Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, þriðjudaginn 22. ágúst 1961. RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Ingemar og Liston í haust? Ingemar Johansson, fyrrver- andi heimsmeistari í þungavigt, ferðast nú vítt um lönd í þeim tilgangi að verða sér úti um verð uga andstæðinga. í gær kom hann til Rómar frá Sviss, þar sem hann ætlaði sér að ræða við ameríska framkvæmdastjórann, Bill Flugazy. Ingemar sagði við komuna til Rómar, að hann hyggðist koma á keppni milli sín og bandaríska negrans Sonny Liston, og að keppnin ætti að fara fram í Kanada í nóvember eða desember. Frekari staðfest- ing á þessari frétt er nú komin Valur sigraði Á sunnudaginn fór fram á Akur eyri leikur milli ÍBA og Vals. Val ur sigraði með einu marki gegn engu. Þessi úrslit tryggðu Val þriðja sætið í 1. deild, og er fé- lagið þá með 12 stig. Akureyring ar verða í 4 sæti með 9 stig. —f Nánar um leikinn á morgun. Fram tapaði frá New York, þar sem það er upplýst að verið sé að vinna þar í borg að slíkri keppni. Staðimir, sem til greina koma, eru Toronto eða Montreal. Báðir hnefaleikakapparnir eiga að setja sem tryggingu 200 þús. dollara. Ef af þessari keppni verður, verður hún hiklaust talin stór við- burður í heimi hnefaleikanna, þar sem Ingemar er nú fyrrverandi heimsmeistari, en Sonaiy Liston hefur komið mjög til greina sem andstæðingur núverandi heims- meis-tara, Floyd Pattersons, en Liston hefur mest eyðilagt fyrir sér með því að eiga í stöðugum erjum við lögin í heimalandi sínu. Af þeim sökum meðal annars hef- ur Patterson ekki viljað berjast við hann, fyrr en hann hefur bætt ráð sitt. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA 06 BÁTASALA Tómas Arnason hdl. Vilhiálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307 Hafnfirðingar sigruðu Kópavog í „frjáSsum4 — Athyglisverður árangur í ýmsum greinum Kúluvarp. Arthúr Ólafsson K 13,86 Ármann Lárusson K 13,71 Ingvar Hallsteinsson H 12,36 Sigurður Júlíusson H 11,90 Hástökk. Kristján Stefánsson H 1,75 Ingvar Hallsteinsson H 1,70 Grétar Kristjánsson 1,60 Ármann Lárusson K 1,50 Gestur: Guðm. Herm.son 15,51 G"estur: Ragnar Jónsson 1,60 i v. Framarar hafa nú keppt fyrsta leik sinn í Rússlandsferðinni. Leik urinn fór fram í Tallin í Eystlandi og mættu landarnir þar Eystlands meisturunum Kalev. Fram tapaði þessum leik 3:1. Ráðgerðir voru þrír leikir hjá Fram í þessari för. J ? | Guðlaugur Einarsson Málflutmngsstofa. Previugötu 37. símj 19740 i Ingvar Hallsteinsson Bæjarkeppni í frjáisum íþrótt- um fór fram milli Hafnarfjarðar og Kópavogs á Hörðuvölum í Hafn arfirði, s.l. laugardag og sunnu- dag. Úrslit urðu þau, að Hafnar- fjörður sigraði, hlaut 75 stig, en Kópavogur 46 stig. Blikksmiðjan Vogur í Kópavogi gaf á sínum tíma bikar til keppni í þessu skyni. En þetta er þriðja bæjar- keppnin á milli þessara aðila, og hefur Hafnarfjörður borið sigur af hólmi í öl skiptin. Vann hann því umræddan bikar nú til eign- ar. Athyglisverður árangur náðist í ýmsum greinum. Úrslit í hinum ýrrisu greinum voru sem hér segir: FYRRI DAGUR (19. ágúst): 100 m. lilaup. Ingvar Hallsteinsson H 11,3 [ Ragnar Jónsson H 11,6 Hörður Ingólfsson K 11,6 Daði Jónsson K 12,2 Stangarstökk. Páll Einarsson H 3,52 Gunnar Karlsson H 3,32 Jóhann Harðarson K 3,13 Grétar Kristjánsson K 3,02 Sleggjukast. Pétur Kristbergsson H 40,76 Gísli Sigurðsson H 26,40 Ármann Lárusson K 26,27 Arthúr Ólafsson K 26,10 Gestur: Björn Jóhanness. 