Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINV, hrifHuðaffinn 22. áeúst 1961. í þorpum og kaupstöðum meðfram allri strönd landsins mótast mannlífið af nálægð- inni við hafið og því, sem úr því er dregið, fiskinum og vinnslu hans, þótt með nokk- uð ólíkum hætti sé. Sumir staðir lifa eingöngu á sjófangi aðrir jafnframt á öðrum hlut um, svo sem iðnaði og við skiptum við sveitabyggðir Höfuðstaðurinn lifir að tals verðu leyti á iðnaði og við skiptum, þótt hann sé í raun inni sjávarpláss eins og hinir staðirnir. En þótt allur þorri þorpanna fyrir vestan, norðan og austan eigi það sameigin- legt að lifa að mestu á sjón- Um, bera þau hvert sinn svip. Á suðausturhorni landsins, á grasi vöfðum hólum innan við ós Hornafjarðarfljóts, er kaup túnið að Höfn. Þar eru aðstæð- ur allar með einstæðu móti frá hendi þeirra máttarvalda, er landið skópu, og gróska mannfélagsins og atvinnulífs- ins mun óvíða örari. Innsiglingin í höfnina, sem ræð- ur nafni staðarins, er um ós Horna fjarðarfljóts, straummikinn og brimasaman. Þetta er einsdæmi Jökuffell vlð bryggju i Hornafirði. HORNAFJCRÐUR hér á landi um höfn, sem vera-ILeiðin um loftið greiðust leg umferð er um. Ekki bærist! Hornafjörður hefur lengst af kvika, þegar inn úr ósnum erj'veiið einangrað byggðarlag. Sam- komið, og inn um hann komast; göngur á landi með bifreiðum í viðhlítandi akvegarsamband við allstór skip, ef sætt er lagi á hafa verið hinar erfiðustu, þótt Hafnaikauptún. Eigi hins vegar að liggjandann. i mikið hafi létt með brúnni yfir fara með bíl úr Hornafirði til Hornafjarðarfljót, sem vigð var fyrir fáum vikum, en þá komust tvær sveitir, Mýrar og Suðursveit, Reykjavikur, verður aö fara norð- ur fyrir land. Hin stærri strand- ferðaskip, svo sem Esja og Hekla, hafa fram að þessu ekki farið um Hornafjarðarós, og samgöngur á sjó hafa því verið strjálar. Þá er ekki nema ein leið eftir: loftið. Vélar Fiugfélags íslands fara þrjár fastar áætlunarferðir í viku til Hornafjarðar, og það var i slík- um fararskjóta, sem blaðamaður Tímans fór, er hann átti leið á Hörnafjörð fyrir skömmu. Við jökulbrún Það er hrífandi og mikilfeng- legt að virða fyrir sér útsýnið á leiðinni austur, ef flogið er sunn- an undir Vatnajökli og eiginlega fvllilega þess vert, þótt erindi sé ekki annað. í þetta skiptj var lent á Fagurhólsmýri í Öræfum eins og jafnan, enda eru varla aðrar samgöngur Öræfinga við Horna- fjörð nefnandi, þótt þeir geti sel- flutt sig á ferjum og bilum yfir vötn og sanda. En frá Fagurhóls- mýri er ekki löng bæjarleið í flugvél á Hornafjörð. Það var lent á Meleyri stundu fyrir miðnætti. Hún er sjávar- grandi vestan við ósinn, og er þaðan að sjá yfir fljótið til kaup- túnsins. Það var farið að skyggja töluvert, en útsýni til skörðóttra fjallanna austan byggðarlagsins og skriðjöklanna, sem brjótast fram milli hnjúka að vestanverðu, var opinbeiun fyrir þann, sem ekki hafði séð þvílíka hluti í jafn nánu sambýli við hlýlega sveitabyggð, en þannig er þetta að sjá frá Mel- eyrinni og reyndar líka frá Höfn. Lengst í vestri gnæfir Öræfajök- ull. Bindindismaimamótið að Húsafelli Umdæmisstúka Suðurlands J efndi nú í sumar eins og á s. 1. ári til bindindismannamóts í Húsa! fellsskógi um veralunarmannahelg-! ina. Mót þetta fór vel fram og var í alla staði hið ánægjulegasta og til verðugs sóma fyrir umdæmis- stúkuna, enda virtist allt leggjast þar á sömu sveif; fagurt veður, unaðslegur staður, mikið af skemmtilegu fólki, er þarna virt- ist mætt með það sjónarmið ofar öllu öðru, að njóta lífsins þessi bráðfleygu sumaraugnablik, og svo síðast en ekki sízt hin ágæta móts- nefnd, sem hafði haft veg og vanda af skipulagningu mótsins, undirbúið samkomusvæðið fyrir komu gestanna, raðað niður dag- skráratriðum, eftir því sem um var vitað fyrirfram og veitti hvers konar fyrirgreiðslu meðan á mót- inu stóð. Inngangseyrir að þess-u bindind- ismannamóti var mjög í hóf stillt. Aðgöngumiðinn, sem gilti fyrir öll skemmtiatriðin, þar með tald- ar 3 leiksýningar og dansinn bæði kvöldin, var