Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 12
Í2
T f MIN N, föstudaginn 1. scptember 1961.
•vv * ;' . ..v . rjj • : ;; «- v ;
'T -________.• zkyrotUr
RITSTJORl HALLUR SIMONARSON
Nú rökræða menn.
Eins og frá var sagt í blaðinu
í gær, verður háður pressuleikur
á sunnudaginn. Liðin hafa verið
valin og menn eru famir að ræða
um liðin fram og aftur. Hvorugt
liðanna er þó þannig valið, að um
neinar teljandi deilur geti verið
að ræða. Landsliðið er svo til hið
sama og sigraði Hollendingana, en
það kemur nokkug spánskt fyrir
sjónir, að Heimir er í hvorugu
liðinu. Hann hefur óneitanlega
verið sá markmaðurinn í sumar,
sem hefur átt jöfnustu leikina.
Helgi Daníelsson stendur nú aftur
í landsliðsmarkinu, og er ekki að
efa ag hann gerir það gott, því
að í tveimur síðustu leikjum Akra
nessliðsins, hefur hann sýnt, að
hann er að komast úr þeirri lægð,
sem hann var í fram eftir sumri,
og stafar af því að hann helgaði
sig um of þjálfarastörfum.
Um vörn landsliðsins er annars
þag að segja, að við eigum ekki
aðra betri menn til, þó svo að
nokkrir standi nálægt, eins og t.d.
Ormar Skeggjason og Bjarni Fel
ixson.
Framlínan er lítið eitt breytt,
þar sem hinn u-ngi og efnilegi
Kári Árnason leikur á kantinum
í staðinn fyrir Þórð Jónsson. Það
er alveg óráðin gáta hvernig Kári
skilar þessari stöðu, því hann er
óvanur að leika á kantinum. En
þag er nú einu sinni svo, að kant-
arnir eru oft á tíðum lítið notað-
ir, svo að leikmenn, sem auk þess
eru ekki vanir að leika á þeim
stað, ná sér aldrei eins vel á strik
og þeir annars gerðu, ef þeir
fengju tækifæri til að leika á sín
um stað. Miðjutríóið er úr KR,
og má kannski segja að ekkert
sé við þvf að segja. En óneitan-
lega eiga leikir, eins og pressu-
leikir eru, að vera þannig, að
fleiri menn séu reyndir í stöðun-
um, ög á það alveg sérstaklega
við um innherjastöðurnar hér.
Það eru þó nokkrir menn, sem
jafnast á við þá sem leika í inn-
herjastöðum landsliðsins, en þeir
gjalda þess að þeir eru ekki vanir
að leika með Þórólfi, sem er sjálf
sagðasti maðurinn í miðherjastöð
una. Það hefði t.d. alveg verið
slysalaust, að setja Gunnar Felix-
son á kantinn, en láta Kára leika
V. Brumel
—2.25
igær
Á heimsmeistaramóti háskóla
í frjálsum íþróttum í gær, setti
Rússinn Valerij Brumel nýtt
heimsmet í hástökki, stökk i
2.25. Mót þetta var í Sofia, höf-
uðborg Búlgariu. Brumel tókst
að stökkva þessa hæð í þriðju
tilraun Viðurkennda heims-
metið er 2.23 og á John Thom-
as það. en Brumel hefur áður
stokkið hærra en gildandi
heimsmet, eða 2.24, svo og aft
ur núna.
Pressuleikurinn á sunnudaginn
í innherjastöðunni, til þess að
sýna hvað hann raunverulega get-
ur við hlig Þórólfs. Einnig kem-
ur Ingvar mi’klu frekar til greina
sem innherji í stað útherja, að
margra dómi, en hann geldur þess
einnig að vera ekki vanur að leika
við hlið Þórólfs. Svona tilraunir
ætti einmitt að gera, en síðan
væri hægt ag færa aftur í sama
horf, ef ekki tækist vel til.
