Tíminn - 25.08.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 25.08.1961, Qupperneq 11
11 T f.M I N N, föstudaginn 25. ágúst 1961. Amerísk bók um ísland — skrifuð á fslandi af amerískri húsmóSur á íslenzku heimili. Og þessi bók kemur á amer- ískan bókamarkað bráðlega. Konan, sem hefur skrifað þessa bók, auk þess sem hún er kona mannsi.ns síns og f jög urra barna móðir, heitir Amal- ía Líndal og býr í Kópavogi með manni sínum, Baldri Lín- dal efnaverkfrseðingi. — Hvers vegna skrifaðirðu þessa bók um ísland? — Ég er nú búin að vera tólf ár á íslandi og ekkert gert annað en að eignast börn, svo að mér datt í hug að breyta til og skrifa bók. — Er þetfa bók fyrir túrista? Atfeins ást og matur — Hún er fyrir útlendinga og fjallar um það^ hvernig er að vera útlendingur á íslandi, en hún birt- ir auðvitað aðeins mitt sjónarmið. Hún er ísland eins og ég hef þekkt það frá árinu 1949 til júlí ’61. Ég hef sýnt nokkrum bóklna, og sum- um finnst of mikið sagt í henni, sem ætti ekki að segja frá. Ég sýndi tveim karlmönnum hana, og þeir urðu svolítið reiðir, þegar þeir lásu um það, hvernig er að vera karlmaður á íslandi, sem er land karlmanna. Ef til vill yrðu allir íslenzkir karlmenn reiðir, ef þeir læsu bókina. — Þú sagðir, að ísland væri karlmannaland? — Isn’t it? Allt er gert fyrir karlmennina, og hér leita karl- menn ekki til kvenna nema vegna matarins og ástarinnar. Þeir leita ekki að félagsskiap hjá konum, heldur hjá hver öðrum. Ef maður kemur í samkvæmi, standa þeir í hópum og stinga saman nefjum og tala um málefni, sem þeir hafa ákveðið, að séu ekki fyrir kven- ,.fólk. Heima áttum við félaga með- al karlmannanna, og ég er anzi hrædd um, að íslenzkir karlmenn fari mikils á mis við það, að eiga ekki konur að félögum. — Varð maðurinn þinn nokkuð reiður, þegar hann las um íslenzku kiarlmennina? — Já, já, hann var einn þeirra reiðu Hann samþykkir, að ég hafi rétt til þess að segja það, sem mér finnst, en það þýðir ekki, að hann sé' sammála því. — Annars vil ég ekki tala um einn þátt bók- arinnar fremur en annan, því að mig langar ekki til að fólk myndi sér skoðun á bókinni, áður en það hefur lesið hana. Flestir, sem hafa heyrt, að ég væri að skrifa bók, halda, að bókin sé andstæð íslandi bara af því að ég er útlendingur. Fólk verftur aldrei gamalt í Ameríku — Hvenær laukstu við bók'ina? — í apríl, og þá sendi ég hana til umboðsmanns míns í New Vork. í maí fékk ég svo að vita, að bókin yrði gefin út. Bréfið kom á afmæl isdaginn minn. Útgefandinn hafði beðið mig um að sjá hana, áður en ég skrifaði hana. Hann hafði séð samtal við mig í blaðinu Christian Science Monitor í fyrra, þar sem ég lét þess getið, að ég ætlaði að skrifa bók um ísland, og þá skrifaði hann mér og bað um að sjá hana. þegar hún væri til- búin. — Hefurðu skrifað fleira en þessa bók? — Eg hef skrifað smásögur bæði um rmerískt og íslenzkt efni, en í Bandaríkjunum hafa þeir ekki áhuga á sögum urn íslenzkt efni, s^n ekki er á neinn hátt tengt 26 þésnnd í sjálf- boðaliS NTB—BERLÍN, 23. ágúst. — Næstum 26 þúsund austur-þýzk ungmenni í æskulýðsfylkingunni Freie Deutsche Jugend, hafa gef- ið sig fram til herþjónustu að áskorun stjórnarvalda kommún- ista, og var tilkynnt um þetta af hálfu flokksins í dag. Blaðið Neues Deutschland segir Ulbricht hafa sagt í sambandi við þetta, að söfn un sjálfboðaliðanna hefð'i verið •nauðsyn, ekki aðeins vegna ör- i yggis ríkisins, heldur öllu frem- ur til þess að undirbúa friðarsátt- mála á skynsamlegan hátt. Við höfum nú gert öryggisráðstafanir en eigum aðalviðfangsefnin