Tíminn - 27.08.1961, Page 8

Tíminn - 27.08.1961, Page 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 27. ágúst 1961. Frú H. T. Miller hafði árum sam i an búið í þægilegri íbúð (tvö her- bergi og eldunarpláss) í nýtízkulegu fjölbýlishúsi nálaegt East River. Hún var ekkja og hr. H. T. Milier hafði verið Iíftryggður fyrir drjúgan skild- ing. Hún átti ekki mörg áhugamál og enga sérstaka vini og fór sjaldan lcmgra en til kaupmannsins á horn inu. Aðrir íbúar hússins virtust ekki veita henni eftiirtekt. Hún klæddist einföldum fötum, járngrátt hárið var stuttklippt og vandlega lagt i liði, snyrtilyf notaði hún ekki, and- litið var mjög venjulegt og hún var 61 árs að aldri. Hún rasaði aldrei um ráð fram, gætti reglusemi í öll- um hlutum, reykti sígarettu stöku sinnum, matbjó fyrir sjálfa sig og passaði upp á kanarífuglinn sinn. En svo hitti hún Miriam. Það var snjór það kvöld. Frú Miller hafði þvegið upp eftir kvöldmatinn, sat og las í síðdegisblaðinu og rakst þá á auglýsingu um kvikmynd, sem var verið að sýna í kvikmyndahúsi ná- grennisins. Henni féll titillinn vel, svo að hún fór í oturpelsinn sinn, dró bomsur á fætur sér og lét loga ljós í gamginum, þegar hún yfirgaf íbúðina, því að hún var hálf myrk- faelin. Píngerður snjórinn sveif hægt til jarðar. Hún tók ekki eftir nöprum vindinum frá ánni, fyrr en hún kom á næsta götuhorn. Frú Miller gekk hratt og laut höfði án þess að veita neinu eftirtekt í kringum sig — eins og moldvarpa, sem grefur sér göng. . Hún nam staðar við sælgætissölu og j keypti sér piparmyntustauk. Það var löng biðröð fyrir framan kvikimyndahúsið og hún stillti sér upp aftast. ÞreytuTeg rödd tilkynnti, að inman skamms mundi næsta sýn j ing hefjast. Frú Miller rótaði í tösk- unni sinni og dró fram penimga fyrir miðanum. Biðröðin þokaðist smám saman framar, og þegar frú Miller leit upp eftir dálítinn spöl, tók hún eftLr lítffli stúlku, sem stóð undir einni súlunni. Ald.rei hafði frú Miller séð svo sitt og merkilegt hár, það var full-j komlega hvltt eins og hár á litl'eys- ■ ingja. Það var sl'étt og slegið og náði hennl í mitti. Hún var grönn og mög ur. Það var einhver ákveðni og fín-. leiki ,í fasi hennar, þar sem hún stóð með þumalputtana í vosunum á blóm lituðum flauelsjakka, sem fór henni vel. Frú Miller komst í undarlega gott skap og þegar litla stúlkan leit upp, brosti hún til hennar vingjarnlega. Litla stúlkan gekk að henni og sagði: „Viljið þér gera mér greiða?" | „Með ánægju, ef ég get", sagði frú Miller. „Ó, það er ósköp auðvel't, mig lang ar bara að biðja yður að kaupa fyrir mig einn aðgöngumiða, annars verð ur mér ekki hleypt inn. Hér éru peningairnir‘. Og hún rétti frú Miller kurteislega nokkrar krónur. Þær urðu samferða inn í forsalinn. Og sætavísa leiðbeindi þeim inn í biösal. Enn voru tuttugu mínútur þangað til næsta sýning hæfist. „Mér ^nnst ég vera ógnar glæpa- kvendi", sagði frú Miller glaðlega, „ég á við, þetta er eiginlega bannað, ekki satt? Ég vona, ég hafi ekki gert neitt af mér með þessu. Mamma þín veit vissulega, hvar þú ert niður komin, stúlka