Tíminn - 24.08.1961, Síða 6
T;í MIN N, fimmtudagmn 24. ágúst 1961.
Hvalreki d íjörur
stjórnarliðsins
Frá setningu þingsins.
’ /
Frá Kvenfélagasambandsþingi
Meðal mála, sem eru til
umræðu á yfirstandandi lands
þingi Kvenfélagasambands ís-
lands, eru niðurstöður af
starfi milliþinganefndar, sem
fjallað hefur um nánara sam-
starf Búnaðarfélags íslands og
kvenfélaga landsins. Af þeirri
reynslu, sem fengin er af
starfi heimilisráðunauta Kven
félagasambandsins er það eitt
mesta áhugamál kvenfélag-
anna, að það starf verði aukið
að miklum mun. Ekki munu
bændur vilja missa þá aðstoð,
sem ráðunautar Búnaðarfé-
lagsins veita þeim og sýnist
nú báðum þessum félagsheild
um tímabært að samræma
ferðir ráðunauta sinna að
nokkru.
Þar sera nefnd á eftir að fjalla
um tillögur milliþinganefndarinn-
ar, er enn ekki vitað, hverjar verða
þær ályktanir, sem þing Kvenfé-
lagasambandsins samþykkir, en í
umræðum um þetta mál fyrsta
fundardaginn kom sitthvað fram,
sem gaman var að hlusta á. Ein
ræðukona gat þess, sem full á-
stæða er fyrir konur að muna, að
þeir sjóðir. sem efldir eru af sölu
búsafurða, ættu ekki alveg að
vera húsíreyjunum óviðkomandi
og að ekki væri úr vegi, að líta á
búið sem heild, þannig að starf
heimilisráðunautar væri ekki ein-
hver munaður til handa húsfreyju
einni, heldur stuðlaði aukin þekk-
ing í heimilishaldi alveg eins að
viðgangi búsins og aukinni þekk-
ing í ræktun og eldi kvikfjár. Kon-
ur ættu raunverulega jafnan rétt
til sjóða Búnaðarfélagsins og
bændur — og mikið var ég henni
innilega sammála!
Steinunn Ingimundardóttir heim
ilisráðunautur gaf skýrslu um störf
sín á s. 1. ári og kvað það hafa
verið gott starfsár. Hún hólt nám-
skeið hjá 8 kvenfélagasamböndum
og kom sums staðar í hverja fé-
lagsdeild. Raunverulega hófst sam
starf við ráðunauta Búnaðarfé-
lagsins á þessu ári og gafst vel að
halda sameiginlega fundi með hús
freyjum og bændum. Gat hún þess
einkum, hve skemmtilegar umræð-
ur hefðu orðið á fundi í Dalasýslu,
þar sem tveir ráðunautar Búnaðar-
félags fluttu erindi, auk hennar
Var þar jöfnum höndum kapprætt
um manneldi og eldi búpenings
að framsöguerindum loknum. Þess
má geta, að Sölufélag garðyrkju-
manna hefur gefið allt grænmeti,
sem Steitiunn hefur notað við
kennslu i matreiðslu grænmetis
og er það vel til fundið Einnig
sagði Steinunn frá því, að ekki
hefðu konur látið það stöðva að-
sókn að fræðslufundi, að þær kom
ust ekki að heiman fyrr en síðla
kvölds, svo að kennsian stóð fram
á nótt — en hún hefur þá heldur
ekki látið á sér standa að vinna
fram á nætur. Er auðheyrt, að
konum er mikil eftirsjá að Stein-
unni, er hún nú lætur af 'starfi í
haust. Mar. sannast mála, að hún
hefur unnið erfitt starf með stakri
prýði.
Skýrsla var gefin fyrsta fundar-
dag um tímaritið Húsfreyjuna, en
kaupendum hennar fjölgar nokkuð
jafnt og þétt og eru nú nær þrjú
þúsund. Flytur ritið fregnir af
félagsstörfum, fræðandi greinar og
skemmtiefni.
