Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 1. september 1961. Orðið er frjálst Guðmimdur Ingi Kristjánsson Undirskriftir og hlutleysi Nokkrir menn á Vestfjöröum' hafa undirritað sérprentaða á- skorun til Vestfirðinga, um að skrifa u-ndir mótmæli gegn her- setu á íslandi. Hefur verið rætt um þetta í blöðum, og fullyrt að forystumenn stjórnmálaflokka hafi lagt á ráðin um þessa áskor- un. En svo er ekki. Mér er ekkert launungarmál að ég samdi ávarps orðin og spurði engan að, hvernig þau skyldu vera. En sjálf mót- mælin, sem kjósendur undirrita, eru orðuð af framkvæmdanefnd Samtaka hernámsandstæðinga. Þegar ég skrifaði áskorunarorð- in, var mér efst í huga að segja það. sem ég tel mestu skipta um afstöðu til hers og vígbúnaðar. Ég tel, að herseta á íslandi sé eng um til gagns. Sá her, sem hér situr, geti engum vörnum við kom ið í nútímastyrjöld. Ég hef lesið í Morgunblaðinu og fleiri blöðum, að Eisenhower fyrrv. forseti hafi sagt: „Ég veit engar varnir í kjarn orkustyrjöld.“ Eisenhower er þaul reyndur hershöfðingi, og ég hygg að hann sé einlægur og sannorður. Nærtækt dæmi fyrir Vestfirð- inga er herstöð Bandarikjamanna hjá Að'alvík. Þar var komið upp miklum mannvirkjum með ærnum tilkostnaði. En áður en stöðin var fullgerð, var hún lögð niður og yfirgefin. Var þá sagt, að hún væri I úrelt orðin. Slíkar framkvæmdirj líkjast verkum þeirra manna. sem ekki vita, hvað þeir eiga að gera. í ávarpsorðum mínum notaði ég ekki orðið hlutleysi. Þetta er kall að lævísi kommúnista. Eg snið-; gekk orðið hlutleysi af því aðj merking þess er mjög teygjanleg. j Mér er sagt, að Svisslendingar hafi ekki gengið í Sameinuðu þjóðj irnar vegna þess, að þeir töldu1 það ekki samrýmast hlutleysi sínu. Ef Sameinuðu þjóðirna^gripu til hernaðaraðgerða, (eins og þær hafa stundum gert), væri engin þjóð innan þeirra vébanda hlut- laus. Nú er oft í fréttum og fyrir lestrum talað um hlutlausu þjóð- irnar innan Sameinuðu þjóðanna, og er þá jafnan átt við þær þjóðir. sem hvorki eru í hernaðarbanda- lögum í aus>ri né vestri. Aldrei hef ég heyrt annað, en íslendingar hafi verið hlutlaus þjóð í styrjöldinni 1939—1945. Bretar hernámu landið, og við mótmæltum eins og hlutlausri þjóð ber að gera. En áður en Bretar fóru, báðum við aðra þjóð, Bandaríkjamenn, að hafa hersetu á íslandi. Allir vissu, að Ba-nda- ríkin voru vinveitt Bretum og studd.u við bak þeirra. Síðar sögðu þau Þjóðverjum stríð á hendur og urðu beinlínis hemaðar aðili. En við undum hersetu þeirra hið bezta og vorum eftir sem áður hlutlaus þjóð. Og satt er það, að við vorum hlutlausir í hernaðar- átökum. Ég hef heyrt, að í stríðslokin hafi verið talað um að stofna nýtt Þjóðabandalag og í því yrðu ein ungis þær þjóðir, sem hefðu átt í ófriði gegn Þjóðverjum eða Japönum. Þá hafi verið farið fram á, að íslendingar segðu Japönum stríð á hendur, ef þeir vildu vera í hinum nýju samtökum. Annars væru þeir bara „hlutlaus þjóð“. Við getum verið hlutlausir í hernaðarátökum, þótt við séum í Atlantshafsbandalaginu og önnur bandalagsríki lendi í ófriði. Reynslan hefur sýnt það, bæði þeg ar Bretar og Frakkar herjuðu á Egyptaland og þegar Frakkar berj ast í Túnis. Við höfum meira að segja fullan rétt til að víta þessi! bandalagsríki okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Atlantshafs j bandalagið er frjálslynt gagnvart aðildarríkjum sínum. Atlantshafsbandalagið er stofn- að sem yarnarbandalag gegn Rúss um og fylgiríkjum þeirra. Á það _ er bent, að allt frá