Tíminn - 25.08.1961, Page 14

Tíminn - 25.08.1961, Page 14
T4 TÍMINN, fostuaaginn 25. ágúst 1961. Hallfríður sundrað'i heimilis-’ friðnum, slík var hún í Ásrún ar augum. Hún hafði farið ránshendi um dýrustu verð- mæti heimillslífsins. Og enn var hún reiðubúin. Um það efaðist Ásrún ekki eina stund. Hún sjálf hafði hlífzt við, meðan Óskar lifði. Nú skyldi þeirri hlífð lokið að fullu. Hvaða hlífð átti Hallfríður skilið? Fjandi heimilislífsins var hún í einu og öllu. Nú hlaut hún sjálf, ofan á allt annað, að sleppa jörðinni. Ef allt hefði verið með felldu, hefði hún getað búið áfram með börnum sínum, notið þeirra hlunninda og verð- mæta, sem búið var að leggja í jörðina. Allt var þetta tapað, og Hallfríður átti sök á því. Og enn myndi hún reiðubú- in að vega i sama knérunn. Það var versta sárið. Nei, nú skyldi spyrnt við fótum, svo að um munaði. Ef Hallfríður lúpaðist ekki niður, skyldu á- tökin slík, að önnur hvor þeirra félli. Alltaf skyldi hún hata Hallf ríði.. Og alltaf skyldi hún vera á varðbergi gegn henni. Hið einkennilega, við allt þetta uppgjör varl það, að aldrei hvarflaði að Ásrúnu, að hún ætti sök á upp t hafinu. Hún horfði einblínt á það, sem hafði gerzt og gæti gerzt, ef ekki væri við öllu séð, og óð helreykinn, sem æsti, hryllti og ógnaði í senn. | Óskari varð heldur ekki svefnsamt. Honum stóð eng-, inn ótti af móður sinni. Hann ( þekkti orðið hennar lundar- far. Hún lét harminn og gremjuna villa sér sýn. Það^ myndi lagast. En honum var ekki sama um Hallfríði. Það náði engri átt, að hún færi ein til Ameríku. Óskar átti bá samleið með fjöldanum, að hann gat búizt við því, að Hallfríður væri ófrisk. Og að sleppa henni þannig á sig kom inni út í óvissuna, var ótækt. Hvað myndi pabbi hans hugsa ef hann vissi slíkt? Annað hvort varð Hallfríður að hætta við Ameríkuferðina eða hann fylgdi henni. Bezt að láta ekki á neinu bera. Strjúka með Hallfríði á síð-| ustu stundu. Þó var honum! það ljóst, að slíkt var ókleift án samþykkis hennar. Hann \ yrði að tala við Hallfríði og vinna hana á sitt mál. En hvað um mömmu hans? Henni var borgið. Sjálf bjó hún yfir miklu starfsþreki, átti hreppstjórann að og fríð an barnahóp, þótt hans misstl j við. En hafði hann farareyri vestur? Hreppstjórinn hafði tekið í sína umsjá .peninga búsins. Það gerðist, er hann heimsótti Ásrúnu, meðan líkið stóð uppi. Að vlsu átti hann lítið eitt sjálfur, er faðir hans hafði afhent honum, er salan fór' fram á búinu, en varla myndi það nægja. En hann átti í búinu. Líklega yrði hann að selja einhverj- um arfsvon sina, þó að hún’ nótt. Henni fannst því líkast,. að fjötrarnir, sem á henni! lágu, hefðu enn sýnt nýjan,: haldgóðan þátt, sem yki erfið leikana og magnaði andspyrn1 una, flækjan yxi jafnt og stöð ugt. Aldrei hafði hún fundið það betur en nú, hve margt herjaði á, er mann bar af réttri leið. Þó yrði það alltaf mesta sæla lífs hennar, sem aðrir töldu hm«vkslið mikla. VIL. Oft er atburðarás tímans ! * I! BJARNl UR FIRÐI: ÁST 1 i MEINUM 40 færi fyrir lítinn pening, svo að hann kæmist. Og eftir all- mikil heilabrot fann hann mánninn, sem hægt var að leita til. Honum ógnaði slík- ur kaupmáti. En það varð ekki við öllu séð. Óskar velti fyrir sér hinu nýja viðhorfi. Leið svo nóttin, að lítið svaf hann. Hallfríði varð heldur ekki svefnsamt. En