Tíminn - 25.08.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 25.08.1961, Qupperneq 8
8 TÍMINN, fösiudaginn 25. ágúst 1961. Grænland hefur verið til umræðu í blöðum og manna á meSal í sumar. í vitund okkar íslendinga nær saga manna- byggðar á Grænlandi ekki lengra aftur en til þess tíma, er Eiríkur rauSi og þeir, sem fóru í slóð hans, komu aS ó- numdu landi á vesturströnd- inni og reistu þar byggSir og bú. Ari fróSi segir þó þá sögu af landnemunum, að „þeir fundu þar mannavistir, bæSi austur og vestur á landi, og keiplabrot og steinsmíSi þaS, er af því má skilja, að þar hafði þess konar þjóð farið, er Vínland hefur byggt og Græn- lendingar kalla Skrælingja". Það er sannað nú, að Græn- land var byggt tvö þúsund ár- um áður en Eiríkur rauði leit þaS. Sú langa saga er þó hvergi skráð né í minnum höfð og verSur ekki af öðru ráðin en fornum minjum, „keipiabrotum og steinsmíSi" og leifum hinna ævagömlu mannavista. Vera má, nú þeg- ar svo margtalað er um Græn- land, að einhvern fýsi að vita örlítil deili á því, sem er komið í Ijós um mannabyggðir á Grænlandi við umfangsmikl- ar rannsóknir vísindamanna. Ura allar aldir hefur það ger/', að menn hafa tekið sig upp af einhverjum ástæðum, þekktum eða óþekktum, haldið brott úr heim- kynni sínu og farið um lönd og höf við hin frumstæðustu skilyrði og látið loks staðar numið á fjar- lægum slóðum. Þetta eru hinir svonefndu þjóðflutningar. Stund- um hefur hver bylgjan risið af annarri og nýjar þjóðir eða þjóð- flokkar flætt yfir löndin, numið Litlar steinkoiur, sem Sarqaqfólkið notaSi fyrir þrjú þúsund árum, löngu áSur en fariS var aS nota á Græn- landi hinar stóru lýsiskolur, sem bæSi lýstu fólkinu og yljuSu híbýli þess. Þrjú þúsund ár í Grænlandi Þrennir þjóöflutningar og þrjú menningarskeið rnjofild iii cjrrn fR'7 I'i3>d ÞaS fara ekki sögur af byggS nor. rænna manna á Grænlandi eftir ár- IS 1410. Þá vatt þar skip síSast upp segl. Um þaS leyti klæddust Græn- lendingar hempu, elns og sjá má hér á myndinni, og höfðu strúthettur sér til skjóls á höfði. Búningurlnn fannst í kirkjugarðinum við Herj- ólfsnes. þau eða rutt þeim til hliðar, sem þar voru fyrir. Nú er kunnugt um þrjár slíkar öldur, sem borizt hafa til Græn- lands úr vestri. Af einhverjum ó- kunnum ástæðum hafa þjóðflokk- ar vestur á ströndum Alaska tekið sig upp og haldið í austurátt. Ár eftir ár og áratug eftir áratug hefur þetta fólk haldið í austurátt, lagt út á ísana fyrir ströndum Norður-Kanada, flutt sig ey af ey og land úr landi, unz náð var ströndum Norður-Grænlands, sumt haldið suður vesturströndina, þús- undir kílómetra, en annað farið norður fyrir Grænland og suður á austurströndina. Með boga sína, , örvar og skutla hefur þetta fólk haldið áfram um lönd, sem það ekki þekkti, og látið hverjum degi nægja sína þjáning. Sumt af því hafði ekki einu sinni hunda til þess að flýta för sinni, og verk- færin, senl það studdis-t við, klapp- aði það sjálft úr steini eða fág- aði úr honum eða beinum veiði- dýra. Það er á síðustu þrjátíu eða fjörutíu árunum, sem tekizt hefur við fornleifagröft að greina á milli þessara þjóðflokka, er fóru svo langar leiðir um harðbýlustu lönd jarðarinnar við lítið veganesti, og átta sig á lifnaðarháttum þeirra. Fyrsta bylgja þessa undarlega langferðafólks barst suður á strendur Grænlands á 9.