Nokku'ð var einnig rætt fyrsta
fundardag um framkvæmd hús-
mæðraorlofs samkvæmt hinum
nýju lögum, en sú starfsemi er
enn í mótun og engin von til þess
að almennur skriður sé kominn á
orlofsdvalir í stórum stíl. En ekki
get ég stillt mig um að láta í ljós
þá persóaulegu skoðun mína, að
nærtækt muni vera að nota hús-
næði Mæðrastyrksnefndar Reykja-
víkur í Mosfellssveit til orlofs-
dvala vor og haust, þegar Mæðra-
styrksnefnd notar ekki húsið.
Á öðrum degi þingsins var flutt
skýrsla um Hallveigarstaði, en
framkvæmdanefnd þess máls hef-
ur nú endurskoðað allar fyiri til-
lögur um þá stofnun og leggur til,
að í stað gistiheimilis fyrir stúlk-
ur, verði reist eins konar félags-
heimili fyrir starfsemi kvenfélaga
í landinu. Auk þess á að vera þar
húsnæði fyrir heimilisráðunauta,
sem konur almennt vona að verði
a. m. k. fjórir í náinni framtíð,
svo og rúm fyrir námskeið í mörg-
um greinum og e. t. v. greiðasala
í einhverri mynd. Væri vel, ag það
fé, sem til Hallveigarstaða hefur
safnazt, rýrnaði nú ekki enn meira
áður en af framkvæmdum verður.
Ekki var öllum þingfulltrúum utan
af landi sársaukalaust að heyra,
að hugmyndin um gistiheimili
væri úr sögunni, og vildu sumar,
að reynt væri að haga framkvæmd
um þannig, að bæta mætti síðar
við bygginguna. ef starfsgrund-
völlur kynr.i að verða fyrir slíku
heimili.
Um áfengismál ræddu konurnar
af alvöruþunga og þótti þeim
mikil þörf á breyttum skemmtana
brag. í þvi máli sagði síðasta ræðu
kona, að naumast væri von að rík-
isvaldið hefði hemil á áfengisflóð-
inu, meðan foreldrar hefðu ekki
meiri hemil á börnum sínum en
svo. að unglingum um og innan
við fermingaraldur væri leyft að
fara eftirtitslaust til helgardvalar
á stað;. þar sem fyrirfram væri
vitað. að á<engi yrði haft um hönd.
Nánari fregnir af störfum þings-
ins verða svo sagðar síðar
S. Th.
Fulltrúatal:
Bandalag kvenna í Reykjavík:
Auður Auðuns — til vara — Krist-
ín Sigurðardóttir, Álfheiður Guð-
mundsdóttir, Bryndís Þórarins-
dóttir, Hallfríður Jónasdóttir —
til vara Ragnh. Möller, Helga
Rafnsdóttir, Herdís Ásgeirsdóttir,
Jóhanna Egilsdóttir, Jóna Erlends
dóttir, Jónína Guðmundsdóttir,
Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Sig-
urðardóttir, Svava Þórleifsdóttir,
Svanfríður Hjartardóttir, Vilborg
Björnsdóttir.
Hafnarfjörður: Jakobína Matthie
sen.
Samband kvenna I Gullbringu-
og Kjósarsýslu: Helga Magnúsdótt
ir, Vilborg Ámundadóttir, Sigríð-
ur Johnscn, Málfríður Björns-
dóttir.
Samband borgf. kvenna: Helena
Halldórsdóttir, Anna Bjarnadóttir.
Samband breiðfirzkra kvenna:
Elínbet Jónsdóttir, Kristjana V.
Hannesdóttir.
Samband vestf. kvenna: Sigríður
Guðmundsdóttir, Elísabet Hjalta-
dóttir, Unnur Gísladóttir.
Kvennasamband Strandasýslu:
Anna Sigurðardóttir.
Kvennabandið, V.-Húnavatnss.:
Lára I. Lárusdóttir.
Samband a-húnverskra kv.:
Dómhildur Jónsdóttir.
Samband skagfirzkra kvenna:
Emma Hansen.
Samband eyfirzkra kvenna: Ás-
rún Þórhallsdóttir, Guðný Fann-
dal.
Kvennasamband Akureyrar: Guð
rún Jóhannesdóttir.
Héraðssamb. eyfirzkra kvenna:
Sigríður Einarsdóttir.
