Tíminn - 27.08.1961, Side 13

Tíminn - 27.08.1961, Side 13
TIMINN, sunnudaginn 27. ágúst 1961. 13 Með hvalveitSimönnum Framh at 9 síðu hvalveiðijöfra, sem hér áttu stöðv ar, byrjar hvalveiðar frá Önundar- firði árið 1889—’91 og svo risu upp hvalveiðistöðvar víða á Vest- fjörðum og síðar á Austfjörðum, þegar minnkaði fyrir vesta-n, — Þetta var sannkölluð gullnáma' fyrir hvalveiðimenn. Hefur þessu verið líkt við veiðamar, sem nú gerast í Suðurhöfum. Torfur af bláhval voru út af Grímsey og bátarnir drógu hvalina til Siglu- fjarðar, þar sem dráttarbátar tóku við þeim og slefuðu þeim drag- úldnum til Vestfjarða í verksmiðj- urnar. Þetta var alveg hryllileg rányrkja, enda varð á snubbóttur endir, eins og alltaf, þegar ekki er kunnað hóf. Þegar minnkandi veiði var orðin fyrir Vestur- og Norðurlandi. fluttu stöðvarnar sig til Austfjarða og þar endaði gull- öldin með skelfingu, því að síðasta árið veiddust aðeins 16 hvalir, og árið 1915 semur alþinsj lög, sem banna hvalveiðár við ísland. Og þá var það orðið vonlaust hvort eð var, að hér myndi veiðast hval ur um sinn. Ellefsen og fleiri tóku sig nú upp og héldu til veiða við Afríku. Áfram barst leikurinn allt til Suðu.rhafa. þar sem nú er síðasta vígi hvalsins, ef skvnsemin bjarg ar ekki stnfninum frá útrýmingju. Næsta hvalveiðít.ímabil við fs- land hefst árið 1934 með íslenzka hvalveiðihlutafélaginu KÓPUR. sem Bernh. Pedersen og Gunnar Guðjónsson voru aðalmenn fyrir Þeir höfðu hvalstöð í Tálknafirði. Þrír litlir hvalveiðibátar stunduðu veiðarnar, þeir hétu Businn, Haug og Estella. Þessi stöð var rekin til ársins 1939, er hún varð að hætta störf- um vegna stríðsins. Bátarnir voru, seldir til Englands. HvalfjörSur Þriðja tímabil hvalveiðanna hér við land er það sem nú stendur yfir. Hlutafélagið Hvalur hefur starfað síðan 1947—’48 og hefur bækistöð sína og verksmiðjur í Hvalfirði. Skal nú nokkuð sagt frá þeirri starfsemi. Þó er rétt að geta þess hér, að nokkuð hafa verið jöfnum höndum íslenzk og norsk heiti á hvalateg-undunum, en íslenzkir hvalveiðimenn nota þau norsku nær einvörðungu og þótti því rétt að halda þeim hér. íslendingar hafa lært hvalveiðar af Norðmönn- um og hafa tekið upp norsk nöfn á hvalategundunum og vinnubrögð um, og virðast þau fara vel í ís- lenzku máli og ekki vera sérstök ástæða til að sniðganga þau í slíkri grein. Við ísland veiðast tvær tegund- ir hvala: Skíðhvalir og tannhvalir. Þeir eru á íslenzku og „tækni- máli“: Steypireyðúr; bláhvalur. Langreyður; Finnhvalur. Sand- reyður; Sæhvalur. Hnúðbakur; Knöll. Búrhvalur (tannhvalur); Spermur. Eins og áður er sagt, nota ís- lenzkir hvalveiðimenn ekki önn- ur heiti yfir hvalina og virðast þau ekki vera neitt hættuleg eða | hneykslanleg á nokkurn hátt. Hvalstöðin í Hvalfirði er rekin af hlutafélaginu Hvalur. Það er eitt þeirra atvinnufyrirtækja, sem rekin eru til fyrirmyndar og aldrei hafa flækzt inn í styrkjapólitík eða verðbólgubrask. Framkvæmda stjóri er hinn kunni útgerðarmað- ur Loftur Bjarnason frá Hafnar- firði ,sem er f hópi hagsýnustu og stórbrotnustu útgerðarmanna. Hvalveiðarnar eru stundaðar að jafnaði 125 daga á ári og hafa hátt á annað hundra^ manns at- vinnu við þessar veiðar 50—60 manns á hinum fjórum hvalveiði- skipum og 70—80 í lanndi. Nokkur hluti þessara manna starfar allt árið við verksmiðjur og afurða- geymslur, en flestir starfa aðeins bessa fióra