aðeins 15 krónur. Mundu það áreiðanlega hafa þótt litlar eftirtekjur á öðrum sam- komustöðum þessi kvöld. En það sem hér ræður mestu um og vert er að veita athygli, er sú staðreynd, að Góðtemplararegl- an heldur ekki slíkt sumarmót um verzlunarmannahelgina, né á nein- um öðrum tíma, til þess að græða á því, heldur í þeim tilgangi ein- um, að forða ungu fólki frá því ofboðslega svalli og siðleysi, sem ræður ríkjum í landi voru þessa björtu sumardaga, sem frá hendi höfundar lífsins eru ætlaðir til að bæta manninn og göfga,' en ekki til að skemma hann og skrílmenna í Ilrunadansi heimsku og siðleysis Eftir að mótsgestir, sem töldust vera nálægt 700 og voru vítt að komnir, höfðu tjaldað og búið um sig á grænílosuðum bökkum Kald- ár, umluktum hávöxnu skógar kjarrinu, söfnuðust þeir saman á samkomusvæðinu, þar sem mótið var sett af formanni undirbúnings- nefndar, Kjartani Ólafssyni, er lýsti tilgangi og tilhögun mótsins og stjórnaði því með lipurri fram- komu. Að lokinni þessari athöfn dreifð- ist fólkið nokkuð. Hópar af yngri kynslóðinni héldu til knattspyrnu- og handboltaleikja á völlunum handan árinnar, en eldra fólkið lét sér hægar til leikjanna, en not- aði þess í stað tímann til þess að skoða sig um á þessum viðkunn- anlega stað og rabba saman. Síðar um kvöldið hófst svo dans af miklu fjöri og tóku þátt í hon- um bæði ungir og gamlir. Á með- an „danslagið dunaði og svall“ þarna í grænu skógarrjóðrinu, bauð Freymóður Jóhannsson list- málari mér með sér í ökuferð til hinna ýmsu skemmtistaða héraðs- ins, sem allir mundu þetta kvöld fullsetnir og líkur til að upp úr kynni að sjóða víða, ef að vanda léti. Ferðasaga okkar verður ekki ! sögð á þessum vettvangi, eða hvers ; við urðum vísari. En ég get þessa | hér til þess að fólki skiljist, að 1 Reglunni sem slíkri, er ekkert mannlegt óviðkomandi. Henni er alls ekki nóg, að standa sjálf fyrir áfengislausum samkvæmum, innan dyra sem utan þeirra. Hún vill einnig hafa bætandi áhrif á það hryllilega ástand, sem nú ríkir í skemmtanalífi landsmanna og er því staðráðin í, að fylgjast með i á samkomustöðunum og fletta miskunnarlaust ofan af ósómanum. hvar sem hann er að finna. Eftir þennan útúrdúr skal nú áfram haldið, þar sem frá var horf ið. Er við klukkan að ganga 2 um nóttina komum úr þessum nætur- leiðangri, var varðeldur sá hinn mikli. sem tendraður hafði verið fyrr um kvöldið. útbrunninn að mestu. En í flöktandi bjarma frá hinum dvínandi glæðum bar ein- kennilega og næsta nýstárlega sýn fyrir augu okkar. Stór hópur ungmenna, yfir hundrað manns, sat þar þögull í þéttri þyrpingu. maður við mann, og hlustaði með andakt á ungan mann, er sat utar- lega í þyrpingunni og sagði sögu af mikilli orðgnótt og mælsku. Og vitanlega urðum við Freymóður i brátt hluti af þessari samstæðu hlustandi heild. Nokkru síðar brá ég mér snöggvast heim í tjaldið mitt, en er ég aftur kom á stað- inn, var Freymóður tekinn við hlutverki sögumannsins og hafði náð óskiptri athygli áheyrenda sinna. Þessi sérstæða og hátíðlega athöfn minnti í einfaldleik sínum á tvennt í senn, eitthvað fjarlæ.gt og framandi, en þó nærtækt og gamal kunnugt. Annars vegar siðvenjur Austurlandabúa, en á hinu leit- inu Sögurnar hennar ömmu. — En umgerðin um þessa sérkennilegu og undurfögru mynd var blækyrr og rökkurmjúk nóttin. Þannig leið þetta laugardags- kvöld í Húsafellsskógi og húm- dökk náttslikjan lagðist yfir jörð- ina og vafði hana örmum sinum, unz hin rósfingraða og árrisula morgunsól birtist við austurbrún og boðaði komu nýs dags. Það var sunnudagur. Þennan morgun var víðast seint risið úr rekkju. Að- eins morgunhanarnir tóku sér smá- göngutúra fyrir hádegið. En þegar fólk almennt var vaknað og hafði matazt, heyrðist tilkynnt í hátai- aranum um Víðgelmis- og Surts- hellisför og lýst eftir þátttöku. Voru þeir, sem þátt vildu taka í förinni, vinsamlegast beðnir, að gefa sig fram hjá bifreiðunum, því innan stundar yrði lagt af stað. Varð nú uppi fótui og fit i tjald- búðunum og brátt sigu bílarnir af stað í