eftir, á Ulbricht að hafa sagt. SolheimakapeMa Amalía og Baldur Líndal ásamt strákunum þelrra fjórum. ÍSLAND — land karlmanna Ameríku, og nú er langt síðan ég fór að heiman, og bandarísku sög- urnar mínar eru ekki lengur tíma- bærar. Þú sérð, að þetta eru ógur- leg vandræði! — Hefur eitthvað verið þýtt eft ir þig á íslenzku? — „Þau gömlu“. Sú saga kom í Samvinnunni ’58. Ég reyndi að koma henni út í Ameríku, en þeir sögðu, að Ameríkanar hefðu ekki | áhuga á gömlu fólki, — fólk verð ur aldrei gamalt í Ameríku, það i er alltaf ungt. Þegar það eldist, segist það vera „getting a long“. Þessi saga er um gamalt fólk, sem veit, að það er gamalt og viður- kennir það, — svoleiðis fólk er ekki til í Ameríkiu. — Leizt þér illa á íslendinga, þegar þú komst? — Nei, þeir voru rather nice, en þeir brostu aldrei. Keep smiling — Er „keep smiling" heimspeki bandarísku þjóðarinnar? — Þegar ég var heima, sögðu margir „Another day — another dollar“ . (Með nýjum degi kemur nýr dollar), en hér á íslandi geta þeir ekki sagt „keep on smiling“ (Haltu áfram að brosa), því að þeir byrja aldrei að brosa. Þeir segja bara í staðinn: „Það er nefni lega það“. Og þessi talsháttur er mjög einkennandi fyrir fslendinga. Hann segir ekkert nema þetta: Ég heyri þig tala Maður er ná- kvæmlega jafn nær á eftir. — Það getur verið óeðlilegt að brosa. Amerlkanar eru þekktir fyr ir að brosa óeðlilega. — Það eru auðvitað _ til tann- kremsauglýsingar, en íslendingar brosa svo sjaldan, að maður veit ekkd, hvort þeim er vel eða illa við mann. Þegar ég kom hingað fyrst, sagði ég við Baldur, að ís- lendingar brostu svona sjaldan, af því að það væri svo kalt. — Þeir væru hræddir um, að tenn- urnar frysu. Nú er það orðið tízka á íslandi að brosa. Fyrir nokkrum árum brosti enginn maður á mynd í blöðunum, og allir voru í fram- an eins og þeir væru að deyja. Nú brosa allir á myndum, jafnvel pólitíkusarnir brosa. Menn eru meira að segja farnir að skilja, að það «*r allt í lagi með mann, þótt hann brosi. En þótt íslendingur geti hlegið að öðrum,* hlær hannl ekki að sjálfum sér. Hann tekurj sjálfan sig hátíðlega. — Finnst þér íslendingar inni-| lokaðir? — Þeir lita út eins og þeir séu það. Ég held, að fslendingar segi mjög sjaldan eitthvað af sjálfs- dáðum við fyrstu kynni, og þegar þeir koma saman með útlending- um, finnst þeim útlendingar tala ! of mikið. Þetta er oft erfitt fyrir I útlendingana, því að þeir íslenzku jsegja oftast bara já eða nei eða ■ það er nefnilega það. Annars tala þeir oft um veðrið eða pólitík. íslenzkir karlmenn laglegir — Er algengt, að Ameríkanar’ haldi, að íslendingar séu Eskimó- ar? — Það eru margir, sem halda, að lífið á íslandi sé hálfgert Eski- móalíf. Maður hefur stundum séð j teikningar í amerlskum blöðum, j þar sem Eskimói er að dorga við , ísvök og myndin á að fyrirstilla i ísland. En jáað hefur verið mikið skrifað um fsland á undanförnum árum og þetta er að breytast. Ann- ars voru margir kunningjar mínir, sem skildu ekki, hvers vegna ég , væri að fara frá landi. sem hefur allt, til lands, sem lítið hefur. Þeir skildu ekki, að ísland hefur ýmis- legt, sem Ameríka hefur ekki. — Hugsa Ameríkanar meira um að komast yfir peninga en ís- lendin^ar? — Ég veit ekki, hvernig það er núna í Ameríku, en mér virðist íslendingar hugsa meira um það nú en áður. að komast yfir peii- inga. — Hefurðu hugsað þér að láta V'ða bókina? — Nei, bókin er ekki skrifuð fyrir íslendinga. Ég hugsa, að þeir muni ekki skilja hana, nema þeir hafi dvalizt erlendis og hafi sam- anburðinn við önnur