—8. öld fyrir tímatai okkar. Það var hið svonefnda Sarqaq-fólk. Næst kom Dorset-fólk á fyrstu öld og loks fólk það, sem kennt er við hina svonefndu Thúlemenningu á tíma- bilinu frá 1200 til 1300. Það var þetta fólk. sem Grænlendingar hinir fornu, sem við nefnum svo, komust í kynni við, þegar þeir höfðu búið í landinu á þriðju öld eða jafnvel hátt í þrjár aldir, og af því eru komnir þeir Grænlend- ingar. sem nú eru uppi. Mannvist- irnar og steinsmíðarnar, sem Ari fróðí getur um, hafa aftur á móti verið frá dögum Dorsetfólksins. Einn hinn sögulegasti uppgröft- ur var gerður í Sermeríút við | Bjarneyjarflóa — eða Diskóflóa — | sumarið 1953, því að þar fundust, á einum og sama stað minjar þess ! fólks, sem búið hefur í Græn-1 landi í þrjú þúsund ár. j Það var gamall sorphaugur j I Thúlefólksins, er kanna skyldi. j j Undir honum komu í Ijós stein-: verkfæri frá dögum Dorsetfólks-1 ; ins, og undir öðru jarðlagi, niðri á sjálfri hinni upphaflegu strand- möl, fundust svo örvar og skutul- oddar Sarqaqfólksins, sem fyrst ; manna veiddi hreindýr í dölum ’ og hlíðum Grænlands og skutlaði sel á ísum við strendur þess. Við mælingar, sem gerðar voru á hinu svonefnda kolefni 14, var aldur þessara minja staðfestur. Önnur merkileg rannsókn var gerð í Ítívnera við Gothaabsfjörð í fyrrasumar. Þar höfðu menn veitt athygli ellilegum kögglum úr hreindýrum, er komu fram í mar- bökkum. í ljós kom, að þessi bein voru frá dögum Sarqaq-fólksins, sem þar hefur haft setu fyrir ná- , lega þrjú þúsund árum. Hinn æv- arandi þeli, sem þarna er í jörðu, hafði varðveitt beinin svo vel, að þau voru enn heil. Þarna fundust um 1000 verkfæri og vopn úr beini og tönn, skutuloddar og spjótsodd- ar úr steini, líkir þeim, sem not-; aðir voru í Norður-Evrópu á stein- öld og þekktir eru frá Eskimóa- byggðum i Alaska, og jafnvel i sköft og höld af vopnum og verk- færum úr beini — og tré. Uppruni þess fólks. sem átti verkfærin i fyrndinni, var langt í vestri. Það er líklegt, að vagga Sarqaq-menningarinnar hafi staðið við Beringshaf fyrir 4000—5000 árum. Þrátt fyrir þann svip, sem þessar minjar báru af mörgu því. -er steinaidarmenn á norðanverð- um Norðurlöndum bjúggu við, end ur fyrir löngu, bendir allt til menn ingarskeiðs sem þekkt er frá Al- aska og byggðum steinaldarmanna handan Beringssunds. Þetta fólk hefur hgft eldstæði á rniðju gólfi í hreysum sínum. Þá er talið, að verið hafi nokkru hlýrra á Grænlandi en nú er, svo að auðvelt hefur verið að afla hríss í eldinn, enda var gólfeldur- inn í senn notaður við matreiðslu og til þess að ylja híbýlin. Þetta fólk átti litlar steinkolur, sem það notaði til þess að lýsa híbýlin, en hinar stóru lýsiskolur, sem Eski- móar hafa notað á síðari öldum, voru þá ekki þekktar. Potta átti þetta fólk enga, er það gæti sett yfir eid, heldur fór matreiðsla þannig fram, að stein- ar voru hitaðir, og síðan var þeim Oddur af skutli frá tímum Dorset- manna. Þetta hefur verið fagur og vandaður gripur úr eigu mikils veiðlmanns og hagleiksmanns. Dorset fóikið hafði að sjálfsögðu engin egg- járn, enda var það uppi við byrjun tímatals okkar. Isökkt í skinnskjólur eða jafnvel ■ tréílát og vatnið, sem maturinn var látinn meyrna í, hitað með þeim hætti. En líklega hefur Sar- qaqfólkið ekki verið mjög kröfu- hart um suðuna á kjötinu. i Hreindýrakjöt hefur verið dag- leg fæða þessa