stofnun þess,1 hafi kommúnistar engu vestrænu ríki náð á sitt vald. Vel má vera, að það sé vegna Atlantshafsbanda lagsins. Ég viðurkenni nauðsyn þess, að til sé öflugt mótváegi gegn bandalagi kommúnistarikjanna. — Hitt er þó mest um vert, að mörg og mikiisvirt ríki ánetjast hvorugu þessara bandalaga, heldur eru frjáls og óháð á alþjóðavettvangi. Þann 16. ágúst s.l birti Tíminn við'tal við Thor Thors, sendiherra. Þar segir Thor: „Það mun ráða miklu um örlög heimsins, hvernig lönd eins og Indland haga mál- um sínum í framtíðinni. Einnig mun Brasilía hafa djúptæk áhrif á framvinduna í Suður-Amerku og Mið-Ameríku. Mér þótti mjög fróð- legt, að eiga langt viðtal við for- seta Brasilíu, Janios Quadros, er ég fór þangað í maímánuði. Það var auðheyrt á máli hans, að hann vildi miðia málum í átökunum á alþjóð'avettvangi.“ Þessi orð fela í sér þær vonir mannkynsins, að utan allra hern- aðarbandalaga standi nógu mörg og áhrifamikil ríki til að bera sáttaorð á milli þjóða, sem halda uppi mestum vígbúnaði, svo að þær brjóti odd af oflæti sínu og eldflaugUm, en gangi til meiri og betri samvinnu í réttlátu sam- félagi allra þjóða. Indlandi verð- ur aldrei fullþökkuð sú afstaða, sem það hefur tekið í alþjóðamál um, og það fordæmi, sem það hefur verið mörgum öðrum ríkj- um, gö lum og nýjum. Vonir manna um frið á jörðu horfa fyrst og fremst til þeirra þjóða, sem nú eru kallaðar hlutlausar í svo- nefndu köldu stríði hinna mestu hervelda. Þegar Alþýðublað'ið sagði frá svonef-ndri áskorun til Vestfirð- inga, var þeirri frásögn gefin yfir skriftin: „Hermann lánar komm- um menn.“ f greininni segir, að 25 Framsóknarmenn hafi skrifað undir áskorunina, og eru það þeir, sem Hermann á a-ð hafa afhent kommúnistum að láni. Ég vil nú biðja Tímann að birta þessa áskor un, ásamt nöfnum þeirra, er undir ha-na rituðu: Áskorun til Vestfirðinga Við undirritaðir hvetjum alla; vestfirzka kjósendur til þess að; skrifa undir mótmæli gegn her-| setu á íslandi. Við væntum þess, j að þau mótmæli verði undirrituð af öllum þeim kjósendum. sem vilja að erlendur her hverfi sem fyrst af landi brott og íslendingar geti í framtíðinni staðið í flokki þeirra þjóða, sem þera sáttarorð og friðmæli milli hinna, er auka vígbúnað og tortryggni. Ragnar Ásgeirsson læknir, ísa- firð'i: Séra Sigurður Kristjánsson. prófastur, fsafirði: Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum; Halldór Ólafsson, bókavörður, ísafirði; Baldur Jónsson. forstjóri. ísafirði; Séra Báldur Vilhelmsson .sóknar- prestur. Vatnsfirði: Halldór Magn ússon, oddviti. Súðavík: Hjörtur Sturlaugsson. bóndi, Fagrahvammi við ísafjörð; Kristján Jónsson, skólastjóri, Hnífsdal; Þórður Hjaltason, sveitarstjóri, Bolungar- vík; Karvel Pálmason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol ungarvíkur; Óskar Aðalsteinn, rit- höfundur, Galtarvita; Séra Jóhanri es Pálmason, sóknarprestur, Súg- andafirði; Guðsteinn Þengilsson, læknir, Súgandafirði; Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld, Kirkju- bóli, Önundarfirði; Halldór Krist- jánsson. bóndi. Kirkjubóli, Önund arfirði;' Jóhannes Kristjánsson, hreppstjóri, Hjarðardal ytri, Ön- undarfirði; Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft, Önundarfirði; Séra Stefán Eggertsson ,sóknarprestur, Þingeyri, Dýrafirði; Kristján Davíðsson, hreppstjóri, Neðri- Hjarðardal, Dýrafirði; Þorgeir Jónsson, læknir, Þingeyri, Dýra- firði; Tómas Jónsson, skólastjóri, Þingeyri. Dýrafirði: Gísli Vagns- son, bóndi, Mýrum, Dýrafirði; Jón