Lið pressunnar er nokkuð sund
urleitt, og er það vel. Það er skip
að frískum og góðum leikmönn-
um, sem allflestir standa mjög
nærri því að leika í landsliðinu,
og margir þeirra ekki síður leikn-
ir knattspyrnumenn, en þeir sem
þag skipa. Vörnin er örugglega
traust, þó svo að Jóni henti bet-
ur að leika miðframvarðarstöðuna
en hann hefur áður sýnt að hann
getur skilað bakvarðarstöðunni
með prýði. Á morgun fæst úr því
skorið hver þeirra það verður,
sem leikur í miðframvarðarstöð-
unni, Rúnar, eða hinn ungi Akur-
nesingur Gunnar Gunnarsson. En
Rúnar er væntanlegur úr Rúss-
landsferðinni á morgun, en eins
og kunnugt er, þá hefur hann
verið frá keppni seinni partinn
af sumrinu vegna veikinda.
Framlína pressuliðsins er skip-
uð tveimur Ákureyringum, einum
ísfirðingi, einum Akurnesingi og
Valsmanni. Þetta eru alit leiknir
menn, og miðjutríóið er nokkuð
vel valið. Steingrímur, sem er mið-
herji, hefur staðið sig vel í sum-
ar, og er einn markhæsti maður-
inn í fyrstu deild. Jakob Jakobs-
son, sem innherji, hóf ekki að
leika með Akureyrarliðinu fyrr
en seint á sumrinu, en hann sýndi
strax ag hann var liðinu mikill
styrkur, þó svo hann væri ekki i
fullri æfingu. Valið á Birni Helga
syni er sjálfsagt, og hann hefur
sýnt ágæta leiki í sumar, og hann
er verðugur fulltrúi fyrir hina ný-
bökuðu meistara úr 2. deild.
Það er nú einu sinni svo, að
margir eru aðdáendur knattspyrn
unnar, og þar af leiðir að mörg
eru sjónarmið manna á getu og
uppstillingu liða. En það er eitt
víst, að í þessum tveimur liðum,
sem léika á Laugardalsvellinum
á sunnudaginn, eru örugglega 22
beztu leikmenn okkar í dag, og
það verður skemmtilegur leikur
sem þarna fer fram, og áhorfend-
ur láta sig ekki vanta,' svo að á
mánudaginn geta menn aftur tek
ið til við að rökræða um frammi-
stöðuna hjá liðinu og hverjir það
eru sem eiga að leika endanlega
í Iandsliðinu. h.
Hér kemur svo að lokum upp-
st.illing liðanna:
Lið Iandsliðsnefndar:
Helgi Daníelsson ÍA
Hreiðar Ársælsson KR
Árni Njálsson Val
Garðar Árnason KR
Hörðuv elixson KR
Sveinn Teitsson ÍA
Ingvar Elísson ÍA
Gunnar Felixson KR
Þórólfur Beck KR
Ellert Schram KR
Kári Ár-nason ÍBA
Lið blaðamanna:
Björgvin Hermannss. Val
Jón Stefánsson ÍBA
Bjarni Felixson KR
Ormar Skeggjason Val
Rúnar Guðmannsson Fram
(eða Gunnar Gunnarsson ÍA)
Helgi Jónsson KR
Matthías Hjartarson Val
Jakob Jakobsson ÍBA
Steingr. Björnsson ÍBA
Björn Helgason ÍBÍ
Þórður Jónsson ÍA
Sundmeistaramót Norð-
uriands á Músavík
Ágústa og GuSmundtir kepptu sem gestir
Síðastliðna helgi fór fram á
Húsavík sundmeistaramót Norð-
urlands. Tveir Reykvíkingar
kepptu á móti þessu sem gestir,
þau Ágústa Þorsteinsdóttir og
Guðmundur Gíslason, og settu
þau sinn svip á mótið, sem fór
í alla staði mjög vel fram. Úrslit
urðu þessi:
100 m. skriðsund kvenna:
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 1:06.1
1. Rósa Pálsdóttir KA 1:28.2
2. Guðný Bergsdóttir KA 1:31.4
100 m. skriðsund karla:
Guðm. Gislason ÍR 59.6
1. Óli Jóhannsson KA 1:09,0