lönd. Annars getur verið, að hún komi hér í bókabúðir á ensku. Ég held, að þetta sé fyrsta bókin, sem er skrif- uð af útlendingi, sem er búsettur á íslandi. Það eru venjulega ferða menn eða íslendingar sjálfir, sem skrifa um landið. — Hvenær kemur bókin út? — Það stóð til, að hún kæmi út Að leiðarlokum í febrúar á næsta ári, ef ég væri búin að ganga frá henni á tilsett- um tíma. En ég var tilbúin með hana það snemma, að ég vona, að hún komi út fyrir jól. — Hvernig er að búa í Kópa- voginum? Okkur finns*. mjög gott að búa hér. Börnin eru frjáls, Og það er fallegt hér. í Reykjavík er eins og maður sé lokaður inni með hugsunum sínum. — Skrifarðu nokkuð um ís- lenzkt kvenfólk í bókinni? — Já, já — Útlendingar tala mikið um, hvað íslenzku stúlkurn- ar séu fallegar, og þær eru það, en karlmennirnir eru ekiki síðri. Mér finnst íslenzkir karlmenn ekki ólaglegri én þeir amerísku. Sjáðu manninn minn til dæmis!! Birgir. Á sunnudaginn 27. ágúst, verð- ur messað í Sólheimakapellu í Mýrdal. Héraðsprófasturinn séra Gísli Brynjólfsson prédikar. Altar- isganga verður í guðsþjónustunni. j Sólheimakapella var vígð 24. | sept. 1960, en á Ytri-Sólheimum hafði kirkja staðið um margar ald I ir, þar til hún var lögð niður árið 1898. Forgöngumenn kapellubygg- : ingarinnar voru fimm bændur, all ' ir búsettir í hinni fornu Sólheima sókn. Einn þessara bænda, Sigurð j ur Högnason í Sólheimakoti, lézt | fáum dögum fyrir vígslu kapell- ■ unnar, og var útför hans gerð frá | kapellunni á vígsludegi hennar. Stjórn Sólheimakapellu hefur j ákveðið að halda árlega sérstak- i an messudag í kapellunni. Við j guðsþjónustuna á sunnudaginn I verður veit.t viðtöku gjöfum til kapellunnar, ef einhverjir vildu j styrkja hana. f sambandi við þessa guðsþjón j ustu verður haldinn héraðsfund- i ur Vestur-Skaftafellsprófastsdæm- j is. Þar munu flutja ávörp og er- i indi, auk prófasts, aðrir prestar j prófastsdæmisin? ’æir sr. Valgeir ! Helgason og Jónas Gíslason. Enn fremur \; ;ður haldinn aðal- fundur Kirkjukórasambands Vest- ur-Skaftafellsprófastsdæmis. Jónas Gíslason Ó, hvað ljúft, í leyni að leika sér að strái og láta tímann tefjast, tárið á meðan hlær. Eg sit við lækinn litla, um iiðna daga hugsa, silungs þar ég sótti, — hann synti mér að hönd. Við grös og mosagrjótið eg griðarhjal mun hefja: þá kemur lambið Ijúfa og leggst mér fótum að. Afturkominn til flatlands frá feiknareyju útnorður hafs, langar mig að senda heilsan og bakklæti til þeirra mörgu vina, sem ég uppgötvaði, að ég átti án fyrir vitundar, — líka til ástmeyja aldægrunnar, sem enn svífa mér í draumi. Á hljóðum stundum sitjandi að smáum verkefnum mínum mun hugur leita og lenda, — gott var að anda ilmi á mosa- grund í aldægra birtu og láta auga leika við sviphreina fjalla- barða. Gott er, að til eru þrjú þjóðarbrot á Fróni, — lyndis- hlýtt fólk, gáfaðir hestar og lágnættismjúkar sauðkindur Sérstaklega sendi ég hlýjar kveðjur aðstoðarmönnum mörg um, en þó ekki að gleyma götu- hreinsaranum í Reykjavík.’sem veigraði sér við að hvevfa af sýningunni. nema hann fengi að borga dyraverði þrefalt gjald í nafni heilagrar þrenn- ingar. Að endingu sendi ég út legu- manni íslenzkra lista Jóhann- esi Kjarval, hyllingu mín- Úti- legumaður mun ég si ’lfur vera Hamazt höfum vlð .>? giimt í alda húmi. Nú ætla r-° út i kokkhús að fá mér islenzkan kæfubita. á meðar Ag raula Máríu ljóð og kjarnvði margt „EKHAM SÁD VIPRA BA HÚDA VADÁNTI“- Karl Einarson Dunganon, c/o: Lykkesholms Alle 7.c., I. tv.. Köbenhavn V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.