Tíminn - 24.08.1961, Qupperneq 2
T-ÍMiNíí, fimmtudaginn 24. ágúst 1961.
Flugdagur á Reykja-
víkurflugvelli 27. þ.m.
Minnzt aldarfjóríungsafmæíis Flugmálafélagsins
Á sunnudaginn kemur verður
í sjöunda sinn efnt til flugdags
hér á landi. Það er Flugmálafé-
lagið, sem gengst fyrir þessu, og
mun það að þessu sinni jafnframt
minnast 25 ára afmælis síns. —
Fyrsti flugdagurinn var haldinn
á Sandskeiði 1936. Svifflugfélagið
á einnig aldarfjórðungsafmæli um
þessar mundir.
Flugdagurinn verður nú að
sjálfsögðu haldinn á Reykjavíkur-
velli, sem flugmálastjórnin lánar
Flugmálafélaginu í þessu skyni.
Verður þar flugsýning mikil, sem
margar flugvélar munu taka þátt
í. íslenzkir flugmenn og flugvélar
munu að sjálfsögðu bera uppi sýn-
inguna, en auk þeirra munu taka
þátt í flugsýningunni nokkrar
gerðir h’rflugvéla af Keflavíkur-
flugvelli, ásamt kopta.
Mót að Jaðri
TjaldbúfJasvætSitJ flócSlýst
Samband íslenzkra ung
templara verður með 3. árs
þing sitt að Jaðri n. k. föstu
dag og laugardag, en á laug-
ardag hefst hið árlega mót
samtakanna þar og mun það
standa iil sunnudagskvölds.
ÁrsþingiS verður sett kl. 8,30
á föstudagskvöld með ávarpi for-
manns íslenzkra ungtemplara,
séra Árelíusar Níelssonar. Á þing-
inu mun Ólafur Þ. Kristjánsson,
skólastjóri flytja erindi um skóla-
æskuna og áfengið. Ráðgert er að
þinginu ljúki seinnihluta laugar-
dags.
Mótið verður sett seinnihluta
laugardags og síðan mun verða
íþróttakeppni. Um kvöldið verður
! skemmtun inni að Jaðri og mun
i þá ný fimm manna hljómsveit
ungra manna leika fyrir dansin-
urn.
Á sunnudag verður útisamkoma,
ef veður leyfir, sem hefst með
guðsþjónustu. Kl. 4 verða skemmti
atriði, m. a. verður fyrsta íslenzka
geimfaranum skotið upp frá Jaðri.
Mótinu mun ljúka með kvöldvöku
og dansi að Jaðri á sunnudags-
kvöld. Verður þá kjörin Jaðars-
drottningin úr hópi þeirra stúlkna,
sem mótið sækja, og sem þykir
bera af í háttvísi og góðri fram-
komu í hvívetna. — Tjaldbúða-
svæðið mun verða flóðlýst.
Ferðir verða að Jaðri frá Gó-
templarahúsinu báða dagana, sem
mótið stendur.
Hvaö gera Norðmenn
í markaðsmálunum?
Myndin er tekin í fyrrinótt viS komu Eiriks rauða. Unnur Einarsdóttir, kona SigurSar Helgasonar, varaformarms
stjórnar LoftleiSa, færir Dagfinni Stefánssyni, flugstjóra, blómvönd. Einnig sjást á myndinni, auk áhafnar
hinnar nýju flugvéiar, AlfreS Elíasson, framkvæmdastjór! LoftleiSa og kona hans.
NTB—Osló 23. ágúst. Einar
Gerhardsen forsætisráðherra
staðfesti í dag á blaðamanna-
fundi, að norska stjórnin
myndi ekki taka afstöðu tjl
markaðsbandalagsmálsins fyrr
en eftir kosningarnar.