mánuði. sem veiðarn- ar eru stundaðar. Þess má til gam ans geta, að þetta stóra fyrirtæki, hefur aðeins tæp 4% af starfsfólki sínu við skrifstofustörf og for- stöðu, og það mun vera algert met í rekstri stórfyrirtækja Reksturs- og viðhaldskostnað- ur hlýtur að vera mikill á hval- veiðibátunnm, því að unnið er daga og nætur á sumrin. Fjórir hvalveiðibátar stunda veiðarnar í einu, en alls á Hvalur í Hvalfirði 7 hvalveiðibáta, þar af þrjá ný- lega. Hinir eru gamlir og úr sér geugnir. Hvalurinn sem markaðsvara Að meðaltali veiðast um 382,4 hvalir á ári, eða hafa veiðzt þessi 13 ár, sem Hvalfjarðarve”ksmiðj- an hefur starfað, eða um 165— 170 bláhvalseiningar. Afurðirnar eru kjöt, lýsi og mjöl. Hvalurinn er gernýttur. Ekkert fer til spill- is. Stærsti hvalur sem veiðzt hef- ur, er 86 feta bláhvalur, en slíkir stórgripir geta gefið 37—38 tonn af lýsi. 10 tonn af kjöti og 12 tonn af mjöli, svo að menn geta séð, hversu miklar skepnur eru í sjón- um. Annars eru hvalirnir yfirleitt eftir tegundum 35—85 feta lang- ir. Bláhvalurinn er nú alfriðaður við ísland og er því ekki veiddur lengur. Vav það nokkurt tjón fyrir hvalstöðina í Hva'.fmði, en þar sem bláhvalsveiðin hafði verið notuð í ófræsingarherferð Breta á hend ur íslordingum út af 12 mílna fiskveiðilössögunni. var hann frið aður. Var þá ekki lengur sagt um íslendinga, að þeir „neituðu“ al- bjóðasáttmála um fr''ðun bláhvals. í raun réttri höfðu þessar tak- mörkuðu bláhvalsveiðar fslend- inga ekkert að segja fyrir blá- hvalsstofninn í hafinu hér. en samt þótti rétt að bægja þessum rógshöggum frá dyrum, með því að friða bláhvalinn. enda þótt það ylli stöðinni í Hvalfirði tekju- missi. Kjötið af hvalnum er selt til manneldis og í skepnufóður Mjöl ið sömuleiðis og smjörlíki er búið til úr lýsinu. Búrhvalslýsið er þó notað í alls konar annan iðnað. svo sem í fínustu smurolíur Allt er að heita má flutt óunnið úr landinu, og er það vissulega skaði. Undarlegir hvalir og veiðar Þegar verið er að jaga hval, en það nefna hvalveiðimenn, er þeir eru að komast í skotfæri, skeður margt skrítið Hvalimi’’ eru skutl aðir með á að gizka 5 feta löngum skutli, sem skotið er úr fallbvssu, sem er fremst á bátnum. Hvala- skyttan er aðalmaðurinn um borð í hvalbátnum og er jafnframt oft ast skipstjóri Sprengja er í oddi skutúlsvns og springur hún og deyðir dýrið. þegar skutullinn hefur gengið * hol. Við skutulinn er fest skotlínan, sem er úr nylon oa við hana eru festar hval línurnar með millitaug. Stundum tekur hvalurinn á rás með skutul- inn og þá syngur í strengnum og trissunum, og allt að 600 faðma af sverasta kaðli ryðjast út um op á þilfarinu. Reynt er að halda við, en fyrir kemur að hvalirnir rása af stað með hvalbátinn, sem er kannske 400—600 tonn, og draga skipið með drjúgum skriði. Annars synda stórhveli með 18— 22 hnúta hraða og geta haldið sprettinum langtímum saman. Eltingaleikur við hval getur tekið margar klukkustundir, unz hann gefur færi á sér. Þegar hvalur hef ur verið skutlaður og deyddur, er han-n dreginn að bátnum og sporð urinn festur með sverum keðj- Vm á skipssíðuna. Þannig er hann dreginn til hafnar Fyrst er dælt í hann lofti, hann sorautaður með rotnunarvarnarefnum og blóðsað ur. Síðan hefst leit að næsta hval eða sigling til verksmiðjunnar. Bátarnir koma með 1—6 hvali til hafnar, og ekki má líða nema tak | markaður tími, frá því að hann