Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 1
ENGIN SÍLD Neskaupstað, 21. ágúst. — Engir bátar hafa komið með sfld hing- að í dag ,og er ekki annað sýnna, en síldveiðum sé nú að ljúka. — Margir bátar eru þegar farnir, en nokkrir eru hér úti' á höfninni og bíða veðurs og sfldar, þótt flest ir hafi Iitla von um veiði. Tíðarfar hefur verið leiðinlegt hér undanfarið, dumbungur og aldrei kyrr sjór. Hefur það einnig haft sín áhrif á veiðarnar. Flest- ir eru þeirrar skoðunar, ag síld- veiðunum ljúki, komi ekki ný | síldarganga. Um næstu helgi verð, ur stórstreymi, og munu nokknr , bátar ætla að bíða þess og sjá hvað setu.r. Smávegis heíur veiðzt af síld 1 mjög djúpt undan landi, og í dag lóðaði einn bátur á síld undan j Glettinganesi, en lóðningarnar voru dreifðar. Síidarleitarskipið Ægir er hér í dag að taka vatn og vistir, en mun svo fara út og leita síldar. V.S. Ráðizt á aldraðan mann I LækjargÖtu Ráðizt var á aldraðan mann í Lækjargötunni aðfaranótt síðastliðins föstudags og voru þar ungir menn að verki. Maðurinn, sem er á sjötugs aldri, var á leið til Reykjavíkur í Hafnarfjarðarvagninum um klukk- an hálfeitt, ásamt konu sinni og dóttur. í vagninum voru tveir ölv- aðir, ungir menn, innan við tví- tugt. Voru þeir að abbast upp á manninn með frekju. Bað maður- inn bílstjórann að vísa þeim út. Létu ungu mennirnir þá hótanir og svívirðingar dynja á mannin- um, sem lét kyrrt liggja. Er vagninn var kominn á enda- stöð sína i Lækjaigötunni og fólk steig út, héldu ungu mennirnir áfram að abbast upp á manninn. Lauk svo, að annar þeirra sló gamla manninn í andlitið. Fékk maðurinn áverka í framan, svo og í fingur. Lögreglan hefur náð ungu mönnunum, en sjónarvotta vantar, sem hafa verið vitni að atburðum þessum, bæði i strætisvagninum og á götunni. Eru þeir vinsamlega beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. Hásetahkitunnn 90.000 Akranesi 27. ágúst. — Akra- nesbátar eru sumir þegar hættir sfldveiðuni og margir í þann veginn að hætta. í sumar stund- uðu átján Akranesbátar síldveið- ar, þar af níu frá Haraldi Böðv- arssyni. Svo sem kunnugt er, hefur síld- veiði í s-umar verið með albezta móti, en afli bátanna er þó allmis- jafn. Af Akranesbátum er Harald- ur langhæstur, og hefur hann fengið 17200 mál og tunnur eftir tveggja mánaða útivist. Hásetahlut ur á honum eftir þennan tíma er um 90.000 kr. Haraldur er nýr bátur og hóf ekki veiðar fyrr en eftir áramót, en hásetahluturinn á vertíðinm mun samt hafa verið krónur svipaður og síldarhluturinn, svo að hlutur skipverja er ekki svo lítill frá því að báturinn hóf veiðar. Skipstjóri á Haraldi er Ingi mundur Ingimundarson. Markaðsmál og norræn samvinna Efnahagsmálanefnd Norður- landaráðs hélt fund I Voksenás- en við Osló dagana 19 .og 20. ágúst. Af íslands hálfu sátu fund inn Sigurður Ingimundarson al- FramhHlrt a " Ráöstefna um ★★★ Sagan segir, að forystumaður nazista í Bandaríkjunum, L. Rock- Dagana 28. og 29. ágúst næst komandi verður haldin hér á landi ráðstefna á vegum menntamála- ráðherra og mun hún fjalla um raunvísindarannsóknir, nauðsyn þeirra í nútíma þjóðfélagi og skipu iag slíkrar starfsemi hér á landi. Ætlunin er, að fyrirlestrar verði fluttir um þjóðhagslega og fræði- lega þýðingu rannsóknarstarfsem- innar, en eins og kunnugt' er, hafa orðið slíkar framfarir á sviði vís- inda og tækni á síðustu árum, að valdið hefur gerbreytingu á at- vinnuháttum þjóða. Hraði þessarar þróunar verður stöðugt meiri og því æ erfiðara fyrir smáþjóð að fylgjast með. Annað meginverk- efni ráðstefnunnar verður því að kanna á hvern hátt við íslending- ar eigum að skipuleggja raunvís- indarannsóknir okikar, með það fyrir augum að tryggja, að við drög umst ekki aftur úr og atvinnuveg- ir okkar og þjóðfélagið allt fái að njóta framfara í vísindum og tækni eins og frekast er kostur. Ráðstefnuna munu sitja tveir er- lendir gestir, þeir dr. Alexander (Framhaia a 15. síSuj ★★★ well, sem fyrlr nokkru komsf á fréttasíður heimsblaðanna vegna viðleitni hans til þess að kynda undir kynþáttahatri þar vestra, hafi nýlega sótt um vegabréfsáritun til íslands, en verlð neitað um hana af gildum ástæðum. Rockwell mun áður hafa verið kvaentur íslenzkri konu, en er skilinn við hana. Það er í frásögur fært, að stúlka ein, sem handleggsbrotnaði í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina og var flutt til læknisað- gerðar í sjúkrahúsið á Akureyri, fór jafnskjótt aftur austur f skóg, er læknirinn hafði lokið við að setja á hana gipsumbúðlrnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.