asta atvikið var þó hjónavígslan, sem aldrei fór fram vegna þess, að brúðguminn nennti ekki á fæt ur“. Á myndinni er hún að spjalla við hörundsdökk frumbyggjabörn, sem enn eru í takmarkaðri snert- ingu við menningu hvítra manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.