Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 1. september 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN
FramJrvæmdast.1óri: Tómas Arnason Rit
stjórax Þórarinn ÞórarmssoD (áb.j, Andrés
Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit
stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga
stjórl: EgiD Bjarnason — Sfcrifstofui
I Eddubúsmu — ■ Slmar 18300—18305
Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusimi
12323 — PrentsmiðjaD Edda h.f
Gamla fólkið fær
gengislækkunina eina
Einn helzti glæsihnappur ’„viðreisnar“stjórnarinnar
var sá, að ellilífeyrir og almannatryggingar hefðu stór-
hækkað. Einkum taldi Alþýðuflokkurinn þetta afreksverk
mikið, hefur haft það á orði sí og æ síðan og gjarnan
eignað sér og viljað réttlæta með því og afsaka þátt-
töku í afturhaldssömustu og einræðismestu íhaldsstjórn,
sem setið hefur að völdum í landinu á þessari öld.
Rétt mun það, að ellilaun hækkuðu lítillega að krónu-
tölu, þegar ríkisstjórnin skellti á „viðreisnar“-ráðstöfun-
um sínum í fyrravetur, en hún var ekki lengi að taka þær
krónur aftur með hinni hendinni, því að dýrtíð og skatt-
gjöld tóku þegar slíkum ofvexti, að erfiðara reyndist að
lifa af ellilaununum en nokkru sinni fyrr. Sparifé þeirra,
sem eitthvað áttu sér til tryggingar, var skert um helm-
ing með gengislækkun.
Á þessu sumri urðu sem kunnugt er 10—15% al-
mennar kauphækkanir í landinu, og ríkisstjórnin notaði
þær sem tylliástæðu og skálkaskjól til að fella gengið að
nýju um rúmlega 13%. Hvernig skyldi þá hagur gamla
fólksins vera eftir þær ráðstafanir?
Öldruð hjón hafa nú kr. 2160 á mánuði í ellilaun og
einstaklingar helmingi minna. Þetta hrekkur auðvitað
hvergi nærri fyrir húsnæði og nauðsynlegustu þurftum
eins og allir vita, hvað þá til að greiða vist á elliheimili.
Hafi þetta gamla fólk átt einhverjar krónur í banka sér
til framfæris, hefur það fé verið skert að sama skapi
með gengislækkuninni. Gamla fólkið hefur engar launa-
hækkanir fengið, heldur aðeins gengislækkun ríkis-
stjórnarinnar, og enn hefur ekkert heyrzt um, að hún
ætli að bæta hag þess. Hlutur þessa fólks er nú verri
en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnin hefur séð fyrir því,
að þótt þjóðfélagið greiði því hærri krónutölu en áður,
er það raunverulega minni hlutur en verið hefur um
áratugi vegna stjórnarfarsins í landinu.
Ríkisstjórnin hefur lengi hampað því sem skraut-
blómi, að ellitryggingar væru nú orðnar eins góðar hér
á landi og bezt gerist í öðrum löndum. Svolítið dæmi
varpar ljósi á þetta skrum.
i
Síðustu mánuðina hafa einn eða tveir aldraðir Vestur-
íslendingar komið hingað til lands og setzt að á hinum
myndarlegu elliheimilum, sem Gísli Sigurbjörnsson rek-
ur, og sagt er, að von sé á fleiri á næstunni. Þetta fólk
hefur þá sögu að segja, að ellilaun þau, sem það fær í
Kanada eða Bandaríkjunum nægi tii þess að greiða vist-
gjöldin hér að mestu eða öllu leyti. Það vantar mikið á,
að gamla fólkið hér á landi geti þetta með sínum elli-
launum núna.
Gamla fólkið hér á landi fær aðeins gengislækkun-
ina eina, við þær verð- og kaupbreytingar, sem orðið
hafa. Það hefur fengið svolítið hærri krónutölu í ellilaun
en áður, en ríkisstjórnin tekið af því með hinni hendinni
tvöfalda eða þrefalda þá hækkun með tveim gengislækk-
unum. Mun varla önnur ríkisstjórn hafa leikið það jafn-
grátt.