min? Hún veit það, ekki satt?" Litla stúlkan svaraði engu. Hún hneppti frá sér frakkanum og lagði hann í skaut sér. Hún var í snotrum, dimmbláum kjól. Gullfesti bar hún um hálsinn og fitlaði við hana létt- um fingrum. Þegr frú Miller virti hana nánar fyrir sér, sannfærðist hún um, að hárið væri ekki það merkilegasta í fari hennar, heldur voru það augun, rólyndisleg, hnotu- brún augu, sem voru gersamlega saklaus og bamsleg og settu mestan svip á andlitið vegna þess, hvað þau voru stór. Frú Miller bauð henni piparmyntu. „Hvað heitir þú, vinkona?" „Miriam", svaraði telpan í sjálf- Truman Capote i sögðum tón, eins og frú Miller, .þefði' getað sagt sér það sjálf. „Það var skemmtilegt, ég hei(,(. líka Miriam Og þó er það ekki svo algengt nafn. Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú heitir líka Miller að ættarnafni? ‘ „Einmitt, Miriam!" „En hvað það var einkennilegt!‘ „Það er nú margt einkennilegt", sagði Miriam og lét piparmyntuna leika á tungubroddinum. Frú Miller roðnaði og mjakaði sér vandræðalega til í sætinu: „Þú hefur nokkuð mikinn orðaforða eftir aldri". ,Hef ég það?“ „Já“, sagði frú Miller og flýtti sér að víkja talinu að öðru. „Finnst þér gaman að fara í bíó?“ „Ég velt það nú eiginlega ekki“, sagði Miriam, „ég hef aldrei reynt það áður“, Biðsalurinn varð smám saman full ur af kvenfólki. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma var sýningunni að Ijúka frammi. Frú Miller reis á fætur og stakk töskunni undir hand- legginn. „Mér er bezt að fara inn strax til að fá gott sæti", sagði hún, „það var gaman að hitta þig“. Miriam rétt kinkaði kolli Það snjóaði alla þá viku. Bifreiðir og fótgangandi fóru hljóðlega um göturnar, það var engu líkara en líf borgarinnar héldi éfram bak við l'jósleitt, en þétt tjald í leyni. í kyrrð inni runnu himinn og jörð saman í eitt, vindurinn þyrlaði upp snjónum, frostrósir settust á glugga, það varð kalt í húsunum, það var engu líkara en borgin hefði fengið aðkenningu af lömun. Ljós varð að loga allan daginn og dagarnir runnu allir saman í huga frú Miller. Föstudagur var í engu frábrugðinn laugardegi og á sunnu- daginn fór hún til kaupmannsins, en þá var vitaskuld lokað. Á kvöldin hrærði hún egg og drakk tómatsafa. Síðan fór hún f flónelsnáttkjól og makaði hreinsun- arkremi framan í sig og háttaði með .bitqpojcs á iótunum. Hún lá o.g lás í TIMES, þegar dyrabjöllunni var h4pgt,j,$trax ylatt henni í hug,. að , þetta hlytu að vera mistök og sá, sem hringdi, mundi snúa strax aftur. En það var hringt hvað eftir annað og að lokum varð úr því ein samfelld r hringing. Hún leit á klukkuna, hún var rúmlega ellefu, þetta var undar- legt, hún gekk alltaf til náða klukk an tíu Hún reis úr rekkju og gekk ber- fætt fram í stofuna. „Ég kem, eng- an æsing!“ Hún hafði sett öryggis- keðjuna á dyrnar og meðan hún rjál aði við lásinn, hélt dyrabjallan áfram að gjalla. „Hættið þessu!“ hrópaði hún. Svo opnaði hún dyrnar örlítið. ,Hvað í ósköpunum?