veiðizt, unz hann verður að hafa komizt í vinnslu. Ef hann verður of gamall, falla afurðirnar af ho-n um stórlega í verði. Hvalastofninn hefur sina af- brigðilegu einstaklinga, og stpnd- um gerist margt sögulegt við veið arnar. Hvalur, sem talinn var dauður, lifnar allt í einu við á síðunni. og þá er nú handagang- ur í öskjunni. Svo aflmikil eru þessi dýr, að þau slita jafnvel af sér sporðinn, sem læstur er við skipið með sverustu keðjum. Fyrir kemur. að þau brjóta eitt og ann- að af skipunum og þess eru dæmi, að stórhveli hreinlega sökkvi stór- um tréskinum. Revpt er að skjóta dýrin þannig, að skutullir.n gangi á hol. Og ven.iulega tekst það. Ef skutullinn lendir t.d. í hryggnum á búrhvaln um, þá bognar stálskutullinn bara á rifjunum eða hryggsúlunni og hvalurinn heldur áfram sínu skriði, eins og ekkert hafi í skor- izt. Þykir það afleitt að særa dýr án þess að ná þeim. Nokkrir merkilegir, sérstæðir hvalir hafa veiðzt hér. T.d. eitt hvítt stórhveli, albino, en albino- ar (litleysingjar) eru einnig til meðal hvala, og nú fyrir skömmu veiddist hvalur hér við land. þar sem fremsti hluti neðri skoltsins vísaði 90° frá stefnu hvalsins. Fafði skolturinn sennilega brotn- að .og gróið þannig saman aftur. L'”a!vsiðin í dag Þegar hvalveiðimenn ræða sín * milli um veiðarnar, og þá eink- um hinar stórkostlegu hvalveiðar í Suðurhöfum. þá kemur fslend inei vafalaust í hug. hver viðbjóð- ur "ányrkjan aet.u’- verið Ef Hol- lendingar og Norðmenn hefðu kunnað sér eitthvert hóf fyrr á nldum. Væru hár vafalaust hlóm- leg hvalveiði enn þann dag í dag. Hin litla stöð i Hvalfirði sannar okkur áþreifanlega. að íslending- ar eru duglegir og hagsýnir hval- veiðimenn og íslenzkar hvalaafurði ir eru i góðu áliti. Einvörðungu vegna undangenginnar rányrkju verður eina íslenzka hvalstöðin að gæta ýtrustu varkárni • til að tryggja framtíð sína. Þeir veiða aðeins takmarkað, svo að stofninn megi vaxa upp í stað þess að tor- tímast með öllu. Hvert tangur og tetur er unnið í fullkominni verk- smiðju í stað þess að áður var að- eins spikið hirt, en kjöti og beina grindum var sökkt fyrir landi. — Friðun hafanna fyrir rányrkju er og verður alltaf stórt hagsmuna- mál fyrir íslendinga. Þegar ekið er fyrir Hvalfjörð, má oft sjá svartmáluð gufuskip með rauðan skorstein á siglingu, inn og út fjörðinn. Það eru hval-^ bátarnir að koma og fara. Og þeir eru margir, sem staldra við í hval stöðinni undir Þyrli, þar sem dag- langt og náttlangt er, skorinn hval ur á plani björtustu sumarniánuð ina, en þegar myrkrið grúfir sig yfir í skammdeginu, liggja sjö skip við festar úti fyrir landi og hljótt er á hvalskurðarplaninu og verksmiðjunum. Þá skulum við minnast þess, að þótt þetta mikla fyrirtæki starfi | aðeins fáa mánuði á ári, um 120 daga, skilar það þjóðinni miklum gjaldeyri og er þar af leiðandi eitt mikilvægasta fyrirtæki lands- ins. Jónas Guðmundsson Wriam Framhald af 8 síðu að gefa kanarífuglinum, fékk sér bolla af tei og mældi sig Hún var hitalaus, þótt draumar hennar hefðu verið hitasóttarkenndir og höfðu gert henni órótt í geði. Hana dreymdi litla telpu í brúðarkjól. Þriðjudagsmorgun vaknaði hún og leið þá betur, sólin skein inn um gluggann og svipti burt sjúklegum hugarórum hennar. Hún opnaði gluggann og sá. að það hafði hlán- að, það var komi'* vorveður og stór veghefill ruddi snjónum af götunum. Þegar hún hafði