áttina til fyrirheitna lands- ins. Ekið var eins og leið l'ggur inn fyrir Kalmannstungu, en síð asta spölinn urðum við að ganga sem enginn taldi eftir sér. Surtshellir er sérkennilegt nátt- úrufyrirbæri, höll i hamra greypt Þar er húsrými, sem duga mundi þúsundum manna til vistar og vet- ursetu. og væri þó hvergi þröngt um neinn Á einum stað í þessum feikna helli eða hellum. því Surts- hellir er samsettur af mörgum af- hellum, er komið að gömlu beina- musli, sjálísagt dýra og manna, en rétt þar hjá eru 2 upphlaðnar búðir og innst í hvorri þeirra vand lega gerðar hlóðir, eins og þær tíðkuðust hér um síðustu alda- mót. Þessar gömlu minjar benda ótvírætt til þess, að menn hafi haldizt þarna við um eitt skeið, enda rifjar þetta upp fyrir manni sagnirnar um útilegumennina, sem þar áttu að hafa búið og lifað á sauðfé bændanna þar í nærliggj- andi sveitum. Margir líta á þess- ar gömlu sögur eins og hvert ann- að marklaust hjal, en þeir sem eitt sinn koma í Surtshelli eða Stefánshelli og aðra slíka felustaði fjalla og óbyggða, hljóta að styrkj ast í trúnni á gömlu útilegumanna söguinar og hin furðulegu ævin- týr, sem forðum áttu að hafa gerzt á þessum slóðum. Það hefði verið gaman að segja nánar frá ferðalagi okkar í hell- ana og lýsa þeim áhrifum, er við urðum fyrir í þessum töfraheim- um öræfanna, en tií þess vinnst ekki tími. Síðla dags kom hópurinn aftur heim í tjaldborgina, og eftir að hafa snætt og notið næðis um sinn, hófust skemmtiatriði dagsins. Voru þá með stuttu millibili sýndir 3 stuttir gamanleikir, 1 upp færður af Reykvíkingum. en 2 af Akureyringum, sem höfðu mætt fjölmennir til mótsins, þótt um langan veg væri að fara og höfðu meðferðis prýðileg skemmtiatriði. Var gerður góður rómur að leik- þáttum þessum og öðru sem þarna var á dagskrá. en á milli atriða sungu mótsgestir fullum hálsi og hver með sinu nefi, sem þótti gef- ast mjög vel. í sambandi við söng- inn vil ég geta þess, að Guðmund ur Þárarinsson. kennari úr Hafn arfirði. hafði oit fallegt hátíðaljóð, ei hann tileinkaði þessum mann- fagnaði og var útbýtt fjölrituðu meðal mótsgesta Var ljóði Guð- mur.dar vel tekið og það sungið af hjartans lyst ein5 og vera bar, en siðan var skáldið kallað fram og hyllt með ferföldu húrrahrópi. Þá fór fram reipdi’áttur milli ungra Hafnfirðinga og ungra Keflvíkinga og sigraðu þeir síðar- nefndu með 2—0. Einnig fór fram reiptog milli Reykvíkinga og utan- bæjarmanna. Úrslit urðu 2—1 Reykvíkingum í vil. Síðar um kvöldið var varðeldur kyntur, en meðan snarkandi bál- kösturinn sendi logatungur sínar móti rökkurskyggðum kvöldhimn- inm, sungu keflvískar ungmeyjar með gítarandirleik nokkur heill- andi og seiðmögnuð lög, sem tekið var af miklum fögnuði. Mikill mannfjöldi, er safnazt hafði saman þarna hjá varðeldunum, tók sér sæti upp eftir hárri brekku vest- an eldanna, eins og hún væri balkon í samkomusal. Var fögur sjón og tilkomumikil, að sjá þessi upplýstu andlit þarna í kvöldhúm- inu, enda notuðu myndasmiðir og amatörar vel þetta gullna tæki- færi. Eftir söng hinna keflvísku kvenna upphófst mikill og almenn- ur söngur Voru þar sungin fögur ættjarðarljóð við undirleik hins snarkandi báls Veður var sem hið fyrra kvöldið kyrrt og rótt, svo að ekki var „kvik á nokkru strái“. Dásamleg stund, er seint mun gleymast. Síðar var staðið upp frá varðeldinum og stiginn dans fram vfir lágnættið í þvi yndislegasta veðri. sem hægt er að kjósa sér. Morguninn eftir. klukkan 10. fóru fram mótsslit með ræðum og söng, en eftir það hélt hver hópur til síns ökutækis með hafurtask og dót. Nokkia- stund tók að koma því fyrir á bílunum. en að bví loknu var ek;ð af stað Héðan úr Keflavik tóku um 50 manns bátt í þess” móti Farar- stjóri var Hilmar Jónsson bóka- vörður. en Jón P Guðmundsson annaðist aksturinn Stóðu báðir s:s með hinni mestu prýði Til mótsins var ekið um Þing- velli og niður í Lundarreykjadal, svo kölluð Uxahryggjaleið. Fyrir innan Meyjasæti hrepptum við (Framíiaio a 15 síðu >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.