Tíminn - 25.08.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1961, Blaðsíða 1
Fundinn nýr fjallvegur - ór Álftaveri vestur í Fljótshlíð Nú í vikunni var farið í fyrsta sinn á' bílum nýjan fjall veg. Tíu manns fóru á tveim- ur jeppum Fjallabaksleið úr Álftaveri vestur í Fljótshlíð meðfram Mýrdalsjökli. Fimm Rangæingar og fimm Álft- veringar fóru þessa ferð. Höfðu þeir upphaflega ætlað að fara Syðri-Fjallabaksleið, en Álftvering arnir höfðu grun um, að hægt væri að fara aðra leið beint norður úr Álftaveri, án þess að fara yfir Hólmsá, og varð það að ráði. Þeir félagar’ lögðu af stað frá Herjólfsstöðum klukkan tólf á há- degi mánudagsins síðast liðins áj tveimur Rússajeppum. Fóru þeiri inn Álftaversafrétti og yfir Jökul- kvíslar, en héldu sig alltaf vestanl Hólmsár. Leiðin lá milli jökuls og1 Mælifells og komu þeir á Syðri- (Framhald á 2. síðu.) Merkur dagur í sögu flugsins f dag er fjórlieilagt í flugmál- um íslands, því að í dag á Flug- málafélag fslands 25 ára afmæli, flugturninn nýi á Reykjavíkur/lug- velli verður tckinn í notkun, og um leið verður haldið hátíðlegt 25 ára afmæli Svifflugfélags fs- lands oig þess minnzt ,að hinn 6. ágúst s.I. voru liðin 25 ár síðan ISnaðarsýning samvinnumanna — þar getur að líta margar nýjungar. — (Ljósmynd: Þorvaldur Ágústsson). Iðnstefna samvinnumanna sett Samningar hafa veri'ð gerför um sölu á íslenzk- um ullarvarningi úr landi fyrir 12 milljónir kr. hið opinbera lióf afskipti af flug- málum á íslandi. Forráðamenn Flugmálafélags íslands kölluðu blaðamen-n á sinn fund á Hótel Borg í gær til þess að skýra lítillega frá liðnum ár- um félagsins, en félagið 'var ein- mitt stofnað á Hótel Borg hinn 25. ágúst 1936. Stofnendur voru 95, allt áhuga- menn um flugmál, en aðaltilgang- ur félagsins var að efla áhuga á þeim málum með fræðslustarf- semi og stuðla að því, að flug- vélar yrðu teknar hér í notkun sem samgöngutæki. Helztu starfskraftar Ur röðum þessai’a stofnenda, og seinna annarra félaga Flugmála félagsins hafa komið margir helztu starfskraftar í hinum ýmsu | greinum flugsins ,og má þar t.d. nefna Agnar Kofoed-Hansen, flug- j málastjóra, fyrsta forseta félags- 1 ins og Björn Pálsson, flugmann, sem verið hefur varaforseti fé- I lagsins um mörg ár. Þá má einnig geta þess, að fyrsta skrifstofa Flugfélags ís- lands hafði aðsetur á skrifstofu ! Flugmálafélagsins, og fyrstu flug menn okkar tveggja stóru flug- félaga eru einnig úr röðum félags 1 manna Flugmálalféagsins. Meðlimir í FA Flugmálafélagið er meðlimur í „Federation Aeronautique Inter- noticnale“, eða alþjóðafélagsskap flugáhugamanna. Það stendur fyrir svifflugmót- um og tók þátt í alþjóðasvifflug- móti við Köln s.l. sumar. Flug- málafélagig stóð fyrir því, að reist ur var minnisvarði við Fossvogs- kaphellu fyrir þá sem týnst hafa í flugslysum. Þá hefur félagið gef ið út blaðið Flug. Fyrsta stjórn félagsins var j þannig skipuð: Agnar Kofoed- ! Hansen, forseti; Pálmi Hannesson, varaforseti; Jón Eyþórsson, ritari; Sigurður Jónsson, gjaldkeri og Valgeir Björnsson, meðstjórnandi. Stjórnin Núverandi stjórn er þannig skipuð: Baldvin Jónsson, forseti; Björn Pálsson, varaforseti; Ás- björn Magnússon, bréfritari; Haf- steinn Guðmundsson, gjaldkeri og (Framhald á 2. síðu.) Iðnstefna S.Í.S. og kaupfé- laganna var sett í samkomu- salnum í Gefjunni á Akureyri í gær. Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri iðnaðar-; deildar S.Í.S. flutti setningar-j ræðuna, en síðan tók til máls Erlendur Einarsson, forstjóri S.Í.S. Síðan hófst kaupstefna,' og lýkur henni í kvöld. Mikill fjöldi manna sótti iðnstefnuna í gær og skoðaði hinn fjöl- breytta varning, sem þar var | til sýnis. Það eru fimmtán verksmiðjur samvinnumanna, sem sýna fram- leiðsluvörur sínar á iðnstefnunni — tíu á Akureyri, þrjár í Reykja- vík, ein á Selfossi og ein á Húsa- vík. Iðnstefnur samvinnumanna hafa nokkur undanfarin ár verið haldnar á Akureyri, og er það eðlilegt, því að iðnvæðing sam- vinnumánna er mest þar. Það hefur verið stefna samvinnu félaganna að byggja iðnað sinn fyrst og fremst upp til að vinna úr íslenzkum hráefnum. Gefjun notar með hverju árinu sem líður, meira af ullarframleiðslu lands- (Framhald á 3. síðu). Stofnun til undirstöðurannsókna á sviði raunvísinda Tillaga nefndar háskólapréfessora Höfuðverkefni þings raunvísindal manna, sem hefst eftir helgina, er að fjalla um nauðsyn raunvísinda- rannsókna í nútímaþjóðfélagi og skipulag slíkrar starfsemi hér á landi. Verða þar teknar til með-j ferðlar þrjár tillögur — álit at-l vinnumálanefndar ríkisins um al- mennar náttúrurannsóknir og nátt- úrufræðistofnun hér á landi, álit meirihluta sömu nefndar um skipu lag rannsókna í þágu atvinnuveg- anna og tillögur háskólans um skipulag og eflingu undirstöðu- rannsókna á sviði raunvísinda. Rektor háskólans skipaði í vet- ur prófessorana Leif Ásgeirsson, Magnús Magnússon, Steingrím Baldursson, Trausta Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson, ásamt dr. Gunnari Böðvarssyni, í nefnd til þess að gera tillögur um undir- stöðu rannsóknir á sviði efnafræði, eðlisfræði, jarðeðlisfræði og stærð fræði. Tillaga þeirra er, að vísindasjóð (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.