Kvennasamband S.-Þing: Hólm-
fríður Pctursdóttir, Sigríður
Björnsdóttir.
Samband n.-þingeyskra kvenna:
Halldóra Gunnlaugsdóttir.
Samband austf. kvenna: Sigríður
Fanney Jónsdóttir, Sigrún Páls-
dóttir.
Samband v-skaftfellskra kvenna:
Gyðríður Pálsdóttir.
Samband sunnlenzkra kvenna:
María Sigurðardóttir, Halldóra
Guðmundsdóttir, Magdalena Sigur
þórsdóttir.
Vestmannaeyjar: Jóna Vilhjálms
dóttir.
ORGELr'
VIÐGERÐIR
Elias Rjarnason
Sími 14155.
Bifreiðakennsla
Guðjón B. Jónsson
Háaeerðj 47. Sími 35046
Morgunblaðið flytur á 10. bls.
blaðsins 17.8. þ. á. grein, er
það' nefnir: „Þjóðsvik Framsóknar
flokksins". Það telur þau svik fel
ast í því að hleypa áhrifum alþjóð-
legs kommúnisma inn í hfnn vigða
reit íslenzkra stjórnmála. Sannan-
ir færir það engar fyrir máli sínu,
enda er það ósannanlegt, sem önn
ur ósannindi. Þannig voru áhrif
þessi komin löngu áður og af ann
arra völdum. Skal sem dæmi bent
á pólitískt saurlífi Sjálfstæðis-
flokksins og kommúnista fram-
kvæmt alla daga og nætur „Ný-
sköpunarstjórnarinnar“ svokölluðu
og er þá hið ljóta orðið notað
aðeins til samræmis við áfellis-
dóm Morgunblaðsins um samstöðu
stjórnarandstæðinga í kjara- og
verðlagsdeilum síðustu vikuna, en
ekki sökum þess að það sé neinum
svívirðing, að jafnvel aðalandstæð-
ingar hans fallist á sumt af bar-
dagamálum hans og fylgi honum
að verki við það, sem báðum kann
að vera hugleikið. Hitt yrði skrítið
þingræði, ef lítill minnihlutaflokk-
ur þyrfti ekki annað til að bana
áhugamálum miklu stærri flokks
en að fallast á ályktanir hans og
láta svo flokkshaftið hrekja meiri
hlutann til að fella sín eigin óska
mál sökum þess að óvinurinn sam
þykkti þau og ritaði eða talaði
þeim til stuðnings.. Þá kann það
að eiga að teljast til þjóðsvikanna,
ag eyða ekki hlutfallslega jafn-
miklu dálkarúmi og Morgunblaðið
| undir ritgerðir um ástandið í
Berlín.
Það hefur verið mikill hval-
reki á fjörur stjórnarliða, þetta
; Berlínarmál. Vegna þessa atburðar
í þykjast þeir nú mega hamast að
einstaklingum og málgögnum, sem
láta íslenzk kjör og líðan sig máli
skipta þessa daga sem aðra, og
leyfa sér að biðja um leiðrétt-
ingu ranglætis, s.em þeir telja sig
beitta, efndir loforða, sem þeir
telja svikin, og þinglegrar aðferð-
ir og sæmilegar gagnvart spari-
fjáreigendum, að minnsta kosti,
þar sem einmitt þeir höfðu verið
talin óskabörnin.
Ekkert af þessu mátti ræða til
jafns við ávirðingar Austur-Þjóð-
verja, þótt það sé okkur nær til
úrbóta og frekar viðráðanlegt en
að taka liðsflokka, fallbyssur.
skriðdreka og gaddavír burt af
j samgönguleiðinni á milli Austur-
' og Vestur-Berlínar.
Hér á landi er' um að ræða af-
komu launþega og undirstöðu
j hennar; fjárhag ríkisins og at-
| vinnuveitenda. Þau mál getum við
ileitað uppi leiðir til að rannsaka
jog um leið og við kynnumst þeim
getum við leyst þau þjóðfélags-
j vandamál, sem vit okkar dugir og
j ráðvendni hrekkur til, og um þau
j ber okkur skylda til að hugsa. —
Berlínarvandamálið er að vísu gott
sýnis’horn kommúnistískra starfs-
að'ferða, en er bæði kynnt og æft
ahk þess, er nú gerðist í Berlín,
af nazistafxokki Hitlers, og meira
að segja laglega sýnt hér heima,
af sumum þeim mönnum. sem
nefndir voru hér áður. „Ungir
menn- með hreinar hugsanir."