Svipað mun að segja um það fólk. sem nýtur elli-
lífeyris samkvæmt sérstökum ákvæðum úr ríkissjóði eða
öðrum ríkisstofnunum, að þvi er nú rétt gengislækkunin
ein. Þessi hefndarráðstöfun ríkisstjórnarinnar gegn öll-
um almenningi bitnar því þyngst á þeim, sem sízt skyldi.
ERLENT YFÍRLIT
Starfsemi John Birchista
Athyglisveríur útdráttur úr skýrslu saksóknarans í Kaliforníu
STARFSEMI John Birch-fé-
lagsskapaiins í Bandaríkjunum
vekur stöðugt meiri og meiri
áhyggjur frjálslyndra manna
þar í landi. Nýlega befur Ed-
mund G. Brown, ríkisstjóri í
Kaliforníu, falið saksóknara rík
isins, Stanley Mosk, að afla upp
lýsinga um starfsemi félagsskap
arins og semja skýrslu um hana.
Skýrsla þessi hefur nú verið
birt opinberlega og verður hér
á eftir sagt frá nokkrum atrið-
um hennar, byggt á útdrætti,
sem hefur birzt í „The New
York Times" og fleiri blöðum.
— Þeir, sem mynda kjarnann
í John Birch-félagsskapnum,
eru vellauðugir kaupsýslumenn,
uppgjafaherforingjar og eldri
konur. Það, sem tengir þetta
fólk saman, er óttinn við komm
únismann, en kommúnisma virð
ist það telja allt það, sem er
því andstætt, þótt það eigi ekki
neitt skylt við kenningar þeirra
Marx, Engels, Lenins og Krust-
joffs.
Vegna óttans við þennan
„kommúnisma“ virðist þetta
fólk reiðubúið til að fórna ýms-
um dýrmætustu réttindum, sem
bandaiískir borgarar njóta nú.
Þetta er m. a. fólgið í því að
fylgja fyrirmælum stofnanda
félagsskapurarins, Rob. Welch,
skilyrðislaust. Grundvallarregla
félagsskaparins er afar einföld.
Við erum á móti öllu, sem
kommúnistar eru fylgjandi. í
framkvæmd gengur þetta hins
vegar miklu lengra. Þá eiu
kommúnistar sagðir fylgjandi
ýmsu, sem þeir eru raunveru-
lega mótfallnir. Það er látið
nægja, ef Robert Welch segir,
að kommúnistar séu mótfallnir
því. Með því er það brenni-
merkt.
Lítið dæmi um þetta er það,
að Welch segir, að Dag Hamm-
ai'skjöld sé einn fyrirlitlegasti
erindreki kommúnismans, sem
fái laun sín borguð úr vasa
amerískra skattgreiðenda.
Welch hefur verið bent á, að
Krustjoff hafi ekki óvirt og of-
sótt annan mann meira en
Hammarskjöld. Welch hefur
svarið á reiðum höndum. Þetta
gerir Krustjoff af klókskap til
þess að reyna að leyna því, að
Hammarskjöld sé raunverulega
þjónn hans.
KENNING Welchs er sú, að
aðalhættan af kommúnismanum
sé ekki utan frá, heldur innan
frá. Óþarft sé að óttast vopn-
aða árás Rússa og hann telur
því þátttöku í Atlantshafsbanda
laginu og Sameinuðu þjóðunum
ekki aðeins þarflausa, heldur
hættulega, því að í báðum þess-
um samtökum verði Bandaríkja
menn fyrir kommúnistískum
áhrifum. Meginhættan stafar
frá leynikommúnistum í Banda-
rikjunum, sem reyna leynt og
ljóst að færa þjóðfélagið í
kommúnistiska átt. Þess vegna
eru margir hinir svonefndu
umbótamenn hættulegri en
sjálfir kommúnistarnir.
Um það er ekki hirt, þótt
allt sé fullt af mótsögnum í
kenninguin félagsskaparins.
ATHYGLISVERT er, að mjög
margt er keimlíkt i vinnubrögð-
um kommúnista og John Birch
félagsskaparins. Nokkur dæm>
má nefna til sönnunar:
1. John Birch-félagsskapur
inn kappkostar að vekja tor-
tryggni gegn valdamönnum
Little í The Nashville Tennessean.
Ég slcal segja ykkur hvernig á að stjórna!