tekið til í íbúð- inni, fór hún til kaupmannsins, seldi ávísun og fékk sér að borða hjá Schrafft, rabbaði notalega við fram- reiðslustúlkuna. Það var yndislegur dagur, næstum frídagur og hún vildi njóta hans betur. Hún ók í strætisvagni upp i 86. götu, þar sem hún hafði hugsað sér að líta í búðir. Hún hafði ekki gert sér neina grein fyrir hvað hún ætlaði að kaupa en gekk í hægðum sinum og virti fyrir sér straum fólksins. Fólkið gekk hratt og ákveðið í fasi og hún fékk á tilfinninguna, að henni væri ofaukið. Að lokum fór hún inn í blómabúð og bað um sex hvítar rósir. Síðan í leirmunabúð og keypti vasa, senni- lega til uppbóta fyrir þann, sem Miriam hafði brotið. Hann var hræði Iega dýr og þar að auki ljótur fannst henni. Þetta var upphafið á miklum innkaupum, sem hún gat ekki fylli lega gert sér grein fyrir Hún keypti poka af kirsuberjum og annars stað- ar varð hún sér úti um rándýrar möndlukökur. Það var farið að kólna aftur og um það bil, er frú Miller kom heim aftur var farið að snjóa. Hún hafði gengið frá blómunum fagurlega í vasanum. Kirsuberin lágu snoturlega i skál og sykraðar möndlu kökurnar voru einkar girnilegar. Kanarífuglinn hoppaði um i búrinu. Nákvæmlega klukkan fimm var dyrabjöllunni hringt Frú Miller vissi hver var komin „Ert það þú?“ hrópaði hún. „Auðvitað“ sagði Miriam. „Burt með þig“, sagði frú Miller. „Flýttu þér, ég er með þungan pakka í fanginu. „Burt með þig“, sagði frú Miller. Hún gekk aftur inn í stofuna, kveikti í sígarettu og hlustaði róleg á bjöll- una gjalla látlaust. „Þú getur eins farið. Ég ætla ekki að opna fyrir þér“. Skyndilega hætti hringingin. Frú Miller sat í tíu mínútur án þess að hreyfa sig. Hún heyrði ekki minnsta þrusk frammi og var sannfærð um, að Miriam væri farin, þá gekk hún fram og opnaði dyrnar lítið eitt. Miriam lá fram á stóran pappakassa og þrýsti að sér stórri, franskri brúðu. „Ég var farin að halda, að þú mundir aldrei opna,“ sagði hún ön- ug, „hjálpaðu mér með þetta inn. Þetta er níðþungt" Frú Miller gat ekki gert sér grein fyrir því, hvers vegna hún tók upp pappakassann meðan Miriam gekk inn með dúkkuna i fanginu, settist í sófann og beygði undir sig hnén, horfði áhugalaus á Miriam draslast inn með kassann. Miriam hafði ekki einu sinni fyrir því að taka húfuna af eða fara úr kápunni „Ég ætlaði að koma þér á óvart, líttu í kassann," sagði Miriam. Frú Miller lagðist á fjóra fætur og opnaði kassann, þá birtist henni önnur brúða og síðan blái kjóllinn, sem hún mundi að Miriam hafði ver- ið í fyrst þegar þær hittust í bióinu, síðan fleiri kjólar. „En þetta eru eintóm föt", sagði hún. „Það er af því ég er komin til að búa hjá þér“, sagði Miriam og stakk upp í sig kirsuberi, en hvað það var ^ sætt af þér að kaupa handa mér. kirsuber" ...... „En það geturðu ekki! í guðanna baénum, taktu þetta hafurtask og hypjaðu þig!“ — „og rósir og möndlukökur? En hvað það var hugulsamt af þér. Þetta eru indæl kirsuber. Síðast bjó ég hjá gömlum manni og hann var, sárfátækur en hér líður mér ábyggi-1 lega vel. Sýndu mér nú hvar ég get látið dótið mitt“. Hún þrýsti sér að dúkkunni. And- litið á frú Miller varð hart að áliti, rautt og þrútið, hún fór allt í einu að gráta ofsalega. Svona hafði hún ekki grátið frá því hún var barn. Hún- gekk aftur á bak þangað til hún snerti við dyrunum. Hún þreifaði sig út á ganginn, nið ur á næstu hæð fyrir neðan, hringdi