það var enginn nýlunda í seinni tíð. En nú hafði nýtt viðhorf birzt henni við komu Óskars. Hana renndi grun um, að Óskar byggl yfir meiru en hann gaf unp. Og hún kannaðist við. nð hann væri geðfelldastur þeirra syst kina. Gjarnan hefð’i hún kos ið liðveizlu hans. Hann var henni eins og góður bróðir. Lengra mátti hvorugt beirra hugsa. Henni var óhætt. En þótt hún vissi margt um það, sem með Óskari bjó, þá var, hó hula vfir innsta innræti hans. Hún vonaði. að bróður- ást og velvild hefði ráðið boði hans. En hún óttaðist að hann hyrfi ekki frá tilboði sínu. Svo fastur var hann í áformi sínu. Átti ekki langt að sækja það. Nýjan vanda hafði borið að höndum við tilboð Óskars. Þetta og margt fleira var vökudraumur Hallfríðar þessa á orsök og afleið’ingum. En hér var undirspilið gefið. Til boð Óskars vann markvisst. Þess vegna var það, að Hall- j fríður tók boði séra Þórðar tveim höndum. Hætti við Ameríkuförina og réðst í hús mennsku á prestssetrinu. Var það forsjónin, sem hagaði þessu þannig, eða blind öfl hinnar óski.ljanlegu tilvéru?j Svari þeir, sem bað geta. Halli fríður fann vel. að tilboð Ósk! ars var öðrum þræði eftir- sóknarvert. Hann var góður drengur. Ekki efaði hún, að hann reyndist vel. En fyrir Hallfríði, sem þráði kyrrð osr frið framar öllu oðru. svo a* harmur og áföll mættu jafn ast og mildast, var það að fara úr öskunni í eldinn, að hætta á nýjan háskaleik En 1 við háskann gat hvorugt þeirra Óskars losað sig, ef hann brytist í vesturför með henni. Ásrún myndi elta þauí og almenningsálitið vekja upp drauga og magna þá, svo að umhverfið í nýrri heimsálfu yrði lævi blandið. Á þann tvísýna leik vildi hún ekki hætta. I Svo réð það líka úrslitum, | boð séra Þórðar. Hún vissi ekki annað en að þeim hjón- um hefði sjálfum hugkvæmzti slík, að maður áttar sig ekki þetta boð. Það kom því eins og sólskin inn í myrkraheim Þarna fyrirhitti hún mann, sorgar og einstæðingsskapar. sem vildi henni vel og treysti henni. En traust góðs manns og um leið sveitarhöfðingja, er dýrmæt gjöf þeim, sem stríðir'við sorg og sekt. Ófær- an mikla, sem Hallfríður stóð við, olli slíkum geig í huga hennar, að hún hlaut að fagna úrræðunum, enda þótt þau væru sem mjó borð, sem skylfu undir fótum, er á þau var stigið. Hallfríður tók boði prests- ins, og þar með var nýr þátt- ur hafinn í lífi hennar. Ósk- ar var um stund á báðum átt- um, er Hallfríður sagði hon- um vistráðningu sína. — Við erum að fullu skilín, sagði hann. — Og réttast gerði ég í því að fara til Ameríku. Hér er ekki við neitt að vera. Eg veit, að mamma lætur mig aldrei í friði. En ekki skal hún knýja mig til óhæfuverka. En sjálfsagt sit ég eftir. Einum er mér ekki áskilin sú speki, sem til úr- ræða þarf né gefin karl- mennska til stórræða. Og svo verður hver að vera sem hann er gerður. Jæja, Hallfríður. Þú virði^t fagna þessum úr- slitum. Eg óska þér velfarn- aðar. Og mundu, ef þú þarfn aét einhvern tíma einhvers, þá er ég til viötals. Hvort ég verð þá nokkurs megnugur fremur en nú, má guð vita. — Óskar, elsku bróðir minn. Þú ert stór og góður dreng- ur. Eg er vesöl og sár. Bið þú fyrir mér. Eg skal gera hið sama fyrir þig. Guð varðveiti okkur bæði. Eg sé rofa til. Von andi eigum við bæöi eftir að lifa bjartan dag. VL. Það var mikið um manna- ferðir 14. maí, krossmessudag