2. Þorst. Áskelsson HSÞ 1:14.2
50 m. bringus. drengja:
1. Stefán Guðmundsson KA 39 5
2. Sveinn Ingason UMSS 40.5
3. Birgir Guðjónsson UMSS 42.5
50 m. skriðsund telpna:
1. Alma Möller KA 39 8
2. Jóhanna Evertsd UMSS 40.2
3. Auður Frig.dóttir KA 40.8
200 m. bringusujid karla:
Guðmundur Gíslason ÍR 2:46.5
1. Kristján Ólafsson SUVH 3:05.9
2. Stefán Óskarsson HSÞ 3:07.5
100 m. bringusund kvenna:
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 1:26.0
1. Svanh. Sigurðard. UMSS 1:37.3
2. Súsanna Möller KA 1:40.3
j
50 m. baksund karla:
Guðmundur Gíslason ÍR 33.0
1. Óli Jóhannsson KA 36.6
2 Einar V. Kristj.son UMSS 38.6
4x50 m. frj. aðferð kvenna:
1. Sveit KA 2:43.5
2. Sveit HSÞ 3:05 1
4x50 m. frj aðferg drengja:
1 Sveit KA 222.0
2. Sveit UMSS 2.22.2
100 m. bringustund karla:
Guðmundur Gíslason ÍR 1:16.4
1 Kristján Ólafsson USVH 1:20.3
2 Stefán Óskarsson HSÞ 1:23.6
50 m. skriðsund kvenna:
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 29.2
1 Rósa Pálsdóttir KA 37.7
2. Auður Guðj.dóttir UMSS 33.3
Myndin hér að ofan er af Ingvari Hallsteinssyni úr Hafnarfirði. Ingvar
átti stóran þátt í sigrum frjálsíþróttamanna þar í bænum gegn Keflavík
og Kópavogi. Hér sést Ingvar sigra í hástökkskeppninni í keppninni við
Keflavik.
Tjarnarcafé
Tökum að okkur alls konar
veizlur og fundarhöld. —
Pantið með fyrirvara i síma
15533, 13552. Heimasími
19955.
Kristján Gíslason
Brotajárn og málma
kaupti hæsta verði
Armtjörn JOnsson
Sölvhólsgötu 2 — Simi 11360
I
50 m. bringusund telpna:
1. Svanh. Sigurðard. UMSS 42.1
2. Sigrún Vignisdóttir KA 43.6
3. Helga Friðriksd. UMSS 45.1
200 m. bringusund kvenna
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 3.09.3
1. Svanh. Sigurðard UMSS 3.27.9
2. Erla Óskarsdóttir HSÞ 3.38.1
400 metra skriðsund karla:
Guðmundur Gíslason ÍR 5:01.6
1. Óli Jóhannsson KA 6:29.1
2. Þorst. Áskelsson HSÞ 6:36.3
50 m. baksund kvenna:
Ágústa Þorsteinsdóttir Á 38.7
1. Svanh. Sigurðard. UMSS 43.9
2. Rósa Pálsdóttir KA 47.5
4x50 m. frjáls aðferð karla:
1. Sveit KA 2.05.4
2. Sveit HSÞ 2.22.7
4x50 m. frjáls aðferð telpna:
1 Sveit KA 2.50.7
2. Sveit UMSS 2.52.6
SKÚLAFÖT
Drengjajakkaföt, 6—14 ára
Drengjabuxur, 4—16 ára
Drengjapeysur, margir
litir og stærðir
Drengjaskyrtur, hvítar og
mislitar
Enska Patonsullargarnið,
litaval, 5 grófleikar
ÆSardúnssængur
Vöggusængur
Æðardúnn i !4—Vi—1/1
kg pk.
Dúnhelt léreft, enskt
Fiðurhelt léreft
Sendum í póstkröfu.
Sími 13570.
AlIsherjargo'Öinn
(Framhald af 13. síðu).
og annars, er gera þurfti til undir-
búnings þinghaldi. Þetta er hefðar-
starf, en ekki kjör, og af þeim sök-
um minnist Ari fróði þessa að
engu í ísléndingabók, en annars
staðar því betur. Alþingi hefur því
langa stund verið í nánum tengsl
um við Reykjavíkurgoðorð. Getui
því verið, að Jón Sigurðsson hafi
athugað það og ekki talið nein
sögutengsl slitin, þótt Alþingi væri
háð í Reykjavík.
Á þessum dögum heldur Reykja-
víkurborg mikla hátíð. Þetta ei
ritað í tilefni af því.
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi.