Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, 1
ert kærleiksrík. Og fyrr eða
f.íðar knýr kærleikurinn þig
til þess að rétta fram hönd-
'ina. Og þá ertu um leið geng
in inn í ástlaust hjónaband.
— Þú kannt að koma fyrir
þig orði, sagði Hallfríður. —
En finnst þér ekki skömm að
því að tala fallega, en kunna
ekki fótum þínum forráð.
— Mér hefur aldrei verið
sýndur sómi. Mér var hamp-
að' sem barni í vitlausu eftir-
iæti. Út á það drekk ég alla
mína ævi, sagði Nikulás*
— Eg hef alla ævi þarfnast
hjálpar. En enginn hefur
hjálpað mér annar en séra
Þórður. Það met ég við hann.
Eg mæni samt í allar áttir,
en enginn megnar að færa
mig úr hringiðunni, sem um
mig lykur. Eg sé þig eins og
verndarengil á ströndinni. Þú
ein getur bjargað mér, en
vilt ekki gera það.
— Þú verð'ur sjálfur að
bjarga þér til lands með hjálp
séra Þórðar, og almættisins.
Eg get ekkert. Öll fallegu orð
in þín fá engan hljómgrunn í
sál minni. Fyrst svo er, er
allt ónýtt, sem ég vildi gera.
Þú ert ekkert bættari með því,
að ég kastaði mér út í hring-
Iðuna til þín. Og mér dettur
ekki í hug að gera það. Eg á
nóg með sjálfa mig.
— En hefur þú ekki heyrt
orð'tækið: „Einn er maðurinn
minni en hálfur, með öðrum
er hann meiri en hann sjálf-
ur“, sagði Nikulás. — Við
erum bæði skipreka. Samtaka
björgumst við.
— Nei, Nikulás. Láttu þetta
tal falla niður eða ég geng
úr flekknum, sagði Hallfríður.
— Sem þú vilt, sagði hann
og gekk úr flekknum. Hann
gekk heim með hrífuna, bar
sig vel, en var dálítið þreytu
legur.
Þannig lauk þessu bónorði.
Síðar þennan sama dag sást
Nikulás ganga úr hlaði með
hnakk og beizli. Slíkt var eng
in nýlunda. En nú kom hann
ekki heim að kvöldi. Maddam
an gek kum eins og I leiðslu.
Morguninn eftir var gull-
smiðurinn ókominn. Og er
hann var enn á burt á hádegi,
lét séra Þórður vikadreng
staðarins ríða til kaupstaðar
ins að vita, hvers hann yrði
vísari. Sveinninn kom um
kvöldið með þá frétt, að gull-
smiðurinn hefði gist í kaup-
staðnum um nóttina ,en riðið
þaðan snemma morguns á-
samt svallbræðrum sínum.
Enginn vissi hvert.
Liðu svo nokkrir dagar, að
ekkert bar til tiðinda. Úti
ljómaði sólin og ilmur þorn-,
andi töðu fyllti vitin. Enginn
dró af sér. Flekkunum var;
rakað saman í rismikla galta,!
sem bar við loft. Svo var farið
að flytja töðuna heim. Fjórir
stólpagripir í lest báru sát-
umar. Hlöður og tóftir tóku
á móti. Það var haldið áfram
fram á nótt. Eldsnemma áj
morgnana voru piltarnir vakt1
ir, svo að sláttur gæti hafizt
vinsemd þeirra hjóna. en
prestur lýsti hana úr sök. og
hélt svo fast fram málstað
hennar, að maddömunni
fannst í sárindum sínúm, að
Hallfríður væri á sinn hátt
að komast upp* á milli þeirra
hjóna. Og henni varð hugsað
til Ásrúnar frá Sjávarbakka.
Það duldist engum. að hún
hataði Hallfríði. Átti hið
sama að verða hlutskipti ann
arra húsmæð'ra Hallfríðar?
Glæsileg var Hallfríður og
• BawBwsaaea * III
BJARNl UR FIRÐI: 11 j í
HALI Ifriður
meðan rakt var í rót. Eftir
miðdegismatinn að nóni
fengu allir sér blund, nema
helzt unglingar, sem voru þá
látnir rifja. Með kvöldinu var
svo samantekningin og bind
ing þess, sem þurrt var.
