Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 9
TÍIVIINN, föstudaginn 1. september 1961.
vmvAv.v.v.'
v.,.v.
I ■■■■_■!
GRÓÐUR OG GARÐAR,
Fyrri hluta ágústmánaðar
skoðuðu kartöflumatsmennirnir
Ásgeir Gunnarsson og Kári Sig-
urbjörnsson, ásamt undirrituð-
um, matjurtagarða í Hornafirði
og Lóni. Þarna á suðaustur
horni landsins er kartöflurækt
mikil og almenn. Hafa margir
Drangur á Mýrum í HornafirSi.
bændur um 2 ha. undir kart-
öflum og á einstaka bæ eru
kartöfluakrarnir 5 ha. Sam-
kvæmt lauslegri áætlun munu
um 90 ha. lands alls vera undir
kartöflum í Hornafirði og Lóni
í sumar. Heilbrigði kartafln-
anna virtist yfirleitt í góðu lagi.
Þó ber sums staðar dálítið á
stöngulveiki (njólasýki) og
tiglaveiki, en mygla sást hvergi,
enda hefur verið mjög þurr
Hugaö
Skýli Slysavarnafélagsins á BrerSamerkursandi 6. ágúst 1961.
|ip|
viðrasamt í Hornafirði í sumar
— a. m. k. fram í miðjan ágúst.
Sprettan virtist heldur í seinna
lagi, því að kalt var lengi fram
eftir vori, en uppskera getur
samt orðið góð, ef haustið verð
ur milt. Gullauga er hvarvetna
aðal kartöflutegundin, enda
ágæt matarkartafla, efi nokkuð
viðkvæm. Hættir t. d. við að
springa til skemmda. Þarf að
fara mjög varlega með gullauga
við upptöku og fyrst á eftir
meðan hýðið styrkist. Ógætileg
upptaka með vélum hefur stund
um stórskemmt þessa kartöflu-
tegund. Nú voru Hornfirðingar
nýbúnir að útvega sér stóra og
afkastamikla upptökuvél, sem
vonandi reynist þarfaþing kart-
öfluræktinni.
Hornafjörður er og hefur ver
ið alveg laus við kartöfluhnúð-
orminn, enda er þar skipt um
kartöflulönd á fárra ára fresti
— svo að hættan er sáralítil,
— fyrir því hefur raunar arfinn
ViS Tjörn á Mýrum í HornaflrSi — 3. ágúst 1961.
lyf eflaust orðið áhrifaríkt vopn
í baráttunni við margs konar
illgresi í framtíðinni, en hafa
verður hugfast, að sýna verður
mikla nákvæmni við notkun
þeirra, ef vel á að fara. — Mest
er kartöfluræktin í Nesjum og
á Mýrum, en mun minni í Suð-
ursveit, enda hefur þar verið
við mikla samgönguerfiðleika
að stríða. Brúin nýja yfir Horna
fjarðaifljót bætir þar úr skák
milli jökulsár og sæluhússins.
Fornir kuðungar, sem væng-
barð’ar heita, berast undan jökii
fram á urðirnar. Skúmar og
kjóar sveima yfir. Lagðist
skúmsungi flatur og stakk nef-
inu milli steina til að fela sig.
Hann þóttist þá örug.gur með
„aðferð strútsins".