þjóðarinnar og leiðtogum henn
ar með röngum sakargiftum og
þá ekki sízt þeim, að þeir séu
þjónar kommúnista. Ekki sízt
hefur forseti hæstaréttar, Warr-
en, oiðið fyrir þessum ásökun-
um.
2. John Birch-félagsskapur-
inn er andvígur aðstoð Banda-
ríkjanna við bágstaddar þjóðir,
andvígur Sameinuðu þjóðunum,
NATO og auknum hernaðarút-
gjöldum. ,
3. John Birch-félagsskapur-
inn er andvígur jafnræði, verk-
fallsrétti og trúarbragðafrelsi.
Þetta eru kommúnistar einnig,
a. m. k. í þeim löndum, þar sem
þeir ráða.
4. John Birch-félagsskapur-
inn vinnur í fylkingum og sell-
um. Hann hefur stofnað ýmiss
konar hliðarsamtök- eða dóttur-
fyrirtæki til þess að koma ár
sinni betur fyrir borð, t. d. hina
svonefndu frelsisklúbba (Free-
dom Club).
5. John Birch-félagsskapur-
inn virðist vera í undirbúningi
með að koma sér upp eins kon-
ar óaldarliði til þess að eyði-
leggja og hleypa upp fundum
og samkomum, sem forustu-
mönnunum er ekki að skapi.
Þetta hefur þegar átt sér stað á
nokkrum stöðum í Kaliforníu.
6. John Birch-félagsskapn-
um er algerlega stjórnað ofan
frá. Hann er byggður upp sem
hreinn einræðisfélagsskapur.
,.Foringinn“ og aðstoðarforingj-
arnir ráða og liðsmennirnir
verða að fylgja í blindni.
AF IIÁLFU kommúnista hef-
ur -John Birch-félagsskapnum
verið nijög vei tekið. Þannig
brntist um hann grein 4. apríl
síðastl. í The Literary Gazette
of Moscow. Þar segir m. a. í
lausiegri þýðingu:
— Spádómar Lenins eru a?
sannast í Bandaríkjunum —
Lenin sag,'i. að öfgafyllstu fénd
ur kommúni-mans gætu skeifzt
svo mikið, að þeir toitryggðu
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
)
>
>
>
>
>
>
>
og fordæmdu alla, sem ekki
væru þeim sammála. Þannig
gætu þeir hjálpað kommúnism-
anum og rutt sumum mestu tor-
færunum úr vegi hans (hér á
Lenin vafalaust við umbótaöfl-
in). — Fyrir allmörgum árum
vann amerískur öldungadeildar
maður, McCarthy að nafni,
kommúnismanum mikið gagn
með því að setja kommúnista-
stimpil á marga þýðingarmestu
leiðtoga hins kapitaliska heims.
Með þessu veikti hann ekki
kommúnistaflokkinn í Banda-
ríkjunum, heldur styrkti hann.
Nú hefur hin kommúnistiska
hreyfing fengið nýjan stuðn-
ingsmann. Hann heitir Robert
Welch. Þessi fyrrv. sælgætis-
framleiðandi gengur jafnvel
einu feti lengra.
HÉR HAFA verið greind
nokkur aðalatriðin úr skýrslu
saksóknarans í Kaliforníu um
starfsemi John Birch-félagsskap
arins. Því má aðeins bæta við,
að samkvæmt seinustu fregnum
að vestan, virðist félagsskapur-
inn vera í uppgangi og ýmsir
hinna aftui'haldssamari stjórn-
málamanna, eins og Goldwater,
láta sér ekki iila líka starfsemi
hans. Áhrif iians virðast og
gæta í ýmsum vestrænum Iönd-
um, þar sem mestu afturhalds-
menn reyna nú meira til þess
en áður að koma kommúnista-
stimpli á andstæðinga sína.
Hins vegar má óhætt full-
yrða, að þessi félagsskapur er
fordæmdur af öllum frjálslynd-
um Bandaríkjamönnum og því
ætti að mega vænta þess, að
fyrr en seinna yrðu örlög hans
hin sömu og McCarthyismans.
Þetta mun þó ekki verða, nema
Bandaríkjamenn séu nógu vel
á verði, eins og viðbrögð ríkis-
=tjórans í Kaliforníu benda til,
oQ eins sé verið á varðbergi
i öðrum löndum, þar sem John
Birch-isminn skýtur nú greini-
lega upp kollinum. Þ. Þ