“ „Halló“, sagði Miriam. „Ó, nú, halló", sagði frú Miller og gekk skjálfandi út á dyraganginn,; „það er litla stúlkan“. I „Ég hélt þú mundir aldrei opna, en hélt áfram að bringja, því að ég I vissi, að þú varst heima. Ertu ekk- ert glöð að sjá mig?“ Frú Miller vissi ekki, hverju skyldi svara. Hún sá, að Miriam var enn i sarna blómlitaða Jakkanum og í kvöld hafði hún einnig húfu úr sama efni. Hvíta hárið var í tveimur flétt um og um þær bundin slaufa. Stór og hvít slaufa. „Þú gætir í það minnsta hleypt mér inn, þegar ég er búin að bíða svona léngi", sagði Miriam „Það er svo hræðilega seint“.. j Miriam leit á hana tómlát. „Hvaða máli skiptir það. Hleyptu mé<r inn, það er kalt að standa hér úti og ég er bara í þunnum silkikjól". Svo stjakaði hún frú Miller mjúk lega til hl’iðar og gekk fram hjá henni inn í íbúðina. Hún lagði kápuna slna og húfuna! á stól. Það var rétt, að hún var j klædd silkikjól. Hvítum silkikjól. Silki í febrúar. ,Hér er hlýlegt", sagði hún, „mér finnst gólfteppið ágætt“. Svo snerti hún á gerviblómi í, vasa. „Svikið“. sagði hún með viðbjóði. „Finnst þér gerviblóm ekki óttaleg?” Hún settist í sófann og breiddi úr kjólnum. „Hvað viltu?" spurði frú Miller.; „Seztu", svaraði Miriam, „ég verð taugaóstyrk af að horfa á fólk standa í fæturna". Frú Miller lét fallast ofan á skinn púða. „Hvað viltu?“ endurtók hún. „Ég býzt ekki við, að þú sért neitt glöð að sjá mig“. í annað sinn varð frú Miller svara fátt, hún fálmaði fyrir sér með hend j inni. „Hvernig vissirðu, hvar ég bjó?‘‘| Miriam hnyklaði brýrnar: „Það er; ósköp einfalt mál. Hvað hditir þú? Hvað heiti ég?" „En ég er ekki í símaskránni". „Við skulpm tala um eitthvað ann að“. Frú Miller sagði: „Móðir þín hlýt- ur að vera galin að láta telpubarn eins og þig þvælast um að nætur- lagi.. í þessum fötum. Hún hlýt ur að vera galin" . > Miriam stóð ó fætur, dró tjaldið ofan af fuglabúrinu og kíkti inn: „Það eru kanarífuglar, gerir nokkuð til, þó að ég vekji þá. Mig langar að heyra þá syngja. „Láttu Tommy vera. Þú dirfist ekki að vekja hann“ „Auðvitað", sagði Miriam, „ég skil bara ekki, hvers vegna ég má ekki heyra í þeim. Áttu nokkuð að borða? Ég er að deyja úr hungri. Þótt þú ættir ekki nema mjólk og marmel- aði'. „Heyrðu", sagði frú Miller, „ef ég smyr nokkrar góðar sneiðar handa þér, viltu þá vera svo væn og fara heim. IÍIukkan er ábyggilega yfir tólf“ „En það snjóar“, sagði Miriam, „og það er kalt og dimmt". „Já, en þá hefðirðu alls ekki átt að korna", sagði frú Miller og tók sig á til að hafa stjórn á röddinni, „það er ekki mór að kenna, þótt snjói. Þú færð ekkert, nema þú lof- ir að fara strax og þú ert búin að borða“ Miriam strauk yfir aðra kinnina á sér með fléttunni. Hún var hugs andi á svip eins og hún væri að velta fyrir sér skilmálunum. Hún sneri sér að fuglabúrinu. „Ágætt, ég skal lofa að fara". Hvað er húíÞgömul? Tíu? Ellefu? Frú Miller stóð í eldhúsinu og opn- aði dós af jarða.rberjasultu og skar fjórar brauðsneiðar. Hún hellti í mjólkurglas og kveikti sér í sigar- ettu. Og hvernig hefur hún komizt? Hún var skjálfhent, þegar hún kveikti í sígarettunni og hafði næst- um brennt sig í fingurgóamna. Kan- arífuglinn var farinn að