Fremur er lítið um slæðings-
jurtir í Hornafirði. Samt hefur
gulbráin (túnbráin) lagt hérað-
Tösum í Hornafiröi
séð. Arfa hafði allvíða verið
eytt með gereyðingarlyfinu
Karmex, en það lyf veldur því
miður víða skemmdum á kart-
öflugrösunum og dregur úr upp
skeru, jafnvel 2—3 árum eftir
notkun, einkum í sandi og leir-
jörð. Ný, álitlegri arfaeyðingar
lyf eru nú komin á markaðinn
og byrjað að reyna þau — á
vegum Búnaðarfélags íslands
og á tilraunastöðvunum. Geta
og það stórkostlega. Búið er að
hemja fleiri óstýrilátar ár i
héraðinu og bjarga miklu landi
úr klóm þeirra. Stórir aurar
og sandflæmi munu gróa upp
og býlum fjölga, þegar tímar
líða. Og fengsæl fiskimið veita
góða atvinnu í Höfn, kaupstað
hér'aðsins.-------Rófnarækt er
ekki mjög mikil í Hornafirði
og Lóni í sumar — og mun að
mestu valda flutninga- og sölu-
erfiðleikar. Mikill kálmaðkur
var í rófum, þar sem lyf höfðu
ekki verið notuð gegn honum.
Sæmilega örugg lyf eru þó til,
en það er með þau líkt og ill-
gresiseyðingarlyfin; nákvæmni
og athygli þarf að beita. „Veld-
ur hver á heldur“. — Skemmti
legt er að ferðast um þessar
breiðu byggðir með víðan
fjallahringinn og skriðjökul
tungurnar, sem blasa við
Klettaborgir standa víða upp úr
flatlendinu líkt og eyjar og
minnir þetta á Borgarfjarðar-
hérað. — Vestan við Suðursveit
tekur við Breiðamei'kursandur,
heldur eyðilegur, en þó ekki
gróðuralus með öllu. Taidi ég
25 tegundir jurta á litlu svæði
ið undir sig og vex nú við flest
alla bæi. Hún er ættuð alla leið
austan frá hálöndum Mið-Asíu.
Fannst fyrir aldamót við dóm-
kirkjuna og í Þingholtunum í
Reykjavík. Breiðist nú ört út
um landið.
Af Almannaskarði er útsýnin
.W.1
fríð — yfir þig, Hornafjörður.
Hafið, eyjarnar, héruðin víð —
hann er af listfengi gjörður.
Já, fagur ertu, Hornafjarðar
fjallahringur. Berð í faðmi
breiðar sveitir, býlum mörgum
skjól þú veitir. í Nesjum þykir
notalegt að búa. Þinganes er
þeirra bezt, þar er líka byggðin
mest.
Á Mýrum standa bæirnir á
hamrahæðum — girtir engja-
grænu trafi, gömul sker í eyja-
hafi. Sagnir lifa af Suðursveitar
seiglingsdraugum. Þórbergur
sem blóm á bala — bernsku-
' skónum sleit í Hala. — Huldar
vættir kváðu fyrr í hverjum
hóli, álfaborg og ögurdröngum
— óm ég heyrði af þeirra söngv
um. Yfir forna eyðisanda fyrr
um flæmdist jökulvatna stríður
straumur, steinum velti kolgrár
flaumur. Nú eru fornu fljótin
ströngu brúum bundin. Hemja
flóðin gildir garðar — gras-
lendurnar flestar varðar. Melar
gróa, býlum fjölgar, byggjast
auðnir. Akrar hylja aur og
sanda, inni í lundi bæir standa.
Úti fyrir fjarðarlóni fiskur nóg-
ur. Veltigras og varp í eyjum,
vel sé Hornafjarðareyjum. Kart
aflan er heiðursmerki Hornfirð
inga. Garðbændur þar gildir
búa, á „gullauga" þeir flestir
trúa. — Nú er bjart á Breiða-
merkursandi — Kári ekur eins
og greifi, á í Stemmu veiðileyfi!
— Fram úr hverju fornu fjalla
skarði — Vatnajökull teygir
tungur, ti'ölli sá er hramma-
þungur. — Jæja, Borgin við
sundið heitir Höfn, héðan sækja
þeir málfisk í dröfn og heita á
heilagan Þorlák.
I. D.
Hluti af kauptúninu í Höfn í HornafirSi.