dyrabjöllunni við fyrstu dyrnar, sem á vegi hennar urðu og rauðhærður lítill maður, kom til dyra. Hún þaut fram hjá honum og skildi hann eft- ir furðu lostinn við dyrnar. Ung kona kom út úr eldhúsinu rétt í þessu og var að þurrka sér um hendurnar. „Er eitthvað að?" spurði hún vin- gjarnlega. „Fyrirgefið mér Ég er frú Miller á næstu hæð fyrir ofan, fyrirgefið mér, ég veit það hlýtur að hljóma eins og helber vitleysa og hugarór- ar.." Konan studdi hana til sætis með- an maðurinn hringlaði vandræðalega við smámynt í vasanum. „Hvað er svo að?“ „Ég bý uppi og það hefur komið lítil stúlka í heimsókn og ég held ég sé hrædd við hana .. hún gerir eitt- hvað óttalegt. Hún hefur þegar stol- ið skrautnælu, sem ég átti en nú ætl ar hún að gera eitthvað enn þá verra.. þúsund sinnum verra . .. eitthvað hræðilegt" „Er hún skyld yður?“ spurði mað urinn. Frú Miller hristi höfuðið Ég hef ekki hugmynd um hver hún er. Hún heitir Miriam en meira veit ég ekki“ „Þér skuluð vera róleg", sagði unga konan og klappaði frú Miller á öxlina, Harry sér stelpuna. Farðu upp elskan" „Dyrnar eru opnar“, sagöi frú Miller. Þegar maðurinn var farinn, sótti konan vott handklæði og lagði á enni frú Millers, sem i sífellu hélt áfram að biðja afsökunar. „Verið þér bara rólegar“, sagði ungan konan hughreystandi. Frú Miller hallaði sér út af og var rórri. Konan opnaði fyrir útvarpið og píanóleikur fyllti þögnina. „Við ættum kannske að fara upp“, sagði unga konan. „Ég vil ekki sjá hana framar, ég kæri mig ekki um að vera í sama herbergi og hún.“ „Svona, svona, en þér hefðuð átt að kalla á lögregluna". Þau heyrðu manninn koma aftur, hann gekk löngum skrefum, vandræðalegur og klóraði sér í hnakkanum. „Það var enginn þarna uppi", .. sagði hann, „hún hlýtur að vera stungin af". j „Hvaða vitleysa, elskan", sagði konan hans, „við höfum setið hér allan tímann og við hefðum séð til ferða hennar“ .. I Hún þagnaði, þegar maðurinn horfði ákveðinn á hana. | „Ég leit inn í hvert herbergi", sagði hann, „það var enginn neins staðar". „Segið mér“, sagði frú Miller, „sá- uð þér stóran pappakassa, eða dúkku ?“ „Nei“, svaraði maðurinn. ★ Frú Miller gekk hægt inn í íbúð- ina sína. Hún gekk inn á mitt stofu- gólfið og stóð þar kyrr Nei, á viss- an hátt var hér engin breyting: rós- irnar, kökurnar og kirsuberin voru þar sem þau áttu að vera. En stofan var tóm, svo auð og tóm, þrátt fyrir húsgögnin. Hér var tómlegt eins og í kirkju. Hún leit út um gluggann og sá, að fljótið streymdi þarna enn þá og snjórinn féll til jarðar, en gat hún verið viss um það? Gat hún verið viss um nokkurn skapaðan hlut? Eiris og í draumi lét hún fallast ofan i stól. Allt varð óskýrt fyrir augunum á henni og það dimmdi. Henni reyndist um megn að lyfta hendi til að kveikja á lampa. Hún lokaði augunum og leið eins og kafara, sem er skotið úr miklu dýpi. Þegar mikill ótti eða örvilnun gripur mann. getur hugurinn opnazt eins og hann vænti opinberunar jafnframt því sem undarleg rósemi svæfir hugsun og dómgreind, eins og svefn eða leiðsla, og i slíku ástandi getur maður aftur farið að leggja hlutina niður fyrlr sér. Hún vissi, að það eina, sem Miriam hafði tekið frá henni, var einkenni hennar, en nú hafði hún aftur fundið þessa persónu, sem bjó í þessu herbergi, matbjó handa sjálfri sér og passaði (Framhald ð 15. siðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.