En þrátt fyrir hina miklu
önn var heimilislífinu brugð-!
ið. Gullsmiðurinn var horf-
inn, og allir vissu, að hann
var sokkinn í óregluna, sem
séra Þórður hafði haldið hon1
um frá næstum því þrjú miss
eri samfleytt. Enginn sá neina
breytingu á séra Þórði, en
maddaman var- miður sín.
Hún reyndi að umgangast
hjúin á venjulegan hátt, en
gat engri glaðværð tekið og
þoldi illa allar mótgerðir
minnstu smámunir úthverfðu
skapsmunum hennar. Mæddi
það mest á Ingunni, sem sá
um innanbæjarverkin. Oft
. sat hún tímunum saman inni
| hjá prestinum, og leitaði sér
j þar huggunar og reyndi að
I finna úrræði í hinu ískyggi-
I lega viðhorfi. Seinna þótti
l sýnt, að séra Þórður hugði
á fastari tök í, þessari bar-
áttu en maddaman taldi að
sómdi ætt sinni og göfgi henn
ar. Þá bar þeim hjónum á
milli um Hallfríði. Maddöm-
unni var að verða kalt til Hall
fríðar og fannst hún misvirða
dugnaður og framkoma slík,
að ekki varð á betra kosið.
En var það ekki slíkur glæsi-
leiki, sem hafði ósjaldan vald
ið vá hinni mestu. jafnvel
mannhruni. Þvílíkar og enn
myrkari skuggamyndir herj-
uðu vitund maddömunnar
þessa indælu sólskinsdaga.
En svo rofaði til. Laugar-
dagskvöldið næsta komu ensk
hjón og settust að á prests-
setrinu nálægt vikutíma Eng
inn gat talað við þau nema
séra Þórður og meðreiðar-
sveinninn, piltur úr Lærða
skólanum. Séra Þórður var
sterkur í latínu. sem þá var
enn mái lærðra manna um
allan heim. Auk þess kunni
hann allvel enska tungu. Hon
um varð því engin skotaskuld
úr því að ræða við ensku hjón
in og gera þeim dvölina á
prestssetrinu skemmtilega.
Þegar Bretinn var ásamt
fylgdarsveini sínum að veið-
um í ánni, en það var hans
skemmtistarf, fóru prestshjón
in með frúnni um túnið og
nágrenni þess. Presturinn var
túlkurinn, og kom á svo inni
legu sambandi milli þeirra
tveggja virðulegu kvenna, að
það birti yfir maddömunni,,
og skaphöfn hennar færðist
í eðlilegt horf.
Sunnudaginn næsta eftir
komu ensku hjónanna var
messa á prestssetrinu með
al Ásrún, þó að hún væri flutt
altarisgöngu. Margt fólk kom
til kirkjunnar. Og þar á með
í aðra sókn. Ensku hjónin
voru og við guðsþjónustuna.
Sat frúin hjá maddömunni en
Englendingurinn og fylgdar-
sveinn hans í kómum. í lok
ræðunnar talað'i séra Þórður
nokkur orð til ensku hjón-
anna á þeirra máli. Fannst
frúnni svo mikið til um það,
að hún ljómaði af fögnuði
og þrýsti hönd maddömunnar.
Eftir guðsþjónustuna gengu
margir í kirkjugarðinn að
leið'um ástvina sinna. Meðal
þeirra var Ásmundur hrepp-
stjóri á Sjónarhóli. Var hann
enn þá mikill að vallarsýn og
bar sig vel, þrátt fyrir háan
aldur og sýnilega afturför.
Ásrún og dætur hennar
staðnæmdust við stóra leiðið
frá Sjávarbakka. Það leiði
bar af flestum öðrum, svo fag
urlega var það skrýtt blómum
og snpturlega hirt. Enska frú
in kom einnig í garðinn og
reikaði um þann jim stund.
Var auðséð, að frúnni fannst
lítið til um grafreit kirkju-
garðsins. Hún reyndi að þræða
milli vallgróinna leiða, en
tróð ekki á þeim eins og flest
ir hinna, sem þangað lögðu
leið sína. Garðurinn var ný-
sleginn og að því leyti í hirðu.