-.■.\V.W.,.W.,.V.,.VAV.V.V.V.,.Y.lY.W.S%W,V.W.V/.,A\y.V.V.Y.S\YAV.W.,MW.W.V.,1'.V.VV.V.VW.,.V.\VW.ViV.Y.V.V.WAWW.
Góðar leiðbeiningar
umferðinni
i
Ríkisútgáfa námsbóka hefur ný-, fjórum litum, og í henni eru
in er einkum ætluð unglingum.
Hún á þó eigi síður erindi til full-
orðinna vegfarenda, hvort heldur
þeir eru gangandi eða stjórna öku-
tækjum.
Hinn mikli fjöldi litmynda gefur
bókinni sérstakt gildi og auðveld- j
ar mjög skilning á umferðarregl-1
unum. Myndirnar teiknaði Bjarnií
um Jónsson listmálari í samráði við
Á FÖRNUM VEGI
lega gefið út fæðslurit, er nefnist
Umferðarbókin. Höfundur er Jón
Oddgeir Jónsson, sem kunnur er
fyrir störf sín í þágu umferðar-
og slysavarnarmála. Efni bókar-
innar er fyrst og fremst lög og
reglur um umferðarmál og skýr-
ingar og leiðbeiningar varðandi
þau. Einstakir kaflar eru m. a.
þessir: Til hvorrar handar ber að
víkja? — Hvernig á að aka fram
fyrir annað farartæki? — Varúð
til vinstri. — Hvers vegna á að
ganga á móti umferðinni? —
Strætisvagnar otg langferðabílar.
— Umferðarljós. — Hringakstur.
— Aðalbraut. — Sérreglur um bif
hjól. — Hvað ber að gera, ef um-
ferðarslys verður? Hvenær er
ljósatími?
Umferðarbókin er mjög vönduð
að frágangi. Hún er prentuð
150 myndir til skýringar efninu,
m. a. eru þar myndir af öllum
nýju umferðarmerkjunum. — Bók-
höfund. Setningu annaðist Prent-
smiðja Hafnarfjarðar, en offset-|
prentsmiðjan Litbrá h.f. prentaði. I
GóSur og gegn hestamaSur
hringd; til mín á dögunum og
kvaðst nýkominn úr alllöngu
ferðalagi á hestum. Hann bað mig
að vekja athygli á því, hve lítt
væri um það hugsað, að menn
kæmust leiðar sinnar á hestum.
Við suma veitingastaði úti á landi
væri t. d. svo um búið, að ómögu
legt væri fyri-r ríðandi fólk að
komast heim að þeim. Við einn
ágætan og stóran og fjölsóttan
veitinga- og gististað úti á landi
var t. d. svo um búið, að járnrist-
arhlið eitt var heim af þjóðveg-
inum handa bílum að aka, og við
hlið þess gönguhlið með krossi í.
Hestum eða öðrum skepnum var
ógerlegt að koma þangað heim.
Ekki var heldu-r unnt að skilja
hesta eftir utan girðingar, þvi að
þar var ekkert aðhald. Niðurstað
an varð auðvitað sú, að við urð-
um að fara hjá garði á þessum
ágæta veitingastað.
Svona er um búið víða um
land. Margir fslendingar eiga nú
góða reiðhesta og fara langferðir
á þeim sér til yndisauka, en þeim
er víða gert erfitt um vik, og
sums staðar er eins og menn
muni alls ekki eftir hestinum
sem farartæki. Það kostar nú
ekki mikið að hafa litla rétt eða
aðhald við girðingarhlið hjá veit-
ingastöðum, þar sem vitað er að
hestamenn eiga oft leið um og
vilja gjarnan koma við. Það má
annars þakka fyrir, meðan girð-
ingarhlið um þvera þjóðvegi eru
ekki með járnristum einum, svo
að þvergirt er fyrir ríðandi menn.
Þetta sagði hestamaðurinn, og
ég kem orðsendingunni áleiðis.
— Hárbarður.