syngja. Hann söng eins og hann aðeins söng á morgnana og aldrei aðra tíma sól- arhrings. „Miriam", hrópaði hún, „ég sagði þér, að þú mættir ekki trufla Tommy". Engu va.r svarað. Hún hrópaði aft- ur, hún heyrði aðeins í kanarífuglin- um. Hún sogaði að sér sígarettureyk inn og uppgötvaði þá, að hún hafði : kveikt í röngum enda ...Nú varð hún að hafa stjórn á sér. Hún bar matinn inn á bakka og setti hann á sófaborðið. Það fýrsta, sem hún rak augun í, var, að fugla- l búrið var enn hul'ið ábreiðunni. Og j Tommy söng. Það var furðulegt. Og það var enginn í stofunni. Frú Mill- er gekk út á ganginn aftur og inn ' í svefnherbergið, hún stóð kyrr í dyrunum og greip andann á lofti. „Hvað ertu að gera?" spurði hún. „Miriam leit upp og það var ein- kennilegur glampi í augum hennar. Hún stóð við skrifborðið með opið skartgripaskrín fyrir framan sig. Hún leit lengi í augun á frú Miller og brosti. ,J>etta er einskis virði", sagði hún, „en mér finnst þessi kambur nokk- uð fallegur“. „Viltu ... viltu gera svo vel að leggja hann á sinn stað“, sagði f.rú Miller og fannst hún endilega þyrfti að styðja sig við eitthvað. Hún hall'- aðist upp að dyrakarminum, höfuð hennar var óbærilega þungt og hún sá eldglæringar. „Nei, barnið mitt, þetta gaf mér maðurinn minn“. „En þetta er fallegt", sagði Miri- am, „gefðu mér það". Meðan hún stóð og reyndi að koma fyrir sig svari, rann það upp fyrir henni, að hún var alein, hún gat hvergi vænzt hjálpar. ★ I Miriam borðaði græðgislega, og þegar hún hafði hesthúsað brauðið og svolgrað í sig mjólkina, fór hún með fingurgómunum um diskinn til að tína upp molana. Skrautnælan geislaði í blússunni hennar. „Þetta var indælt“, sagði hún og andvarapði, „en nú væri gott að fá möndluköku eða kirsuber. Þykja þér ekki góð sætindi?" Frú Miller sat yzt á stólbrík og reykti sígarettu. Hárnetið sat skakkt nokkrar hárl'ufsur hengu yfir ennið. Hún var vonleysisleg á svip og hafði rauða bletti í vöngum eins og eftir högg. „Þú átt víst ekki kökubita eða konfekt?" Frú Miller sló öskuna á teppið. Hún var hálf reikul, þegar hún reyndi að líta á Miriam „Þú lofaðir að fara, þegar þú vær ir búin að borða", sagði hún. „Guð minn góður, gerði ég það?“ „Þú lofaðir þvi, ég er þreytt og mér liður illa“. „Vertu ekki reið, ég er bara að stríða", sagði Miriam. Hún tók upp kápuna sína og setti upp húfuna fyrir framan spegil. Svo laut hún þétt niður að frú Miller og sagði: „Kysstu mig góða nótt“. „Ó nei.. helzt ekki"....sagði frú Miller. Miriam yppti öxlum og sperrti brýrnar. — „Eins og þú vilt", sagði hun Svo gekk hún að sófaborðinu, greip vasann með gerviblómunum og bar hann þangað, sem ekkert teppi huldi gólfið. hreytti honum i gólfið og mölbraut hann. Glerbrotin fóru í allar átti og hún traðkaði á rósun- um Svo gekk hún að dyrunum, en áður en hún lét þær aftur á eftir sér, leit hún um öxl til frú Miller og það var sambland af lævísi og sak leysi í augum hennar. , Næsta dag var frú Miller í rúminu og reis aðeins einu sinni á fætur til (Framhaia a ta siðuj.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.