Á hlaðinu var hópur bænda
og vinnumanna, og ræddu
þeir af kappi um hina hag-
stæðu heyskapartíð, veiði í
ánni, nytjar fjárins og verð-
lag vörunnar. Þá barst og tal
ið að heilsufari- manna, sveita
þyngslum og gullsmiðnum,
sem fóru af hinar ömurleg-
ustu sögur. Aldrei hafði hann
slegið sér út eins villt og nú
Hesti séra Þórðar, . hinum
traustasta grip, væri hann bú
inn að útjaska á fáum dögum,
svo að hann væri lítt þekkj an
legur, og sjálfur var hann
stjórnlaus í framkomu. Töldu
sumir víst, að innan stundar
yrði hann fenginn séra Þórði
eða settur í löggæzlu. Ekki
var haft svo hátt um þetta,
að prestur heyrði. — Hann
drepur sig, mannskrattinn,
og er það minnst, verst er
hversu hann dregur marga
með sér í svaðið, sagði einn
bóndinn og þóttist afgreiða
málið vel og réttilega.
Vikunni lauk svo, að ekki
kom Nikulás. Ensku hjónin
fóru undir helgina, en gerðu
ráð fyrir að koma í bakaleið
og dvelja þá enn um kyrrt.
Hafði dvöl þeirra á prests-
setrinu mildað hugarfarið og
hresst maddömuna, svo að
hún virtist hafa náð sér. En
Nikulás var ekki úr sögunni.
Næsta sunnudagskvöld kom
hann seint heim og bar hnakk
sinn og beizli. Var hann styrk
ur vel, bar sig karlmannlega
en þrútinn í andliti og blár
með blóðhlaupin augu. Séra
Þórður var ekki heima ,systir
hans gengin til náða. Systurn
ar, Hallfríður og Ingunn, sáu
til hans, er hann kom heim
tröðina og gengu til fundar
við hann. Veittu þær honum
beina, fylgdu honum til sæng
ur, þógu hann og þrifu og
komu honum í rúmið, létu
vatnsskál á borðið hjá hon-
um og buðu góða nótt. Hann
hafði varla mælt orð. Var
hann sjáanlega mikið veikur,
en ekki drukkinn lengur. Var
ástandið allt annað en glæsi
legt. Þeim systrum kom sam
an um að vekja maddömuna
og láta hana vita um komu
bróður hennar, ef hún vildi
hlynna að honum umfram
það, sem þær höfðu gert. Ing
unn gekk til maddömunnar,
en hún taldi nóg gert í bili.
Föstudagur 1. september:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13,25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum
löndum.
18,50 Tilkynningar.
19,20 Veðurfregnir.
lð;30 Fréttir.
20,00. i „Gosbrunnar Rómaborgar",
sinfónískt ljóð eftir Respighi
(NBC sinfóníuhljómsveitin í
New York leikur, Arturo Tósc-
anini stjórnar).
20.15 Efst á baugi (Tómas Karlsson
og Björgvin Guðmundsson).
20,45 Einsöngur: Kenny Baker syng-
ur lög úr bandarískum söng-
leikjum.
21,00 Uppl'estur: Þorsteinn Gunnars-
son les ijóð eftir Hannes Sig-
fússon.
21,10 Tónleikar: Tilbrigði í As-dúr
op. 35 eftir Schubert (Paul
Badura-Skoda og Jörg Demus
ieika fjórhent á píanó).
21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux-
inn“ eftir Kristmann Guð-
mundsson; VH. (Höf. les).
| 22,00 Fréttir og veðurfregnir.
I 22,10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft-
ir Arthur Omre; ni. (Ingólfur
Kristjánsson rithöfundur).
22.30 íslenzkir dægurlagasöngvarar:
Alfreð Clausen syngur.
23,00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
34
Vörðurinn gerði ekki minnstu
tilraun til þess að stöðva Brvndísi,
þegar hún þeysti brott frá kasta!
anum. — Ég hefði átt að vita að
Bústáðalénspakkinu væri ekki
annt um mig, muldraði hún reiði-
lega, — en það er kannske ekki
of seint enn þá. Hún knúði hest
inn sporum, en svo kom hræðslan
við varúlfinn yfir hana. Eftir því
sem hún kom lengra inn i skóginn
fann hún betur, að augu úlfsins
fylgdust með henni, og allt í einu
tók hún fast í taumana. Á stígn-
um lá lífvana líkami. Gagntekin
af hræðslu steig hún af baki og
nálgaðist líkið. Enn á ný endur-
ómaði skógurinn af skelfingarópi,
þegar hún sá, hve hræðilega mað-
urinn var leikinn, en á klæðaburð
inum þekkti hún, að þetta var
Ilaugur.