fólks. Um 9000 bein fundust þarna, og af þvi voru 90 hundraðshlutar úr hreindýr- um. Veiðar voru aðallega stund- aðar með boga og örvum, og vorn örvaroddarnir úr steini, mjóii og lensulaga. Spjót voru einnig til, og voru á þau notuð löng og sterk steinblöð eða spjótsoddar, oft úr ljósu kvarzi. Hunda átti þe).ta fólk líka, en auðvitað ekki annað hús- dýra. Sarqaqfólkið virðist ekki hafa játt mjög langan aldur á Vestur- j Grænlandi. Það hverfur skyndilega 1 af sjónarsviðinu, og allt er á huldu um afdrif þess. Líkur eru til, að kólnað hafi við Bjarneyjar- flóa um þetta leyti, og kunnugt er annars staðar, að jafnvel lítil- fjörleg breyting á hitastigi eða úr- komu getur riðið frumstæðum, sér- j hæfðum -þjóðflokkum, sem búa jvið hörð kjör, að fullu eða að j minnsta kosti orðið þeim mjög örlagarík. I Rannsóknir á jarðvegssýnishorn- um, frjóum og seti, sem ekki er enn lokið, munu væntanlega varpa Ijósi yfir þetta atriði. Dorsetfólkið kom til Grænlands litlu eftir að tímatal okkar hófst. Það var svo frábrugðið Sarqaq- fólkinu, að skilin eru glögg, enda telja sumir, að það hafi verið af stofni Indíána, sem tekið hafi upp hætti Eskimóa. Aðrir ætla, að það hafi verið komið út af Sarqaqfólki, en hafi tamið sér nýjar venjur einhvers staðar suður í skógum Kanada. Dorsetfólkið átti ekki hunda, og það þekkti ekki húðkeipa né konu- báta. Það fór því allt fótgangandi, og hefur leiðin milli meginlands Vesturheims og Grænlands orðið því sporadrjúg. Kannske hefur það þó átt sleða úr skinni til þess að draga á eftir sér, og. fundizt hafa flatir, breiðir sleðameiðar úr beini frá tímum þess og einnig yngri gerð mjórri sleðameiða úr rostungstönn. Dorsetfólkið veiddi hreindýr, og það kunni einnig að skutla rost- unga og veiða seli við öndunarop. Boga og örvar átti það ekki. Sagn- ir Grænlendinga herma, að Tún- ítarnir, sem er nafn þeirra á Dor- setfólkinu, hafi farið út á ísinn með litlar steinkolur, kveikt á þeim við öndunaropin og kropið síðan yfir Ijósið til þess að láta það ylja sér undir víðum stakkn- um. Hafi margir Túnítanna verið með brunasár á maganum, því að þeir hafi gleymt sér af Veiðiáhuga. þegar þeir urðu þess varir, að selur nálgaðist öndunaropið. Dorsetfólkið átti mörg mjög vel gerð verkfæri. Litlar skinnsköfur og mörg smáverkfæri einkenna Dorsetmenninguna, en auk þess átti þessi þjóðflokkur mjög mynd- arlega skulla og spjót eða lensurN Oft voru þessir hlutir fagurlega útskornir eða tilhöggnir Dorsetmenn gerðu sér lítil, nið- urgrafin. rétthyrnd hús. sem voru fjórir eða fimm metrar á hvorn veg, og var inngangurinn niður- grafinn Litil, opin eldstæði voru á gólfi og bálkar meðfram lang- veggjum Þar svaf fólkið lang? meðfram veggnum. en spvrnti ekki fótum í vegg eins og títt er ann- ars um Eskimóa Veggir þessara búsa hafa oftast verið úr torfi. og líklega hafa þökin verið úr skinni. Litiar. lófastórar kolur voru notaðar til ljósa. því að. hin ai stóru lýsiskolur, sem síðar hit uðu híbýli Grænlendinga, voru ekki enn komnar til sögunnar Síðar fóru þeir að reisa eins konar sambýlishús, sem gátu verið ailt að fjórtán metrar á lengd og sjö á breidd Á síðasta skeiði sínu hurfu þeir aftur að smákofum og fundu þá upp „kuldagildruna" — stutt, mjög niðurgrafin göng, sem voru lægri en gólfið inni fyrir. Þá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.