inn. Þá fluttu hjúin sig til, flest í leit að betri samastað. Þann dag var víða kvatt með tárum, jafnvel þótt vonir um bættan hag væru tengdar vistaskiptunum. Þá var alltaf einhvers að sakna, stundum barnanna, stundum einstæðr ar móður, sem átti bágt með að sjá barninu sínu á bak, þó að svo yrði að vera. Stundum málleysingjanna, sem hjúið hafði tekið ástfóstri við. Stundum fagurs útsýnis eða jafnvel kyrrlátra lífskjara, fjarri glaum og hávaða. Og Föstudagur 25. ágúst: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13,25 „Við vinnuna': Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónieikar: Þjóðlög írá ýmsum löndum. 18,50 Tilkynningar. 19,20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: „Rökkur“, hljóm- sveitarverk eftir Zendrich Fibich. — Tékkneska fílhar- moníuhljómsveitin leikur. Karel Sejna stjórnar. 20.15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 20,45 Einleikur á gítar: Andrés Sego via leikur verk eftir Sors, Villa Lobos og Joaquin Rodrigo. 21,00 Upplestur: Guðbjörg Þorbjarn ardóttir les ljóð eftir Jón Ósk- ar og Stefán Hörð Grímsson. 21.10 Tónleikar: Kórar syngja syrpu af vinsælum lögum. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guð- mundsson; V. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Zimin“ eftir Jan- ko Larvin, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar; síðari hluti (Flosi Ólafsson). 22.30 í léttum tón: Þýzk dans- og dægurlög, sungin og leikin. 23,00 Dagskrárlok. Öldulengdir: Miðbylgjur: 217 m (1440 Kr/ sec.). FM-útvarp á metrabylgjum: 9G Mr. (Rás 30). Föstudagur 25. ágúst. 20.00 Einkennislag afmælis- útvarpsins. Fræðslumál — Baldur Pálmason talar viS fræðslu stjóra Reykjavíkur og fl. skólamenn. 20.20 Sjómannafél. Reykjavílmr, Ðagsbrún, Iðja, Verzlunarm,- félag Reykjavíkur og Iðn- sveinaráð (Sigurður Magn- ússon ræðir við formenn félaganna — milli atriða svipmyndir frá liðinni tíð). 20.45 Kirkja og söfnuðir — Bisk upsstóll í Reykjavík — (rætt við hr. Sigurbjörn Einarsson — Margrét Ind- > riðadóttir). Safnaðarlíf í Reykjavík — (rætt við dómprófastinn í Reykjavfk, séra Jón Auð- uns — M.I.). 21.00 Kvöldvaka kvenna — Er- indi, viðtöl og tónlist — (Elín Pálmadóttir stjórnar kvöldvökunni). 22.00 Dagskrárauki: Karlakórinn Fóstbræður syngur. Ragnar Björnsson stjórnar. Útvarp- að af sviði. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 28 Ervin starði kuldalega á þegna sína. Tyrfingur og Haugur voru þeir fyr'stu, sem heilsuðu honum. — Við krýnum þig heima hjá Tyrf ingi, sagði jarlinn. — Ég skal ekki krýnast eins eða neins staðar, fyrr en móðir mín er fundin, greip Er- vin fram í fyrir honum. — Og það hefur heldur ekkert spurzt til föð- ur Bryndísar. Nei, nú fer ég og kem ekki aftur fyrr en ég hef frétt eitthvað af móður minni. Þið getið varla vænzt þess, að ég tafci þátt í hátíðahöldum, þegar faðir minn þegar faðir minn Hann gat ekki sagt fleira, en fór út. — Ver- ið bara róleg, sagði Tyrfingur — hann kemur aftur, þegar ég kalla á hann — Nei, það gerir hann ekki, sagði Bryndís reiðilega. — Ætlar þú kannske að segja hon- um, að þú hafir fengið nýjar frétt ir af móður hans? Á ég kannske að segja honum, hvaða þátt þú átt í öllu þessu, um samband þitt við Bústaðalén... ,og hvað þá, vinur sæll?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.