37,95 Þetta er 42. keppnisár Gísla Sig- urðssonar. Geri aðrir betur. •-V*V.-\ X-V-V-S..X.X.- Þrístökk. Kristján Stefánsson H 13,41 Hörður Ingólfsson K 12,25 Egill Friðleifsson H 11,98 Jóhann Harðarson K 11,74 Langstökk: Kristján Stefánsson H Hörður Ingólfsson K Páli Eiríksson H Arthúr Ólafsson K 400 metra hlaup. Páll Eiríksson H 53,9 Steinar Erlendsson H 54,8 Daði Jónsson K 56,5 Jóhann Harðarson K 64,7 Stiig etfir fyrri daginn: Hafnarfj. 42 — Kópavogur 24. SÍÐARI DAGUR f20. ágúst): Spjótkast. Ingvar Hallsteinsson H 59,86 Kristján Stefánsson H 51,25 Arthúr Ólafsson K 46,20 Ármann Lárusson K 33,05 Gestur: Kjartan Guðjónsson 47,50 Tungumálakennsla Harrv Vilhelmsson Kaplaskjólj 5. sími 1812P •X X*-VV-V>X*X.'X.-X -V -V.x Bréfaskriftir Þýðingar Harry Vilhelmsson Kaplaskióli 5, sími 18128 Kringlukast. Þorsteinn Alfreðsson K 45,11 Arthúr Ólafsson K 37,88 Sigurður Júlíusson H 37,40 Kristján Stefánsson H 36,57 (Ármann Lárusson utan keppni 40,00). ; 4x100 metra boðhlaup. Hafnarfjörður45,5 sek. (Bergþ. J„ Páll E„ Ragnar J.. Ingv. H). Kópavogur 47,2 sek. (Arthúr Ól„ Grétar Kr„ Daði J„ Hörður I). Sveit Hafnarfjarðar hljóp á hafn- firzkum mettíma. Stig eftir seinni dag: Hafnarfjörður 33 — Kópav. 22. HEILDARURSLIT: 6,66 6,51 Hafnarfjörður 75 stig. 6,43 Kópavogur 46 stig. 5,80 Yfirlýsing Vegna aðdróttana í dagblöð- um og kviksagna manna á með al þess efnis, að ég hafi verið í vitorði um meint misferli Þor steins Löve í kringlukasts- keppninni á landskeppninni um daginn, lýsi ég því yfir, að þess ar aðdróttanir eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég ann íþróttunum og heiðri mínum meira en svo, að ég myndi nokkru sinni vísvitandi verða þátttakandi í svindli í sambandi við íþróttakeppni. Mannorðsspillandi ummæli og rangar aðdróttanir í garð þeirra, sem vinna á vettvangi íþróttanna, varpa rýrð á íþrótta hreyfinguna, engu síður en til- raunir til að hafa rangt við í keppni og er það einlæg ósk mín, að iþróttasamtökin láti ekki slíkt fyrirbæri festa rætur innan sinna vébanda. Reykjavík 21. ágúst 1961. Guðmundur Þórarinsson, íþróttakennari. Power-Tip kallast nýjustu rafkertin frá The Electric Auto-Lite Company, þau hafa vakið heimsathygli sakir kosta sinna EIN GERÐ FYRIR ALLAN HRAÐA — SÓT- FÆLIN — MARGFÖLD ORKA — STÓRSPARA ELDSNEYTI — INNBYGGÐUR UT VARPSÞÉTTIR — ÓD-RARI. — Reynið hin nýju Auto-Lite Power-Tip í bílinn i allar kveikjuvélar — yðar. Fást í flestum bílahlutaverzlunum. Augl. h.f. mAMHI UtEiMiœiws Þ. JÓNSSON & CO. BRAUTARHOLTI 6 — SÍMI 19215 Knattspyraumót H.S.S, í fyrradag fór fram hnattspyrnu mót héraðssambandsins Skarphéð ins, þ.e. undanúrslit. Fimm lið frá sambandsfélögunum mættu til keppni í fyrsta flokki, og auk þess eitt lið úr Þykkvabænum, sem keppti §gm gestur. Úrslit keppninnar prðu sem hér segir: Hvolsvöllur—-Hveragerði (A-lið) 3:2; Þykkvibær—Selfoss (A-lið) 2:1; Selfoss (B-lið—Hvera gerði (B-lið) 9:0. Þá keppti unglingaflokkur frá Hveragerði við unglingaflokk frá Selfossi, og fóru leikar þannig, að Selfoss vann 1:0. — Dómari var Magnús Pétursson Margt áhorf- enda var á mótinu. — Þann 27. þessa mánaðar verður keppt til úrslita og keppa þá Hvolsvöllur og A- og B-lið Selfoss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.