Hugsandi mönnum íslenzkum
voru því lærdómar Brandenborgar
hliðsins alls óþarfur upplestur
gamallar og nýrrar lexíu á sama
hátt og Jesús Kristur taldi sum
um andstæðingum sínum krafta-
verk nytjalaus, þeir hefðu Móses
og spámennina og myndu ekki
frekar trúa, þótt einhver dauður
risi upp. En veia kann, að slíkt
dæmi sé þó miður ljóst en skyldi
fyrir forn- og ný-nazistum, sem
eiga það sameiginlegt með komm
únistum,.að hafa gagngerar breyt-
ingartillögur fram að bera við all-
an kristindóm, samanber stjórn-
! málaferil Hitlers og vilyrði
Krustjoffs fyrir því að slá höfuðio
af þeim, sem rétti honum löðrung.
En Morgunblaðið vill endilega
tala um Berlín.
Það skal játað, að hér á landi
mun það algengust skoðun —
enda ekkert þekkt, sem bendi á
annað — að Austur-Þjóðverjar
hafi flúið land sitt í þeim mæli,
sem þeir gerðu sökum kúgunar
og sökum ótrúar á hugmyndakerfi
og framkvæmdir kommúnismans,
en hitt skal í staðinn staðhæft, að
íslenzka þjóðin er þess ekki um-
komin, að liðka um fjötra þeirra,
þótt hún fari öll til, ekki fremur
en að flytja miðhálendi íslands
svo rækilega burtu, að það skyggði
aldrei síðan fyrir sólu á Norður-
landi.
Glæpur Framsóknar þessa dag-
ana á að vera sá, að vinna að á-
kveðnum málum með íslenzkum
kommúnistum í stað þess að loka
fyrir þeim og öllu þeirra, öllum
dyrum og gættum á sama hátt og
Austur-Þjóðverjar loka nú Brand-
enborgarhliðinu. Til þess að kom-
ast hjá kommúnískunni eiga þeir
sem sagt að fremja þrælkommú-
nískt athæfi.
„Vei yður, þér Farisear".
Nær væri þeim, er auði hafa
safnað hér á íslandi með skattsvik
um sínum og á aðra vegu rang-
: fengnum að meira eða minni-
! hluta að leggja nú spilin á borðið,
svo að rannsaka megi ekki einasta
| hvers af þeim er óskað og samfé-
j laginu, heldur og hvað hér er
í kleift að veita, svo að unnt verði
ag haga líferni þjóðarinnar eftir
! ástæðum, sniða sér stakkinn eftir
vextinum. En vel skvldi rökfesta
framburðinn. ef það skal gert
sennilegt, að skerða þurfi um tí-
unda hluta eða meira sparifé gam
I almenna og arfa munaðarleysingja
á meðan nokkur hluti, aðallega
einnar stéttar, leikur sér að því
að taka út vínföng fyrir um tvær
I milljónir króna til undirbúnings
einnar skrallhelgi, og aðrir eða
! sömu þjóðþrifamenn fara skemmti
i ferðir allt suður á Kanaríeyjar án
þess að gefa upp aðra tekjustofna
til þess.að standa straiim af eyðslu
sinni en ..ágóðann“ af ríkisstyrkt-
um skaðafyrirtækjum, er þó
drykkjuskapur og lúxusflakk ekki
nema sem dæmi ag reikna um
annað og fleira, er freista mætti
verkalýð. illa launaðra kennara, af
skekktra sveitalækna og fjölda ann
arra starfsmanna til að jafna kjör-
in og létta sér útvegun daglegra
nauðsynja.
Sigurður Jónsson frá Brún.
Innilega þökkum viS þeim, sem heiðruðu minningu
Jóns Kristins Gunnarsscnar
frá Gunnarshúsi, Eyrarbakka.
Vandamenn.
I