Jónsson, hreppstjórþ Bíldudal Arnarfirði: Jónas Ásmundsson. oddviti, Bíldudal, Arnarfirði; ÞórÖ ur Njálsson, hreppstjóri, Auðkúlu Arnarfirði: Friðrik Jónsson, odd- viti, Hvestu, Arnarfirði; Elías Mel sted, hreppstjóri, Neðra-Bæ, Arn'- arfirði; Albert Guðmundsson, kaup félagsstjóri, Eyrarhúsum Tálk-na- firði; Sæmundur J. Kristjánsson, járnsmiður, Patreksfirði; Bragi Thoroddsen, vegaverkstjóri, Pat- reksfirði; Þorvaldur Ó. Thorodd- sen, hreppstjóri, Patreksfirði; Guðmundur Jón Hákonarson, kaup félagsstjóri, Örlygshöfn, Patreks- firði; Steingrímur Friðlaugsson, bóndi, Miðhlíð, Barðaströnd; Karl Sveinsson, oddviti, Hvammi, Barða strönd. Ekki er mér kunnugt um stjórn málaskoðanir allra þessara manna, en það hef ég fyrir satt, að þeir séu úr öllum þeim stjórnmála- flokkum, sem nú eiga sæti á Al- þingi. Hitt er ég fullviss um, að enginn þeirra hefur skrifað undir ávarpið af annarri ástæðu en þeirri, að það var sannfæring þeirra, að með því styddu þeir gott málefni og sæmd og velferð ís- lendinga. Enginn þessara manna hefði látið flokksforingja ráðstafa sér^ til undirskriftar. Ég er svo lá-nsamur að vera í stjórnmálaflokki, þar sem frjáls hugsun er mikils metin. Ég er frjáls að því að undirrita ávörp án þess að kynna mér, hvernig þingmönnum flokksins og mið- stjórn falla þau í geð. Jafnvel þó að skoðun mín væri í andstoðu við samþykkt, gerða á flokksþingi, væri mér heimilt að reyna að vinna þeirri skoðun minni fylgi innan flokksins og hafa með því áhrif í þá átt að breyta stefnu hans. Það eru meira að segja miklar líkur til þess að ég fengi rúm í blaði flokksins til að gera grein fyrir skoðun minni. Þetta tel ég einkenni á sönnu lýðræði. Þar eru menn frjálsir að því að hafa sannfæringu, og þar eru menn aldrei „lánaðir“ til undir- skrifta. Guðm. Ingi Kristjánsson. ÞAKKARAVÖRP W.VAV.V.%V.,AV.WAV.V.V.,.V/;.V.,.V.,.V.V.W.V.V.W.,.VAV.V.V.,.,.V.,.V.V.,.,1 Fyrsta Mtillersútsalan í 40 ár Vörurnar eru á gamla veröinu, en ekki 40 ára gamlar. í SKÓLANN: Drengjablússur Verð frá kr. 99,00. GÓÐ KAUP: Frakkar, margar gerðir. Verð frá kr. 495,00. EINSTÖK KJARAKAUP: Sportskyrtur Verð frá kr. 95,00 Nærbolir og nærbuxur. Verð kr. 25,00. Útsalan stendur aðeins fáa daga. L. H. MÚLLER Austursfræfi 11. WWWWWAl^^^V^WAVJWWJTWWWJWrtWlWVWAWWW.V.V.V.V Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, 21. ágúst s. 1. með heimsókn- um,, gjöfum og heillaskeytum. Ragnhildur Guðmundsdóttir Stafafelli. Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum hinum fjöl- mörgu vinum mínum, sem sýndu mér margvís- legan heiður á sjötugsafmæli mínu, 29. ágúst s. 1., með heimsóknum, fögrum gjöfum, blómum og heillaskeytum og hlýjum orðum í bundnu og ó- bundnu máli. Halldór Sigurðsson frá Efri-Þverá. Bróðir minn. Einar Bergsteinsson, klæðskeri. andaðist 28. þ. m. að Sólheimahjáleigu, Mýrdal. Jarðarförin ákveðin laugardaginn 2. september kl. 1 síðdegis að Hrútafelli. Jarðsett verður í Stóra Dai. Uppiýsingar um bílferð austur í síma 14046. Guðbjörg Bergsteinsdóttir. Innilégar þakklr fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, Helgu Friðriksdóttur Suðurgötu 18, Sauðárkróki. Finnbogi Þ. Haraldsson og börn. Maðurinn minn, Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal andaðist í St.-Jósefsspítala þriðjudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. september, og hefst kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Margrét Halldórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.