Ákvörðun um það, hvort Noreg-
ur skuli sækja um upptöku í sam-
markað ríkjanna 6, sem Bretar og
Misjafnir há-
setahlutir
ísafirði, 21. ágúst. — Bátarnir héð
an úr Djúpinu eru nú flestir að
hætta síldveiðum, og margir eru
komnir til heimahafna sinna,
Hásetahlutir á bátunum eru mjög
misjafnir, en margir munu þeir
vera milli 30—40 þúsund krónur
Sæfarinn frá Tálknafirði kom
hingað með nótina fyrir skömmu,
og sögðu skipverjar á honum, að
hásetahlutur væri um 75.000 kr.
Hásetahlutirnir á Dofra frá Pat-
reksfirði, Einari Hálfdáns og Heið
rúnu frá Bolungavík, munu vera
svipaðir, sömuleiðis á Guðbjörgu
frá ísafirði. G.S.
Danir hafa nú sótt um upptöku í,
væri svo mikilvæg, að þjóðin yrði
að standa eins sameinuð um hana
og mögulegt væri.
Tíminn fram að kosningum
sagði forsætisráðherrann, að yrði
notaður til þess að afla sem
gleggstra upplýsinga um markaðs-
bandalagsmálin, og fram að þeim
tíma, er þingkosningarnar færu
fram, væri varla til hagsbóta að
efna til kappræðna um málið.
Gerhardsen sagði enn fremur,
að yfirlýsing Erlanders um, að
Svíar myndu okki ganga í mark-
aðsbandalagið, hefði komið á ó-
vart. Norðmenn hefðu búizt til
að hafa nánari samráð við Svía
um þessi mál. Það liti út fyrir, að
j Svíar legðu meira upp úr stjórn-
j málahliðinni á ráðagerðum um
; framtíð sammarkaðsins en Norð-
menn.
SAS tapar
(Framhald ai 1 siðu.i
að á sumum. Reynt verður að nýta
flugvélakost SAS betur.
Við sparnaðaraðgerðirnar reikn
ar forstjórinn með, að um 45 millj.
kr sparist á ári.
Þegar orðið var frjálst eftir
ræðu Nicolins, dundi á honum
haglél nærgöngulla spurninga
blaðamannanna um fjármál félags
ins.
Eiríkur rauði
(Framhald af 1. síðu.)
Hver áhöfn er skipuð 4 körlum og
3 konum og flugliðar Loftleiða
verða því 140 talsins. Eru það ein-
göngu íslendingar.
Kostakjör
Félagið mun fjölga ferðum um
2 á viku frá því, sem var í fyrra-
vetur — fljúga í vetur 2 ferðir á
viku til Lúxemborgar'. Loftleiðir
hafa í hyggju að bjóða mjög lág
og hagstæð fargjöld á leiðinni Lúx
emborg—Reykjavík—Lúxemborg,
og hefur félagið sótt um það til
flugráðs og beðið um, að það afl-
aði leyfis ioftferðayfirvalda í Lúx-
emborg. Telja forráðamenn Loft-
leiða, að það mál verði auðsótt.
Með hinum nýju og hagstæðu kjör-
um mun flugfarið til Lúxemboig-
ar ekki kosta nema 2.882 krónur
aðra leiðina og 5.188 krónur fram
og til baka. Er það mun lægra far-
gjald en með skipi til Hamborg-
ar t. d., en það kostar fram og
j til baka 6.970 krónur. Til saman-
i burðar og frekari glöggvunar má
benda á, að flugfarið til Kaup-
mannahafnar aðra leiðina kostar
j nú 4.372 krónur. Hér er því um
óvenjuleg kostakjör að ræða.
I
50 þús. farþegar
Þessar upplýsingar veittu þeir
Sigurður Magnússon, fulltrúi, og
Martin Petersen, deildarstjóri Loft
leiða, á fundi með blaðamönnum
í gærdag. Þeir skýrðu enn fremur
frá því, að sætanýting Loftleiða
væri óvenjugóð um þetta leyti árs,
vélarnar væru fullsetnar farþeg-
um jafnt austur sem vestur um
hafið, en undanfarin ár hefur far-
þegastraumurinn um þetta leyti
aðallega verið vestur á bóginn.
Farþegafiutningarnir aukast jafnt
og þétt, og er það bezti mælikvarð
inn á vinsældir Loftleiða erlendis,
því að msgnið af farþegum Loft-
leiða eru erlendir menn. 1959
fluttu vélar Loftleiða 34 þúsund
farþega landa á milli Á síðasta
ári komst farþegaiaian yfir 40 þús-
und og í ár mun '”'m komast tölu-
vert yfir 50 þúsund.
Loftleiðir hyggjasi nú taka upp
það nýmæh að veita. námsmönn-
um afslátt af fargjöldum á leíð-
inni Reykjavik—.New York—
Reykjavík. Hafa þeir sótt um leyfi
til flugráðs og beðið um fyrir-
greiðslu þess við öflun leyfis
vestra. Afsláttur þessi mun nema
25% á fargjaldi fram og til baka, j
og gildir fyrir þá, sem stunda nám 1
Fjögur héraðsmót Framsókn-
armanna um næstu helgi
V-Húnavatnssýsla
Aðalfundir og sumarhátíð Framsóknarmanna í V.-Húna-
vatnssýslu verða að Laugarbakka n. k. sunnudag. Fundirnir
hefjast kl. 3 e. h. Eysteinn Jónsson, form. þingflokks Fram-
sóknarmanna ræðir þar um stjórnmálaviðhorfið. — Almenn
skemmtisamkoma kl. 8 síðdegis. — Smárakvartettinn á Akur-
eyri syngur. Síðan verður dansað.
Dalasýsla
Framsóknarmenn í Dalasýslu halda héraðsmót sitt að Kirkju
bóli í Saurbæ n. k. laugardagskvöld kl. 8,30.
Ræður flytja Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli, og
Jón Skaftason, alþm.
Árni Jónsson, óperusöngvari, sýngur með undirleik Skúla
Halldórssonar, tónskálds, og Ómar Ragnarsson fer með gaman-
vísur. — Fimm manna hljómsveit leikur fyrir dansinum.
S-Þingeyjarsýsla
Héraðsmótið að Laugum hefst kl. 8,30 n. k. laugardag. —
Mótið setur og stjórnar Karl Kristjánsson, alþm. Ræður Her-
mann Jónasson form. Framsóknarflokksins og Ingvar Gíslason
alþingismaður.
Gamanþættin Gestur Þorgrímsson, gamanleikari. Söngur:
Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson. Undirleikari Ás-
kell Jónsson.
Kóralhljómsveit Mývetninga leikur fyrir dansi.
Borgarfjarðarsýsla
Stjórnmálafundur
Framsóknarmenn í Borgarfjarðarsýslu halda almennan stjórn
málafund að Brún í Bæjarsveit n. k. sunnudag og hefst hann
kl. 3 e. h.
Frummælendur á fundinum verða Þórarinn Þórarinsson
alþm og þingmenn flokksins í Vesturlandskjördæmi. Jafnframt
verður haldinn aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar-
sýslu.
HéraSsmót kl. 9
Um kvöldið kl 9 hefst svo héraðsmót Framsóknarmanna
og verður það einmg að Brún.
Ræður flytja Þórarinn Þórarinsson og Daníel Ágústínusson.
Arm Jónsson, óperusöngvari. syngur með undirleik Skúla Hall-
dórssonar, tónskálds. Ómar Ragnarsson fer með gamanvísur,
og að lokum verður dansað.
Hljómsveit Sigvalda Fjeldset leikur fyrir dansi (5 manna hljóm-
sveit). — Ferðir verða frá Þ.Þ.Þ.
i skólum i Bandaríkjunum 6 mán-
uði eða meira og einnig eigin-
konur námsmanna og börn. Þessi
afsláttur mun verða veittur bæði
Islendingum, sem stunda nám
vestra, og Bandarikjamönnum, er
sækja íslenzka skóla, en það fær-
ist nú í vöxt.